28.2.2009 | 12:34
Ég gæti kannski skilið
Kvartað vegna fötlunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.2.2009 | 12:34
Ástardraumur
Þú undurhlýja ágústnótt
ég ennþá um það dreymi
er inn í tjald
hann kom um kvöld
og kyssti mig í leyni.
þó liðin séu ár og öld
heil eilífð um það bil
þeim kossi og
hvarmaljósum tveim
gleymt kann ég ei né vil.
Því leiðir skildu
á lífsins braut
hans lá um hafsins
strauma
en ég sat heima
og bað og beið
í bríma fornra drauma.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.2.2009 | 22:38
Hann er síðasta sort!!
Hann er síðasta sort!!
grísí gáta sem kemur í ljós
fylltur -spurninga- flóði og vitleysu
Fílar best hrós!
Hann er síðasta sort!!
grísí gáta sem kemur í ljós
fylltur - spurninga -flóði og vitleysu.
Fílar best hrós!
Davíð í Kastljósviðtali | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 25.2.2009 kl. 00:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.2.2009 | 23:54
Enginn og allir
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.1.2009 | 15:38
Læknar eru mistækir, líka íslenskir. Ég sjálf og barnið mitt við dauðans dyr við fæðingu
Þegar ég gekk með síðasta barnið mitt veiktist ég af fóstureitrun, en íslenskum læknum sást nú yfir það. Það þurfti orðið að fylgja mér í allar skoðanir því ég sofnaði hvar sem var. Sofnaði líka oft heima hjá mér sitjandi í sófanum .
Eftir að ég hafði sofið samfellt í næstum því tvo sólarhringa heimtaði þáverandi maðurinn minn að ég yrði lögð inn á spítala. Þar fékk ég svo hríðir daginn eftir. Læknarnir sáu að ég var eitthvað slöpp en gerðu engar ráðstafanir, fyrr en hjartsláttur barnsins minnkaði verulega í fæðingunni. Þá skáru þeir mig bráðakeisaraskurð.
Barnið var allt þakið grænu slími úr eitruðu legvatninu og var undir eðlilegum stærðarmörkum.
Ég hins vegar lá á gjörgæslu í margar vikur með með óráði og öll gul þar sem lifrin hafði skemmst. þurfti ég að fá morfín vegna óbærilegra kvalanna sökum þess að allt storknunarefni var farið úr blóðinu og það blæddi því inn á öll líffærin í kviðarholinu eftir keisaraskurðinn.
Enginn mjólk kom í brjóstin enda var ég of veik til þess að geta haft barnið mitt á brjósti hvort sem var. Barnið var á vökudeildinni og eftir tvær vikur var ég keyrð þangað upp í hjólastól. Þá sá ég barnið mitt í fyrsta sinn
Þetta mál varð á sínum tíma umtalað um allt land af læknum, en maðurinn minn var svo einkennilega grænn að kæra ekki þessa íslensku lækna sem þarna áttu hlut að máli. Sagðist hann hafa orðið svo glaður þegar hann fékk barnið lifandi í hendur að hann hefði ákveðið að kæra ekki.
Við erum löngu skilin í dag og ég er enn þá sár yfir því að hann skyldi ekki hugsa neitt um mínar þjáningar og kæra alla vega mín vegna.
Mér var sagt af læknunum að ég yrði heilt ár að ná mér eftir þetta stórslys þeirra.
Tveimur mánuðum eftir fæðinguna þegar að ég var fyrir þó nokkru komin heim þurfti stundum að mata mig og ég átti erfitt með gang vegna kvala og þreytu. Ég fór í blóðprufu vikulega og alltaf mældist eitur í blóðinu.
Loks talaði frænka mín við Einar miðil á Einarstöðum og bað hann að hjálpa mér. Tveimur dögum síðar vaknaði ég upp alheil.
