Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
30.8.2007 | 23:17
Ég sá hann í dag ' Vitfirrt ást'
Ef þú kæmir til mín
myndi ég ráðast á þig
og rífa utan af þér fötin.
Svo myndi ég leggja þig flatan
á fínpússsað eldhúsgófið
og fleka þig með bestu lyst.
Það er nú það, ljúft er að láta sig dreyma. Það verður víst hvort sem er aldrei neitt meira úr þessu.
En það getur líka verið ágætt að vera ástfangin í leyni.
En hvað með það, ég er loksins búin að fá vinnu. Eiginlega samskonar vinnu og ég vann á síðasta vinnustað,, þ.e. að kenna myndlist, nema í staðin fyrir að kenna fólki í framhaldsskóla, mun ég nú fara að kenna leikskólabörnum.
Ég fer niður á við í aldri nemenda minna, úr fullorðnu fólki og niður í smábörn. Ætli það endi ekki bara með því að ég fari bara að taka á móti börnum og gerist ljósmóðir?
Ég fór í bankann minn í dag og sótti um styrk til að halda einkasýningu. Ætla að reyna að halda smásýningu á undan samsýningunni okkar bloggvinkvennanna sex í Ráðhúsinu eftir ár, ef allt gengur að óskum. Til vara sótti ég reyndar um yfirdráttarlán líka. Ég sagði þjónustufulltrúanum að mig vantaði líka pening til þess að gefa út ljóðabók sem ég ætla að myndskreyta sjálf, en við urðum ásáttar um að taka bara eitt fyrir í einu.
Nú er Tító kominn á lyf við ógleðinni sem hrjáir hann vegna þess að þvagefnið í blóðinu hefur aukist. Nýrun hans eru að bila smátt og smátt. Lyfin verka vel á hann, allavega er hann hættur að kasta upp út um öll gólf, en ég held að þessi lyf hafi slævandi verkun því hann er alltaf dormandi. Svo er hann eiginlega alveg hættur að borða. Ég man ekki til að hafa séð hann borða í marga daga.
Gosi graðnagli finnur og sér hve Tító er orðinn lítill bógur og leggur hann í einelti. Hann varnar honum þess að komast á kattaklósettið sem er úti á yfirbyggðu svölunum. Ég vaknaði einn morguninn við ofboðsleg hræðsluvein í Tító og rauk fram, þá sat hann skíthræddur við svaladyrnar og þorði ekki út, því Gosi réðist á hann ef hann dirfðist svo mikið að reyna að stíga fæti út á svalirnar. Svo ég neyddist til þess að láta kattaklósettið inná bað.
Tító sem hingað til hefur verið kóngurinn á heimilinu og hátt yfir Gosa hafinn í goggunarröðinni er nú undir hælnum á Gosa graða. Náttúran er grimm, því ef að dýr finna að eitthvert annað dýr er orðið mikið veikt leggjast þau á það. Þó hefur Gosi verið góður vinur Títós í gegnum árin.
Þegar Tító er ekki sofandi þá eltir hann mig vælandi um allt og vill láta halda á sér og bera sig um. Ég hef smá áhyggjur af því þegar ég fer að vinna að skilja Tító og Gosa eftir eina heima þegar ástandið er orðið svona .
Ég vona bara að allt muni koma til með að ganga vel hjá mér í nýju vinnunni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
...að þá eigi hún að koma með eitthvað meira krassandi.
Eins og til dæmis, að útsjónarsama,
náttúruverndarsinnaða, vinkonan hennar spræni
uppí galopinn munninn á elskhuga sínum þegar
hæst stendur í ástarbrímanum, meðan hún situr
klofvega á kviknöktu rassgatinu, on´á fésinu á
honum.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
27.8.2007 | 14:05
Hvar verða mörkin dregin?? Hver ákvarðar hvaða fóstur er mistök??
Má kannski búast við því, að þegar hægt verður að greina hvers kyns 'galla' sem fóstrin bera, að þá verði þeim eytt? Verður þá ekki einhverfum börnum eytt, rangeygðum börnum, sjóndöprum, börnum, heyrnarskertum börnum, börnum sem ekki munu koma til með að hafa meðalgreind, sem er 100 stig í greindarvísitölu, börnum sem munu glíma við geðraskanir, börnum með ofvirkni eða athyglisbrest, lesblindum börnum, börnum með skakkar tennur, börnum með útstæð eyru, börnum sem koma til með að verða bólugrafin sem unglingar, börnum sem stama, börnum sem hægt er að greina hjá, að munu fá alvarlega sjúkdóma á unga aldri svo sem krabbamein, hjartagalla eða annað?
Hvert verður svo áframhaldið , kannski þannig, að ef hægt er að greina að börnin verði ófríð eða illa vaxin að þeim verði eytt? Drengjum sem munu fá skalla á unga aldri verði eytt?
Endar þetta e.t.v. þannig að aðeins þau fóstur sem munu koma til með að verða fullkomin í útliti og að atgerfi öllu, samkvæmt skilgreiningum okkar dauðlegra manna verði gefið líf?
Man einhver eftir Hitler???
Mistök við fóstureyðingu vekja mikið umtal á Ítalíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
27.8.2007 | 00:15
VIÐ HLIÐ MÉR
Ekki ganga á undan mér,
kannski fylgi ég þér ekki.
Ekki ganga á eftir mér,
kannski fer ég ekki á undan.
Gakktu við hlið mér
og vertu bara vinur minn.
ALBERT CAMUS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.8.2007 | 02:40
Lag gert við ljóðið mitt 'Í fjötrum.'
Það á eftir að vinna lagið meira og líklega verður það ekki birt hér á blogginu.
Í haustgulu kvöldskini
gengu elskendurnir
að fossinum.
Komdu, sagði ´ann
og stökk út á stein
í miðri ólgandi ánni.
Komdu, sagði ´ann aftur
biðjandi
og rétti út höndina.
Hann stendur enn
einn á hálum steini.
Svellbólstruð áin.
Fossinn í fjötrum,
- ísköldum fjötrum.
Ljóð | Breytt 27.8.2007 kl. 14:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.8.2007 | 02:02
Draumur stóðhestsins Blek
Fallegur verður folinn minn,
fold og himinn smíða hann,
jörðin gefur gróður sinn,
geislar litum prýða hann.
Jón Þorsteinsson, Arnarvatni
24.8.2007 | 17:20
Vanity pray and and other important guiding ligthts for women
Now I lay me
Down to sleep
I pray the Lord
My shape to keep
Please no wrinkles
Please no bags
And please lift my
butt Before it sags.
Please no age spots
Please no gray
And as for my belly,
Please take it away.
Please keep me healthy
Please keep me young,
And thank you Dear Lord
For all that you've done.
Five tips for a woman....
1. It is important that a man helps you around the house and has a job.
2. It is important that a man makes you laugh.
3. It is important to find a man you can count on and doesn't lie to you.
4. It is important that a man loves you and spoils you.
5. It is important that these four men don't know each other.
Foot Note:
One saggy boob said to the other saggy boob: "If we don't get some support soon, people will think we're nuts
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.8.2007 | 22:15
Nauðgunarlyfið Rohypnol öðru nafni Flunitrazepam á að taka af markaði!
Ég skora á heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir því að svefnlyfið Rohypnol öðru nafni Flunitrazepam verði tekið af markaði hið fyrsta. Vitað er um fjölda dæma þess að óprúttnir aðilar noti lyfið sem hjálpartæki til þess að fremja svo hryllilegan glæp sem nauðgun er.
Lyfinu er laumað í drykki kvenna án þeirrar vitundar og veldur það því að fórnarlambið verður ófært um að koma nokkrum vörnum við þegar ódæðismaðurinn eða mennirnir nauðga því. Ennfremur veldur lyfið minnisleysi þannig að þolandinn getur ekki lýst útliti nauðgara eða öðrum aðstæðum varðandi glæpinn og sleppur því misyndismaðurinn eða mennirnir nánast ætíð við refsingu.
Mér finnst það hræðileg tilhugsun sem móðir ungrar stúlku, að vita til þess að hún og aðrar ungar stúlkur séu svo auðveld fórnarlömb annarra eins níðinga og nauðgarar eru og það fyrir tilstilli lyfs sem heilbrigðisyfirvöld á Íslandi leggja blessun sína yfir.
Skora ég því á heilbrigðisráðherra að ganga sem fyrst í það að önnur eins ósvinna og það er, að ríkið beinlínis stuðli að því að nauðganir séu framdar, með sölu þessa lyfs, leggist af hið snarasta.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.8.2007 | 00:22
Snati
Var honum sendur listi til baka með tölvupósti, með allmörgum hundanöfnum og kaus hann sér nafnið Snati á hundinn sinn.
Ameríkaninn var mjög montinn af hreinræktaða íslenska hundinum sínum og kallaði hann auðvitað ætíð alíslenska nafninu, Sneitæ.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
22.8.2007 | 18:44
Lagið við ljóðið mitt 'Huggun' komið á bloggið mitt. Höfundur lags er Halldór Guðjónsson
Huggun
Þú kemur til mín
ósköp hægt og hljótt
er húmið dökka
sest um sefa minn.
Í hjarta mér
þá helköld ríkir nótt
en heit mín tár
sem falla á fölva kinn.
Þá lýsa mér þín augu
blíð og blá.
Svo björt og hrein
þar skín mér ástin þín.
Sem glæðir aftur
gleymda von og þrá.
Þú göfga litla hjartans, kisan mín.
Tónlist | Breytt 26.8.2007 kl. 02:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar