25.2.2008 | 22:11
'Álfadans'
'Í tungsljósi á ís yfir Tungufljót ég reið,
teygða ég þar hestins á snarpasta skeið;
en viðsjált, viðsjált er á vetrardegi vötnin að ríða.
Hart greip hann sprettinn og sparði ei afl,
spegilhált var svellið og stæltur var skafl.
En viðsjált, viðsjált er á vetrardegi vötnin að ríða.
Allt í einu fældist og frýsaði hátt
fákurinn og öfuga snerist í átt.
Því viðsjált, viðsjált er á vetrardegi vötnin að ríða.
Gat ég að líta, hvar álfa fimur fans
fetaði út í vatnið og sté þar í dans.
Já, viðsjált, viðsjált er á vetrardegi vötnin að ríða.
Hver um annan kyrpingur kænlega hljóp,
köldum geislum stafaði fölvan á hóp,
svo viðsjált, viðsjált er á vetrardegi vötnin að ríða.
Annarleg sveif mér þá löngun í lund,
lysti mig að sækja þann kynlega fund;
en viðsjált, viðsjált er á vetrardegi vötnin að ríða.
En ei fékk ég hestinum otað úr stað,
og lof sé Guði fyrir, hann bannaði það,
því viðsjált, viðsjált er á vetrardegi vötnin að ríða.
Því þar sem álfar frömdu sinn feiknstafaleik,
feigðarhylur gein þar, og spöngin var veik,
svo viðsjált, viðsjált er á vetrardegi vötnin að ríða.'
Grímur Thomsen 1820-1896
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkur: Ljóð | Breytt s.d. kl. 22:25 | Facebook
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
Geðgt flott mynd :)
gerður rósa gunnarsdóttir, 26.2.2008 kl. 08:43
Gerður, sérð þú einhverja mynd? Ég sé engar myndir lengur, blokkeraði þær út og kann ekki að setja þær inn. Kan du venligst hjælpe mig?
Svava frá Strandbergi , 26.2.2008 kl. 10:00
Þið eru báðar kolgeðgt! Og ég er asni!
Sigurður Þór Guðjónsson, 26.2.2008 kl. 10:26
Falleg mynd.
Kristín Katla Árnadóttir, 26.2.2008 kl. 11:36
Asnaleg sveif mér þá löngun í hund
lysti mig að klæðast sem kynlegasta sprund....
Botinið þið nú!
Svava frá Strandbergi , 26.2.2008 kl. 12:33
Ég sé myndirnar!
að botna;
púff þú segir nokkuð.
Asnalegri löngun hafði í Nóa Kropp
höfuðprúð með fjaðrir og brakandi Popp.
www.zordis.com, 26.2.2008 kl. 13:52
Falleg mynd.
Bestu kvedjur fra London.
Jenni.
Jens Sigurjónsson, 26.2.2008 kl. 14:47
Okey Zordís, vísan okkar er þá svona. Bæti einu orði inn í hjá mér.
Asnaleg sveif þá að mér löngun í hund.
Lysti mig að klæðast sem kynlegasta sprund.
Asnalegri löngun hafði í Nóa kropp.
Höfuðprúð með fjaðrir og brakandi popp.
Það eru tveir stuðlar þarna í fyrstu línu. Asna l eg og l öngun
og einn höfuðstafur í annari línu L ysti.
Svo eru hjá þér tveir stuðlar í þriðju línu A snalegri og l öngun
En þá vanta L í fjórðu línu sem höfuðstaf.
Svo hvernig væri þá, að breyta Höfuðprúð í Lagðprúð ?
þá verður vísan svona með því að bæta einu orði sem er 'þó´inn í þinn part
Asnaleg sveif þá að mér löngun í hund.
Lysti mig að klæðast sem kynlegasta sprund.
Asnalegri löngun þó hafði í Nóa kropp.
Lagðprúð með fjaðrir og brakandi popp!
'
Þetta er algjör tímamótakveðskapur hjá okkur. Við ættum að senda þetta í ljóðasamkeppni!
Svava frá Strandbergi , 26.2.2008 kl. 15:51
Stuðullin í þriðju línu er Asna l egri, en ekki A snalegri.
Svava frá Strandbergi , 26.2.2008 kl. 15:54
Guðný mín..er þetta ný mynd hjá þér..mér finnst hún líka geðgt flott...en ég botna ekkert í þessum botnum!!!
Hlakka til að sjá sýninguna þína..hvenær átti hún aftur að vera..í apríl??'
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.2.2008 kl. 18:55
Já, Katrín mín, þetta er nýleg mynd. Takk fyrir að segja að hún sé geðgt flott. Botnarnir já, humm, þeir eru geðgt líka finnst mér, eða þessi eini sem er kominn frá Zordísi. Við Zordís erum báðar svo botnlaust geðgt.
Jamm, sýningin verður einhvern tímann í apríl. Ég er geðgt nervös yfir henni.
Svava frá Strandbergi , 26.2.2008 kl. 19:03
Rosalega er ég farin að hlakka til sýningarinnar ykkar, ætla að fara að spara
Ásdís Sigurðardóttir, 26.2.2008 kl. 19:56
Það verður meiriháttar að sjá sýninguna. Hvenær verður hún? Mér finnst myndirnar þínar alveg frábærar eða ... geðgt flottar
Ragnhildur Jónsdóttir, 2.3.2008 kl. 12:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.