Bróðir minn sem er yfirlæknir sagðist ekki geta skýrt bata minn á læknisfræðilegan hátt. En kona hans sagði mér að bróður minn gæti aldrei gleymt því né fyrirgefið það, að þegar hann var ungur héraðslæknir á Laxamýri gengu sjúklingarnir milli hans og Einars miðils. Ef þeim svo batnaði þökkuðu þeir ætíð Einari batann en aldrei honum.
Fegurðardrottning látin eftir veikindi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 26.1.2009 kl. 01:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
og notaði augnahárabrettara til þess að sveigja upp efri augnhárin. Það lá við að augun á manni litu út eins köngulær með ólteljandi lappir eftir að herlegheitin höfðu verið vandlega límd niður með hjálp flísatangar og einhvers 'súperglús.' Samt áttu gerviaugnhárin það til að detta af þegar síst skyldi, eða þá að þau rétt héngju á, lafandi hálf niður á miðjar kinnar.
En síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. En í dag eru til lyf við öllu mögulegu sem tengist útlitinu. Kollagen krem t.d. sem á að smjúga undir húðina og byggja upp rýrnandi kollagen sem á annars að halda húðinni stinnri og frísklegri. En læknar segja samt að þau krem geri akkúrat ekkert gagn frekar en önnur hrukkukrem sem konur bera á sig í tonnatali. En hversu mikið er að marka lækna?
Nú svo eru auglýst undrakrem sem bera skal á varirnar til þess að gera þær þrýstnari og kyssilegri. Já og meira að segja krem með svipaða verkun sem á víst að lyfta brjóstunum og gera þau stinnari.
Krem til þess að eyða sliti á maga eftir barnsburð er líka til og á að byrja að smyrja því á mallakútinn allt frá því hann byrjar að bunga út. En þannig krem hafa nú verið á markaði í áratugi.
Krem af allskonar gerðum hafa verið notuð af kvenþjóðinni til fegrunar í þúsundir ára. Flest öll eru þau upprunnin í jurtaríkinu, því konur voru naskar á að finna þær plöntur sem gögnuðust til þess að bæta útlitið. Þær sem höfðu efni á, eins og hin fræga og klára drottning Kleópatra böðuðu sig jafnvel upp úr ösnumjólk alsnaktar til þess að mýkja og lýsa húð sína.
Það kemur fyrir ekki þó einhverjir hneykslist á kvenpeningnum vegna hégómans, því konur eru og verða konur og svífast vel flestar einskis til þess að líta vel út í augum karla. Annars þarf ekki karlþjóðina til, því sumar konur vilja líta vel út eingöngu fyrir sig sjálfar og það finnst mér langsniðugast.
Það er umhugsunarvert að nú á dögum eru það nær eingöngu karlar sem finna upp þessi nýju undrakrem og aðrar snyrtivörur. (Sem sagt þeir eru eftir allt saman ekki ánægðir með okkur eins og við erum frá náttúrunnar hendi) Hvað eru svo sumir karlar að agnúast út í þær konur sem að nota þessa framleiðslu??
Lyf sem lengir augnhár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.1.2009 | 19:04
Sam-Fara-Skermur
Ekki get ég varist því að í hvert sinn sem ég geri mér ferð í Kolaportið til þess að kaupa mér harðfisk og lyktin leggur á móti mér svo yndislega stæk að mér detti ekki gamall elskhugi minn í hug.
Reyndar var hann sá síðasti í röðinni af langtíma bólfélögum mínum og þó nokkur ár liðin frá því við slitum okkar samvistum.
En harðfisksins vegna er ekki svo auðvelt að afmá minninguna um eldheita ástarfundi í vistarverum þessa fyrrverandi kærasta míns. En hann bjó um þessar mundir í einu herbergi með aðgangi að baði í kjallaranum hjá ömmu sinni í hrörlegu húsi í miðborg Reykjavíkur
Það var smá aldursmunur á okkur honum í vil en ekki fann ég fyrir því, nema þá í bólinu, en þar eyddum við megninu af tíma okkar í þessum niðurgrafna en þó funheita kjallara.
Kjallari þessi var sannkallað ástarhreiður því við pældum ekki í neinum óþarfa eins og að ganga þokkalega um eða vaska upp enda óhægt um vik því sökum þrengsla neyddist ástmögur minn til þess að nýta herbergi sitt jafnframt sem geymslu og forðabúr.
Það var einna helst skortur á birtu sem hrjáði okkur því skerminn vantaði á eina lampann í herberginu og þar sem glóandi perann skar í augun, kusum við að kveikja aldrei ljósið.
Það krafðist því oft hinnar ýtrustu lipurðar að skakskjóta sér upp í rúm, sér til yndisauka því allt um kring, var staflað hinum ýmsu nauðsynjavörum sem menn þurfa á að halda sér til lífsviðurværis.
Má þar til dæmis nefna fiskibollur í dósum sem við átum kaldar beint upp úr dósinni, kartöflustrimla einnig í dósum og ýmislegt annað matarkyns sem ekki þurfti eldunnar við.
Það var aðeins í hádeginu á sunnudögum sem svo mikið var við haft að prímusinn var dreginn fram undan rúminu og soðin ilmandi kjötsúpa sem okkur þótti hin mesti hátíðamatur.
Staflar af hreinlætisvörum stóðu svo hér og þar um herbergið og entust þær birgðir öll þau ár sem við héngum saman að undanskildum skeinipappírnum sem endurnýjaður var reglulega eins og lög gera ráð fyrir. En silfurskotturnar á baðgólfinu setti ég dálítið fyrir mig til þess að byrja með, þó lærðist mér fljótlega að óþarfi væri að óttast þau kvikindi því þær hurfu undantekningarlaust eins og unglingar sem eiga að fara út með ruslið um leið og ljósið var kveikt.
En hvar kemur þá harðfiskurinn inn í myndina? Jú, unnusti minn elskaði harðfisk næstum því jafn heitt og mig sjálfa og þess vegna þótti mér hann líka einstaklega góður. Best þótti okkur að spæna hann í okkur í bælinu, þegar við lágum þar örmagna eftir unað og erfiði ástarleikjanna og nenntum ómögulega á lappir.
Roðinu hentum við svo undir rúm en þar harðnaði það og gegnum þurrkaðist í hitanum frá rúmstæðinu uns frá því lagði með tíð og tíma hina yndælustu angan um allt herbergið.
Langt er síðan sá ég hann..... En heyrt hef ég að þessi fyrrverandi ástarpungur minn sem var sannkallaður listamaður á fleiri sviðum en bólfiminn einni saman, búi ekki lengur í kjallaraholunni, - - hann hafi grætt offjár á einkaleyfi á forláta lampaskermi úr fiskroði.
Menning og listir | Breytt 13.1.2009 kl. 02:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.1.2009 | 00:58
þeir springa þá úr spiki líka fljótlega...,
en ekki bara montinu, þjóðrembunnu og yfirgangseminni.
Offita sífellt stærra vandamál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 13.1.2009 kl. 00:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2009 | 06:21
Kreppukrimmar
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 06:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.12.2008 | 01:24
Jól
Ert þú
-í raun og veru - sonur Guðs?
Spyr fréttamaðurinn í sjónvarpinu
Jesúm Krist.
Það eru þín orð, svarar Frelsarinn,
með bros á vör.
Jólatréð er sofnað,
það hallast ískyggilega
á aðra hliðina
og mér flýgur í hug
- hvort það
hafi líka stolist í sherryið
sem var falið í þvottavélinni
á jólanótt.
Rauð könguló
er snyrtilega bundin um topp þess
en gulir götuvitar
lýsa dauflega á slútandi greinum.
Úti sitja hrafnar
á ljósastaurunum
krunkandi
eftir feita hangikjötinu
sem við hentum í ruslið
á aðfangadagskvöld.
Á svörtum himni
skín einmana- óljós
- stjarna?
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson