Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
29.7.2008 | 16:45
Sturlun
Englarnir fljúga
úr fílabeinsturninum.
Þeir sveima yfir höfði mínu
eins og hvítar leðurblökur.
Og ógnvekjandi spurning
heltekur huga minn,
- 'Hvað, ef þeir flækjast nú í hárinu á mér!!?'
Bloggar | Breytt 18.8.2008 kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.7.2008 | 02:42
Ástríða
úr uppsprettu
unaðar
fleytti ég rjómanum
af ást þinni
er rann ljúflega
niður.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
21.7.2008 | 01:56
Hvað er vinur?
.....Vinkona fer ekki í megrun vegna þess að þú ert feit.
Vinkona snýst aldrei til varnar eiginmanni sem gefur konu
sinni rafmagnspott í afmælisgjöf.
Vinkona segir þér að hún hafi séð gamla kærastann þinn -
og hann sé kaþólskur prestur.
ERMA BOMBECK, f. 1927
19.7.2008 | 03:40
Það er svo margt sem ég get verið þakklát fyrir og sem ég elska
Ég elska auðvitað börnin mín og barnabörnin fyrst og fremst. Svo elska ég sjálfa mig systkini mín, frændfólk og vini og vinkonur og öll lítil börn.
En ég elska líka öll dýr og þá fyrst og fremst kisurnar mínar, Tító hinn goðumlíka og Gosa litla graðnagla. Já, og svo þykir mér líka vænt um frænda þeirra, hann Mala svala, hans Sigga bróður og Mosa og Mola hans Rafns, sonar míns .
Tító og Gosi
Mér þykir líka vænt um tré, sérstaklega fallega garðahlyninn sem stendur á horninu á Suðurgötu og Vonarstræti í Reykjavík og sem var eitt sinn kosinn fegursta tré Reykjavíkur.
Þegar ég á leið framhjá trénu þá stoppa ég alltaf og heilsa upp á það. Geng að stofninun og horfi upp í tilkomumikla laufkrónuna.
Mér er nokk sama þó að fólk sem sér mig standa þarna fast við tréð með hausinn reigðan aftur á hnakka, haldi að ég sé kolkreisí eða eitthvað þaðan af verra.
Mér finnst líka ljós vornæturhimininn yndislegur, þegar sólin gyllir skýin yfir blánóttina.
Og ég gleðst alltaf jafnmikið þegar fyrstu túlípanarnir stinga upp kollinum í garðinum heima.
Mér þykir líka vænt um rúmið mitt, þar sem gott er að hvíla lúin bein og kúra með þeim Tító og Gosa.
Mér þykir vænt um tölvuna mína og finnst hún ómissandi. Ekki skemmir heldur útsýnið út um gluggann í tölvuherberginu, á kvöldin.
Svo elska ég að mála og teikna og svo margt, margt fleira.
Uppstilling við sólarlag
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
17.7.2008 | 21:15
Erla, góða Erla...
Ég leyfði mér á sínum tíma, að tileinka þetta ljóð, eftir Stefán frá Hvítadal og sem ég skrifaði niður, þessar fyrstu línur af, fyrir svo löngu síðan, dóttur minni, henni Erlu Ósk
Erla, góða Erla, ég á að vagga þér.
Svíf þú inn í svefninn í söng frá vörum mér.
Kvæðið mitt er kveldljóð því kveldsett löngu er
kvæðið mitt er kveldljóð því kveldsett löngu er.
Úti þeysa álfar um ísi lagða slóð.
Bjarma slær á bæinn hið bleika tunglskinsflóð.
Erla, hjartans Erla, nú ertu þæg og góð.
Erla, hjartans Erla, nú ertu þæg og góð.
Æskan geymir elda og ævintýraþrótt.
Tekur mig með töfrum hin tunglskinsbjarta nótt.
Ertu sofnuð, Erla? Þú andar létt og rótt.
Ertu sofnuð, Erla? þú andar létt og rótt.
Hart er mannsins hjarta að hugsa mest um sig.
Kvöldið er svo koldimmt ég kenni í brjósti um mig.
Dýrlega þig dreymi og Drottinn blessi þig.
Dýrlega þig dreymi og Drottinn blessi þig.
Mamma
Höfundur texta: Stefán frá Hvítadal
16.7.2008 | 00:43
Lungnabólgufjandi eina ferðina enn
Skelfing er ég orðin leið á sjálfri mér. Ég fór í göngutúra tvo daga í röð með vinkonu minni. Það var grenjandi rigning báða dagana og ég varð blaut í fæturna. Vaknaði svo í morgun með bullandi lungnabólgu. Shit!!
Ég átti að fara til lungnasérfræðings í dag í áframhaldandi rannsókn á þessum blettum í lungunum. Á leiðinni til sérfræðingsins reif ég svo, að sjálfsögðu, upp tilvísunina frá heimilislækninum.
Þetta voru margar blaðsíður og þar rak ég augun í það, að talað var um einn blett í viðbót, sem mér hafði ekki verið sagt frá.
Ég vissi fyrir, að það voru tveir stórir blettir í lungunum og margir litlir og heimilislæknirinn hafði hringt fyrir nokkru síðan og sagt að rannsaka þyrfti þetta betur. Það væru einhverjar breytingar.
En í tilvísuninni var sem sagt líka talað um þennan blett sem ég hafði ekki haft hugmynd um og sem sést hefði á hliðarmynd og væri hann aftur við hrygg.
Þegar ég kom svo á læknastofuna var mér sagt að ég kæmi á vitlausum tíma og á vitlausum degi. Ætti að mæta á morgun, en ekki í dag. Alltaf jafn vitlaus og utan við mig.
En okey, ég talaði við heilsugæslustöðina og læknir þar lét mig á enn einn sýklalyfjakúrinn.
Hvernig endar þetta eiginlega? Auðvitað með því að ég drepst, því eitt getum við stólað á, í lífinu og það er það, að allir hrökkva upp fyrir á endanum.
Vona bara að ekki sé alveg komið að því strax, hjá mér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
15.7.2008 | 00:34
Undur Alheimsins
THIS, is really fachinating,
- it´s
rather humbling to see it
presented
this way.
ANTARES IS THE 15TH BRIGHTEST STAR IN THE SKY.
IT IS MORE THAN 1000 LIGHT YEARS AWAY.
NOW, HOW BIG ARE YOU?
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------
NOW TRY TO WRAP YOUR MIND AROUND
THIS.....
THIS IS A HUBBLE TELESCOPE ULTRA
DEEP FIELD INFRARED VIEW OF COUNTLESS
ÉNTIRE' GALAXIES BILLIONS
OF LIGHT YEARS AWAY.
BELOW IS A CLOSE UP OF ONE OF THE DARKEST REGIONS
OF THE PHOTO ABOWE.
HUMBLING, ISN´T IT?
And yet Someone knows how many hair
are on your head.
And not even a single sparrow dies apart
from his will.
Mt (10: 29 - 31)!
NOW
HOW BIG ARE YOU?
And how big are the things
that upset you today?
AND HOW BIG IS YOUR
GOD?
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 00:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.7.2008 | 03:47
Freyja
Freyja er gyðja ástar og frjósemis í norrænni goðafræði. Nafn hennar merkir frú. Freyja er af ætt vana en bjó ásamt bróður sínum Frey og föður sínum Nirði í Ásgarði en þangað voru þau send sem gíslar og vináttuvottur eftir stríð þessara tveggja ætta goða.
Freyja var valdamikið gyðja og mikið dýrkuð af konum en einnig af konungum og hetjum. Hún jók frjósemd lands og sjávar og veitti hjálp í hjónabandi og við fæðingar.
Verandi ástargyðja er hún sögð hafa átt marga ástmenn bæði goð og konunga sem hún studdi svo í valdatíð þeirra.
Fjölskylduhagir og heimili Freyja er systir frjósemisguðsins Freys og dóttir sjávarguðsins Njarðar. Bóndi hennar er nefndur Óttar eða Óður. Hann þurfti oft að fara í langferðir og þegar hann var í burtu grét hún tárum úr skíragulli af söknuði.
Dætur þeirra eru Hnoss og Gersemi. Bær Freyju heitir Fólkvangur þar sem salurinn Sessrúmnir er en hann er bæði rúmgóður og lofthreinn. Þangað eru allir velkomnir. [breyta] Dýrgripir Freyju Freyja ferðaðist í vagni sem tveir kettir drógu.
Hún átti einnig valsham sem var þeim eiginleikum búinn að er hún klæddist honum breyttist hún í fugl og gat flogið hvert sem hún vildi. Þessi valshamur kemur mikið fyrir í goðsögunum og oft vegna þess að Loki stelst til að nota hann.
Freyja hafði miklar mætur á dýrum djásnum og átti hálsmen nokkuð sem var kallað Brísingamen kallað eftir dvergaætt þeirri, Brísingum, sem það höfðu smíðað. Freyja sá dýrgripinn hjá dvergunum og fékk mikla ágirnd á því. Þeir sögu að hún mætti fá það ef hún eyddi einni nótt með hverjum þeirra og hún samþykti það.
Þegar Óðinn frétti af þessu sem skipaði hann Loka að ræna meninu af Freyju. Loki breytti sér þá fló meðan Freyja svaf og beit hana í kinnina svo að hún velti sér á magann. Þá gat hann opnað lásinn og tekið menið. Þegar Freyja uppgvötaði að menið var horfið grunaði hana að Óðinn hefði tekið það og heimtaði að hann skilaði því.
Óðinn gerði það en fyrst þurfti Freyja að koma af stað vígum milli tveggja konunga, en víg þessi þróuðust yfir í eina af helstu hetjusögnum víkingatímans.
[breyta] Heimildir * Cottrell, Arthur. 1997. Norse Mythology. Ultimate Editions, London. * Brian Branston. Goð og garpar úr norrænum sögnum. 1979. Bókaforlagið Saga, Reykjavík . * Roy Willis. Goðsagnir heimsins. 1998. Mál og menning, Reykjavík.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 03:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
11.7.2008 | 13:12
Það er mikið að þeir bjóði ekki upp á mannakjöt,
því mér finnst það álíka viðbjóður að fólk leggji sér hunda til munns eins og mannakjöt.
það er líka óásættanlegt hverning farið er með hundana sem slátrað er. Þeir eru múlbundnir og síðan hrúgað saman í þröng búr, sem þeir eru fluttir í til slátrunar, þar sem þeir eru skotnir í hausinn.
Flestir hundar vita til hvers byssur eru notaðar og eina mynd sá ég á netinu af múlbundnum hundi sem horfði bænaraugum á slátrarann sem miðaði byssunni á höfuð hans. Það var auðséð á þvi augnaráði að dýrið vissi hvað beið þess.
Ætli það fólk sem étur hunda, hafi nokkurn tíma átt hund sem vin og félaga, eða hvað?
Eða kannski finnst þessu fólki bara í góðu lagi að éta sinn besta vin.
Ekkert hundakjöt á boðstólnum í Peking | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 12.7.2008 kl. 01:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson