Færsluflokkur: Ljóð
15.3.2007 | 02:12
Hringurinn, tíminn, ljósið og rýmið
Tíminn er eins og hringur
og alheimsins ljósakrans
ég ferðast í nútíð og framtíð
í fótspor hins hugsandi manns.
Ég hef hugsað mikið um hringinn, tímann, ljósið og rýmið.
Allt er afstætt líka tíminn. Hann er ekki sá sami allstaðar.
Við getum sett okkur tímann fyrir sjónir sem hring þar sem nútíð, framtíð og fortíð flæða í endalausu hringstreymi rýmisins.
Ef við sem erum stödd í nútíðinni viljum ferðast um tímann aftur til fortíðar er auðveldasta leiðin til þess að ná takmarkinu, að halda áfram göngu okkar í hring, tíma og rúms út úr nútíðinni og ferðast fram á við inn í framtíðina.
Þaðan höldum við göngu okkar áfram í hringfarvegi tímans þar til við loks komum aftan að sjálfum okkur í fortíðinni.
Ljósið skærasta, á að öllum líkindum uppsprettu sína í miðju hringsins eða er e.t.v. hringurinn sjálfur, ljósið?
Hugsanlega er hringurinn ekki eini hringurinn sem geymir tíma, ljós og rúm innan hringferils síns heldur er hann aðeins einn af óteljandi hringafjöld með mismunandi tíma, rúmi og ljósi.
þess vegna getur hið skæra ljós ekki verið eina ljósið í alrými hringanna. Það má jafnvel vel vera að það sé aðeins örlítill neisti frá öðru meira ljósi og hið meira ljós sé þá einungis glóð frá 'hinu skærasta ljósi allra ljósa'.
Á hinn bóginn getur líka hæglega komið á daginn að hringarnir séu blekking ein og tími og rúm, ljós og hringir séu alls ekki til, nema þá sem draumur í ríki hins æðsta ljóss.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 09:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
12.3.2007 | 04:17
Álög
Á miðnætti í Huliðsheimum
er álagastund.
Allt verður kyrrt og rótt
og það er sem tíminn hverfi
inn í eitt óendanlega stutt
andartak
sem virðist líða hjá, áður
en það hefst.
Fossinn í gjánni fellur þegjandi
fram af bjargbrúninni
og áin streymir eftir farvegi sínum
hljóð eins og andardráttur
sofandi ungabarns.
Þyturinn í laufinu hægir á sér
og skógurinn er þögull
og þrunginn leyndardómum
sem leynast bak við sérhvert tré
fullir ólgandi ástarþrár.
Og innan þessa eilífðaraugnabliks
og án þess að nokkur verði þess var
er þessi töfrum slungna stund liðin hjá.
Og allt er sem fyrr - en samt öðruvísi.
Líkt og náttúran sjálf sé að dansa í skóginum
íklædd dimmbláum, draumfögrum kjól.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 04:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.3.2007 | 01:27
Ástríða
Við
hlaðborð
ástríðunnar
úr
uppsprettu
unaðar
fleytti ég
rjómanum
af ást þinni
er
rann ljúflega
niður.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.3.2007 | 03:47
Manndómsbrekkan þrykk og blek
Ljóð | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
5.3.2007 | 03:57
Ilmvatnið Prósaljóð
Ég hallaði mér út um opinn svefnherbergisgluggann og starði tómlega út í auðan húsagarðinn.
Ég var í þungu skapi. Enn ein ömurleg djammhelgin framundan því það var ekki venja að nokkur karlmaður liti tvisvar á mig þegar ég fór út að skemmta mér.
Ég myndi örugglega enda ævina sem ellidauð piparjúnka. Engin von um börn, hvað þá heldur barnabörn, að ekki sé minnst á syrgjandi eiginmann við mitt dánarbeð.
Ekki sála myndi fella tár þegar ég gæfi upp öndina og það yrði áreiðanlega ekki ein einasta minningargrein í Morgunblaðinu sem greindi frá minni gleðisnauðu ævi.
Það myndi jafnvel verða óframkvæmanlegt að lesa dánarfregnina, því ekki nokkur maður myndi hafa grænan grun um hver ég hefði eiginlega verið.
Líkast til yrði ég jörðuð á laun og presturinn eini maðurinn við jarðarförina.
Ég var djúpt sokkin í þessa ógnvekjandi framtíðarsýn og sá enga glætu framundan í lífi mínu.
En ég kom skyndilega til sjálfrar mín þegar ógurlegt öskur skar sundur myrkrið sem umlukti mig.
Mér varð ljóst á einu augabragði að nú væri ég loksins dauð og að þetta væri Andskotinn sjálfur sem með þessum hætti væri að bjóða mig velkomna til sín í Neðra.
Ég var sem lömuð af skelfingu en með ofurmannlegum kröftum tókst mér að hrista af mér doðruna og beina skelfdum sjónum mínum í þá átt sem óhljóðin bárust úr. Og mér til ævarandi sáluhjálpar komst ég að raun um að þessi ógnvekjandi hvæsandi öskur voru ekki runnin úr barka Myrkrahöfðingjans heldur stöfuðu þau frá dulitlu sjónarspili sem átti sér stað í garðinum fyrir utan gluggann minn.
Þarna á miðri grasflötinni var spikfeitur fressköttur að athafna sig blygðunarlaust við það að bíta breima læðu í hnakkadrambið, auðsjáanlega með ákveðna athöfn í huga.
Ég fylgdist grannt með áframhaldandi uppákomu og þegar hún stóð sem hæst sló niður í huga mér yfirnáttúrlegri hugljómum sem átti eftir að gjörbreyta öllu lífi mínu.
Ég áttaði mig á því í einni sjónhendingu að það myndi skipta sköpum fyrir mig þetta kvöld að bera ilmvatn á háls minn aftanverðan, áður en ég færi út á lífið.
Ljóð | Breytt 6.3.2007 kl. 15:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
3.3.2007 | 00:21
Stóra ástin í lífinu, er hún til?
Er til eitthvað eins og stóra ástin í lífinu sem skyggir á öll önnur ástarsambönd? Og er stóra ástin endilega hin eina sanna ást?
Eða er hún kannski bara brjálæðisleg ástríða sem heltekur mann eins og nokkurs konar þráhyggja?
Ég veit það ekki en mér finnst eins og ég hafi bara átt eina stóra ást í þessu lífi.
Kannski dey ég áður en ég finn aðra eins og þó var þessi ást ekki alltaf bara ljúf og góð því stundum var hún eins og stormur sem svipti undan manni fótunum og það var aldrei að vita hvort lendingin yrði mjúk eða hörð.
En ég sakna hennar þó og ég minnist hans enn og þó var það ég sem yfirgaf hann. Samt get ég ekki gleymt.
Þú varst...
Þú varst stormur
sem geisaði um nótt.
Þú varst hvirfilbyls
hringiðudans.
Þú varst skýfall
með ástríðuþrótt.
Þú varst ástin
í líkingu manns.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 00:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
21.2.2007 | 23:54
Nafnið
'en orðstír deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.'
Hún lá endilöng á gangstéttinni í Bankastræti og skrifaði nafnið sitt á grasið við götukantinn.
Hún skrifaði með rauðu bleki svo nafnið væri vel sjáanlegt á grænu grasinu. Hún var ekki í neinum fötum en hafði vafið gamalli sæng utan um sig til þess að hylja nekt sína.
Hún var hálfhrædd um að einhver myndi amast við henni, þar sem hún lá á maganum þvert yfir gangveginn, eða saka hana um að fremja skemmdarverk með því að pára svona á grasið. En fólkið virtist ekki taka eftir henni, heldur steig hiklaust ofan á hana á hraðferð sinnni upp eða niður götuna
Hana var farið að verkja í bakið af því að vera svona fótum troðin en lét sig hafa það. Hún vissi sem var að hún varð að gera allt fyrir nafnið.
Þegar hún hafði lokið við að skrifa hálfa leið frá kvennaklósettinu niður að Lækjargötu tók hún sér smáhvíld og kveikti sér í sígarettu.
Hún saug áfergjulega að sér reykinn og leit yfir verk sitt.
Við augum hennar blasti kraftaverk og henni varð ljóst að Guð hafði stýrt hendi hennar, því á hverjum þeim stað sem hún hafði skrifað nafnið sitt uxu nú rauðar rósir.
Hún drap í sígarettunni og fleygði henni umhugsunarlaust í göturæsið. Svo hélt hún áfram að skrifa.
En nú þurfti hún að skrifa mun hraðar en áður því sólin var horfin, dökkir kólgubakkar voru að hrannast upp á himninum og það leit út fyrir rigningu.
Hún varð að ljúka verkinu áður en það byrjaði að rigna því líklega myndi gamla sængin sem hún notaði sem yfirhöfn gegnblotna ef það kæmi væta á hana.
Að lokum skrifaði hún síðasta stafinn. Verkið var fullkomnað og hún lagði frá sér pennann sigrihrósandi.
En þar sem hún sat þarna var hún skyndilega lostin skelfilegri hugsun, sem fyllti hana smátt og smátt nagandi óvissu.
Hún hafði ekki hugmynd um hvort rauða blekið sem hún hafði skrifað með væri vatnsekta.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
18.2.2007 | 02:59
Hindin, mynd, þrykk og blek Ljóðabrot eftir Davíð Stefánsson
' Langt inn í skóginn leitar hindin særð,
og leynist þar sem enginn hjörtur býr,
en yfir hana færist fró og værð.
Svo fjarar lífið út.
Ó kviku dýr,reikið þið hægt er rökkva tekur að
og rjúfið ekki heilög skógar vé,
því lítil hind, sem fann sér felu stað
vill fá að deyja ein á bak við tré.
Um blóð, sem fyrr var bæði ungt og heitt,
mun bleikur mosinn engum segja neitt.'
Ljóð | Breytt 7.5.2007 kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
15.2.2007 | 19:36
Stúlkan í græna kjólnum þrykk- og blek
Ljóð | Breytt s.d. kl. 19:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
15.2.2007 | 18:50
Ég elska þig
I Love You
When April bends above me
And finds me fast asleep,
Dust need not keep the secret
A live heart died to keep.
When April tells the thrushes,
The meadow-larks will know,
And pipe the three words lightly
To all the winds that blow.
Above his roof the swallows,
In notes like far-blown rain,
Will tell the little sparrow
Beside his window-pane.
O sparrow, little sparrow,
When I am fast asleep,
Then tell my love the secret
That I have died to keep.
By Sara Teasdale
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar