Leita í fréttum mbl.is

Bóndinn getur orđiđ súr í bragđi...

.. ef ei býđst honum súrmeti í munn.

Ţađ er bóndadagurinn í dag eins og allir vita og Ţorrinn byrjađur samkvćmt okkar gamla mánađatali. 
Ţađ er ţví um ađ gera ađ nýta Ţorra gamla til ţess ađ rađa í sig bráđhollum súrmatnum, ţađ er ađ segja ef mađur hefur efni á ţess konar lúxus eđa ţá lyst til.
Ţví okkar gamli ţjóđlegi matur sem 'hélt ţjóđinni gangandi í aldir' eins og segir í Morgunblađinu er merkilegt nokk orđinn munađarvara í dag.

Ber ţar harđfiskinn hćst, eins og vera ber, á um fimm ţúsund krónur kílóiđ, en hákarlinn fylgir fast á eftir, á krónur fjögur ţúsund og sexhundruđ kílóiđ, í bitum ţađ er ađ segja.
Hvađ ćtli einn međalstór hákarl leggi sig ţá á í krónum taliđ í heilu lagi? Mér er spurn?


Ţađ er ekki ţar međ sagt ađ mér ţyki hákarl góđur á bragđiđ ţó hann sé dýr enda verđur mađur víst ađ venjast bragđinu, segja menn.
 

En ţar sem alsiđa er ađ drekka íslenskt brennivín međ hákarli venst hann víst bara furđuvel ađ sögn fróđra manna og skyldi engan undra er til virkni brennivínsins ţekkir.
En ţađ ku ađ sögn geta valdiđ hinum furđulegustu skyn - og bragđvillum og meira ađ segja hinum neyđarlegustu hegđunarvillum líka.

Get ég ţar trútt um talađ og um vitnađ, ţví eitt sinn er ég var á ţjóđhátíđ í Eyjum, er ég var mjög ung stúlka og undir allmiklum áhrifum af okkar fyrrnefnda brennivíni, át ég í óđagoti annađ eyrađ af sviđakjamma nokkrum. 

Hafđi ég ţó aldrei látiđ slíkt ljúfmeti inn fyrir mínar varir fyrr en ţarna. Sökum ţess ađ  mér hafđi ćtíđ orđiđ hugsađ til eyrnamergs  (sem mér hugnast ekki til átu) ţegar sviđakjammar međ eyrum og öllu öđru sem hausum tilheyra, lentu óvart á disknum mínum.

Varđ mér ekki um sel er viđ söguna bćttist daginn eftir, ađ ţegar ég hafđi lokiđ viđ ađ gćđa mér á áđurnefndu eyra međ bestu lyst, hefđi ég hent öllum afgangnum af svo til óétnum sviđakjammanum inn um nćsta opna og upplýsta glugga sem á vegi mínum varđ.

Síđan ţetta gerđist hef ég ekki getađ horft framan í nokkurn ćrlegan sviđahaus án ţess ađ skammast mín alveg niđur í tćr.


Ţorramatinn hef ég líka látiđ algerlega í friđi eftir ţetta og sömuleiđis passađ mig á brennivíninu. 

En verđi ykkur hinum ađ góđu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Takk. Nema Brennirinn.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.1.2007 kl. 06:01

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband