26.4.2007 | 23:50
Hvers vegna?? !!
Ósköp er maður eitthvað andlaus og þreyttur í dag. Ég þurfti að hlaupa á eftir strætó og rétt náði honum og ég sem er með bilað og bólgið hné.
Ég varð samt að ná strætónum því ég var að fara á fund niður í Ráðús, til að fá úthlutaðan tíma fyrir sýninguna okkar
Besti tíminn sem við getum fengið verður frá 29. ágúst til 14. sept. 2008.
Fimm af okkur sex eru búnar að samþykkja þetta, en ein þarf að hugsa málið, en meirihlutinn ræður venjulegast svo ætli þetta verði ekki úr.
Ég er búin að átta mig á því fyrir löngu síðan, að þessi síendurtekna berkjubólga og nefrennsli sem ég er með, er pottþétt ofnæmi fyrir köttunum mínum sem ég elska út af lífinu.
Ég svaf heldur sama og ekkert í nótt vegna óstöðvandi kláða í nefinu, var alveg viðþolslaus.
Lifandis skelfing er ég dofin yfir þessu, ég er ekki lengur reið yfir að geta líklega ekki átt kettina, mína bestu vini, áfram, ég er hreint og beint sinnulaus og öll dofin á sálinni.
Stundum hugsa ég að þetta lagist þó svo að ég viti að það geri það ekki, svo datt mér í hug í dag að leita til grasalæknis við fyrsta tækifæri .
Kannski það sé hægt að fá eitthvert töfraseyði gegn kattaofnæmi.
Annars er ég löngu komin á ofnæmislyf uppáskrifuð frá lækni en þau gera lítið gagn.
Hvað á ég að gera?
Ég get ekki hugsað mér að láta deyða 'börnin' mín eins og mér finnst kisarnir mínir vera. Ég bara brjálast held ég og er ég þó nógu klikkuð fyrir, svo sem.
Af hverju er lífið svona ósanngjarnt? Ég bý ein og er oft einmana, bestu vinirnir mínir og meðbúendur verða að fara frá mér, líklega deyja og ég verð að koma því í kring.
Hvernig er hægt að leggja þetta á mann?
Hvernig er hægt að fá ofnæmi fyrir verum sem maður elskar og er búin að eiga í níu ár? Verum sem treysta manni fullkomllega og eru algjörlega upp á mann komnar.
Sem taka á móti manni þegar maður kemur heim og fylgja manni hvert fótspor, meira að segja á klósettið og sem sækjast eftir því að kúra hjá manni með loppuna um hálsinn á manni.
Biðja um að láta taka sig upp eins og lítil börn og biðja mann að leika við sig,
Litlu börnin mín, eftir að mannabörnin mín urðu stór.
Góði Guð, ef þú ert þarna einhvers staðar uppi, getur þú þá sagt mér af hverju ég þurfti endilega að fá þetta ofnæmi? Geturðu læknað mig?
Huggun
Þú kemur til mín ósköp hægt og hljótt
er húmið dökka sest um sefa minn.
Í hjarta mér þá helköld ríkir nótt
en heit mín tár sem falla á fölva kinn.
Þá lýsa mér þín augu blið og blá
svo björt og hrein þar skín mér ástin þín.
Sem glæðir aftur gleymda von og þrá
Þú göfga litla hjartans kisan mín.
Vinir og fjölskylda | Breytt 20.5.2007 kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
26.4.2007 | 00:52
Heimþrá Kolateikning
Menning og listir | Breytt 20.5.2007 kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
25.4.2007 | 13:57
Jæja, sýningin fyrirhugaða
Jæja, Ég var að tala við Ástvald Guðmundsson í Ráðhúsinu Gerður, Katrín og Zordís og það var fundur í hádeginu og sýningin var samþykkt.
Nú þarf ég bara, sagði Ástvaldur að koma sem fyrst niður í Ráðhús og ákveða tíma fyrir sýninguna okkar. Það er laus tími í júlí og ágúst 2008, svo nú verðið þið að senda mér tölvupóst stelpur og við verðum að sammælast um tíma sem fyrst af því það er svo mikil ásókn í pláss.
Ég fann þetta alveg á mér að sýningin yrði samþykkt því það var eitthvað svo extra létt yfir mér í gærkvöldi og ég var eitthvað svo bjartsýn og glöð.
Ég var líka að leika við Tító og Gosa með leikfangi sem ég keypti handa þeim, þetta er svona lítil stöng með bandi sem í hangir skúfur af skinnstrimlum. Þeir elska þetta leikfang og finnst gaman að reyna að ná því þegar ég sveifla því í hringi í loftinu fyrir ofan þá.
Svo datt mér í hug að sveifla bandinu eins og við værum í snú, snú og Gosi sat og fylgdist með þegar skúfurinn fór hring eftir hring og hausinn á honum snerist með meðan hann miðaði út skúfinn. Þetta var alveg kostuleg sjón að sjá, svo stökk hann og hoppaði með bandinu trekk í trekk alveg eins og hann væri krakki að leika sér í snú, snú, Ég hló mig alveg máttlausa.
Tító fannst líka voða gaman þó hann færi ekki í snú, snú eins og Gosi, hann er orðinn of gamall greyið til að hoppa svona mikið, en hann sætti færis að ná skúfnum þegar tækifæri gafst og lagðist þá í gólfið með hann og japlaði ánægjulega á honum.
Rosalega er gaman að leika sér í snú, snú við ketti og hlæja og hlæja því þetta var svo kúnstugt.
Ég ætla að endurtaka leikinn í dag.
Nú var Tító að hoppa upp í kjöltuna á mér þar sem ég sit og blogga en Gosi situr úti í glugga og virðir fyriir sér útsýnið.
Stelpur hafið samband með tölvupósti til mín sem fyrst.
Menning og listir | Breytt 20.5.2007 kl. 21:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
25.4.2007 | 00:44
Góða nótt
'Dvel ég í draumahöll
og dagana lofa.
Litlar mýs um löndin öll
liggja nú og sofa'.
Góða nótt og sofið rótt
í alla nótt.
Ljóð | Breytt 20.5.2007 kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.4.2007 | 23:34
Í djúpinu
Í dimmbláu djúpinu
dvelur vitund mín
eins og loftbólur
lyftast hugsanir mínar
eins og flugfiskar
fljúga hugsanir mínar
hátt - upp úr dimmbláu djúpinu.
Ljóð | Breytt 20.5.2007 kl. 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.4.2007 | 18:00
Ég er gróin föst við tölvuna
Jæja, loksins þegar ég gat dröslað mér á lappir vegna verkkvíða útaf myndskreytingunum settist ég við tölvuna og hef varla staðið upp síðan.
Katrín, zoa, og zordís, ég er búin að senda umsókn um samsýningu í Ráðhúsininu fyrir okkur!
Ég sendi bara myndir með sem ég fann á heimasíðununum ykkar og minni og sagði að ef með þyrfti bærust fleiri síðar.
Vinkona mín sem er myndlistarmaður vill endilega vera með og ætlar að gerast bloggari bara þess vegna. Svo þá erum við orðnar fimm.
Þetta sendingardrasl er búið að taka allan daginn. Ég vona bara að það hafi skilað sér því ég var lika að senda myndskreytingarnar og þrjár myndir hafa ekki enn skilað sér til viðtakanda.
En ég hringi í Ráðhúsið á morgun til að athuga hvort að umsóknin hefur skilað sér.
Well, nú verðum við bara að sjá til og verðum í sambandi áfram.
Bloggar | Breytt 20.5.2007 kl. 21:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
22.4.2007 | 02:18
Uppstilling Vatnslitir
Menning og listir | Breytt 20.5.2007 kl. 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
20.4.2007 | 21:37
Einkennileg alhæfing
Mér finnst það í meira lagi skrýtið þegar tekið er fram í fréttum að ódæðismenn hafi átt við geðræn vandamál að stríða.
Geðræn vandamál eru margvísleg og ekki eru allir þeir sem burðast með geðræna kvilla morðingjar, nauðgarar eða annað misindis fólk fremur en aðrir hópar sjúklinga.
Alla vega kæmi það betur út ef að tiltekið væri í fréttinni að viðkomandi geð sjúklingur hefði verið haldinn, einhverjum tilteknum geðsjúkdómi sem mikið ofsóknaræði eða ofbeldishneigð fylgdi.
Ekki þar fyrir, menn þurfa ekki að vera veikir á geði til þess að vera illa innrættir eða ofbeldishneigðir, ekki frekar en þeir sem eru veikir á geði þurfi endilega að vera það .
Þess vegna finnst mér að með svona fréttaflutningi sé stór hópur af geðsjúklingum settur undir sama hatt svo almenningur getur hæglega dregið þá ályktun að allir þeir sem glíma við geðræna sjúkdóma séu stórhættulegir.
Fólk með andlega kvilla er eins misjafnt að geðslagi og það er margt og sem betur fer er það upp til hópa sauðmeinlausir sakleysingjar eins og flestir aðrir .
Það er helst að þessir einstaklingar vinni stundum sjálfum sér mein en ekki öðrum manneskjum .
Það er líka fjöldi manna sem stríðir við geðræn vandamál en fúnkera þó ágætlega úti í þjóðfélaginu og gegna margir þeirra ábyrgðarstöðum.
Þetta fólk þarf aðeins að taka lyf sín reglulega eins og allir aðrir sjúklingar,, eins og til dæmis hjartasjúklingar, gigtarsjúklingar og fleiri og fleiri.
Það yrði heldur betur rekið upp ramakvein meðal þeirra er til sín gætu tekið, ef því yrði slegið upp í fyrirsögn eða frétt að einhver morðingi hefði átt við kransæðaþrengsli að etja.
Það er nóg komið af þessum hálfvitalegu alhæfingum um geðsjúklinga og fordómum gagnvart þeim sem og öðrum fordómum gagnvart öllu því sem við þekkjum ekki til hlítar.
![]() |
Fórnarlömb byssumanns syrgð í Bandaríkjunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 20.5.2007 kl. 21:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
19.4.2007 | 23:27
Það er komið sumar!
Við dóttir mín fórum í bæinn í dag. Veðrið var svo gott að við gátum setið úti í sólinni fyrir utan Cafe París. Það er svo sannarlega komið sumar í dag, enda sumardagurinn fyrsti. Vð tókum eftir því að trén á Austurvelli eru komin með pínulítil ljósgræn blöð.
Ég vissi það enda mætti ég vorinu hérna um daginn á förnum vegi með sína ljósgrænu húfu.
Við fengum okkur súkkulaði og vöfflur með rjóma og stúderuðum mannlífið enda svo margt um manninn á Cafe París að við þurftum að bíða næstum klukkutíma eftir reikningnum.
Við horfðum líka á Vally á Lækjartorgi þar sem hann lék listir sínar með kúnstugum tilþrifum við fögnuð viðstaddra og í Austurstræti sat gamall maður og spilaði á gítar og söng Bítlalög angurværri röddu. Það var semsagt bullandi líf í bænum í dag, fyrir utan dánu húsin sem brunnu í gær, en vonandi verða þau endurbyggð en ekki byggðir einhverjir forljótir glerkassar á þessu stórmerkilega götuhorni. Einmitt þarna á horninu gerðust mörg æfnitýri hér áður fyrr þegar rúnturinn var og hét í þá gömlu góðu daga.
Þegar ég kom heim labbaði ég aðeins út í garð og þar er sumarið aldeilis komið á fullt. Laukarnir sem ég hafði svo mikið fyrir að gróðursetja í fyrrahaust eru farnir að gægjast uppúr moldinni hver af öðrum. Svo ég hlakka til að sjá þegar túlípanar, hvítasunnuliljur, páskaliljur og krókusar fara að blómsta. Þá get ég sagt um garðinn minn, ´ þar gala gaukar og spretta laukar'
Gleðilegt sumar öll sömul og takk fyrir veturinn.
Bloggar | Breytt 20.5.2007 kl. 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.4.2007 | 00:31
Hefðarfrúin Þrykk og blek Ljósmynd af mynd sem var á síðustu sýningu
Menning og listir | Breytt 20.5.2007 kl. 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
-
katrinsnaeholm
-
zordis
-
katlaa
-
jonaa
-
halkatla
-
ormurormur
-
martasmarta
-
steina
-
gudnyanna
-
zoti
-
ragjo
-
diesel
-
estersv
-
alit
-
toshiki
-
kaffi
-
svartfugl
-
jenni-1001
-
laufabraud
-
stormsker
-
svanurg
-
guru
-
ingo
-
lindagisla
-
bjorkv
-
prakkarinn
-
agny
-
bergruniris
-
raggibjarna
-
maple123
-
saethorhelgi
-
vglilja
-
johannbj
-
partners
-
vitinn
-
zeriaph
-
gudrunmagnea
-
birtabeib
-
iador
-
gudrunfanney1
-
ibb
-
kolgrimur
-
skjolid
-
bene
-
coke
-
hux
-
nonniblogg
-
heringi
-
hjolaferd
-
amason
-
joiragnars
-
steinibriem
-
rafdrottinn
-
siggith
-
vefritid
-
ljosmyndarinn
-
poppoli
-
perlaoghvolparnir
-
vitale
-
skordalsbrynja
-
lindalea
-
bidda
-
manisvans
-
scorpio
-
haddih
-
gattin
-
korntop
-
brahim
-
klarak
-
laugatun
-
konur
-
panama
-
sigurfang
-
joklamus
-
valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar