18.4.2007 | 03:27
Faðir vor
Nú! Er hann dáinn?
Sagði ég,
rólega yfirveguð
þegar fregnin barst mér.
Undrandi á rósemd minni
en fann samt
einhvern
torkennilegan titring
fyrir brjóstinu,
eins og þar
væri ofurlítill fugl
að taka síðustu andvörpin
einn í búrinu sínu
í ysta horni stofunnar.
Oftast með breitt yfir það
af því
tíst hans var svo truflandi.
Tár mín féllu,
runnu heit
eitt og eitt
niður vanga mína
og hugur minn spurði
óþægilegrar spurningar-
'Af hverju leyfðirðu honum aldrei
að fljúga um í stofunni hjá þér?
Ljóð | Breytt 20.5.2007 kl. 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
17.4.2007 | 00:18
Endurfæðingin
Gat það verið að þessi aldni maður væri skáti? Hugsaði ég með sjálfri mér.
En við frekari umhugsun fannst mér það afar ólíkleg tilgáta, því ekki gat ég sett mér hann fyrir sjónir sitjandi við varðeld syngjandi skátasöngva, né marsérandi í skrúðgöngu á sautjánda júní í grenjandi rigningu. Hann var einfaldlega of aldurhniginn og feitur til þess að geta tekið þátt í þess konar ævintýrum.
Ég gaf honum nánari gætur, hvíta alskeggið, bústnar rauðar kinnarnar, það vantaði bara rauða húfu í stað þeirrar grænu til þess að hann gæti verið jólasveinn. Ég sló því föstu að sú væri raunin,hann hlyti að vera dulbúinn jólasveinn. Líklega var hann að frílysta sig hér í höfuðborginni og njóta þess að hverfa í fjöldann svona óeinkennisklæddur, nú þegar mesta jólaæðið var runnið af mannfólkinu, enda komið fram undir vor.
Ég leit enn einu sinni á öldunginn, nokkuð ánægð með þessa niðurstöðu mína, en samt fannst mér eins og eitthvað væri við hann sem passaði ekki alveg.
Gamli maðurinn var þegar betur var að gáð ekki nógu jólasveinalegur í hreyfingum, hann hafði frekar göngulag ungs manns og hann var nánast barnslegur í fasi. Og þessi ljósgræna húfa, græn eins og vorið...
Skyndilega varð mér ljóst hver hann var.
Hann var vorið sem árvisst rennur sitt æviskeið uns það háaldrað deyr í fyllingu tímans, til þess eins að endurfæðast sem hið unga græna vor og boða sólbjarta langa sumardaga
Menning og listir | Breytt 20.5.2007 kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
15.4.2007 | 17:49
Ég er ekkert hissa á því
![]() |
Enginn vildi greiða uppsett verð fyrir páfabíl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.4.2007 | 04:31
Æskuástin mín heita og söngvakeppnin í kvöld
Ég horfði á söngvakeppnina í kvöld og þegar ljóshærði strákurinn söng, mig minnir að hann hafi verið annar í röðinni þá fékk ég sting í hjartað. Hann minnti mig svo á æskuástina mína sem ég fékk aldrei að njóta, að hluta til vegna eigin heimsku en einnig vegna þess að hann lést þegar hann var aðeins átján ára gamall.
Hann var fimmtán ára og ég sautján þegar við hittumst fyrst á sveitaballi og það var ást við fyrstu sýn hjá okkur báðum.
Hann var svo fallegur með ljósa hárið sitt og bláu augun en þó var það brosið hans sem prýddi hann mest, því þegar hann brosti þá ljómaði hann upp og tennurnar hans voru eins og röð af mjallahvítum perlum.
En við vorum bæði svo feimin að illa gekk fyrir okkur að ná saman. Við vönguðum samt öðru hvoru á böllum þegar hann þorði að bjóða mér upp en þegar dansinn var á enda var vandræðagangurinn á okkur svo mikill að hvorugt þorði að fylgja hinu, eftir að síðasta dansinum lauk.
En á endanum mannaði hann sig þó upp í að biðja mig að hitta sig eitt föstudagskvöldið niðri á gamla Hressó.
En ég þetta erkifífl sem ég var hegðaði mér óafsakanlega illa og ég skil ekki enn þann dag í dag af hverju. Ég sveik hann og mætti ekki niðrá Hressó, því í einhverju bríaríi vangaði ég annan strák á balli í millitíðinni og ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að fara á stefnumótið við vin minn.
Já ég var svo sannarlega ung og vitlaus.
Enda gat hann ekki fyrirgefið mér í tvö löng ár. En þó vissum við bæði að við vorum ástfangin af hvort öðru upp fyrir haus. En ég var of huglaus til biðja hann fyrirgefningar og hélt líka að það myndi ekki þýða neitt fyrir mig. Hann hefndi sín líka rækilega á mér og sló sér upp með bestu vinkonum mínum, beint fyrir framan nefið á mér og horfði þá oft storkandi á mig. Ég reyndi að láta hann halda að mér stæði á sama og borgaði í sömu mynt og daðraði við vini hans. En oft mættust augu okkar úti á dansgólfinu þegar við vorum í fangi einvers annars eða annarrar.
Það var ekki fyrr en ég hitti minn tilvonandi eiginmann að ég jafnaði mig á þessu, að ég hélt.
Við kærastinn héldum okkur mikið út af fyrir okkur og fórum lítið út í marga mánuði.
En daginn sem við trúlofuðum okkur fórum við á ball um kvöldið.
Meðan kærastinn var að kaupa okkur drykki kom vinurinn minn fyrrverandi. Hann gekk beint strik til mín þar sem ég sat í sófa við barinn og bauð mér upp í dans. Ég var svo hissa að ég var sem lömuð og þegar ég dansaði við hann fann ég sömu töfrana á ný sem enn neistuðu á milli okkar. Hann hvíslaði í eyra mér.
'Hvar hefurðu verið allan þennan tíma'?
En ég gat með engu móti svarað því ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð lengur, svo lauk þessum alltof stutta dansi og hann fylgdi mér til baka til sætis í sófanum, en stóð sjálfur þar sem ekki var pláss fyrir fleiri.
Kærastinn minn var ekki enn kominn til baka með drykkina okkar og strákurinn sem sat við hliðina á mér í sófanum fór að gera sér dælt við mig og lagði handlegginn utan um mig axlir mér.
Þetta þoldi vinurinn minn ekki, hann rauk upp og hrópaði á strákinn.
´Láttu hana vera, hún er mín!'
Þá stóð ég upp og gekk á brott, gekk í burtu með blæðandi hjarta, frá honum sem ég fann að ég elskaði heitt, en ég elskaði líka kærastann minn.
Þetta eina ár sem leið frá þessu kvöldi og þar til vinurinn minn dó, hittumst við oft fyrir tilviljun, ég var þá með kærastanum mínum, en hann með einhverri annarri stúlku og í hvert skipti áttum við erfitt með að slíta augun hvort af öðru. Augu okkar leituðu ætíð uppi augu hvors annars eins og seglar og alltaf var jafn sárt að sjá hann með annarri stúlku og sífellt nagaði efinn mig svo nístandi sár.
Það stendur mér enn ljóslifandi fyrir hugskotssjónum kvöldið sem mér var sagt að vinurinn minn væri dáinn, það var verslunarmannahelgi og hann hefði fundist látinn uppi í brekku í Þórsmörk. Hann varð aðeins átján ára gamall, elsku æskuástin mín.
Ég var svo frosin að ég gat ekki grátið en ég man að ég hugsaði, þetta átti að fara svona, hann var ekki ætlaður mér í þessum heimi.
Í dag er ég löngu skilin við manninn minn því hjónabandið var ekki hamingjusamt en þessi leið var mér ætluð og ég þakka Guði fyrir börnin mín þrjú og barnabörnin fjögur.
Enn ennþá minnist ég æskuástarinnar minnr heitu og ég trúi því að við hittumst aftur hinu megin við gröf og dauða.
Náinn
Brástjörnur blikandi man ég
bros eins og ljómandi perlur
nánd líkt og neistandi elding
nafn er var ómfagur söngur
.
Bloggar | Breytt 23.5.2007 kl. 04:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
13.4.2007 | 22:33
Ættleiðingar og ánamaðkar
Sniðug þessi læða þarna sem ættleiddi músina. Hvað henni gengur til með þessu er ekki gott að segja, en kannski ætlar hún að spara sér sporin og hafa þessa mús´ready´ fyrir kettlingana sína þegar þeir verða komnir á þann aldur að hún þarf að fara að kenna þeim að veiða sér mýs?
Það er heldur ekki verra fyrir hana að nýta sér músina út í ystu æsar eins og hún gerir víst og láta hana hjálpa til við barnauppeldið þangað til hún verður étin, það er að segja ef kettlingarnir fá það af sér þegar þar að kemur, að leggja sér barnfóstruna til munns.
Annars eru óþekkir krakkar og kettlingar til alls vísir, enda ekki öruggt að músin plummi sig eins vel og Mary Poppins í barnfóstru hlutverkinu .
En þangað til skulum við vona það besta músarinnar vegna.
Kettir eru svo sannarlega mestu ólíkindatól og taka upp á hinum furðulegustu tiktúrum, eins og til dæmis að færa fólkinu sínu dauðar mýs í matinn, eða jafnvel draga ánamaðka upp úr jörðinn með ærinni fyrirhöfn og dröslast með þá heim í hús til þess að færa þá í búið.
Svona ánamaðka árátta er nýjasti ósiðurinn sem köttur systur minnar hefur tileinkað sér.
Hann tínir maðkana helst í rigningu eins og alsiða er. Bítur í bláendann á þeim þegar þeir gægjast upp úr moldinni og stendur svo upp á afturlappirnar til þess að geta togað þá betur upp úr jörðinni með vogarafli.
Maðkana leggur hann svo snyrtilega í röð á eldhúsgólfið hjá matmóður sinni.
Ég lagði það til við systur mína í símanum í dag, að reyna nú að græða á þessu uppátæki kattarræsknisins þegar laxveiðtíminn fer að byrja og selja helv.... maðkana.
Segið þið svo að kettir séu einkis nýtir.
![]() |
Köttur ættleiddi mús |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 20.5.2007 kl. 21:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
12.4.2007 | 18:55
það eru bara tvær skýringar á þessum tólf mínútum á klósettinu
![]() |
Deilt um klósettferð flugumferðarstjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 20.5.2007 kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
12.4.2007 | 00:23
Hvers vegna beit hundurinn stúlkuna?
Það er sagt í fréttinni að stúlkan sé vön að umgangast hunda.
Vel má það vera en ætli það séu þá ekki hundar sem þekkja hana.
Það kemur ekkert fram við hvaða aðstæður þetta slys varð. Stúlkan er bara níu ára og þó að hún sé vön að umgangast hunda getur hún óafvitandi hafa gert eitthvað sem æsti hundinn upp.
Það er ekki heldur tekið fram hvort vitni séu að atburðinum. Hundurinn getur ekki varið sig þar sem hann kann ekki að tala.
Var stúlkan látin vera ein með hundi sem hún þekkti ekki, eða voru einhverjir fullorðnir þarna nálægt?
Börn og dýr á aldrei að láta ein því ef eitthvað gerist er það alfarið á ábyrgð þeirra sem skilja barn eftir eitt með dýri.
Kannski þetta hafi verið gamall hundur og þreyttur og stúlkan gert honum verulega gramt i geði. Flest gömul dýr þola ekki börn. Kötturinn minn sem er að verða níu ára finnur á sér þegar von er á barnabörnunum mínum þá hangir hann yfir mér og vælir eins og ungabarn því hann kvíðir komu krakkana.
Þegar þau svo koma lætur hann lítið fyrir sér fara og felur sig frammi í eldhúsi, því ef þau sjá hann láta þau hann ekki í friði heldur elta hann með hrópum og sköllum og toga í skottið á honum eins og barna er háttur.
Ég var sjálf bitin af hundi þegar ég var sex ára og það var ekki hundinum að kenna.
Hundurinn var bundinn við staur niður í fjöru í Lauganesi þar sem ég átti heima. Hópur af krökkum hafði safnast saman við fjörukambinn og hrópuðu á hundinn og stríddu honum. Sum köstuðu grjóti. Ég slóst í hópinn fyrir forvitnis sakir og ég man að mér þótti þetta ljótt af krökkunum svo ég ákvað að labba til hundsins og hugga hann.
Vissi ég þá ekki fyrri til en hundurinn skellti mér í jörðina með því að glefsa í handlegg minn.
Hann beit mig svo laust að það sáust varla för eftir hann.
En ég gleymi því aldrei þegar ég lá þarna í fjörunni beint fyrir neðan gapandi hvoftinn á hvutta
Ég var samt svo kræf að bjarga mér að ég tók til þess bragðs að rúlla mér í burtu eftir ströndinni.
Hundurinn gerði enga tilraun til þess að stöðva mig. Ég sagði pabba og mömmu málavöxtu og þessi hundur var ekki kærður sem betur fer.
Ég er ekki að fullyrða að það sé endilega barninu að kenna í þessu tilviki.
En hversu oft ætli það sé ekki barninu að kenna að vera bitið en ekki hundinum að kenna sem bítur það?
Eða þá þeim fullorðnu sem láta barn og hund, kannski ókunnug eftir ein saman?
![]() |
Sauma þurfti 8 spor eftir að hundur beit stúlku í handlegginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 20.5.2007 kl. 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
11.4.2007 | 01:13
Eldurinn
Börnunum á heimilinu fannst þessi baunadós einstaklega áhugarverð og langaði til þess að kanna hana nánar, e n það var alls ekki auðsótt mál, því foreldrar þeirra harðbönnuðu þeim að koma nálægt gatinu með baunadósinni, þar sem það væri þeirra hjartfólgnasta listaverk.
En þegar móðir barnanna var önnum kafin í eldhúsinu notuðu þau tækifærið. Hvert á fætur öðru tóku þau tilhlaup á stofugólfinu og stukku upp í gatið á veggnum. Síðan renndu þau sér ofan í baunadósina.
Þar niðri á botninum tóku við iðjagrænir vellir svo langt sem augað eygði, en út við sjóndeildarhringinn mátti sjá skógivaxnar hæðir þar sem vingjarnlegir indíánar bjuggu í rjóðri einu langt inni í skógarþykkninu.
Indíánarnir voru mjög gestrisinn þjóð og buðu börnin alltaf hjartanlega velkomin að eldstæði sínu og slógu ævinlega upp veglegri matarveislu þegar þau komu í heimsókn.
þegar máltíðinni lauk hófu indíánarnir jafnan æstan stríðsdans kringum eldinn vopnum búnir og fagurlega málaðir á berum gljáandi líkömum sínum. Þeir buðu börnunum ætíð í dansinn með sér og var hverju og einu þeirra fengið spjót í hendur, til þess að þau gætu tekið þátt í dansinum kringum logandi bálið.
Þau dönsuðu alsnakin eins og indíánarnir, sveifluðu spjótunum og sungu með þeim undarlegan seiðandi söng um löngu horfna tíma þegar allir menn áttu sér aðsetur við elda sem veittu þeim skjól fyrir nístandi kuldanum um nætur.
Eldurinn bægði einnig rándýrunum frá og við hann voru sagðar sögur af hatrömmum bardögum og frækilegum veiðiferðum og við eldinn var villibráðin matreidd og borinn fram.
En þegar dansinum lauk og indíánarir og börnin sátu þægilega þreytt við deyjandi eldinn og hvíldu spjótin á nöktum lærum sér brást það ekki að rödd úr öðrum heimi rauf þessa friðsælu stund. 'Krakkar hvað á það eiginlega að þýða að sitja þarna allsber á gólfinu?' 'Og enn og aftur eruð þið búin að stela kústsköftunum og stönginni af teppahreinsarnum' 'Skammist þið ykkar og klæðið ykkur og komið að borða eins og skot!'
Menning og listir | Breytt 20.5.2007 kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.4.2007 | 21:45
'Sifjaspell ( og aðra misnotkun á börnum) á að tala í hel'
Misnotkun á börnum, sérstaklega kynferðisleg misnotkun, er sjaldanviðurkennd á Indlandi og af þeim sökum hafa aðgerðarsinnar fagnað rannsókninni.'
Með vaxandi og opinni umræðu undanfarna áratugi hefur mikið áunnist hér á íslandi varðandi mál þeirra barna sem verða fyrir kynferðislegri misnotkun.
Hér áður fyrr var ástandið líkt hér á landi og það er á Indlandi í dag. Það var aldrei talað um svona hluti. Þeir voru 'tabú' ´Svona lagað gerðist ekki' og þess vegna var ekki talað um það . En þrátt fyrir framfarir í þessum málum megum við ekki sofna á verðinum og halda að nóg sé að gert. Við þurfum sífellt að halda vöku okkar í þessum ógeðfelldu málum. Við þurfum sífellt að vera á verði til þess að vernda saklaus börn og unglinga gegn þessum svívirðilegu glæpum sem kynferðisleg misnotkun er.
![]() |
Algengt að börn séu misnotuð á Indlandi skv. nýrri rannsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 20.5.2007 kl. 21:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.4.2007 | 02:24
Páskadagur
Ég stútaði sjálf einu stóru páskaeggi í dag. það lá við að ég æti hitt páskaeggið sem ég hafði keypt líka, en sat á mér.
Það páskaegg ætlaði ég af göfuglyndi mínu þremur litlum ömmubörnum sem ég átti von á í dag með mömmu sinni og pabba.
Krakkagreyin rifust um eggið sitt þegar þau komu, enda ekki nema von að fá þrjú bara eitt egg til að skipta á milli sín þegar amma þeirra fékk eitt jafnstórt egg bara handa sjálfri sér.
En mamma þeirra vildi að þau fengju eitt egg saman enda var þetta svo sem mikið meira en nóg handa þessum píslum.
Það hefði kannski mátt segja það með góðum rökum að svona stórt páskaegg væri líka mikið meira en nóg handa mér en þegar maður er súkkulaðifíkill hlustar maður ekki á svoleiðis endemis bull.
Ég hegðaði mér allavega mikið betur í ár en í fyrra, þá tókst mér að innbyrða af óviðjafnanlegri græðgi minni fimm, segi og skrifa fimm stórum páskaeggjum sem ég ætlaði börnunum en sem enduðu öll einhvern veginn uppi í mér.
Loks þegar ég keypti sjötta páskaeggið stóðst ég freistinguna og blessuð börnin fengu það sem þeim bar.
Þetta var hin ágætasta stund hjá okkur í dag og systkini mín og systurdóttir heiðruðu mig með því að koma lika í heimsókn og fyrir utan páskaeggin voru étnar pönnukökur með rjóma og vínarterta meðan klassíkin hljómaði á geilaspilaranum.
Í kvöld glápti ég á imbakassann með rauðvínsglas í hönd með Tító og Gosa mér við hlið áður en ég tók mig til og bloggaði fyrir nóttina.
Góða nótt öllsömul.
Bloggar | Breytt 20.5.2007 kl. 21:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
-
katrinsnaeholm
-
zordis
-
katlaa
-
jonaa
-
halkatla
-
ormurormur
-
martasmarta
-
steina
-
gudnyanna
-
zoti
-
ragjo
-
diesel
-
estersv
-
alit
-
toshiki
-
kaffi
-
svartfugl
-
jenni-1001
-
laufabraud
-
stormsker
-
svanurg
-
guru
-
ingo
-
lindagisla
-
bjorkv
-
prakkarinn
-
agny
-
bergruniris
-
raggibjarna
-
maple123
-
saethorhelgi
-
vglilja
-
johannbj
-
partners
-
vitinn
-
zeriaph
-
gudrunmagnea
-
birtabeib
-
iador
-
gudrunfanney1
-
ibb
-
kolgrimur
-
skjolid
-
bene
-
coke
-
hux
-
nonniblogg
-
heringi
-
hjolaferd
-
amason
-
joiragnars
-
steinibriem
-
rafdrottinn
-
siggith
-
vefritid
-
ljosmyndarinn
-
poppoli
-
perlaoghvolparnir
-
vitale
-
skordalsbrynja
-
lindalea
-
bidda
-
manisvans
-
scorpio
-
haddih
-
gattin
-
korntop
-
brahim
-
klarak
-
laugatun
-
konur
-
panama
-
sigurfang
-
joklamus
-
valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar