Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Ljóđ

Taktu ekki lífiđ of nćrri ţér - Ljóđ dagsins á Ljóđ.is 18. nóvember

Taktu ekki lífiđ of nćrri ţér, ţađ lifir ţađ hvort sem er enginn af.

Ţessi örfáu ár

Ef ég ćtti ađeins örfá ár
eftir af lífi mínu í samvistum viđ ţig
eđa langa ćvi framundan án ţín
ţá kysi ég svo miklu frekar
ţessi örfáu ár.

Eldurinn

Á miđjum veggnum yfir sófanum í stofunni hékk fallegt gat í gylltum ramma.
Í gatinu stóđ tóm dós undan grćnum baunum frá Ora.
Börnunum á heimilinu fannst gatiđ einstaklega áhugavert en foreldrar ţeirra harđbönnuđu ţeim ađ koma nálćgt ţví ţar sem ţađ vćri ţeirra dýrmćtasta listaverk.

En ţegar móđir barnanna var önnum kafin eldhúsinu notuđu börnin oftast tćkifćriđ.

Hvert á fćtur öđru tóku ţau tilhlaup á stofugólfinu og stukku upp í gatiđ.
Síđan renndu ţau sér beinustu leiđ niđur á botninn á baunadósinni.

Ţar niđri tóku á móti ţeim iđjagrćnir vellir svo langt sem augađ eygđi og í skógivöxnum hćđunum út viđ sjóndeildarhringinn bjuggu vinir ţeirra indíánarnir sem buđu börnin ćtíđ jafn velkomin ađ eldstćđi sínu.
Indíánarnir slógu nefnilega alltaf upp veglegri veislu ţegar börnin komu í heimsókn og ţegar máltíđinni lauk var hverju og einu ţeirra fengiđ spjót í hendur til ţess ađ ţau gćtu tekiđ ţátt í stríđsdansinum kringum logandi báliđ.

Ţau dönsuđu alsnakin eins og indíánarnir. Sveifluđu spjótunum og sungu međ ţeim undarlega seiđandi söngva um löngu horfna tíma ţegar allir menn áttu sér ađsetur viđ elda sem veittu ţeim skjól fyrir nístandi kuldanum um nćtur.Eldurinn bćgđi einnig rándýrunum frá og viđ hann voru sagđar sögur af hatrömmum bardögum og frćkilegum veiđiferđum og ţar var villibráđin sömuleiđis matreidd og borin fram.

Ţegar dansinum lauk og börnin og indíánarnir sátu ţćgilega ţreytt viđ deyjandi báliđ og hvíldu spjótin á nöktum lćrum sér brást ţađ aldrei ađ rödd úr öđrum heimi rauf ţessa friđsćlu stund.

'Krakkar hvađ á ţađ eiginlega ađ ţýđa ađ sitja ţarna allsber á gólfinu?' 'Og enn og aftur eruđ ţiđ búin ađ stela kústsköftunum og stönginni af teppahreinsarnum!' 'Skammist ykkar og klćđiđ ykkur og komiđ svo ađ borđa eins og skot!!'


Enginn og allir

Enginn er eins og ţó eru allir eins og ţeir sjálfir.

Jól


Ert ţú
-í raun og veru - sonur Guđs?
Spyr fréttamađurinn í sjónvarpinu
Jesúm Krist.
Ţađ eru ţín orđ, svarar Frelsarinn,
međ bros á vör.

Jólatréđ er sofnađ,
ţađ hallast ískyggilega
á ađra hliđina
og mér flýgur í hug
- hvort ţađ
hafi líka stolist í sherryiđ
sem var faliđ í ţvottavélinni
á jólanótt.
Rauđ könguló
er snyrtilega bundin um topp ţess
en gulir götuvitar
lýsa dauflega á slútandi greinum.

Úti sitja hrafnar
á ljósastaurunum
krunkandi
eftir feita hangikjötinu
sem viđ hentum í rusliđ
á ađfangadagskvöld.

Á svörtum himni
skín einmana- óljós
- stjarna?


The Hope and He

Do you know
that the hope stays a wake
in the darkness
outside
the hard locked doors
of your room?

In the dimmest night
she is always,- so nearby,
to bring grace and peace
-to you.

Listen!- Can´t you
hear the banging,
when she exhausted
knocks on your door?

Would not you,- please!
open them,- my dearest,
-for the hope- and Me?

Höfundur Guđný Svava Strandberg.


'Sumri hallar hausta fer'

Haustvísa

Sumri hallar, hausta fer,

heyriđ snjallir ýtar,

hafa fjallahnjúkarnir

húfur mjallahvítar.

dsc1_winter_watercolor_696077.jpg

                     'Vetur'. Vatnslitir.

 Ţađ hefur haustađ snögglega hérna á Landinu okkar góđa undanfariđ og ţađ í tvennum skilningi . Laufin hafa visnađ og falliđ af trjánum og verđgildi krónunnar og hlutabréfin hafa visnađ enn hrađar og falliđ líka. Og fall ţeirra var mikiđ.

Nú getum viđ ađeins vonađ og treyst ţví, ađ líkt og voriđ kemur til okkar aftur og trén skarta enn á ný grćnum laufum, muni jafnframt fjárhagur lands og lýđs vćnkast og grćnka til samrćmis viđ ţađ. 


Kreppuljóđ

Mér kemur ţađ ekkert á óvart lengur
ţegar ég opna eggiđ,
sem mér er ćtlađ í morgunverđ,
ađ ţađ sé ađeins skurnin tóm.

Huggun

Ţú kemur til mín
ósköp hćgt og hljótt
er húmiđ dökka
sest, um sefa minn.
Í hjarta mér
ţá helköld ríkir nótt
en heit mín tár
sem falla´ á fölva kinn.
Ţá lýsa mér
ţín augu blíđ og blá.
Svo björt og hrein
ţar skín mér, ástin ţín.
Sem glćđir aftur
gleymda von og ţrá.
Ţú göfga litla
hjartans, kisan mín.

Dettifoss, (brot)

 Mér er ţetta brot úr kvćđi Kritjáns Jónssonar fjallaskálds,
(sem ég á reyndar ćttir ađ rekja til), eitthvađ svo hugleikiđ í dag.

 

Stormarnir hvína, stráin sölna
stórvaxin alda rís á sć,
á rjóđum kinnum rósir fölna
í regin-köldum harma-blć,
brennandi tár um bleikan vanga
boga, ţví hjartađ vantar ró
- en alltaf jafnt um ćvi langa
aldan í ţínu djúpi hló.



Kristján Jónsson 1842 - 1869.


Nćsta síđa »

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband