Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
30.9.2008 | 23:54
Kreppuljóð
þegar ég opna eggið,
sem mér er ætlað í morgunverð,
að það sé aðeins skurnin tóm.
Ljóð | Breytt 1.10.2008 kl. 00:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.9.2008 | 21:29
Það er allt að fara til andskotans í fjármálunum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.9.2008 | 10:27
Þá er kona komin með vinnu aftur
Eftir að hafa verið afvinnulaus síðan 1. febrúar 2007, þegar öllum kennurum og leiðbeinendum var sagt upp í Fjölmennt, þar sem ég vann síðast, er ég nú komin með vinnu aftur.
Álfheiður í Gallery ArtIceland sendi mér tölvupóst og spurði hvort mig vantaði vinnu. En hún er forstöðukona frístundaheimilis fyrir 6 til 9 ára börn. Hún er að byggja upp listasmiðju fyrir börnin í frísstundaheimilinu og vantar sárlega fólk í það.
Listasmiðjan mun byggja á myndlist, leiklist og tónlist, sem sagt öllum mínum áhugamálum.
Ég hlakka til að byrja að vinna aftur, sérstaklega þar sem þessi listasmiðja tengist mínu sviði.
Og þar sem ég vinn aðeins eftir hádegi mun ég hafa góðan tíma til þess að sinna myndlistinni áfram. Seinna meir mun ég svo kannski fá mér einhverja vinnu á móti, ef aldur og fyrri störf gefa tilefni til.
En þetta er alla vega ný byrjun eftir allt of langt hlé
En eftir á að hyggja gerði þetta hlé mér líka gott því ég hef aldrei verið virkari í sýningarhaldi en sl. ár, eða þrjár sýningar á einu ári. Bara helv.... gott, ekki satt?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
24.9.2008 | 23:43
Myndir þú vilja vera frísk/ur ár eftir ár, án þess að missa dag úr vinnu vegna veikinda?
Mig langar til þess að vekja athygli á eftirfarandi;
Fræðsluráðstefnur hjá Maður lifandi laugardaginn 27. september 2008
Já það er mögulegt að leysa úr læðingi eigið ónæmiskerfi. Myndir þú vilja vera frísk/ur ár eftir ár án þess að missa dag úr vinnu vegna veikinda?
1. Hópur frá kl 10:00 -12:00 2.
2, Hópur frá kl 14:00- 16:00
Á fundinn koma fjórir erlendir gestir sem allir hafa unnið að náttúrulækningum.
Aðalfyrirlesarar verða
1. .Allan Porter Master í matvælafræði, sérfræðingur í heilsu fæði (sjá nánar ferilskrá ásamt http://www.wellmune.com/ )
2. Hallgrímur Magnússon læknir
Ókeypis þátttaka meðan húsrúm leyfir en þeir sem tilkynna þáttöku í síma 5333 222 eiga forgang á sæti.
23.9.2008 | 23:33
Risin úr rekkju
Tölvunnin ljósmynd
Þá er ég risin úr rekkju og reyndar líka undan feldi.
Mér hefur satt að segja hundleiðst í þessu bloggfríi mínu. Ég komst að þeirri niðurstöðu eftir miklar pælingar að mér er gjörsamlega ómögulegt að hætta að blogga. Maður saknar samskipta við bloggvini og þess að blaðra sjálfur á blogginu. Svo nú er ég bara komin aftur og hananú! Og hafið þið það!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
9.9.2008 | 17:00
Velkomin á opnun sýningar minnar í Menningarmiðstöðinni í Gerðubergi á föstudaginn kl.4
Fréttir frá Gerðubergi 4.9.2008
Opnun á sýningunni Flæði
Myndlistarkonan Guðný Svava Strandberg opnar í Boganum sýningu föstudaginn 12. september kl. 16 á pennateikingum og vatnslitamyndum .Guðný notar skemmtilega leið til að teikna, hún horfir á eða hugsar sér viðfangsefnið og teiknar svo án þess að líta á blaðið fyrr en að verki loknu
Guðný Svava Strandberg Í Boganum 12. september - 2. nóvember 2008 Guðný Svava Strandberg sýnir pennateikningar og vatnslitamyndir sem sumar hverjar, eru unnar eftir minni. Pennateikningarnar vinnur hún blindandi. Eftir að horfa á eða hugsa sér viðfangsefnið teiknar hún það án þess að líta á blaðið fyrr en að verki loknu.
Guðný Svava hefur öflugt ljósmyndaminni og kemur það sér vel þegar hún rekst á athyglisvert myndefni. Vel flestar myndanna, á sýningunni eru því unnar á þann hátt að hún einblínir á fyrirmyndina með augunum, festir hana í minnið og kallar fram myndina með penna eða pensli þegar heim er komið.
Guðný Svava Strandberg lagði stund á nám við Myndlistaskóla Reykjavíkur og við handíða- og grafíska hönnunardeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands.
Hún hefur unnið við gerð leikmynda og leikmuna ásamt því að myndskreyta bækur, blöð og tímarit svo eitthvað sé nefnt. Hún hefur einnig haldið fjölmörg myndlistarnámskeið, sett upp einkasýningar og tekið þátt í samsýningum.
9.9.2008 | 14:35
Ég var klukkuð
Störf sem ég hef unnið
Fiskverkunarstúlka í Vestmannaeyjum.
Afgreitt í tískuvöruverslun.
Unnið á auglýsingastofu.
Unnið við kennslu.
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:
Casa Blanca
The Green Mile
Meet the Fockers
Kvikmyndin La Traviata
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Á Vesturgötunni
Í Hlíðunum
Í Anaheim, suður California
Á Selfossi.
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Fréttir
House
Design Star
Man ekki fleir. Horfi lítið á sjónvarp.
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Hollland.
Bandaríkin
Danmörk
London
Fjórar síður sem ég heimsæki daglega(fyrir utan bloggsíður
Ljóð.is
mbl.is
Poetry.com
Fjórir staðir sem ég mundi helst vilja vera á núna:
Kaupmannahöfn,
Á skemmtiferðaskipi um norsku firðina
London
Á siglingu á snekkju um Karabíahaf.
Fjórir bloggarar sem ég klukka:
Katrín Níelsdóttir
Guðný Anna Arnþórsdóttir
Kaffi, Bergur Thorberg
Halkatla.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.9.2008 | 01:41
Soffía
Veikindi og erfiðleikar gera sjaldnast boð á undan sér, það fær hún Soffía sem er kona á fertugsaldri að reyna þessa dagana, hún þarf á hjálp okkar og fyrirbænum að halda
Soffía greindist með æxli í höfði í byrjun Ágústmánaðar, Soffía og börn hennar þrjú voru í sumarbústað austur á landi. Og þá fór meinið að gera vart við sig með sjónsviðsskerðingu á vinstra auga, svima og ljósfælni.
Þrátt fyrir öll þessi einkenni tókst henni til allrar guðs lukku að koma sér og börnunum heim í Hafnarfjörðinn heilu og höldnu.
Þegar heim var komið fóru einkennin versnandi og á endanum fór Soffía uppá bráðavakt, þar sem gerðar voru rannsóknir og höfuðmynd tekin. Á þeirri mynd sáu læknarnir eitthvað sem krafðist frekari athugunar.
Daginn eftir var hún send í segulóm myndatöku, og þá kom í ljós að um æxli væri að ræða.
Aðeins viku eftir greiningu gekkst Soffía undir stóra aðgerð sem tók 7 tíma, aðgerðin gekk vel en einungis var hægt að fjarlægja helminginn af æxlinu. Sýni sem tekin voru sýndu að næsta skref yrði geislameðferð og hefst hún að viku liðinni.
Soffía er enn með skert sjónsvið og ljós og minnsti hávaði fara illa í hana.
Soffía á 3 börn, 21 árs gamla dóttur og 2 syni 6 ára og 9 mánaða. Maður hennar og faðir barna hennar lést fyrir ári síðan í bílslysi og hét hann Jóhannes Örn.
Soffía dvelst enn á sjúkrahúsi og óvíst hvenær hún fær að fara heim, hún verður óvinnufær um óákveðinn tíma, hún hefur starfað sem húsvörður í blokk og búið í húsvarðaríbúðinni.
Það er því ljóst að hún mun verða húsnæðislaus og atvinnulaus með börnin sín þrjú.
Stofnaður hefur verið reikningur til styrktar fjölskyldunni og er hann sem hér segir
Reikningsnúmer: 0140-05-14321 kennitala: 161069-3619 ath: kennitalan var röng en núna er hún komin í lag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.9.2008 | 22:43
'Ég er elskuð'
og allt er með felldu undir himni Guðs.
Þegar ég var ung stúlka u.þ.b. 26 ára gömul, var ég eitt sinn stödd ein heima og var ég að dunda mér við það að teikna. Fannst mér þá allt í einu eins og eitthvað undursamlegt væri í aðsigi svo ég leit upp. Sá ég þá að öll stofan var böðuð í hvítgulu ljósi, sem óendanlegur kærleikur geislaði frá.
Og ég skynjaði, en heyrði ekki með eyrum mínum, þessi orð. 'Vertu ekki hrædd því ég elska þig'
Ég upplifði eilífðina meðan á þessu stóð þar sem ég missti allt tímaskyn og ég vissi ekki þegar allt var yfirstaðið hvort liðið hafði ein sekúnda eða einn dagur. Mér fannst eins og ég hefði verið - í Paradís.
Þegar ég kom til sjálfrar mín grét ég af gleði. Síðan þá, hugsa ég alltaf með sjálfri mér, ef mér líður eitthvað illa, eða ef á móti blæs í lífinu. 'Ég þarf ekki að vera einmana né hrædd við neitt, því Ljósið sagði, að það elskaði mig og Það, er alltaf hjá mér'
Bloggar | Breytt 9.9.2008 kl. 01:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2008 | 00:18
Tvær sýningar í gangi í einu
Ásdís Sigurðar. bloggvinkona tók þessa fínu mynd af mér á opnuninni á samsýningunni okkar bloggvinkvennanna í Ráðhúsinu 30. ágúst sl.
By the way, ég er búin að selja bláu myndina 'Jökulheimar', sem er hægra megin við mig á myndinni og líka eina litla mynd, sem heitir 'Sólheimajökull'
Næst á dagskrá eða 12. september opnar svo einkasýningin mín í Gerðubergi, svo það er í nógu að snúast hjá mér þessa dagana.
Á sýningunni í Gerðubergi verð ég með myndir sem ég teikna blindandi með svörtu tússi, og sumar blindandi og eftir minni.Svo verða líka nokkrar vatnslitamyndir til að fylla upp í.
Þakka ykkur öllum sem komuð á opnunina hjá okkur bloggvinkonunum í Ráðhúsinu. Það var bara rokna stuð í þessu hjá okkur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Af mbl.is
Erlent
- Trump náðar stuðningsmenn sína
- Gert að sæta upptöku úra og gulls
- Játaði allt á fyrsta degi
- Gullöld Bandaríkjanna hefst núna
- Skutu pilt fyrir sveðjuatlögu
- Tilfinningaþrungin stund: Hafa endurheimt lífið
- Biden náðar fyrir fram
- Trump tekinn við sem forseti Bandaríkjanna
- Beint: Trump sver embættiseið
- Hundruð sænskra hermanna til Lettlands