13.3.2008 | 14:16
Hélt ég væri að drepast
Ég er búin að vera lasin undanfarið, síðan ég vaknaði upp einn morgun með svo rosalegan verk fyrir brjóstinu að ég hélt ég væri að drepast. Sem betur fer var síminn á náttborðinu hjá mér og ég hringdi strax í 112.
Svo þegar sjúkratæknarnir komu gat ég ekki hreyft mig til þess að opna útidyrnar . Þeir hringdu þá í mig og sögðust ætla að kalla á lögregluna til þess að brjóta rúðu í útidyrunum svo þeir kæmust inn. En löggan var þá svo klók að hún fór bak við húsið og þá voru bakdyrnar sem betur fer opnar.
Þetta var lán í óláni því enginn var heima í allri blokkinni nema ég. Svo sem betur fer hafði ég svo gleymt að læsa dyrunum að íbúðinni minni.
Herbergið mitt fylltist því fljótlega af rauðklæddum mönnum sem flettu utan af mér blússunni svo ég lá þarna hálfnakin og tóku svo hjartalínurit, gáfu mér morfín og súrefni og hvað eina.
Tító var öskureiður yfir þessum aðförum og ætlaði að verja mig fyrir köllunum með því að liggja utan um hálsinn á mér, en hann var rekinn fram á gang með harðri hendi þar sem hann æddi fram og til baka eins og ljón í búri . Hann minnti víst einna helst á áhyggjufullan tilvonandi föður. En Gosi var svo hræddur að hann faldi sig greyið.
Svo var keyrt með blikkandi ljósum niður á bráðamóttöku. þar var ég rannsökuð í bak og fyrir og gefið meira morfín og súrefni. Mér var farið að líða þrusuvel og vissi orðið hvorki í þennan heim né annan. Ég var þarna í eilífðartíma en ekki gátu læknarnir sagt með vissu hvort þetta væri hjartað mitt sem væri að bila, en sögðust þó ekki geta svarið fyrir það.
Svo var ég bara útskrifuð til þess að spítalinn þyrfti ekki að borga fyrir allt heila klabbið og mér verður sendur reikningurinn. Nú svo er ég búin að fá boð um að mæta í áreynslupróf og magaspeglun. Ég sofna alltaf út frá þessum fjárans verk og vakna við hann á morgnana. Ég vona bara til Guðs að þetta sé eitthvað í mallanum mínum, en ekki elsku hjartað mitt.
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
Þakka þér fyrir
Svava frá Strandbergi , 13.3.2008 kl. 14:23
Æ, ekki gott að heyra. Þeir hefðu nú séð á línuriti og blóðprufum ef hjartað væri í mestri hættu, trúlega er þetta frá maganum eins og þú segir, ég hef meiri trú á því svona miða við lýsingar þínar, kannast svo vel við hjartað og það umhverfi enda verið hjartveit frá fæðingu og er enn. Þú lofar okkur að fylgjast með heilsunni elskuleg. Tító hefur náttl. bara verið yndislegur á þeirri ri stundu sem allir "vondu" kallarnir voru að atast í þér Knús á ykkur.
Ásdís Sigurðardóttir, 13.3.2008 kl. 14:47
þetta hefur verið agaleg stund að geta sig hvergi hreyft! Vonandi að þér líði betur og að þetta sé ekki neitt alvarlegt! Knús á þig og farðu varlega!
www.zordis.com, 13.3.2008 kl. 15:06
Takk, Ásdís og Zordís mín. Já, þetta hlýtur að vera frá maganum, ég hef áður tvisvar fengið magasár, að vísu mjög, mjög langt síðan eða þegar ég var unglingur. Ég veit heldur ekki til þess, að hjartveiki sé í mínum ættum. En þetta var andstyggilegur verkur! Mér finnst skárra að liggja með hátt undir höfðinu. Ekki er það gott Ásdís mín að þú sért hjartaveil, farðu vel með þig.
Já, Tító ætlaði sko að passa uppá að vondu kallarnir tækju mig ekki frá honum, en fékk svo ekki við neitt ráðið og horfði á mig borna í burtu, aumingja kallinn.
Svava frá Strandbergi , 13.3.2008 kl. 18:04
Mikið rosalegt er að heyra þetta Guðný mín þetta lýsi sér eins og hjartaverkur. En þeir að senda þig heim strax ég er svo hissa á því ég fékk svona bara í bakið og var ælandi ég var send strax upp á Lansan og þá kom í ljós að ég varð strax að fara í hjartaþræðingu. Ef þú finnur svona aftur þábið ég þig elsku ´Guðný mín að hringja strax í Læknir batakveðjur til þín
Kristín Katla Árnadóttir, 13.3.2008 kl. 18:15
Svava mín. Einhvern veginn hafði ég á tilfinningunni, að ekki væri allt í lagi með þig. Því miður hefur grunur minn reynst réttur. Ég get ósköp lítið gert, nema biðja þér betri heilsu og krafta til að takast á við þetta sem hrjáir þig.
En ég sendi þér mínar bestu baráttu kveðjur og ég skal hugsa jákvætt til þín og biðja fyrir þér Svava mín það get ég gert. Kveðja til þín frá mér honum frænda þínum.
Þorkell Sigurjónsson, 13.3.2008 kl. 18:39
Takk Katla mín fyrir kveðjuna, gott að þú fékkst hjálp.
Keli minn. Þú finnur oft ýmislegt á þér eins og ég. þakka þér fyrir góða kveðju kæri frændi.
Svava frá Strandbergi , 13.3.2008 kl. 18:46
sendi þér ljós kæra guðný,
Blessi þig í nóttina
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 13.3.2008 kl. 20:56
Góðan bata og góða heilsu, kæra nafna.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 13.3.2008 kl. 21:36
Takk, kæra Steina og nafna.
Svava frá Strandbergi , 14.3.2008 kl. 00:03
Æ, elsku Guðný, ég vona að þér sé farið að líða betur. Það er gott að eiga svona lífverði að eins og hann Tító þinn
Sendi þér ljós...
Bestu batakveðjur
Ragnhildur Jónsdóttir, 14.3.2008 kl. 10:10
Takk, Ragnhildur mín.
Svava frá Strandbergi , 14.3.2008 kl. 13:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.