29.3.2007 | 00:32
Skriðjöklar Þrykk, blek, akrýl.
Menning og listir | Breytt 20.5.2007 kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
28.3.2007 | 00:25
Ég er ekkert hissa á því....
Það er ekkert smáafrek að hafa hlaupið í loftinu kringum jörðina og það án þess að vera í geimbúningi einu sinni.
![]() |
Breti hlýtur viðurkenningu fyrir að hlaupa fyrstur umhverfis heiminn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 20.5.2007 kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
27.3.2007 | 01:34
Ást ljóð
Ást mín er logandi bál
eins og brennan á þjóðhátíð í Eyjum.
Hvað er ást og hvað er losti? hefur kærleikurinn betri kosti?
Hvað ég vildi óska að ég væri ástfangin upp fyrir haus. Væri alveg á herðablöðunum af ást. Blindfull af ást. Væri úti að aka af ást. Sæi ekki sólina fyrir ást. Ást, ást, ást snemma að morgni....
.
Andsk... væl er þetta í mér annars. Er ég ekki búin með minn ástarkvóta? Eða hvað?
Eða er ég kannski bara of vandlát? Eða verð ég kannski alltaf ástfangin af þeim sem ekki eru á lausu, eða eru með lausa skrúfu? Kannski ég sé sjálf með lausa skrúfu ?
Kannski er líka bara best að búa ein og geta gert allt sem manni sýnist án þess að þurfa að taka tillit til annarra? Hvað þá að þurfa að þrífa eftir aðra.
Ég verð að viðurkenna að það fer ofboðslega í taugarnar á mér hjá blessuðum karlmönnunum að þeir skilja nánast alltaf klósettsetuna eftir opna. Pissa jafnvel stundum útfyrir.
Mér fannst það því helví. frumlegt hjá mínum fyrrverandi heittelskaða kærasta þegar hann leysti það vandamál með því að festa ílangan holan járnsívalning í typpisstærð með löngum járnstöngum við reiðhjólsstýri. Setti svo haka á allt heila batteríið sem smellpössuðu til að sitja ofan á klósettbrúninni og stilla apparatið af.
Þetta pissustýri lagði hann á sig að smíða algjörlega fyrir mig, því sjálfum var honum skítsama þó hann pissaði út fyrir þar sem það var ég sem þreif.
Þetta kalla ég kærleika í sinni tærustu mynd.
Þetta pissustýri virkaði annars ekki nógu vel til lengdar því þegar hann hallaði sér fram á stýrið til að pissa hvíldi þungi hans sem var allmikiill á alltof veigalitlum punktum eða hinum fyrrnefndu hökum. Svo þetta endaði með því að hann mölbraut klósettið og datt sjálfur á hausinn oní skálina.
Þannig fór um þetta kærleiksverk hans til mín og var okkur báðum illa brugðið. Nokkru síðar leystist samband okkar upp í frumeindir sínar og við fórum sitt í hvora áttina. Hann tók allt sitt hafurtask með sér en gleymdi viljandi pissustýrinu enda var það gjöf hans til mín eins og fyrr segir.
Pissustýrið hangir nú upp á krók í þvottahúsinu tilbúið til þess að gegna sínu hlutverki ef svo ólíklega skyldi vilja til að ég yrði ástfangin á ný og færi út í sambúð aftur.
Ljóð | Breytt 20.5.2007 kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
26.3.2007 | 17:02
Stúlkan með græna hattinn þrykk, blek, akrýl Efri hluti myndar.
Menning og listir | Breytt 20.5.2007 kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
25.3.2007 | 17:54
Hasar hjá Bretaprinsum
![]() |
Bretaprinsar döðruðu drukknir á næturklúbbum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 20.5.2007 kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.3.2007 | 00:35
Óskastund
skini
stríðrar nætur
blikar
minning þín
tærblátt
ljós
snertir
blíðlega
vanga minn.
Stjörnur tindra
tifa
og deyja.
Óskastund
-er nú
Ljóð | Breytt 20.5.2007 kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
24.3.2007 | 01:35
Skemmtilegt kvöld
Ég fór út að borða með vinkonu minni á American Style í kvöld svo skruppum við á Catalinu í Kópavogi og slöppuðum af yfir einu bjórglasi. Ég stóðst löngunina í sígarettu með ölinu og var bara ánægð með sjálfa mig.
En toppurinn á kvöldinu var að horfa á myndina Skilyrðislaus ást í sjónvarpinu. Þetta er með betri myndum sem ég hef séð. Nú er klukkan langt gengin tvö að nóttu til og ég er að skríða upp í rúm með Tító.
Góða nótt öllsömul og sofið rótt.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
23.3.2007 | 00:55
Uppstilling í landslagi Vatnslitir Hluti af mynd
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 00:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
22.3.2007 | 01:20
Upplýsandi umræður milli Íslendinga og innflytjenda
það var mikið fjör á síðasta húsfundi og margt spjallað á íslensku, ensku, litháísku og pólsku. Albanarnir á neðstu hæðinni sem ollu mér þungum búsifjum þegar þeir puðruðu drullunni úr loftræstikerfinu yfir þvottahúsið mitt létu ekki sjá sig. þess vegna var engin albanska töluð á þessum fundi.
Við ræddum um nauðsyn þess að láta mála stigaganginn og teppaleggja og fleira.
það fussaði í litháísku konunni þegar við töluðum um að láta mála. það svo expensive láta mála, í Litháen fólk gera svona sjálft saman, sagði hún.
Það varð smá þögn við þessi orð konunnar en svo sagði formaðurinn þungur á brún. Og hver á svo með leyfi að labba á milli íbúða og fá fólk til þess að vera samtaka í því að mála sjálft the stigagang ? Ekki geri ég það, bætti hún svo við í fússi.
Allt í lagi, ég vera húsvörður. Ég gera þetta, sagði sú litáíska. Formaðurinn missti andlitið en leit samt spurnaraugum á okkur hin. Hverjir eru samþykkir þessu, spurði hún svo í uppgjafartón.
Allir réttu upp hendina og þar með kusum við fyrsta 'innflytjandann' í húsinu í þetta virðingarverða embætti.
það líka þarf laga the roof, sagði nýji formaðurinn. það leka hjá okkur efst uppi.
Jahá, hún ætlaði aldeilis að færa sig uppá skaftið, eyða bara öllu um efni fram um leið og hún var búin að taka við embættinu.
Jaá það verður náttúrulega að láta laga það. Fáum einhvern iðnaðarmann til að líta á þetta, önsuðum við.
Nei, nei allt í lagi maðurinn minn gera það. Gera hvað? Tala við iðnaðarmanninn.? Spurðum við eins og hálfvitar.
Nei hann maðurinn laga the roof, svaraði nýji formaðurinn. Það svo cheap gera það sjálf. Ekki láta gera það, expensive
Hann bara þarf vita hvar kaupa the stuff for the roof, bætti hún við.
Við samþykktum þetta auðvitað eins og skot náttúrulega gegn því að borga manninum eitthvað fyrir verkið.
Við vorum búin að átta okkur á því að innflytjendurnir sem bjuggu í blokkinni okkar vissu hvernig átti að fara að hlutunum. Okkur rámaði líka eitthvað í það að hér áður fyrr hefði fólk á Íslandi vitað það líka.
Ég minntist meira að segja á það með stolti að þegar ég var einbýlishúss eigandi á mínum yngri árum hefði ég sjálf múrað útidyratröppurnar og fleira og málað húsið mitt að utan upp undir þakskegg á annarri hæð.
Það þurfti líka að skipta um ljósarofa á ganginum og bauðst Pólverjinn til að taka það að sér gegn pay en auðvitað cheaper en the electrician.
Svo upplýsti hann okkur um það að hann væri búinn að leigja út íbúðina sína í stigaganginum og væri að flytja í aðra íbúð sem hann hefði keypt í Fossvogshverfi.
![]() |
Helmingur umfjöllunar um innflytjendur á síðasta ári var hlutlaus |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 23.3.2007 kl. 17:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
21.3.2007 | 00:24
Ég er...
Ég er
rósin
sem blómgast að hausti
ég er
unglingsins
elliglöp
ölið sem alkinn
ei smakkar
og ástin
sem kann bara rök
ég er
marglytta
í fjörunnar sandi
ég er
fjúkandi bylur
í sól
ég er
saga sem löngu er liðin
ég er
álfur
sem kom út úr hól.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
-
katrinsnaeholm
-
zordis
-
katlaa
-
jonaa
-
halkatla
-
ormurormur
-
martasmarta
-
steina
-
gudnyanna
-
zoti
-
ragjo
-
diesel
-
estersv
-
alit
-
toshiki
-
kaffi
-
svartfugl
-
jenni-1001
-
laufabraud
-
stormsker
-
svanurg
-
guru
-
ingo
-
lindagisla
-
bjorkv
-
prakkarinn
-
agny
-
bergruniris
-
raggibjarna
-
maple123
-
saethorhelgi
-
vglilja
-
johannbj
-
partners
-
vitinn
-
zeriaph
-
gudrunmagnea
-
birtabeib
-
iador
-
gudrunfanney1
-
ibb
-
kolgrimur
-
skjolid
-
bene
-
coke
-
hux
-
nonniblogg
-
heringi
-
hjolaferd
-
amason
-
joiragnars
-
steinibriem
-
rafdrottinn
-
siggith
-
vefritid
-
ljosmyndarinn
-
poppoli
-
perlaoghvolparnir
-
vitale
-
skordalsbrynja
-
lindalea
-
bidda
-
manisvans
-
scorpio
-
haddih
-
gattin
-
korntop
-
brahim
-
klarak
-
laugatun
-
konur
-
panama
-
sigurfang
-
joklamus
-
valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar