Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
30.4.2007 | 00:32
Tímamót
Ég drukknaði í djúpi
augna þinna
og tíminn stóð kyrr
eitt andartak
eina mannsævi.
Ég dó
í djúpi augna þinna
en fæddist á ný
hinn fyrsta dag.
Ljóð | Breytt 20.5.2007 kl. 20:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
29.4.2007 | 17:36
Garðvinna er 'gaman saman.'
Þetta er búinn að vera fínn dagur 'so far' Það var garðhreinsunar dagur hjá okkur í stigaganginum í dag kl. 14.
Ég tók mig til með garðhanska, verkfæri og stól sem hægt er að brjóta saman og hélt í leiðangur um húsið að smala.
Litháíski formaðurinn á fjórðu hæð var til í að koma en sagði samt á sinni bjöguðu íslensku
' Hvað við bara verða tvær?' Nei, nei, svaraði ég, það hljóta að koma fleiri, við þurfum bara að banka hjá öllum.
Þegar ég barði að dyrum hjá vinkonu minni gjaldkeranum kom hún til dyra á náttkjólnum nývöknuð, enda vinnur hún vaktavinnu. Hún stakk sínum úfna haus milli stafs og hurðar og þvertók fyrir að koma út í garð. Það væri skítakuldi og hífandi rok. Hvaða vitleysa, sagði ég, það er mjög heitt úti og þó að það sé smá vindur þá er golan hlý.
Vinkona mín tautaði eitthvað ófagurt fyrir munni sér og skellti hurðinni á fésið á mér.
Mér heyrðist hún segja. 'Þú getur tekið til í þessum andskotans garði þínum sjálf.' En þar sem ég var í góðu skapi og vissi að vinkona mín hafði bara stigið öfugu megin fram úr rúminu, lét ég þessi orð sem vind um eyru þjóta og hélt að næstu dyrum.
Jú, jú þau ætluðu að koma eftir smástund. Á einum stað var enginn heima en í næstu tveim íbúðum var vinnufúst fólk.
Það endaði með því að við vorum orðin sjö sem tókum til í garðinum okkar. Meira að segja vinkona mín gjaldkerinn sá að sér og mætti á staðinn með hundinn sinn, sem lagði sitt af mörkum með því að vökva tré og runna með náttúrulegri gróðurblöndu sem hann framleiðir sjálfur.
Við tíndum allt ruslið sem safnast hafði fyrir um veturinn. Okkur sýndist mestur parturinn af því vera frá því á gamlaárs kvöld enda er fólk í þessu hverfi óvenju duglegt við að skjóta upp flugeldum, sumir ungir menn eru meira að segja ennþá að sprengja öðru hvoru.
Við enduðum á því að sópa bílaplanið og stéttina fyrir framan húsið. Við vorum sammála um það að það væri bara gaman að vinna svona saman.
Dægurmál | Breytt 20.5.2007 kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
28.4.2007 | 02:03
Ég er á síðast snúningi...
sagði skopparakringlan, um leið og hún þeyttist út um gluggann
ofan af áttundu hæð.
Ég er alveg á síðasta snúningi með þessar myndskreytingar. Dead line er 3. maí og ég á eftir að gera níu myndir.
Ég held ég verði ekki eldri ef ég klára þetta ekki á réttum tíma svo það er best að fara að sofa og halda áfram að djöflast við þetta eldsnemma í fyrramálið.
Nighty night.
Menning og listir | Breytt 20.5.2007 kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
26.4.2007 | 23:50
Hvers vegna?? !!
Ósköp er maður eitthvað andlaus og þreyttur í dag. Ég þurfti að hlaupa á eftir strætó og rétt náði honum og ég sem er með bilað og bólgið hné.
Ég varð samt að ná strætónum því ég var að fara á fund niður í Ráðús, til að fá úthlutaðan tíma fyrir sýninguna okkar
Besti tíminn sem við getum fengið verður frá 29. ágúst til 14. sept. 2008.
Fimm af okkur sex eru búnar að samþykkja þetta, en ein þarf að hugsa málið, en meirihlutinn ræður venjulegast svo ætli þetta verði ekki úr.
Ég er búin að átta mig á því fyrir löngu síðan, að þessi síendurtekna berkjubólga og nefrennsli sem ég er með, er pottþétt ofnæmi fyrir köttunum mínum sem ég elska út af lífinu.
Ég svaf heldur sama og ekkert í nótt vegna óstöðvandi kláða í nefinu, var alveg viðþolslaus.
Lifandis skelfing er ég dofin yfir þessu, ég er ekki lengur reið yfir að geta líklega ekki átt kettina, mína bestu vini, áfram, ég er hreint og beint sinnulaus og öll dofin á sálinni.
Stundum hugsa ég að þetta lagist þó svo að ég viti að það geri það ekki, svo datt mér í hug í dag að leita til grasalæknis við fyrsta tækifæri .
Kannski það sé hægt að fá eitthvert töfraseyði gegn kattaofnæmi.
Annars er ég löngu komin á ofnæmislyf uppáskrifuð frá lækni en þau gera lítið gagn.
Hvað á ég að gera?
Ég get ekki hugsað mér að láta deyða 'börnin' mín eins og mér finnst kisarnir mínir vera. Ég bara brjálast held ég og er ég þó nógu klikkuð fyrir, svo sem.
Af hverju er lífið svona ósanngjarnt? Ég bý ein og er oft einmana, bestu vinirnir mínir og meðbúendur verða að fara frá mér, líklega deyja og ég verð að koma því í kring.
Hvernig er hægt að leggja þetta á mann?
Hvernig er hægt að fá ofnæmi fyrir verum sem maður elskar og er búin að eiga í níu ár? Verum sem treysta manni fullkomllega og eru algjörlega upp á mann komnar.
Sem taka á móti manni þegar maður kemur heim og fylgja manni hvert fótspor, meira að segja á klósettið og sem sækjast eftir því að kúra hjá manni með loppuna um hálsinn á manni.
Biðja um að láta taka sig upp eins og lítil börn og biðja mann að leika við sig,
Litlu börnin mín, eftir að mannabörnin mín urðu stór.
Góði Guð, ef þú ert þarna einhvers staðar uppi, getur þú þá sagt mér af hverju ég þurfti endilega að fá þetta ofnæmi? Geturðu læknað mig?
Huggun
Þú kemur til mín ósköp hægt og hljótt
er húmið dökka sest um sefa minn.
Í hjarta mér þá helköld ríkir nótt
en heit mín tár sem falla á fölva kinn.
Þá lýsa mér þín augu blið og blá
svo björt og hrein þar skín mér ástin þín.
Sem glæðir aftur gleymda von og þrá
Þú göfga litla hjartans kisan mín.
Vinir og fjölskylda | Breytt 20.5.2007 kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
26.4.2007 | 00:52
Heimþrá Kolateikning
Menning og listir | Breytt 20.5.2007 kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
25.4.2007 | 13:57
Jæja, sýningin fyrirhugaða
Jæja, Ég var að tala við Ástvald Guðmundsson í Ráðhúsinu Gerður, Katrín og Zordís og það var fundur í hádeginu og sýningin var samþykkt.
Nú þarf ég bara, sagði Ástvaldur að koma sem fyrst niður í Ráðhús og ákveða tíma fyrir sýninguna okkar. Það er laus tími í júlí og ágúst 2008, svo nú verðið þið að senda mér tölvupóst stelpur og við verðum að sammælast um tíma sem fyrst af því það er svo mikil ásókn í pláss.
Ég fann þetta alveg á mér að sýningin yrði samþykkt því það var eitthvað svo extra létt yfir mér í gærkvöldi og ég var eitthvað svo bjartsýn og glöð.
Ég var líka að leika við Tító og Gosa með leikfangi sem ég keypti handa þeim, þetta er svona lítil stöng með bandi sem í hangir skúfur af skinnstrimlum. Þeir elska þetta leikfang og finnst gaman að reyna að ná því þegar ég sveifla því í hringi í loftinu fyrir ofan þá.
Svo datt mér í hug að sveifla bandinu eins og við værum í snú, snú og Gosi sat og fylgdist með þegar skúfurinn fór hring eftir hring og hausinn á honum snerist með meðan hann miðaði út skúfinn. Þetta var alveg kostuleg sjón að sjá, svo stökk hann og hoppaði með bandinu trekk í trekk alveg eins og hann væri krakki að leika sér í snú, snú, Ég hló mig alveg máttlausa.
Tító fannst líka voða gaman þó hann færi ekki í snú, snú eins og Gosi, hann er orðinn of gamall greyið til að hoppa svona mikið, en hann sætti færis að ná skúfnum þegar tækifæri gafst og lagðist þá í gólfið með hann og japlaði ánægjulega á honum.
Rosalega er gaman að leika sér í snú, snú við ketti og hlæja og hlæja því þetta var svo kúnstugt.
Ég ætla að endurtaka leikinn í dag.
Nú var Tító að hoppa upp í kjöltuna á mér þar sem ég sit og blogga en Gosi situr úti í glugga og virðir fyriir sér útsýnið.
Stelpur hafið samband með tölvupósti til mín sem fyrst.
Menning og listir | Breytt 20.5.2007 kl. 21:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
25.4.2007 | 00:44
Góða nótt
'Dvel ég í draumahöll
og dagana lofa.
Litlar mýs um löndin öll
liggja nú og sofa'.
Góða nótt og sofið rótt
í alla nótt.
Ljóð | Breytt 20.5.2007 kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.4.2007 | 23:34
Í djúpinu
Í dimmbláu djúpinu
dvelur vitund mín
eins og loftbólur
lyftast hugsanir mínar
eins og flugfiskar
fljúga hugsanir mínar
hátt - upp úr dimmbláu djúpinu.
Ljóð | Breytt 20.5.2007 kl. 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.4.2007 | 18:00
Ég er gróin föst við tölvuna
Jæja, loksins þegar ég gat dröslað mér á lappir vegna verkkvíða útaf myndskreytingunum settist ég við tölvuna og hef varla staðið upp síðan.
Katrín, zoa, og zordís, ég er búin að senda umsókn um samsýningu í Ráðhúsininu fyrir okkur!
Ég sendi bara myndir með sem ég fann á heimasíðununum ykkar og minni og sagði að ef með þyrfti bærust fleiri síðar.
Vinkona mín sem er myndlistarmaður vill endilega vera með og ætlar að gerast bloggari bara þess vegna. Svo þá erum við orðnar fimm.
Þetta sendingardrasl er búið að taka allan daginn. Ég vona bara að það hafi skilað sér því ég var lika að senda myndskreytingarnar og þrjár myndir hafa ekki enn skilað sér til viðtakanda.
En ég hringi í Ráðhúsið á morgun til að athuga hvort að umsóknin hefur skilað sér.
Well, nú verðum við bara að sjá til og verðum í sambandi áfram.
Bloggar | Breytt 20.5.2007 kl. 21:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
22.4.2007 | 02:18
Uppstilling Vatnslitir
Menning og listir | Breytt 20.5.2007 kl. 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Af mbl.is
Erlent
- Trump náðar stuðningsmenn sína
- Gert að sæta upptöku úra og gulls
- Játaði allt á fyrsta degi
- Gullöld Bandaríkjanna hefst núna
- Skutu pilt fyrir sveðjuatlögu
- Tilfinningaþrungin stund: Hafa endurheimt lífið
- Biden náðar fyrir fram
- Trump tekinn við sem forseti Bandaríkjanna
- Beint: Trump sver embættiseið
- Hundruð sænskra hermanna til Lettlands