Færsluflokkur: Bloggar
30.9.2007 | 23:19
Fegurð Gullkorn
Öll fegurð
hlutanna stafar
af fegurðinni
í sálinni.
Þannig leiðir
sköpunarverkið
okkur á braut
hins fagra
til Guðs.
Ágústínus
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.9.2007 | 02:50
Einvígið við ófreskjuna og fleira
Ég var að dunda mér í dag við hitt og þetta, en þó aðallega þetta. Ég var að gera þessa mynd sem ég kalla 'Einvígið við ófreskjuna'.
Ég er búin að tala við gallery á Skólavörðustíg. Reyndar sendi ég myndir þangað líka í tölvupósti. Gallerys eigandinn var mjög hrifin af myndinni Stúlkan í græna kjólnum, myndina Sólheimajökull og Manndómsbrekkan, já og svo nefndi hún líka að Ísilagt vatnið væri fín.
Ég get víst fengið sýningarpláss hjá henni í febrúar á næsta ári. En ég er samt ekki viss hvort ég verði komin með nægar myndir til að sýna, né næga peninga, því vikan hjá henni kostar 72 þúsund krónur, en það er reyndar með öllu. Það er að segja yfirsetu, boðskortum og hún sér einnig um að hóa í fjölmiðla og svoleiðis stöff.
Svo er galleryið með alþjóðlega heimasíðu sem er mikið heimsótt af kaupendum erlendis. Þarna er líka boðið uppá vaxtalaus lán til þess að fjárfesta í myndlist.
Jæja ég sé bara til, en vona samt að ég geti haldið þessa sýningu hjá henni eftir 4 mánuði.
Nú ef ekkert verður af þessu hef ég þó alltaf fyrirhugaða bloggvinkvennasýningu í Ráðhúsinu upp á að hlaupa, en hún verður opnuð 29. ágúst á næsta ári.
Ég er búin að segja upp í leikskólanum. Það var alltof mikið álag á bakið á mér að bogra yfir 7 börnum í einu, til að kenna þeim myndlist við svona pínulítil borð og stóla sem þau sátu á.
Ég er með kölkun í baki og mænuþrengsli og einnig í hálsi. Taugaverkir leiða niður í vinstri fót og vinstri handlegg. Ég hef alltaf verið svo vinstri sinnuð, þess vegna er ég með náttúrulega með vinstri verki. Þessi seinni helmingur af síðustu setningu, eða partur úr henni, er stolinn frá Sigga bróður, úr bókinni 'Í leit að sjálfum sér'
Ég sótti um vinnu í dag á netinu sem aðstoðarmaður iðjuþjálfa á geðsviði Landsspítalans. Æ, ég vona að ég fái þá vinnu, eða þa´vinnu sem skólaritari sem ég ætla að sækja um á mánudag.
Annars fékk ég smá aukavinnu í gær við að skrautskrifa á skjöl fyrir Halaleikhópinn. Það var þrælgaman að gera þetta. Mér þótti verst að þurfa að taka pening fyrir, því það var ein bloggvinkona mín sem bað mig um þetta. En ég er alltaf blönk svo ég tók við borgun fyrir verkið.
Svo slappaði ég af yfir sjónvarpinu í kvöld eftir sameiginlega máltíð okkar Títós og Gosa. Ég eldaði kjúkling og þeir vomuðu yfir mér frammi í eldhúsi, meðan ég var að elda. Mér fannst verst að geta ekki lagt á borð fyrir þá svo við hefðum getað haft það huggulegt við borðstofuborðið og snætt kjúklinginn saman í bróðerni.
En því miður tóku þeir ekki í mál að gera mér þann heiður, svo ég borðaði bara ein, fyrir framan sjónvarpið en þeir af skálinni sinni frammi í eldhúsi. En mikið lifandis skelfing sleiktu þeir mikið út um eftir að hafa hámað í sig kjúklinginn. Ég gerði það reyndar líka, svona fyrst að enginn sá til mín.
Á morgun ætla ég á kaffihús með vinkonu minni í Kringlunni. Skoða smá föt í leiðinni og svona.
Well best að fara að sofa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
29.9.2007 | 17:06
Sjálfsmynd í svörtu
Ég er tóm eins og tunna.
Heilinn visinn í höfði mér.
Blóð mitt er tómatsósa á beyglaðri flösku.
Andlit mitt sem gömul málningardolla.
Líkami minn lundabaggi er gleymdist að salta.
Öll er ég hálf og hálf er ég ekki öll.
Ég vildi óska að ég gæti lagt sjálfa mig í
súr til þess að forða frekari skemmdum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.9.2007 | 15:28
Gullkorn á laugardegi. Höf. Albert Einstein
Það fegursta sem
hægt er að upplifa er
hið leyndardómsfulla.
Sá sem ekki þekkir
það og er ófær um
að undrast og hrífast
er með nokkrum
hætti dáinn og auga
hans brostið.
Albert Einstein
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.9.2007 | 02:07
Andlit götunnar

halla sér í vindinn
skjálfandi
í hrollkaldri rigningunni
meðan blásvart mistrið
leggst
eins austurlensk blæja
yfir
andlit götunnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.9.2007 | 00:13
'Umbrot undir jökli' og ástamál manna og katta
Ég er búin að vera að rolast ein í dag við að ganga frá myndum og standa í öðru smádútli. Smærri myndir sem ég vinn á gljákarton sprayja ég lími aftan á úti á svölum og bíð svo i 20 sec þangað til ég skelli þeim á kartonið. Ég var komin með hausverk af límlyktinni þó ég hefði gluggann opinn uppá gátt.
Ég harðbannaði köttunum að stíga fæti sínum út á svalir meðan úðamökkurinn réði þar ríkjum. Þeir komust ekki einu sinni á klósettið, en það var mesta furða hvað þeir gátu haldið í sér greyin.
Tító er allur að hressast af sýklalyfjagjöfinni eftir að ég tvöfaldaði skammtinn samkvæmt ráði dýralæknisins. Hann var meira að segja að leika sér í dag og í gærkvöldi var svo hátt uppi á honum typpið þegar hann var kominn uppí rúm hjá mér að hann rak Gosa framúr rúminu með harðri kló og var alveg öskuþreifandi illur.
Það hefur líklega verið búin að safnast fyrir í honum reiðin út í Gosa. Því meðan Tító var sem slappastur varnaði Gosi honum þess að komast á kattaklósettið með því að ráðast á hann og riðlaðist svo á honum þess á milli, til þess að sýna hver væri nú húsbóndinn á heimilinu. Svo reyndi hann að einoka mig og leyfði Tító varla að koma nálægt mér.
Annars er Tító ekki eins leitt og hann lætur, því í þessum pikkuðum orðum leyfir hann Gosa að skakast á sér, liggjandi á púða við fætur mér, þar sem ég sit við tölvuna.
Já, hún er skrýtin þessi ást milli katta og manna svona yfirleitt. Ég bý með tveimur hommum og er ástfangin af ungum manni sem dó fyrir áratugum síðan, því mín forna ást blossaði uppá ný eftir að ég fékk sent lagið við ljóðið mitt um æskuástina mína sálugu, sem aldrei fékk að blómstra.
Svei mér þá, þetta er bara ekki hægt að vera svona rugluð eins og ég er í þessu máli. Ég verð að hætta að lifa svona í fortíðinni og fara og finna mér einhvern gaur sem er ennþá á lífi.
En hvar ég finn hann er stóra spurningin, því ég vinn við að kenna smábörnum á leikskóla og fer frekar litið út. Annars er ég strax orðin skotin í einum litlum polla á leikskólanum, sem heitir Jói. Hann er svo mikið krútt og allir á leikskólanum elska hann eins og ég.
Jæja, ég verð víst að fara að sofa því ég er orðin ansi þreytt eftir daginn. Á morgun ætlar dóttir mín að koma í heimsókn og ég hlakka til að sjá hana.
Góða nótt öll sömul og sofið rótt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.9.2007 | 13:51
Mali litli og fleira merkilegt
Ég fór að heimsækja Sigga bróður í gær til þess að skoða nýjasta fjölskyldumeðliminn, hann Mala litla.
Siggi var svo upprifinn yfir unganum að það komst ekkert annað að, en nýjustu uppátæki barnsins, eins og hann kallaði Malakútinn.
Hann hafði farið með hann í sprautu og ormahreinsun hjá dýralækni þennan dag og þeir voru nýkomnir heim feðgarnir, þegar ég bankaði uppá.
Mali litli þefaði mikið af fótunum á mér, hefur vafalaust fundið þar lyktina af frændum sínum, þeim Tító og Gosa. En hann undi ekki lengi við það, því leikgleðin var alveg að fara með hann og hann þyrlaðist eins og svarthvítur stormsveipur um alla íbúðina. Svo loks var hann orðinn svo þreyttur af öllum látunum að hann lagði sig til svefns og auðvitað í uppáhaldsstað húsbónda síns, stofusófann.
Við Siggi spjölluðum saman yfir kaffi og skoðuðum gamlar myndir eftir Matz Vibe Lund af Vestmannaeyjum. Þær voru teknar fyrir stríð og þær sýndu vel hve Eyjarnar voru miklu fallegri áður en nýja hraunið rann. Á myndunum voru Eyjarnar einna líkastar því sem væru þær smaragðar í safírsænum allt um kring. Og í baksýn uppi á fastalandinu, trónaði hvítur skalli Eyjafjallajökuls, Hekla og fleiri myndarleg fjöll.
Þegar ég kom heim neyddist ég til þess að drepa geitung, því Gosi ætlaði að veiða hann og ég var hrædd um að geitungurinn myndi stinga Gosa. Ég hefði líklega sett krukku yfir geitungsbjánann, ef hann hefði verið á svalaglugganum, rennt svo pappír undir og hent honum svo út, eins og ég geri við allar hunangsflugurnar sem villast inn í blómadýrðina á svölunum. En því miður var þetta ekki hægt þar sem geitungurinn sat á dyrakarminum svo ég lamdi hann í klessu með dagblaði. Mér fannst verst að hann drapst ekki við fyrsta högg, heldur þurfti ég nánast að murka lífið úr kvikindinu með hverju högginu á fætur öðru.
Svo þegar hann var loksins dauður, lá við að ég tárfelldi þegar ég horfði á litla líkamann sundurkraminn. En svo bað ég Guð í hljóði að taka við sál þessa litla skordýrs og henti því svo í ruslafötuna og hugsaði með mér að hann hefði hvort sem er drepist úti í náttúrunni, þar sem það er komið haust.
Svo þegar ég fór á netið uppgötvaði ég mér til mikillar ánægju að það var búið að senda mer 'æðisleg' lag við ljóðið 'Náinn' sem ég birti hér á blogginu mínu. Svo ég sat eftir það í leiðslu við tölvuna og hlustaði á lagið og endurlifði gamla tíma með æskuástinni minni sálugu, meðan tárin trítluðu niður kinnarnar. Þetta lag er besta gjöf sem ég hef fengið á ævinni Það er alveg yndislegt.
En svo dreymdi mig í nótt að risageitungur væri búinn að festa sig í annan augnkrókinn á mér og svo stakk hann mig. Þetta var örugglega geitungurinn sem ég drap, afturgenginn til þess að hefna harma sinna. Ómægod ! Hvað ég var fegin þegar ég vaknaði.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
18.9.2007 | 01:35
Svanavatnið á Reykjavíkurtjörn Gagnrýni
Hlutu þær góðar undirtektir áhorfenda sem voru mestmegnis fólk að gefa öndunum brauð.
