Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
31.3.2008 | 02:25
Á afmæli kattarins
Viðsjárverð þykir mér glyrnan gul,
geymir á bak við sig marga dul,
óargadýranna eðli grimmt
á sér í heilanum fylgsni dimmt.
Alla tíð var þó með okkur vel,
einlægt mér reyndist þitt hugarþel,
síðan ég forðum þig blindan bar,
breiddi á þig sæng þegar kaldast var.
Fimm voru systkinin fædd í heim,
fagnar þú degi hið eina af þeim;
hinum var öllum í æsku drekkt,
ósköp er kattlífið dapurlegt.
Lifað nú hefur þú árið eitt,
oddhvöss er vígtönnin, klóin beitt;
stundum á kvöldin með kurteis hljóð
kveðurðu af munni fram ástaljóð.
Andvakan þykir mér yfrið löng
uns ég í garðinum heyri söng,
hugurinn glaðnar þá heldur til,
hlægir mig dillandi raddarspil.
Til munu þeir sem það tónverk líst
tilkomulítið, en eitt er víst:
læðan sem kúrir á leyndum stað
leggur við eyrun að hlusta á það.
Mjúkur, með kirfileg kampahár
kemurðu að dyrum í morgunsár,
upp þig úr munnvatni allan þværð,
augunum lygnir í sæld og værð.
Ólundin margsinnis úr mér rauk
er ég um kverk þér og vanga strauk,
ekki er mér kunnugt um annað tal
álíka sefandi og kattarmal.
Trýnið þitt starfar og titrar kvikt,
tekst því að skynja svo marga lykt,
þar sem mér ekki með allt mitt nef
unnt er að greina hinn minnsta þef.
Bugðast af listfengi loðið skott,
lyftist með tign er þú gengur brott;
aldrei fær mannkindin aftanverð
á við þig jafnast að sundurgerð.
Jón Helgason
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 02:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
30.3.2008 | 01:02
Vinir. Uppstilling í sandstormi
Sannir vinir eru þeir sem halda ekki þegar þú hefur orðið þér til skammar, að þú hafir gert það í eitt skipti fyrir öll.
29.3.2008 | 00:27
Að búa til barn
>> að
>> koma og starta fjölskyldu. Daginn sem "sæðisgjafinn" átt i að koma í
>> heimsókn, kyssti Jónas konuna sína bless og sagði "jæja, elskan, ég er
>> þá
>> farinn í vinnuna, maðurinn kemur fljótlega."
>>
>> Hálftíma síðar, er fyrir tilviljun, barnaljósmyndari , staddur í
>> hverfinu
>> hennar og hringir á bjöllunni í þeirri vona að fá verkefni. Góðan daginn
>> frú, sagði hann, ég er komin til að....... "Ó, þú þarft ekkert að útskýra
>> sagði Jóna feimnislega, ég átti von á þér. Í alvöru, sagði
>> ljósmyndarinn. Nú
>> það er ánægjulegt, vissirðu að börn eru mín sérgrein?? Ja, það er nú
>> akkúrat það sem við hjónin vorum að vonast eftir. Gjörðu svo vel og
>> komdu
>> inn á fáðu þér sæti. Eftir smástund sagði hún, vandræðalega, "hvar
>> byrjum
>> við?" "Láttu mig bara sjá um allt. Ég byrja yfirleitt í baðkarinu,
>> svo á
>> sófanum og loks nokkrar á rúminu. Stundum er meira að segja stofugólfið
>> heppilegast, það er hægt að teygja svo vel úr sér þar"
>>
>> "Baðkarið, stofugólfið, hugsaði Jóna, Engin undra að þetta gekk ekkert
>> hjá
>> okkur hjónum - "Já, frú mín góð, ég get ekki lofað fullkomnum árangri í
>> hvert skipti, en ef við notum mismunandi stellingar og ég skýt frá
>> mismunandi
>> sjónarhornum, þá þori ég að lofa að þú verður ánægð með útkomuna." Vá,
>> það
>> er aldeilis mikið sagði Jóna með andköfum. "Frú mín góð, í mínu starfi
>> verður maður að gefa sér góðan tíma í hlutina. Ég mundi gjarnan vilja
>> skjótast í þetta en ég er viss um að þú yrðir ekki ánægð með útkomuna.
>> "Ætli
>> maður kannist ekki við svoleiðis, tautaði Jóna lágt". Ljósmyndarinn dró
>> upp
>> nokkur sýnishorn af barnamyndum og benti Jónu á árangurinn.
>>
>> "Mér tókst sérstaklega vel til með þessa tvíbura sagði ljósmyndarinn,
>> eins
>> og mamma þeirra var þó erfið". - "Var hún erfið, spurði Jóna ?" "´Ég er
>> nú
>> hræddur um það. Ég varð að fara með hana í lystigarðinn til að ná að
>> ljúka
>> verkinu vel. Fólk safnaðist að og fylgdist með. "Fylgdist með? sagði
>> Jóna og
>> gapti af undrun" - og þetta tók í allt 3 tíma. Móðirin hrópandi og
>> kallandi
>> allan tímann - ég gat varla einbeitt mér, svo þegar það byrjaði að dimma
>> varð
>> ég að gefa í, en það var ekki fyrr en íkornarnir voru farnir að narta í
>> græjurnar þá varð ég að hætta og ganga frá.
>>
>> Jóna hallaði sér fram og sagði "voru þeir í alvöru farnir að narta í
>> ....
>> græjurnar? Þetta er alveg satt frú mín góð.
>>
>> "Jæja ef þú ert tilbúin þá ætla ég að gera þrífótinn klárann
>> "ÞRÍFÓTINN???
>>
>> "Ó já, frú Jóna. ÉG verð að nota þrífót "to put my Canon on, It's much
>> too
>> big to be held in the hand very long."
>>
>>
>>
>> ÞAÐ STEINLEIÐ YFIR FRÚ JÓNU.
28.3.2008 | 08:56
Dýrabælið
Tító
Ég hef átt dýr alla mína ævi og get ekki án þeirra verið. Dýrin eru sannir vinir og Gosi minn og Tító horfa oft á mig svo ástríku augnaráði , að halda mætti að þeir elskuðu mig út af lífinu. Gæludýrin okkar eru algjörlega upp á mennina komin og treysta okkur því fullkomlega til þess, að sjá vel um sig. Og það er mannvonska og ljótt ,að fara illa með þessa smælingja og vini okkar.
Öll dýr hafa mismunandi persónuleika og þar með hafa þau óneitanlega sál. Þau eru okkur náskyld í anda. eini munurinn er sá að sálir þeirra eru yngri en sálir okkar mannanna. Ég hef lesið það, að gæludýr og reyndar einnig húsdýr taki geysi mikið stökk í sálarþroska þegar þau lifi í svo nánu sambandi við manninn.
Þess vegna fæðast þessi dýr, sem frumstæðir menn í næsta lífi. Síðan þroskast sálir þeirra enn frekar eftir því sem þau lifa fleiri líf
það er ekkert til sem heitir skynlaus skepna, því öll æðri dýr hafa sál og sinn sérstaka persónuleika. Ég hef átt marga ketti og hunda um ævina og allir hafa þeir verið mismunandi karakterar. Það voru alltaf dýr á heimilinu hjá foreldrum mínum. Við áttum alltaf kött eða hund, gullhamstur áttum við einu sinni, 7 litla páfagauka líka og svo björguðum við mörgum villtum dýrum.
T.d. kom pabbi einu sinni heim að hausti með veika kríu. Hún bjó hjá okkur í þægilegum pappakassa undir eldavélinni og við mötuðum hana á ýsustrimlum. Einnig tókum við eitt sinn að okkur olíublauta önd sem var þvegin hátt og lágt og svo látin oní baðkarið hjá eldri bróður mínum sem var í freyðibaði, þeim báðum til mikillar skemmtunar, Bróðir minn lá á bólakafi oní baðkarinu en öndin synti alsæl um í froðunni á yfirborðinu. Mamma bjó svo um öndina fyrir nóttina í lokuðum pappakassa. En öndin braust út í skjóli myrkurs. Og þegar við fórum á fætur á sunnudagsmorgni, daginn eftir freyðibaðið, þa´sat öndin í miðri stórri grautarskál með sveskjugraut í, sem mamma hafði stillt út í eldhúsglugga, til kælingar og ætlaði að hafa í hádegismatinn.
Dúfu sem var eitthvað veik veittum við einnig húsaskskjól eina nótt meðan hún var að jafna sig. á veikndunum. Reyndar var nú eldsti bróðir minn búinn að snúa hana úr hálsliðunum áður til þess að lina þjáningar hennar og fleygði henni svo útí tunnu. En þegar mamma fór næst út með rusl flaug dúfan upp úr ruslatunnunni upprisin. Svo þá urðum við náttúrulega að bjarga henni. Andarunga fundum við einu sinni niður við tjörn, villtan frá móður sinni. Við krakkarnir sinntum honum á daginn og ef við lögðumst uppí sófa með hann vildi hann alltaf kúra í hálsakoti okkar, En á nóttunni svaf hann hinsvegar undir stóra eyrnasneplinum á hvolpinum okkar. og voru þeir báðir alsælir með hvorn annan sem rekkjunaut.
Verum góð við dýrin, þau eiga það skilið
27.3.2008 | 00:26
'Mér varð hugsað til þín, hvers mynd í hjarta ég geymi'
Teiknað blindandi
Langt er síðan sá ég hann
sannlega fríður var hann.
Allt sem prýða má einn mann
mest af lýðum bar hann.
Augun mín og augun þín
ó þá fögru steina.
Mitt er þitt og þitt er mitt.
Þú veist hvað ég meina.
Þó að kali heitur hver
hylji dali jökull ber.
Steinar tali og allt hvað er
aldrei skal ég gleyma þér.
Úr vísum Vatnsenda Rósu.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 00:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
26.3.2008 | 02:03
Deilt með öðrum
Vinir, félagar og elskendur líta ótakmarkaða verðleika okkar sömu augum og við sjálf. Þeir eru nánari okkur en aðrir, skilja best hvaða merkingu lífið hefur fyrir okkur, finna til með okkur eins og við sjálf, eru bundnir okkur jafnt í upphefð og niðurlægingu og leysa okkur úr álagafjötrum einsemdar.
Henry Alonzo Myers
Sorgin getur annast sig sjálf, en ef þú vilt njóta gleðinnar til fulls, þarftu að fá einhvern til að deila henni með þér.
Mark Twain (1835 1910)
22.3.2008 | 22:34
Það er bull að Breiðholtið sé eitthvað verra en önnur hverfi
Blár jökull
Hér í Breiðholti búa um 20 til 25 þúsund manns og hér er flestalla daga allt með ró og spekt. Það er líka bull að útlendingar séu sí og æ til vandræða eins og sumir segja. Þeir innflytjendur sem ég hef kynnst hér í Breiðholti er allt sómafólk, en misjafn er sauður í mörgu fé segir gamalt máltæki og það er íslenskt máltæki en ekki útlent. Það segir okkur að íslenskt vandræðafólk hefur þrifist hér á landi fyrir daga innflytjendanna. sem nú til dags er kennt um flest það sem miður fer hér á landi.
Það er bölvaður rasismi í gangi hér á Íslandi og það er synd, því það er mesta blessun að fólk frá öðrum löndum fáist til þess að blanda blóði við okkar útþynnta íslenska blóð, því Íslendingar eru jú alltof skyldir hvor öðrum eins og allir vita eftir aldalanga einangrun.
Slík innræktun kallar á ekkert annað en úrkynjun og vesaldóm, enda éta Íslendingar einna mest af 'gleðipillum' miðað við nágrannaþjóðir sínar. Við megum skammast okkar fyrir að þykjast vera hafin yfir það fólk sem hingað leitar í von um betra líf. Við megum líka skammast okkar fyrir það að útlendingar vinna hér margir þau störf sem við þykjumst of fín til að gegna og það á smánarlaunum.
Svo erum við að monta okkur af vestur Íslendingum, þeir voru innflytjendur á sínum tíma í Vestur heimi, en okkur hættir til að gleyma því. Þeim hefur sem betur fer yfirleitt farnast vel og ég spái því að innflytjendur hér á landi eigi eftir að spjara sig jafn vel og þeir.
Og hvers vegna er alltaf talað um að það sé að byggjast upp eitthvað Harlem í Breiðholti? Eru þá ekki líka Harlem úti á landi á öllum þeim stöðum þar sem innflytjendur búa? Já, og ef við lítum okkur nær þá búa innflytjendur í fleiri hverfum í Reykjavík en bara í Breiðholti.
Það er kominn tími til að við látum af þessum hroka okkar og tali um það að við séum öll af kóngum komin. Við skulum ekki gleyma því að í hverju skipi sem til Íslands kom fyrir 11 hundruð árum var meiriparturinn af mannskapnum vinnuhjú og þrælar. Ekki svo að skilja að vinnuhjú og þrælar hafi verið verra fólk en hvað annað, kannski bara betra. Og þetta fólk var sem betur fer meginuppistaðan í stofni íslensku þjóðarinnar, því þetta var vinnusamt fólk.
Og þrælar og vinnuhjú voru alls ekki af hinum hreina norska stofni sem við hreykjum okkur af að vera komin af, heldur var þessi mannskapur frá, svo dæmi séu tekin, Írlandi, Bretlandi, Hjaltlandseyjum, Orkneyjum og guð má vita hvaða fleiri stöðum, jú kannski Konstantínópel?. Það voru einnig þeldökkir menn sem fluttust hingað til lands seinna á öldum og ekki veit ég betur en að fyrrverandi forsætisráðherra okkar Davíð Oddsson sé kominn af Jamaica negra.
Svo má líka minnast á frönsku duggurnar hér á Íslandsmiðum og Fransmennina á þeim, hér voru líka þýsk skip og hollensk, ensk og norsk og portúgölsk. Og margir af þessum erlendu sjómönnum hér við Íslandsstrendur blönduðu blóði við 'íslenska´hrærigrautinn sem hér var fyrir, því ekki voru það hreinræktaðir Norðmenn sem báru með sér hin brúnu augu og dökkbrúnt eða svart hár, eða hvað?
Og ég sé ekki betur en þessi samhræringur hafi bara tekist vel, því er ekki talað um að á Íslandi sé fallegt fólk? Alla vega er kvenfólkið okkar frægt fyrir fegurð um allan heim. Og ekki eru þær allar ljóshærðar fegurðardrottningarnar okkar og þær sem eru það eru flestar með litað hár.
Það er gott að búa í Breiðholtinu og ekki hættulegra né verra fólk þar en nokkurs staðar annars staðar og það er ekki meira Harlem hér en á Íslandi til forna. Og ekki yrði ég hissa á því þó að með tíð og tíma verði blandaðir Breiðhyltingar allra manna og kvenna vænstir á voru guðsvolaða landi.
Sex leitað vegna árásar í Breiðholti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.3.2008 | 00:50
Löggan lokaði á mig dyrunum
Ein mynd til úr myndaröðinni 'Uppstilling í landslagi '
Ég ætlaði einmitt að koma við í Leifasjoppu á leiðinni til vinkonu minnar hérna í næsta húsi. Ég opnaði dyrnar en var rekin öfug út af vörpulegum lögreglumanni. Hann sagði ábúðarfullur að þeir væru að rannsaka mál. Ég spurði hvort það tæki langan tíma og hvort ég gæti ekki bara beðið á meðan, en ekki vildi hann samþykkja það.
Þetta er annað ránið hjá honum Leifa á innan við tveim árum. Ég labbaði svo til vinkonu minnar og þar fylgdust við með þegar lögreglubíll og svo lögregla á mótorhjóli komu að sjoppunni.
Þetta rán var framið um hábjartan dag svo ég sé að það skiptir ekki máli hvenær maður er á ferðinni, en ég er alltaf hálf smeyk við að labba hérna göngustígana út í sjoppu á kvöldin.
En á sumrin þegar ég geng niður í Elliðaárdal er ég aldrei hrædd þar eru sem betur fer bara göngufólk og hundar að viðra sig í góða veðrinu.
Við vinkonan skruppum saman í Bónus og ég var svo rausnarleg að kaupa heilsteiktan kjúkling í páskamatinn handa Tító og Gosa. Tító má aðeins borða matinn sem hann fær sérstaklega fyrir nýrnaveika ketti og svo kjúklinga og hann elskar kjúklingakjöt. Það þýddi ekkert fyrir mig að geyma kjúklinginn fram að páskum, því nefin á Tító og Gosa eru óbrigðul þegar kjúklingur er einhvers staðar nærri. Svo þeir eru búnir að fá fjórum sinnum kjúkling á diskinn sinn í dag.
Tító heldur áfram að horast, þegar ég strýk honum bakið, finn ég fyrir hryggjarliðunum og mjaðmagrindinni. Dýralæknirinn sagði líka síðast að þó að hann hefði komið vel út úr síðustu rannsókn gæti hann samt hrunið innan eins mánaðar.
Ég keypti líka litlar páskaliljur í potti í Bónus og er búin að stilla þeim upp í stofunni ásamt fleira páskaskrauti. Og laukarnir sem ég setti niður úti á sólsvölunum eru að lifna. Fyrstu blöðin á einni dalíunni eru að gægjast upp úr moldinni. Meira að segja úti í garði sá ég í gær að túlípanarnir og krókusarnir eru að stinga upp kollinum. Þess vegna er vorhugur í mér og ég hlakka til þegar blómin springa út og ég get farið að dunda mér bæði á svölunum og í garðinum.
það er sama hvar ég stel afleggjara, hvort sem það er af inniblómum eða fjölærum blómum sem ég fæ leyfi til að taka af hjá vinum og vinkonum, allt lifnar og dafnar og mér finnst það yndislegt.
Mamma var svona eins og ég og hún átti sérlega fallegan garð og Sjonni sálugi frændi i Eyjum, pabbi hans Hectors, eða Kela, bloggvinar míns elskaði líka allan gróður og garðurinn hann var eitt sinn valinn fegursti garðurinn í Eyjum.
En því miður er Kalli frændi, sonarsonur Sjonna sáluga frænda, búinn að rústa verðlaunagarðinum og byggja stóran pall, en Kalli frændi keypti húsið hans afa síns. En svona er allt hverfult, en samt vona ég að þegar ég er farin að þá verði garðurinn hér við blokkina sem ég hannaði ein, mitt minnismerki.
Annað rán í Breiðholti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.3.2008 | 00:20
Það er af sem áður var, en fyrir svona hundrað árum, eða um það bil...
hefði þessi drengur lært sína lexíu, því þá hefði nærbuxunum einfaldlega verið kippt alveg niður um hann og hann og hann rassskelltur, með vendi. Og það hefði þótt sjálfsagt. En allt er breytingum undirorpið, en þó held ég einna mest barnauppeldið, miðað við það sem maður hefur lesið í gegnum tíðina.
Dæmi svo hver fyrir sig hvort nútímasiðir skila af sér prúðari ungmennum en í þá gömlu góðu daga?
Ég tek enga afstöðu, mér datt þetta bara svona í hug.
Bannað að borða á nærbuxunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.3.2008 | 09:40
Uppstilling í landslagi Vatnslitir
Ég ætla að vera með nokkrar svona vatnslitamyndir á sýningunni minni með olíuþrykkmyndunum.
Mér finnst þetta þema Uppstilling í landslagi svolítið skemmtilegt og óvenjulegtl
Ég ætla á sýninguna hjá Zordísi á föstudaginn langa og hlakka mikið til.
Gleðilega páska öll sömun.
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar