Leita í fréttum mbl.is

Dýrabælið

 

scan skissur 0017

                                          Tító

Ég hef átt dýr alla mína ævi og get ekki án þeirra verið. Dýrin eru sannir vinir og Gosi minn og Tító horfa oft á mig svo ástríku augnaráði , að halda mætti að þeir elskuðu mig út af lífinu. Gæludýrin okkar eru algjörlega upp á mennina komin og treysta okkur því fullkomlega til þess, að sjá vel um sig. Og það er mannvonska og ljótt ,að fara illa með þessa smælingja og vini okkar.

Öll dýr hafa mismunandi persónuleika og þar með hafa þau óneitanlega sál. Þau eru okkur náskyld í anda. eini munurinn er sá að sálir þeirra eru yngri en sálir okkar mannanna. Ég hef lesið það, að gæludýr og reyndar einnig húsdýr taki geysi mikið stökk í sálarþroska þegar þau lifi í svo nánu sambandi við manninn.

Þess vegna fæðast þessi dýr, sem frumstæðir menn í næsta lífi. Síðan þroskast sálir þeirra enn frekar eftir því sem þau lifa fleiri líf

það er ekkert til sem heitir skynlaus skepna, því öll æðri dýr hafa sál og sinn sérstaka persónuleika. Ég hef átt marga ketti og hunda um ævina og allir hafa þeir verið mismunandi karakterar. Það voru alltaf dýr á heimilinu hjá foreldrum mínum. Við áttum alltaf kött eða hund, gullhamstur áttum við einu sinni, 7 litla páfagauka líka og svo björguðum við mörgum villtum dýrum.

T.d. kom pabbi einu sinni heim að hausti með veika kríu. Hún bjó hjá okkur í þægilegum pappakassa undir eldavélinni og við mötuðum hana á ýsustrimlum. Einnig tókum við eitt sinn að okkur olíublauta önd sem var þvegin hátt og lágt og svo látin oní baðkarið hjá eldri bróður mínum sem var í freyðibaði, þeim báðum til mikillar skemmtunar, Bróðir minn lá á bólakafi oní baðkarinu en öndin synti alsæl um í froðunni á yfirborðinu. Mamma bjó svo um öndina fyrir nóttina í lokuðum pappakassa. En öndin braust út í skjóli myrkurs. Og þegar við fórum á fætur á sunnudagsmorgni, daginn eftir freyðibaðið, þa´sat öndin í miðri stórri grautarskál með sveskjugraut í, sem mamma hafði stillt út í eldhúsglugga, til kælingar og ætlaði að hafa í hádegismatinn.

Dúfu sem var eitthvað veik veittum við einnig húsaskskjól eina nótt meðan hún var að jafna sig. á veikndunum.  Reyndar var nú eldsti bróðir minn búinn að snúa hana úr hálsliðunum áður til þess að lina þjáningar hennar og fleygði henni svo útí tunnu. En þegar mamma fór næst út með rusl flaug dúfan upp úr ruslatunnunni upprisin. Svo þá urðum við náttúrulega að bjarga henni. Andarunga fundum við einu sinni niður við tjörn, villtan frá móður sinni. Við krakkarnir sinntum honum á daginn og ef við lögðumst uppí sófa með hann vildi hann alltaf kúra í hálsakoti okkar, En á nóttunni svaf hann hinsvegar undir stóra eyrnasneplinum á hvolpinum okkar. og voru þeir báðir alsælir með hvorn annan sem rekkjunaut.

Verum góð við dýrin, þau eiga það skilið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er svo sammála þér með dýrin  falleg sagan þín Guðný mín.

Við eigum alltaf  að vera góð við dýrin.

Kristín Katla Árnadóttir, 28.3.2008 kl. 10:22

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

yndislegt og frábært, takk fyrir þetta kæra guðný, það er nefilega rétt að dýrin eru yngri bræður okkar og systur sem við eigum að hjálpa í þeirra þróun, eins og þau hjálpa okkur í okkar þróun. þau fórna sér meðal annars með lífi sínu til að við nærumst. þó svo að fl. og fl. velji að neita ekki kjöts. blómin og vatnið og fjöllinn eru líka lifandi, þó ekki eins margir meina að sé lifandi, en þau hafa meðvitund, þau hafa sál. dýrin hafa hópsál, þó sumar tegundir séu að endurfæðast í mjög frumstæðar mannverur frá hópsál til sálar. en öll höfum við sömu sálina, Alheimssálin tengir okkur öll. Shambala er okkar allra, Móðir Jörð er okkar allra.

ást til þín og takk

Bless í bili

steina sveitastelpa

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 28.3.2008 kl. 11:09

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég átti einu sinni hund sem hét Tító !

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 28.3.2008 kl. 11:10

4 Smámynd: Lovísa

 

Innlitskvitt  Góða helgi.

Kveðja, Lovísa.

Lovísa , 28.3.2008 kl. 11:32

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk fyrir innlitin allar. Ég er sammála þér Steina með alheimssálina sem við öll tilheyrum, menn og dýr og sameinumst þegar við deyjum eftir að hafa fullþroskað sálir okkar í mörgum jarðvistum. Alheimssálin, aheimsvitundin eða  alheimskrafturinn er að ég tel, það sem við köllum Guð.

Skemmtilegt að þú hafir átt hund sem hét Tító. Ég hélt að það væri ekki algegnt  nafn á dýrum. Annars nefndi ég Tító upphaflega Títan eftir hvítu risunum í goðafræðinni, af því hann var alveg hvítur þegar hann var yngri og svo er hann líka stór og goðumlíkur köttur. En svo breyttist nafnið í Titó.

Svava frá Strandbergi , 28.3.2008 kl. 23:14

6 identicon

Þetta er mynd af fat freddy´s cat

Valsól (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 01:09

7 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Yndislegar sögur af dýrunum í lífi þínu Guðný. Lífið væri sannarlega tómlegt án dýra á heimilinu. Fullt af dýrum á mínu heimili og hefur alltaf verið, annað er einhvern veginn óhugsandi. Það versta er að þeim er úthlutað styttri ævi en okkar, yfirleitt. En þau fylgja manni samt áfram eftir jarðlífið, tengingin og kærleikurinn nær langt út yfir víddir efnisheimsins.

Bestu kveðjur 

Ragnhildur Jónsdóttir, 29.3.2008 kl. 13:21

8 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Nei, Valsól, þetta er ekki mynd af fat freddy´s cat, ég hef ekki hugmynd um hvaða köttur það er og hef aldrei séð mynd af honum. Þetta er skopmynd af honum Tító mínum teiknuðum af mér.

Já, Ragnhildur, því miður er þeim úthlutað styttri ævi en okkur. Tító liggur orðið alltaf á ofninum svo hann er orðinn ansi slappur. Hættur að elta mig um allt. Hann er örugglega líka gigtveikur fyrir utan það að vera með gölluð nýru og hann hefur horast mikið. Þetta ástand með hann Tító tekur sinn toll af mér.

Svava frá Strandbergi , 30.3.2008 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband