Færsluflokkur: Matur og drykkur
1.5.2008 | 22:59
Sumarið er gengið í garð og þrír mánuðir í þjóðhátíð
Ég hef verið að fylgjast með býflugnadrottningu hér utan við húsið í nokkra daga. Hún er eins stór og kólibrífugl og ég held að hún sé örugglega að leita sér að hentugum stað fyrir búið sitt.
Ég horfði á hana út um opinn gluggann síðdegis þar sem hún sveimaði um garðinn, augljóslega í rannsóknarleiðangri. Hún var svo feit og falleg og mikið mega krútt.
Ég vona bara að hún finni sér hentugan bústað til að verpa í og fjölga býflugnakyninu.
Það hefur líka verið mikið af þröstum undanfarið hér í garðinum, að leita sér að æti og mér sýnist þeir vera búnir að para sig.
Þegar sumar og sól gengur í garð þá tekur lífið og ástin völdin og þá langar mig á Þjóðhátíð.
Á Þjóðhátíð svífur ástin yfir vötnunum eða réttara sagt Daltjörninni, því allir eru svo ofboðslega rómantískir á Þjóðhátíð, að þeir geta vart litið framan í nokkra manneskju án þess að verða yfir sig ástfangnir.
Á Þjóðhátíð upplifa allir íbúar og gestir dalsins, hina dularfullu töfra ástarinnar og vináttunnar sem ræður ríkjum í þessari ljósumprýddu undraveröld í svo örfáa, en þó svo ógleymanlega daga, sem geymast í minningunni eins og helgidómur, innst í hjartastað.
Þjóðhátíð í Eyjum er einstök og þó ég hafi víða farið og margt séð þá hef ég aldrei upplifað neitt sem kemst í hálfkvisti við mína heittelskuðu Þjóðhátíð.
Logandi bál
Ást mín er logandi bál eins og brennan á þjóðhátíð í Eyjum.
Guðný Svava Strandberg.
Ágústnótt
Þú undurhlýja ágústnótt
ég ennþá um það dreymi
er inn í tjald
hann kom um kvöld
og kyssti mig í leyni.
þó liðin séu ár og öld
heil eilífð um það bil
þeim kossi
og hvarmaljósum tveim
gleymt kann ég ei né vil.
Því leiðir skildu á lífsins braut
hans lá um hafsins strauma
en ég sat heima og bað og beið
í bríma fornra drauma.
Guðný Svava Strandberg.
Matur og drykkur | Breytt 2.5.2008 kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
24.3.2007 | 01:35
Skemmtilegt kvöld
Ég fór út að borða með vinkonu minni á American Style í kvöld svo skruppum við á Catalinu í Kópavogi og slöppuðum af yfir einu bjórglasi. Ég stóðst löngunina í sígarettu með ölinu og var bara ánægð með sjálfa mig.
En toppurinn á kvöldinu var að horfa á myndina Skilyrðislaus ást í sjónvarpinu. Þetta er með betri myndum sem ég hef séð. Nú er klukkan langt gengin tvö að nóttu til og ég er að skríða upp í rúm með Tító.
Góða nótt öllsömul og sofið rótt.
23.3.2007 | 00:55
Uppstilling í landslagi Vatnslitir Hluti af mynd
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 00:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
13.3.2007 | 23:59
Díonýsus og Bakkynjurnar Þrykk og blek
7.3.2007 | 01:27
Ástríða
Við
hlaðborð
ástríðunnar
úr
uppsprettu
unaðar
fleytti ég
rjómanum
af ást þinni
er
rann ljúflega
niður.
30.1.2007 | 00:25
Ísklumpur fyrirboði þess sem koma skal
Var þetta ekki bara ísmoli úr vínbolla einhvers guðanna? Líkast til eru þeir í svall og sorgarveislu vegna komandi Ragnaraka? Því hér hleypur Andskotinn um meðal manna, eldrauður með horn og hala og æsir þá upp til voðaverka.
Enda geisa hér stríð um veröld alla, flóðbylgjur hrifsa burt hundruð þúsunda manna, jörð skelfur, lofthiti hækkar uns hann verður eins og í Helvíti og allskonar ólifnaður viðgengst.
Ísklumpur af himnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 00:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.1.2007 | 22:37
Tvískinningur
Guð minn góður, varð mér að orði þegar ég las þessa frétt.
Ég skil ekki af hverju fuglgreyið fékk ekki að fara í friði þegar hún hætti að anda.
Nú á endilega að halda í henni lífinu allt fyrir duttlunga mannskepnunnar.
Ég er eiginlega bálreið út í þessa asna sem pína dýrið til að lifa til þess eins að friða eigin samvisku. Ætli það endi ekki með því að öndin sem átti að verða sunnudagasteik fær á endanum hátíðlega útför þar sem allir viðstaddir verða með vota hvarma.
Lífseigri önd bjargað úr nýrri hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.1.2007 | 01:38
Bóndinn getur orðið súr í bragði...
.. ef ei býðst honum súrmeti í munn.
Það er bóndadagurinn í dag eins og allir vita og Þorrinn byrjaður samkvæmt okkar gamla mánaðatali.
Það er því um að gera að nýta Þorra gamla til þess að raða í sig bráðhollum súrmatnum, það er að segja ef maður hefur efni á þess konar lúxus eða þá lyst til.
Því okkar gamli þjóðlegi matur sem 'hélt þjóðinni gangandi í aldir' eins og segir í Morgunblaðinu er merkilegt nokk orðinn munaðarvara í dag.
Ber þar harðfiskinn hæst, eins og vera ber, á um fimm þúsund krónur kílóið, en hákarlinn fylgir fast á eftir, á krónur fjögur þúsund og sexhundruð kílóið, í bitum það er að segja.
Hvað ætli einn meðalstór hákarl leggi sig þá á í krónum talið í heilu lagi? Mér er spurn?
Það er ekki þar með sagt að mér þyki hákarl góður á bragðið þó hann sé dýr enda verður maður víst að venjast bragðinu, segja menn.
En þar sem alsiða er að drekka íslenskt brennivín með hákarli venst hann víst bara furðuvel að sögn fróðra manna og skyldi engan undra er til virkni brennivínsins þekkir.
En það ku að sögn geta valdið hinum furðulegustu skyn - og bragðvillum og meira að segja hinum neyðarlegustu hegðunarvillum líka.
Get ég þar trútt um talað og um vitnað, því eitt sinn er ég var á þjóðhátíð í Eyjum, er ég var mjög ung stúlka og undir allmiklum áhrifum af okkar fyrrnefnda brennivíni, át ég í óðagoti annað eyrað af sviðakjamma nokkrum.
Hafði ég þó aldrei látið slíkt ljúfmeti inn fyrir mínar varir fyrr en þarna. Sökum þess að mér hafði ætíð orðið hugsað til eyrnamergs (sem mér hugnast ekki til átu) þegar sviðakjammar með eyrum og öllu öðru sem hausum tilheyra, lentu óvart á disknum mínum.
Varð mér ekki um sel er við söguna bættist daginn eftir, að þegar ég hafði lokið við að gæða mér á áðurnefndu eyra með bestu lyst, hefði ég hent öllum afgangnum af svo til óétnum sviðakjammanum inn um næsta opna og upplýsta glugga sem á vegi mínum varð.
Síðan þetta gerðist hef ég ekki getað horft framan í nokkurn ærlegan sviðahaus án þess að skammast mín alveg niður í tær.
Þorramatinn hef ég líka látið algerlega í friði eftir þetta og sömuleiðis passað mig á brennivíninu.
En verði ykkur hinum að góðu.
Matur og drykkur | Breytt 20.1.2007 kl. 05:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Af mbl.is
Innlent
- Ástin dró mig vestur
- Engar forsendur fyrir því seinka undirbúningi
- Getum verið að tala um ár eða áratugi
- Óvenjuleg virkni sem getur leitt til eldgoss
- Fjöldi staura brotnaði og línur slitnuðu
- Tveir bílar og rúta skullu saman: 16 um borð í rútunni
- Hljóp í útkall með slökkvitæki í hendi
- Við teljum dóminn í meginatriðum rangan
- Ekki góð áferð á þessu máli
- Hækka hættumat um mánaðamótin
- Hlaupi úr Grímsvötnum lokið
- Verklok við snjóflóðavarnir áætluð 2029
- Veitir átta fjölskyldum húsaskjól
- Ásthildur kynnti sér undirbúning strákanna okkar
- Aðgerðir þýði mögulega tilflutning á fjármagni
Erlent
- Trump náðar stuðningsmenn sína
- Gert að sæta upptöku úra og gulls
- Játaði allt á fyrsta degi
- Gullöld Bandaríkjanna hefst núna
- Skutu pilt fyrir sveðjuatlögu
- Tilfinningaþrungin stund: Hafa endurheimt lífið
- Biden náðar fyrir fram
- Trump tekinn við sem forseti Bandaríkjanna
- Beint: Trump sver embættiseið
- Hundruð sænskra hermanna til Lettlands