Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
31.5.2007 | 17:27
Ætlar hann...
Sturla kjörinn forseti Alþingis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.5.2007 | 23:29
Innilegar samúðarkveðjur
til fjölskyldu og aðstandenda, vegna andláts Ástu Lovísu Vilhjálmsdóttur,
sannkallaðrar hetju. Megi Guð gefa ykkur styrk.
'veit ég, að geymast handar stærri undur,
þótt stórtré vor í byljum jarðar brotni,
bíður vor allra´um síðir Edenslundur.'
Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir látin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég hafði ekki hugmynd um að Pollock væri til en datt það sama í hug og honum að setja efnið á gólfið og hella litunum yfir. Myndlistarkennarinn í skólanum var hrifinn af myndinni og hún fór á skólasýninguna um vorið. Flestir krakkanna gerðu grín að myndinni og kölluðu hana klessuverk og ég fór grenjandi heim. Svona er að vera vitlaus persóna á vitlausum stað á vitlausum tíma. En það er kannski ekki of seint að segja eins og Jóhanna Sigurðardóttir. ' Minn tími mun koma'!
29.5.2007 | 00:24
Ég ætla að selja
Ég ætla að selja íbúðina mína á þriðju hæðinni í blokkinni og kaupa íbúð á jarðhæð með garði og helst sérinngangi, já og allra helst í tvíbýlishúsi .
Ég er búin að sjá það að það þýðir ekkert að vera að streðast við að labba þessa löngu stiga dag eftir dag svona slæm í bakinu. Svo langar mig í minn eiginn garð aftur til að dunda í, í friði og sjá hann vakna til lífsins á hverju vori.
Það er verst ef blessaðir innikettirnir mínir sleppa út og lenda undir bíl. En það er alltaf áhætta sem fylgir öllu. Svo er ég ekki svo viss um að þeir þori út eftir að hafa lifað inni í íbúð, annar í tæp níu ár og hinn fimm ár.
Það er líka alveg nóg fyrir mig að búa í þriggja herbergja íbúð, fjögur herbergi er fullmikið fyrir mig eina og tvo ketti. En ég verð að kaupa þriggja held ég til þess að hafa eitt vinnuherbergi til að mála og teikna í.
Ég hef skánað í bakinu og fætinum sem betur fer af því börnin mín hafa farið út í búð fyrir mig og ég ekki þurft að labba stigana með þunga poka. Kannski þarf ekkert að skera mig eftir allt saman. Ég er líka orðin leið á að labba stigana því það tekur mig óratíma að ganga upp oo niður bara eina tröppu í einu.
Nú er ég búin að fá úthlutað ferðaþjónustu og get farið að endasendast út um allar jarðir í heimsóknir og fleira og svo náttúrulega sjúkraþjálfunina. Þarf ekki lengur að taka rándýra leigubíla. Verst að ég get ekki keypt mér bíl því ég hef aldrei þorað að keyra í henni Reykjavík.
Ég ætla að hrngja í taugaskurðlækninn á morgun og sjá hvað hann segir, hvort hann ætli að skera mig eður ei.
Góða nótt öllsömul.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
27.5.2007 | 21:50
Geðfréttir
Kvíðamistur framan
af degi
en rofar til með köflum
eftir hádegi.
Þunglyndi átta gráður.
Gleði ekki mælanleg.
Djúp geðlægð nálgast
og færist hratt yfir
um helgina.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
24.5.2007 | 23:56
Rauði stígurinn Vatnslitir Set hér inn gamla mynd
24.5.2007 | 09:30
'Út úr heiminum'
Ég er búin að vera meira og minna uppdópuð og útúr heiminum af parkódín forte áti undanfarna daga vegna mænuþrengslanna. Maður fer bara að verða hræddur um að verða forfallinn, viðvarandi dópisti. En þetta stendur allt til bóta því ég talaði við taugaskurðlækninn eldsnemma í morgun og hann ætlar að skera mig upp, alla vega ætlar hann ekki að skera mig niður sem betur fer, hjúkk! Hvað ég er fegin!
Ég vona bara að ég fari ekki á hausinn við að þurfa að þiggja sjúkradagpeninga og missa atvinnuleysisbæturnar. Samt hef ég nú ekki svo miklar áhyggjur af því sökum þess að það hringdi í mig félagsráðgjafi í gær. Já, ég veit að það hljómar ótrúlega að félagsráðgjafi hafi hringt í mig því venjulega eru þeir mjög uppteknir og mega heavy erfitt að fá viðtal við þá.
En þessi var að tilkynna mér að ég fengi úthlutaða ferðaþjónustu fatlaðra. Mikið var!! Þá þarf maður ekki lengur að splæsa svona oft í leigubíla. Semsagt ég er opinberlega orðin fatlað fól, alla veganna þar til ég verð skorin, ef aðgerðin heppnast það er að segja, en auðvitað er ég bjartsýn.
Já, ég gleymdi aðalpointinu i þessu, þessu með óttann við það að fara á hausinn, ég má nefnilega alls ekki við þvi að fara á hausinn, þar sem ég er svoddan klikkhaus fyrir.
Jæja, félagsráðgjafinn sagði að ég myndi fá félagslega aðstoð ef í hart færi fjárhagslega. Ég verð víst að kyngja stoltinu og segja já takk við því góða boði. Það er ekki á hverjum degi sem manni eru boðnir beinharðir peningar svona að fyrrabragði.
Svo sendi hún Ester bloggvinkona mín, mér reiki í gær. Það verður að duga, að senda mér það svona í pósti, þangað til ég skána svo mikið að ég komist niður tröppurnar onaf þriðju hæð og geti farið til hennar í eigin persónu.
En Guðmundur góði og Heiða, kaffiboðið stendur á föstudaginn klukkan fjögur ef þið komist og líka bara ef þið viljið bara vera svo góð að horfa framhjá öllu draslinu og kattarhárunum út um allt.
Já það er gott að eiga góða að. Systir mín elskuleg kom svo til mín í gær með smá fæðubirgðir, svo ég er bara í góðum málum.
En nú ætla ég að fara að leggja mig aftur.
23.5.2007 | 02:46
Jæja, þá er ríkisstjórnin komin á koppinn ..
..og þá er bara að vona að hún geri eitthvað í hann.
En mikil skelfing er maður fegin að vera laus við Framsókn úr ríkisstjórninni. Ég vona bara til Guðs að Samfylkingin falli ekki í sömu gryfjuna og frammararnir og endi líka sem aftanívagn á limmósínu sjallana.
Ég er ánægð með að Jóhanna Sigurðardóttir hafi loks fengið sinn langþráða tíma og ég held bara að hún komi til með að gera góða hluti sem velferðarráðherra. Ekki veitir af að bæta hag barnafjölskyldna og lífeyrisþega.
Guðlaug Þór heilbrigðisráðherra er ég ekki jafn viss um að geri það eins gott í heilbrigðiskerfinu með fullri virðingu fyrir honum sem persónu. Það sópar að honum og ég vissi það um leið og ég sá hann í fyrsta sinn að þessi strákur ætti eftir að ná langt.
En ég er hrædd um að hann einkavæði heilbrigðiskerfið og það fari á versta veg.
Vonandi endar það samt ekki með því að láglaunafólk missi allt sitt fyrir utan heilsuna, ef það veikist alvarlega, eins og tíðkast í Amríkunni.
Þorgerður Katrín er náttúrulega eins og hinn hvíti stormsveipur í menntamálunum. Hún mætti samt alveg huga betur að endurmenntun öryrkja og annars fatlaðs fólks til þess að koma því aftur út á vinnumarkaðinn.
Það myndi spara ríkinu stórfé fyrir utan það að bæta andlega og líkamlega heilsu þeirra sem á þyrftu að halda.
Ingibjörg Sólrún sjálfur höfuðpaurinn í Samfylkingunni skín eins og sólstafur í gegnum góðviðrisský í sínu nýja hlutverki sem utanríkisráðfrú og ber nafn með rentu.
Ég vona svo sannarlega að hún hugi alvarlega að Evrópumálunum. Það myndi kannski verða til þess að Ísland verði ekki lengur einna frægast fyrir það að vera það ríki, þar sem fæði og húsnæði er hvað dýrast í hinum vestræna heimi.
Geir H. Haarde hef ég lítið um að segja, annað en það, að ég hefði heldur viljað sjá Ingibjörgu í hans sæti og öfugt. Einnig finnst mér stórskrýtið að maður á hans aldri skuli svína svona á konunum í sínum flokki. Hann er með sex ráðherra og þar af er ein kona.
Það hefði heldur betur verið rekið um ramakvein meðal karlanna í flokknum ef hann hefði fyrir utan sjálfan sig sem forsætisráðherra skipað konur í öll hin ráðherraembættin.
Það liggur við að í jafnréttismálum lifi Sjálfstæðisflokkurinn enn þá á steinöld og hananú!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
22.5.2007 | 08:57
Ekki fór vel fyrir mér, mig langar til þess að garga!!
Ég komst ekki til Kanarí í nótt. Ég ofgerði mér á því að taka aðeins til í íbúðinni til þess að koma að henni hreinni þegar ég kæmi heim og svo var allt stússið við að pakka niður. Ég með mína kölkun í hryggnum og þrýsting á mænuna þoldi ekki ekki þessa smátiltekt, enda er venjulega allt í drasli hjá mér.
Ég fór að leggja mig klukkan hálf eitt og átti að vakna hálf fimm til að fara upp á völl. Ekki get ég sagt að ég hafi sofnað. Bakið á mér logaði og taugaverkurinn niður í vinstri fót var svo sár að ég bar varla af mér. Ég tók hverja parkódín forte töfluna á eftir annarri en hafði ekkert upp úr því annað en liggja í svitabaði í rúminu.
Ég hef aldrei lent í öðru eins og kom ekki dúr á auga fyrir kvölum. Ég sá svo fram á það að svona af sér gengið hró eins og ég myndi aldrei í ofanálag þola fimm til sex klukkutíma flug.
Mig langar að garga! Ég var náttúrulega búin að kaupa gjaldeyri, borga ferðina, búin að pakka öllu niður, íbúðin hrein og fín og hlakkaði til að fara. En svona fór um flugferð þá.
Nú er það eina von mín að fá læknisvottorð svo ég fái endurgreidda ferðina. Ég sé ekki fram á að komast til útlanda framar nema að ég verði skorin upp eins og til stóð. Eða þá að biðja einhverja aðra að koma íbúðina í sæmilegt lag til að skilja við hana í smátíma og pakka svo niður fyrir mig.
En Tító er glaður, hann vældi svo mikið í gærkvöldi því hann fann á sér að ég var að fara. Nú liggur hann og sefur eins og engill.
En það er annað sem mig langar til að víkja að. Ég hef ein séð um að hugsa um garðinn hérna við stigaganginn og meira en það því allt sem í honum er af gróðri hef ég kostað og plantað niður með leyfi hinna eigendanna.
Svo slæ ég grasið vikulega á hverju sumri og fæ vinsamlegast borgað fyrir það, klippi kantana á beðunum og reyti arfa.
En nú er garðurinn allt í einu orðinn að parkeringsplássi fyrir einn tjaldvagn sem er haganlega ýtt langt inn á miðja grasflötina.
Ég tók mig til um daginn og ýtti helvítis vagninum í bílastæðið mitt þar sem ég á engan bíl en daginn eftir var tjaldvagninn kominn inn í miðjan garð aftur.
Hver andskotinn er eiginlega að þessu fólki veit það ekki að þetta er ólöglegt? Það þarf samþykki meiri hluta íbúa stigagangsins til þess að eitthvað ákveðið svæði sé notað til annars en því er ætlað.
Ég ætti að vita það því ég er meðlimur í Húseigendafélaginu. Hvað get ég gert? Ég veit ekkert hver á þennan fjandan tjaldvagn, á ég að labba á milli íbúða í húsinu og spyrja fólk hvort það eigi þennan andskota og biðja það vinsamlegast að færa hann?
Hvað ef fólkið bregst hið versta við á ég þá að tala við Húseigendafélagið? Svo er bílastæðið mitt alltaf upptekið, þó svo að ég noti það ekki þá væri nú hægt að biðja um leyfi og svo geta gestir sem til mín koma ekki lagt bílunum sínum.
Ég er rosalega útúr pirruð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Af mbl.is
Erlent
- Trump náðar stuðningsmenn sína
- Gert að sæta upptöku úra og gulls
- Játaði allt á fyrsta degi
- Gullöld Bandaríkjanna hefst núna
- Skutu pilt fyrir sveðjuatlögu
- Tilfinningaþrungin stund: Hafa endurheimt lífið
- Biden náðar fyrir fram
- Trump tekinn við sem forseti Bandaríkjanna
- Beint: Trump sver embættiseið
- Hundruð sænskra hermanna til Lettlands