Má því með sanni segja,að álftirnar hafi komið mönnum þægilega á óvart með þessum óvænta 'performance'.
Með eðlislægum þokka og óaðfinnanlegri tækni lyftu þessir tignarlegu fuglar verkinu í sínar hæstu hæðir svo unum var á að horfa. Tónlistin við verkið var í höndum lúðra lögreglubifreiða í bland við flaututóna strætisvagnanna og stöku hljóma í Dómkirkjuklukkunni.
Helblár himinninn og grámóskuleg rigningin mynduðu síðan hina fullkomnu umgjörð um þetta sígilda meistaraverk.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
16.9.2007 | 16:34
Stjörnuspáin mín í dag
Ljón:
Alheimurinn lætur þig vita þegar þú hefur villst af bestu leiðinni fyrir þig. Í stað þess að verða pirraður skaltu þakka fyrir þig og hlusta á viðvörunina.
Hvernig í fjandanum á ég að skilja þessa stjörnuspá? Er ég að villast af leið með því að mála þessar myndir mínar í gríð og erg? Ég sem að stefni loksins að einhverju af viti í áraraðir.
Og er alheimurinn að fyljgjast með mér við þessa iðju mína? Og hvernig lætur hann mig vita að ég sé á rangri leið?
Mér er satt að segja um og ó. Og svo er ég bara alls ekkert pirruð, svo þetta hlýtur að vera einhver misskilningur. Eða ég ætla rétt að vona það. Annars skal ég ....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
13.9.2007 | 17:51
Náinn Birt aftur
Brástjörnur bláar man ég
blika mót sjónum mínum.
Bros líkt og ljómuðu perlur
leiftraði á vörum þínum.
Þín nálægð var neistandi elding
er nam ég frá verund þinni
Þitt nafn eins og ómfagur söngur
yljar enn sálu minni.
Hann var mín hreina og saklausa æskuást.
Hann dó átján ára gamall.
Bloggar | Breytt 19.9.2007 kl. 04:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
-
katrinsnaeholm
-
zordis
-
katlaa
-
jonaa
-
halkatla
-
ormurormur
-
martasmarta
-
steina
-
gudnyanna
-
zoti
-
ragjo
-
diesel
-
estersv
-
alit
-
toshiki
-
kaffi
-
svartfugl
-
jenni-1001
-
laufabraud
-
stormsker
-
svanurg
-
guru
-
ingo
-
lindagisla
-
bjorkv
-
prakkarinn
-
agny
-
bergruniris
-
raggibjarna
-
maple123
-
saethorhelgi
-
vglilja
-
johannbj
-
partners
-
vitinn
-
zeriaph
-
gudrunmagnea
-
birtabeib
-
iador
-
gudrunfanney1
-
ibb
-
kolgrimur
-
skjolid
-
bene
-
coke
-
hux
-
nonniblogg
-
heringi
-
hjolaferd
-
amason
-
joiragnars
-
steinibriem
-
rafdrottinn
-
siggith
-
vefritid
-
ljosmyndarinn
-
poppoli
-
perlaoghvolparnir
-
vitale
-
skordalsbrynja
-
lindalea
-
bidda
-
manisvans
-
scorpio
-
haddih
-
gattin
-
korntop
-
brahim
-
klarak
-
laugatun
-
konur
-
panama
-
sigurfang
-
joklamus
-
valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.5.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 195969
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Af mbl.is
Fólk
- Tom Cruise næstum dottinn af flugvélavængnum
- Bræðurnir gætu átt rétt á reynslulausn
- Hoppað í fangið á VÆB
- Hera Björk kynnir stig Íslands
- Mér leið skelfilega með sjálfa mig
- Veðbankar spá því að Ísland lendi í 24. sæti
- Ísland í fyrra holli úrslitanna
- Farðu út úr bílnum mínum, tík
- Við sögðum ykkur það
- Í þessum bransa verður maður að vera sjálfsöruggur