Leita í fréttum mbl.is

Skemmtilegt kvöld

Ég fór út að borða með vinkonu minni á American Style í kvöld svo skruppum við á Catalinu í Kópavogi og slöppuðum af yfir einu bjórglasi. Ég stóðst löngunina í sígarettu með ölinu og var bara ánægð með sjálfa mig.
En toppurinn á kvöldinu var að horfa á myndina Skilyrðislaus ást í sjónvarpinu. Þetta er með betri myndum sem ég hef séð. Nú er klukkan langt gengin tvö að nóttu til og ég er að skríða upp í rúm með Tító.
Góða nótt öllsömul og sofið rótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

er á leiðinni í kojs, var að horfa á sömu mynd, góð. stundum er ég svona næturdýr og vaki of lengi. falleg myndi þín, vonandi eignast ég eina frá þér á næstunni.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.3.2007 kl. 01:53

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Góða nótt listakona.

Sigfús Sigurþórsson., 24.3.2007 kl. 02:01

3 Smámynd: www.zordis.com

Hamingjuríkan dag, ánægð með þig að hafa sleppt sígó!  Einn bjór er fínasta svefnmeðal fyrir þá sem finnst bjór góður.

Er þetta dagur til að skapa? 

www.zordis.com, 24.3.2007 kl. 08:47

4 identicon

Fór inn á bloggið hans Jóns Vals og fannst gott þitt innlegg í málið. Ég sjálfur hefi aldrei skilið, þegar fólk er hvatt til að koma út úr skápnum. Umræðan um hinsegin fólk og daga er sett í einhverskonar dýrðarljóma. Ég hefi áhyggjur af ungu fólki sem er svo hrifnæmt fyrir hvað sé töff eða lásí, sýnist að í dag sé töff að vera hinsegin(n) og þess vegna ánetjist þeirri hugsun að verða hommi eða lesbía án þess að vera það raunverulega.

Þorkell Sigurjónsson (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 14:53

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk nei ég ætla ekki að skapa mikið í dag heldur ætlar önnur vinkona mín að koma til min og við ætlum að  detta í dóið og fá okkur mæru. Þetta er norðlenska (ég er suður Þingeyingur í aðra ættina) og þýðir að við ætlum að glápa á vídeó og fá okkur nammi eða snakk með.

Já það er gaman að breyta út af vananum Arna og kíkja aðeins út á lífið.

Keli mér fannst nú Jón Valur ekkert hrifinn af minu innleggi. En mér fannst þetta bara. það er samt nokkuð til í þessu hjá þér með Dýrðarljómann en  ég held að engin geti gert sér upp kynhneigð af því að það sé töff að vera hinsegin. En það eru tvær hliðar á öllum málum.

Svava frá Strandbergi , 24.3.2007 kl. 15:26

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ. Ég ætlaði að fletta þér upp í Íslendingabók og gá hvort við værum skildar, en bókin segir þitt nafn ekki til, ertu kannski skráð öðruvísi?

Ásdís Sigurðardóttir, 24.3.2007 kl. 21:36

7 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Já ég er skráð öðruvísi.

Svava frá Strandbergi , 24.3.2007 kl. 23:05

8 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Hæ Ásdís ertu fædd 1.des. eða 24.maí? Fyrigefðu að ég spyr.

Svava frá Strandbergi , 25.3.2007 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband