Leita í fréttum mbl.is

Þá er kona komin með vinnu aftur

Eftir að hafa verið afvinnulaus síðan 1. febrúar 2007, þegar öllum kennurum og leiðbeinendum var sagt upp í Fjölmennt, þar sem ég vann síðast,  er ég nú komin með vinnu aftur.
Álfheiður í Gallery ArtIceland sendi mér tölvupóst og spurði hvort mig vantaði vinnu. En hún er forstöðukona frístundaheimilis fyrir 6 til 9 ára börn. Hún er að byggja upp listasmiðju fyrir börnin í frísstundaheimilinu og vantar sárlega fólk í það.
Listasmiðjan mun byggja á myndlist, leiklist og tónlist, sem sagt öllum mínum áhugamálum.

Ég hlakka til að byrja að vinna aftur, sérstaklega þar sem þessi listasmiðja tengist mínu sviði. 
Og þar sem ég vinn aðeins eftir hádegi mun ég hafa góðan tíma  til þess að sinna myndlistinni áfram. Seinna meir mun ég svo kannski fá mér einhverja vinnu á móti, ef aldur og fyrri störf gefa tilefni til.
En þetta er alla vega ný byrjun eftir allt of langt hlé
En eftir á að hyggja gerði þetta hlé mér líka gott því ég hef aldrei verið virkari í sýningarhaldi en sl. ár, eða þrjár sýningar á einu ári. Bara helv.... gott, ekki satt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Flott hjá þér með sýnigarnar Guðný mín. En ert orði nógu frísk til að vinna?? Takk fyrir vísuna hún var ansi góð.

Kristín Katla Árnadóttir, 25.9.2008 kl. 11:02

2 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Sæl og blessuð frænka.  Ég samgleðst þér innilega Svava mín. Kær kveðja.

Þorkell Sigurjónsson, 25.9.2008 kl. 15:27

3 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk Katla mín. Já, átti ekki vísan svolítið vel við, þó að þú værir fyrir aftna en ekki framan bílinn?
Já, ég er öll að koma til Katla mín og það gerir mér ekkert nema gott að fara að  vinna aftur.

Takk, kæri frændi.

Svava frá Strandbergi , 25.9.2008 kl. 18:12

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Húrra, til hamingju, nafna mín! Mikið verða krakkarnir heppnir að fá þig. Þarna spái ég að þú eigir eftir að njóta þín vel. Gott gengi!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 25.9.2008 kl. 21:48

5 Smámynd: arnar valgeirsson

bara helvíti gott já. til hamingju með þetta.

arnar valgeirsson, 25.9.2008 kl. 23:19

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk, nafna mín og Arnar.

Svava frá Strandbergi , 25.9.2008 kl. 23:22

7 Smámynd: www.zordis.com

Til hamingju, þetta er æði!!!

hvenær byrjaru svo?

www.zordis.com, 26.9.2008 kl. 09:46

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Frábært!!! Innilega til hamingju og leyfðu nú blessuðum börnunum að njóta listrænna krafta þinna...vei vei vei Gott fyrir þig og gott fyrir þau

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.9.2008 kl. 12:34

9 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Náð og friður margfaldist yður til handa með þekkingu á Guði og Jesú, Drottni vorum( 2. Pétursbréf, 1 kafli:2vers)

Guðrún Sæmundsdóttir, 26.9.2008 kl. 13:05

10 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

frábært og hjartanlega til hamingju með þetta !!!

Kærleikshelgi til þín sendi ég

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 26.9.2008 kl. 15:15

11 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk allar saman.

Svava frá Strandbergi , 26.9.2008 kl. 17:51

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Til lukku og hafðu það sem best kæra vinkona.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.9.2008 kl. 18:40

13 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Hjartanlegar hamingjuóskir með nýja starfið. Þetta hljómar sem alveg rosalega skemmtilegt starf

Ragnhildur Jónsdóttir, 26.9.2008 kl. 20:10

14 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk Ásdís mín og Ragnhildur.

Svava frá Strandbergi , 27.9.2008 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband