Leita í fréttum mbl.is

Íslenska ríkisstjórnin stendur sig ekki eins vel og hinar Norðurlandaþjóðirnar í málum öryrkja.

Ég las fréttina um það að öryrkjum fjölgaði stöðugt á Íslandi, þar stendur orðrétt '

'Geðraskanir og stoðkerfisraskanir eru algengustu orsakir örorku, að því er kemur fram í grein í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Þar kemur fram að áframhald hefur orðið á þeirri þróun síðustu ára, að öryrkjum fjölgi á Íslandi en mikil tækifæri séu til að draga úr þessari þróun með því að efla starfsendurhæfingu og grípa til annarra úrræða á vinnumarkaði, enda sé minna lagt í slík úrræði hér á landi en á hinum Norðurlöndunum

Ég hjó eftir því að þarna var skrifað  'en mikil tækifæri séu til að draga úr þessari þróun með því að efla starfsendurhæfingu og grípa til annarra úrræða á vinnumarkaði'.

Þetta vita allir sem einhverja glætu hafa í kollinum, nema ríkisstjórnin auðvitað. Alla vegana fá stofnanir eins og skólar fyrir fatlað fólk ekki nema helminginn af því fé sem þarf til þess að reka þá.

Hvers vegna í ósköpunum er ríkisstjórnin svona blind, eða nísk á fé til þess að hjálpa öryrkjum að öðlast nýtt og betra líf?

Varla er það af tómri mannvonsku eða hvað? Eða eru það tómir fordómar sem ráða för?

Kannski það sé bara hrein og bein níska því ríkisstjórnin vilji nota peningana í eitthvað annað þarfara að hennar mati,  eins og til dæmis dýr veisluhöld, risnu eða annan munað fyrir toppmenn þjóðfélagsins.

En með því pissa þeir svo sannarlega í skóinn sinn því það kostar þjóðfélagið svo miklu meiri fjármuni að greiða fyrir uppihald öryrkja á sjúkrastofnunum en að láta einhverja smámuni af hendi rakna til endurhæfingar fyrir þá.

 Það er öllum mönnum nauðsynlegt að hafa einhverja sjálfsvirðingu. Öryrkjar hafa frekar lítið af henni og ekki batnar sjálfsvirðing þeirra við það að þeir séu taldir svo lélegur pappír að skólar fyrir þá teljist vera nánast óþarfir að mati ráðamanna.

Hvað sem því líður þá er það óhrekjanleg staðreynd að hin íslenska ríkisstjórn stendur sig ekki eins vel í endurhæfingu öryrkja og ríkisstjórnir hinna Norðurlandanna.

En eins og flestöllum er ljóst er það líklega vegna þess að hún er svo upptekin við það að hlaða undir þá sem meira mega sín í þjóðfélaginu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband