Leita í fréttum mbl.is

Ég hló mig máttlausa...

yfir auglýsingunni frá Brunamálastofnun um manninn sem er að elda jólamatinn í góðum gír og allt í lagi með það og kjaftar á meðan á honum hver tuska við konuna sína í símann. Þetta er sko karl í krapinu sem getur allt í einu. Talað í símtækið, meðan olían hitnar á pönnunni og sett á sig jólabindið í forbifarten.
Slær svo út öryggin í húsinu þegar kviknar í jólaseríunni og gripur þá til þess bragðs að lýsa sér, með kveikjara til að sjá á reykskynjarann. En missir þá kveikjarann ofan á gæruskinnið á gólfinu fyrir neðan, sem fuðrar náttúrulega upp á  einu augabragði.
Þegar hann kemur svo  fram í eldhús skíðlogar olían á pönnunni og hann bætir þá gráu ofan á svart með því að skvetta vatni á eldinn.
Auglýsingin endar svo á því því, að honum er bjargað af svölununum á húsinu sem stendur þá í björtu báli.
En kallkrúttið heldur samt alltan tímann talsambandi við konuna, sína, auðvitað, alveg sallarólegur, þó að hún sé í rauninni orsakavaldur að eldsvoðanum með málæðinuí símtólið.
Segir svo ekki eitt einasta styggðaryrði við kellinguna, þar sem hún tekur á móti honum, sótsvörtum í framan, þegar hann stígur út úr björgunarkörfu slökkviliðsmannanna.
Svona eiga karlmenn að vera, æðrulausir fram í rauðan dauðann og láta sér hvergi bregða, þó kellingin kjafti frá þeim allt vit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hann semsagt hélt kúlinu allan tímann  :) flottur kall

Ásdís Sigurðardóttir, 18.12.2007 kl. 22:23

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Jamm, kúl gæi.

Svava frá Strandbergi , 18.12.2007 kl. 22:27

3 Smámynd: www.zordis.com

Blessaður maðurinn .... halda kúlinu er flott orðað hjá Ásdísi!

Jólakúlukveðjur, hvernig gekk svo viðtalið???

www.zordis.com, 19.12.2007 kl. 09:44

4 Smámynd: Agný

Það er víst allt hægt í auglýsingum ekki satt....En fæstir karlar geta gert nema eitt í einu..sem sé ekki bæði hugsað og talað í einu...

Agný, 19.12.2007 kl. 11:28

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ásdís, Það var sagt að haft yrði samband við mig. Veit ekki meir.

Agný, þetta er einmitt það sem karlmenn segja um okkur. 

Svava frá Strandbergi , 19.12.2007 kl. 13:02

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

hafðu gleðilegustu jól, takk fyrir árið !

AlheimsLjós til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 19.12.2007 kl. 21:41

7 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Gleðileg jól Steina og takk fyrir árið. Alheimsljós til þín líka.

Svava frá Strandbergi , 19.12.2007 kl. 23:23

8 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 19.12.2007 kl. 23:37

9 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Svava frá Strandbergi , 20.12.2007 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband