13.1.2007 | 16:53
Útrýmum skömminni
Það er eitt atriði sem mig langar til að benda á í sambandi við þá áherslu sem lögð hefur verið á það, að þessi heyrnarlausu börn sem voru misnotuð af þeim sem þau áttu að treysta, hafi engum getað sagt frá vegna tjáskiptaerfiðleika.
það atriði er það, að tjáskiptaerfiðleikarnir eða heyrnarleysið hafi ekki skipt höfuðmáli í þessum sökum,
Því öll börn hvort sem þau eru heyrnarlaus eða ekki og sem misnotuð eru af þeim sem þau eiga að geta treyst t.d. sínum nánustu 'geta heldur ekki tjáð sig' um reynslu sína.
Alla vega hefur það verið reyndin fram á okkar daga.
Þetta er hinn sári sannleikur og er ég þó á engan hátt að gera lítið úr hinni ótrúlegri raun heyrnarlausu barnanna.
Börn sem verða fyrir kynferðislegri misnotkun af hendi sinna nánustu ættingja loka einfaldlega á svona hræðilega reynslu.
Þau gleyma henni á yfirborðinu sökum þess að annars gætu þau hreinlega ekki lifað af.
En þessi ógurlega lífsreynsla setur mark sitt á þau engu að síður sem getur komið fram í allskyns hegðunarröskunum og persónuleikaröskunum.
Þess vegna er svo óendanlega mikilvægt að allir þeir sem umgangast börn, ekki bara kennarar eða aðrir opinberir starsmenn, séu vakandi fyrir hvers konar neikvæðum breytingum á framkomu barnanna og frammistöðu þeirra, á hvaða vettvangi sem er.
Ég er ekki að mæla með neinni hysteríu en það er fyrir löngu kominn tími til, að útrýma þessarri skömm sem misnotkun á börnum er, en sem því miður hefur alltaf fylgt mannkyninu frá örófi alda, í skjóli bannhelginnar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.1.2007 kl. 18:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2007 | 14:30
Samfylkingin hefur ekkert erindi í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum
Nú er óðum að styttast í kosningar aðeins rúmir 100 dagar 'to go' . Samfylkingin hefur látið í veðri vaka að hún hafi áhuga á ríkisstjórnar samstarfi með Sjálfstæðisflokknum. En ég held að það myndi hafa skelfilegar afleiðingar fyrir Samfylkinguna að stíga það spor því með tímanum myndi hún lenda í fyrrum hlutverki Framsóknar í stjórnarsamstarfinu.
Hún yrði í minnihluta í ríkisstjórn og Sjálfstæðisflokkurinn myndi eins og í tíð Framsóknar einfaldlega verða áfram einráðir á valdastóli og valta yfir Samfylkinguna eins og Framsókn fyrrum.
Við ágætu landsmenn eigum það einfaldlega ekki skilið að fá aðra svipaða stjórnarsamsteypu og Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að vera allt of lengi við stjórnvölinn og tími til kominn að vinstrisinnaður flokkur fái tækifæri til þess að mynda ríkisstjórn.
Það væri miklu betri kostur fyrir Samfylkinguna að leita til einhverra þeirra minni flokkanna sem mest fylgi hafa á eftir henni til þess að mynda ríkisstjórn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.1.2007 | 17:22
Mannhatarinn?
Það rann upp fyrir mér í dag þegar andskotans snjóbylurinn skall á
að ég er öllu fúsari til þess að gefa smáfuglunum brauð en mér
ókunnu fólki sem sveltur í útlöndum.
Mér finnst líka miklu huggulegra að knúsa kettina mína heldur
en útkámug ungabörn.
Ljóð | Breytt 13.1.2007 kl. 00:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.1.2007 | 23:07
Þyrnirós eða hvað?
Kannski þetta verði bara eins og önnur útfærsla af ævintýrinu um Þyrnirós og við verðum öll í frystu formi í hundrað ár.
Eða allt þar til gróðurhúsaáhrifin koma eins og prinsinn á hvíta hestinum og bræða okkur með svo heitum kossi að við vöknum til lífsins að nýju.
Það skyldi þó aldrei vera?
Dægurmál | Breytt 14.1.2007 kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2007 | 21:50
Strandberg konungsættin í Bretlandi
Það er aldeilis nú eru tveir möguleikar á því að ég geti orðið drottinig eins og mig hefur alltaf dreymt um.
Í fyrsta lagi er bara að grafa það upp að einhvers staðar aftur í ættum tengist ég Edgari Æþeling sem Játvarður Englandskonungur tilnefndi sem eftirmann sinn árið 1066 og ef það gengur ekki upp er bara að kaupa minnsta ríki í heimi sem nú kvað vera til sölu. En þetta ríki er víst smá stálpallur staðsettur einhvers staðar undan ströndum Bretlandseyja.
Annars er eitt í þessu getur bara ekki hvaða Íslendingur sem er og sem dettur það í hug, gert tilkall til bresku krúnunar? Erum við ekki öll komin út af alls konar kóngafígúrum sem flúðu hingað til Íslands á sínum tíma?
Ég þori að veðja að alla vega einn af þeim hefur verið náskyldur þessum Edgari.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.1.2007 | 21:39
EKKI OKKAR SÖK !
Svört er sól sviðin mannaból
seytlar blóð
í Fjandans feigðarslóð.
Drynur jörð er Dauðinn tyllir tá
í draugalegri borg við Tígrisá.
Grætur barn gáttir Heljar við
Guðs - krossfarar lutu ei Kristnum sið.
Lítill drengur líkn fékk ei
hjá þeim
sem limlestu og brenndu hans
skinn og bein.
Vér hjálpum þá.- Það er hið
- minnsta mál.
Hendur kaupum - gerum við hans sál.
Við sem erum Guðs útvalda þjóð
- og ekki okkar sök
- þótt renni blóð.
Drynur jörð er Dauðinn tyllir tá
í draugalegri borg við Tígrisá.
Ljóð | Breytt 10.1.2007 kl. 19:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2007 | 22:36
Íslenska ríkisstjórnin stendur sig ekki eins vel og hinar Norðurlandaþjóðirnar í málum öryrkja.
Ég las fréttina um það að öryrkjum fjölgaði stöðugt á Íslandi, þar stendur orðrétt '
'Geðraskanir og stoðkerfisraskanir eru algengustu orsakir örorku, að því er kemur fram í grein í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Þar kemur fram að áframhald hefur orðið á þeirri þróun síðustu ára, að öryrkjum fjölgi á Íslandi en mikil tækifæri séu til að draga úr þessari þróun með því að efla starfsendurhæfingu og grípa til annarra úrræða á vinnumarkaði, enda sé minna lagt í slík úrræði hér á landi en á hinum Norðurlöndunum
Ég hjó eftir því að þarna var skrifað 'en mikil tækifæri séu til að draga úr þessari þróun með því að efla starfsendurhæfingu og grípa til annarra úrræða á vinnumarkaði'.
Þetta vita allir sem einhverja glætu hafa í kollinum, nema ríkisstjórnin auðvitað. Alla vegana fá stofnanir eins og skólar fyrir fatlað fólk ekki nema helminginn af því fé sem þarf til þess að reka þá.
Hvers vegna í ósköpunum er ríkisstjórnin svona blind, eða nísk á fé til þess að hjálpa öryrkjum að öðlast nýtt og betra líf?
Varla er það af tómri mannvonsku eða hvað? Eða eru það tómir fordómar sem ráða för?
Kannski það sé bara hrein og bein níska því ríkisstjórnin vilji nota peningana í eitthvað annað þarfara að hennar mati, eins og til dæmis dýr veisluhöld, risnu eða annan munað fyrir toppmenn þjóðfélagsins.
En með því pissa þeir svo sannarlega í skóinn sinn því það kostar þjóðfélagið svo miklu meiri fjármuni að greiða fyrir uppihald öryrkja á sjúkrastofnunum en að láta einhverja smámuni af hendi rakna til endurhæfingar fyrir þá.
Það er öllum mönnum nauðsynlegt að hafa einhverja sjálfsvirðingu. Öryrkjar hafa frekar lítið af henni og ekki batnar sjálfsvirðing þeirra við það að þeir séu taldir svo lélegur pappír að skólar fyrir þá teljist vera nánast óþarfir að mati ráðamanna.
Hvað sem því líður þá er það óhrekjanleg staðreynd að hin íslenska ríkisstjórn stendur sig ekki eins vel í endurhæfingu öryrkja og ríkisstjórnir hinna Norðurlandanna.
En eins og flestöllum er ljóst er það líklega vegna þess að hún er svo upptekin við það að hlaða undir þá sem meira mega sín í þjóðfélaginu.
Ljóð | Breytt 17.1.2007 kl. 18:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2007 | 12:20
Hefði verið betra fyrir konuna sem fannst látin í íbúð sinni ef hún hefði verið Inúíti til forna?
Þegar ég las fréttina um gömlu konuna sem fannst látin í íbúð sinni varð mér hugsað til aldraðrar konu sem lá á sömu sjúkrastofu og ég þegar ég var ung stúlka.
Þessi kona var með krabbamein í nýrunum og fyrstu mánuðina sem ég lá á þessari stofu með henni var hún nokkuð hress. Gat sest upp í rúminu og talað við okkur hinar sem lágum þarna með henni, sem og þá sem komu í heimsókn til hennar.
Em smátt og smátt fór að draga af henni og hún kvaldist mikið. Oft var það svo að við hinar konurnar gátum ekki sofið vegna hljóðanna í henni. Æpti hún þá oft frávita af kvölum. 'Ég vil ekki deyja, ég vil ekki deyja'
þegar við kvörtuðum (með vondri samvisku) undan því að það væri ekki nokkur leið að sofa vegna hávaðans í henni var henni rúllað í rúminu sínu út af stofunni og inn í annað herbergi.
Á endanum var hún orðin svo langt leidd að hún var meðvitundarlaus og þá var henni líka rúllað út af stofunni í rúminu sínu, til þess að deyja.
Ég átti erindi fram á gang skömmu seinna og átti þá leið fram hjá litlu kompunni þar sem hún lá ein og yfirgefin og beið dauða síns Það var opið inn til hennar svo allir sem gengu þarna hjá gátu horft upp á dauðastríð hennar. Þetta var nú öll virðingin og tillitsemin sem henni var sýnd.
Ég man að ég hugsaði þá með sjálfri mér að ég ætlaði ekki að deyja á sjúkrahúsi þegar þar að kæmi.
Lærdómurinn sem mér finnst ég geta dregið af þessu er sá að það er öllum sama um þá sem eru gamlir og veikburða hvort sem þeir eru á sjúkrahúsi eða einir heima hjá sér.
Það er eins og fólk hrökkvi aðeins við þegar svona fréttir berast eins og þessi, að gömul kona hafi fundist látin heima hjá sér og allir tala um það í nokkra daga að við þurfum að sýna meiri náungakærleika.
Sumum bregður þó meira en öðrum það er að segja þeim sem eiga aldraða móður eða föður sem búa ein og sem þau heimsækja sjaldan.
En svo gleymist þetta fjótlega í þessu hraðskreiða þjóðfélagi þar sem enginn má vera að því að sinna þeim öldruðu sem búa einir.
Satt að segja held ég að eins og komið er fyrir öldruðum í þessu blessaða velferðar og útrásar samfélagi væri það miklu hreinlegra og betra fyrir gamla fólkið að við stigjum skrefið til fulls og hefðum það einfaldlega eins og Inúítar hér áður fyrr sem skildu gamla fólkið eftir úti á ísnum þegar það var orðið öðrum til trafala.
Ljóð | Breytt 17.1.2007 kl. 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2007 | 01:20
Í sjöunda himni
Smá engill með eplakinnar
þyrlar upp snjóskýjunum
í sjöunda himni
ærslast við lítinn hvolp
og hundslappadrífan
fellur til jarðar.
Börnin gera engla í snjóinn.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.1.2007 | 13:25
Álfar, tröll (og sumarbúðir fyrir jólasveina.)
Mikið fannst mér yndislegt að líta út um gluggann í morgun og sjá logndrífuna og alhvíta jörð.
það lá við að ég kæmist aftur í síðbúið jólaskap. Mér fannst þetta kjörið þrettándaveður ekki seinna að vænna að jólasnjórinn kæmi síðasta dag jóla á þrettándanum.
Ég settist svo við tölvuna og las fréttina um álfana og tröllin sem er nú boðið hæli á Stokkseyri þar sem eins og segir þrengir nú verulega að þeim í íslenskri náttúru vegna stóriðjuframkvæmdanna.
Mér finnst þetta verulega fallega gert að bjóða þessu vættum sem hafa búið með okkur í landinu frá upphafi húsaskjól. En jafnframt fannst mér það svolítið sorglegt að nú væri svo komið að Ísland væri orðið svo náttúrulaust vegna stóriðjunnar að ekki einu tröll eða huldufólk gæti lengur sinnt sinni náttúru í sína rétta umhverfi.
Heldur þyrfti að framleiða einskonar náttúrulíki og hafa til sýnis innandyra og bjóða þessum yfir- náttúrulegu löndum okkar að hafast þar við.
Það var einnig tekið fram í fréttinni að álfar og huldufólk flyttust búferlum á nýársnótt. En mér vitandi gera þeir það einnig á þrettándanum. Svo það hlýtur að verða mikið fjör hjá þessum vinum okkar í nótt.
Kannski koma þeir við á einhverri þrettándabrennunni á leið sinni til nýrra húsakynna og taka þar þátt í söng og dansi og kveða með okkur ' Glottir tungl og hrín við hrönn og hratt flýr stund.'
En nú finnst mér bara vanta að einhver góðhjartaður aðili taki sig til og stofni sumarbúðir fyrir jólasveina.
Mér finnst ekki veita af því að þeir fái einhvers staðar aðstöðu til þess að slappa af fyrir jólavertíðina þar sem hún er alltaf að lengjast. Því nú byrjar vinnutími jólasveina í október og þriggja mánaða jólatörn er anskoti mikið, jafnvel fyrir jólasveina.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
-
katrinsnaeholm
-
zordis
-
katlaa
-
jonaa
-
halkatla
-
ormurormur
-
martasmarta
-
steina
-
gudnyanna
-
zoti
-
ragjo
-
diesel
-
estersv
-
alit
-
toshiki
-
kaffi
-
svartfugl
-
jenni-1001
-
laufabraud
-
stormsker
-
svanurg
-
guru
-
ingo
-
lindagisla
-
bjorkv
-
prakkarinn
-
agny
-
bergruniris
-
raggibjarna
-
maple123
-
saethorhelgi
-
vglilja
-
johannbj
-
partners
-
vitinn
-
zeriaph
-
gudrunmagnea
-
birtabeib
-
iador
-
gudrunfanney1
-
ibb
-
kolgrimur
-
skjolid
-
bene
-
coke
-
hux
-
nonniblogg
-
heringi
-
hjolaferd
-
amason
-
joiragnars
-
steinibriem
-
rafdrottinn
-
siggith
-
vefritid
-
ljosmyndarinn
-
poppoli
-
perlaoghvolparnir
-
vitale
-
skordalsbrynja
-
lindalea
-
bidda
-
manisvans
-
scorpio
-
haddih
-
gattin
-
korntop
-
brahim
-
klarak
-
laugatun
-
konur
-
panama
-
sigurfang
-
joklamus
-
valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar