Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
20.4.2007 | 21:37
Einkennileg alhæfing
Mér finnst það í meira lagi skrýtið þegar tekið er fram í fréttum að ódæðismenn hafi átt við geðræn vandamál að stríða.
Geðræn vandamál eru margvísleg og ekki eru allir þeir sem burðast með geðræna kvilla morðingjar, nauðgarar eða annað misindis fólk fremur en aðrir hópar sjúklinga.
Alla vega kæmi það betur út ef að tiltekið væri í fréttinni að viðkomandi geð sjúklingur hefði verið haldinn, einhverjum tilteknum geðsjúkdómi sem mikið ofsóknaræði eða ofbeldishneigð fylgdi.
Ekki þar fyrir, menn þurfa ekki að vera veikir á geði til þess að vera illa innrættir eða ofbeldishneigðir, ekki frekar en þeir sem eru veikir á geði þurfi endilega að vera það .
Þess vegna finnst mér að með svona fréttaflutningi sé stór hópur af geðsjúklingum settur undir sama hatt svo almenningur getur hæglega dregið þá ályktun að allir þeir sem glíma við geðræna sjúkdóma séu stórhættulegir.
Fólk með andlega kvilla er eins misjafnt að geðslagi og það er margt og sem betur fer er það upp til hópa sauðmeinlausir sakleysingjar eins og flestir aðrir .
Það er helst að þessir einstaklingar vinni stundum sjálfum sér mein en ekki öðrum manneskjum .
Það er líka fjöldi manna sem stríðir við geðræn vandamál en fúnkera þó ágætlega úti í þjóðfélaginu og gegna margir þeirra ábyrgðarstöðum.
Þetta fólk þarf aðeins að taka lyf sín reglulega eins og allir aðrir sjúklingar,, eins og til dæmis hjartasjúklingar, gigtarsjúklingar og fleiri og fleiri.
Það yrði heldur betur rekið upp ramakvein meðal þeirra er til sín gætu tekið, ef því yrði slegið upp í fyrirsögn eða frétt að einhver morðingi hefði átt við kransæðaþrengsli að etja.
Það er nóg komið af þessum hálfvitalegu alhæfingum um geðsjúklinga og fordómum gagnvart þeim sem og öðrum fordómum gagnvart öllu því sem við þekkjum ekki til hlítar.
Fórnarlömb byssumanns syrgð í Bandaríkjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 20.5.2007 kl. 21:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
19.4.2007 | 23:27
Það er komið sumar!
Við dóttir mín fórum í bæinn í dag. Veðrið var svo gott að við gátum setið úti í sólinni fyrir utan Cafe París. Það er svo sannarlega komið sumar í dag, enda sumardagurinn fyrsti. Vð tókum eftir því að trén á Austurvelli eru komin með pínulítil ljósgræn blöð.
Ég vissi það enda mætti ég vorinu hérna um daginn á förnum vegi með sína ljósgrænu húfu.
Við fengum okkur súkkulaði og vöfflur með rjóma og stúderuðum mannlífið enda svo margt um manninn á Cafe París að við þurftum að bíða næstum klukkutíma eftir reikningnum.
Við horfðum líka á Vally á Lækjartorgi þar sem hann lék listir sínar með kúnstugum tilþrifum við fögnuð viðstaddra og í Austurstræti sat gamall maður og spilaði á gítar og söng Bítlalög angurværri röddu. Það var semsagt bullandi líf í bænum í dag, fyrir utan dánu húsin sem brunnu í gær, en vonandi verða þau endurbyggð en ekki byggðir einhverjir forljótir glerkassar á þessu stórmerkilega götuhorni. Einmitt þarna á horninu gerðust mörg æfnitýri hér áður fyrr þegar rúnturinn var og hét í þá gömlu góðu daga.
Þegar ég kom heim labbaði ég aðeins út í garð og þar er sumarið aldeilis komið á fullt. Laukarnir sem ég hafði svo mikið fyrir að gróðursetja í fyrrahaust eru farnir að gægjast uppúr moldinni hver af öðrum. Svo ég hlakka til að sjá þegar túlípanar, hvítasunnuliljur, páskaliljur og krókusar fara að blómsta. Þá get ég sagt um garðinn minn, ´ þar gala gaukar og spretta laukar'
Gleðilegt sumar öll sömul og takk fyrir veturinn.
Bloggar | Breytt 20.5.2007 kl. 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.4.2007 | 00:31
Hefðarfrúin Þrykk og blek Ljósmynd af mynd sem var á síðustu sýningu
Menning og listir | Breytt 20.5.2007 kl. 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
18.4.2007 | 03:27
Faðir vor
Nú! Er hann dáinn?
Sagði ég,
rólega yfirveguð
þegar fregnin barst mér.
Undrandi á rósemd minni
en fann samt
einhvern
torkennilegan titring
fyrir brjóstinu,
eins og þar
væri ofurlítill fugl
að taka síðustu andvörpin
einn í búrinu sínu
í ysta horni stofunnar.
Oftast með breitt yfir það
af því
tíst hans var svo truflandi.
Tár mín féllu,
runnu heit
eitt og eitt
niður vanga mína
og hugur minn spurði
óþægilegrar spurningar-
'Af hverju leyfðirðu honum aldrei
að fljúga um í stofunni hjá þér?
Ljóð | Breytt 20.5.2007 kl. 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
17.4.2007 | 00:18
Endurfæðingin
Gat það verið að þessi aldni maður væri skáti? Hugsaði ég með sjálfri mér.
En við frekari umhugsun fannst mér það afar ólíkleg tilgáta, því ekki gat ég sett mér hann fyrir sjónir sitjandi við varðeld syngjandi skátasöngva, né marsérandi í skrúðgöngu á sautjánda júní í grenjandi rigningu. Hann var einfaldlega of aldurhniginn og feitur til þess að geta tekið þátt í þess konar ævintýrum.
Ég gaf honum nánari gætur, hvíta alskeggið, bústnar rauðar kinnarnar, það vantaði bara rauða húfu í stað þeirrar grænu til þess að hann gæti verið jólasveinn. Ég sló því föstu að sú væri raunin,hann hlyti að vera dulbúinn jólasveinn. Líklega var hann að frílysta sig hér í höfuðborginni og njóta þess að hverfa í fjöldann svona óeinkennisklæddur, nú þegar mesta jólaæðið var runnið af mannfólkinu, enda komið fram undir vor.
Ég leit enn einu sinni á öldunginn, nokkuð ánægð með þessa niðurstöðu mína, en samt fannst mér eins og eitthvað væri við hann sem passaði ekki alveg.
Gamli maðurinn var þegar betur var að gáð ekki nógu jólasveinalegur í hreyfingum, hann hafði frekar göngulag ungs manns og hann var nánast barnslegur í fasi. Og þessi ljósgræna húfa, græn eins og vorið...
Skyndilega varð mér ljóst hver hann var.
Hann var vorið sem árvisst rennur sitt æviskeið uns það háaldrað deyr í fyllingu tímans, til þess eins að endurfæðast sem hið unga græna vor og boða sólbjarta langa sumardaga
Menning og listir | Breytt 20.5.2007 kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
15.4.2007 | 17:49
Ég er ekkert hissa á því
Enginn vildi greiða uppsett verð fyrir páfabíl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.4.2007 | 04:31
Æskuástin mín heita og söngvakeppnin í kvöld
Ég horfði á söngvakeppnina í kvöld og þegar ljóshærði strákurinn söng, mig minnir að hann hafi verið annar í röðinni þá fékk ég sting í hjartað. Hann minnti mig svo á æskuástina mína sem ég fékk aldrei að njóta, að hluta til vegna eigin heimsku en einnig vegna þess að hann lést þegar hann var aðeins átján ára gamall.
Hann var fimmtán ára og ég sautján þegar við hittumst fyrst á sveitaballi og það var ást við fyrstu sýn hjá okkur báðum.
Hann var svo fallegur með ljósa hárið sitt og bláu augun en þó var það brosið hans sem prýddi hann mest, því þegar hann brosti þá ljómaði hann upp og tennurnar hans voru eins og röð af mjallahvítum perlum.
En við vorum bæði svo feimin að illa gekk fyrir okkur að ná saman. Við vönguðum samt öðru hvoru á böllum þegar hann þorði að bjóða mér upp en þegar dansinn var á enda var vandræðagangurinn á okkur svo mikill að hvorugt þorði að fylgja hinu, eftir að síðasta dansinum lauk.
En á endanum mannaði hann sig þó upp í að biðja mig að hitta sig eitt föstudagskvöldið niðri á gamla Hressó.
En ég þetta erkifífl sem ég var hegðaði mér óafsakanlega illa og ég skil ekki enn þann dag í dag af hverju. Ég sveik hann og mætti ekki niðrá Hressó, því í einhverju bríaríi vangaði ég annan strák á balli í millitíðinni og ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að fara á stefnumótið við vin minn.
Já ég var svo sannarlega ung og vitlaus.
Enda gat hann ekki fyrirgefið mér í tvö löng ár. En þó vissum við bæði að við vorum ástfangin af hvort öðru upp fyrir haus. En ég var of huglaus til biðja hann fyrirgefningar og hélt líka að það myndi ekki þýða neitt fyrir mig. Hann hefndi sín líka rækilega á mér og sló sér upp með bestu vinkonum mínum, beint fyrir framan nefið á mér og horfði þá oft storkandi á mig. Ég reyndi að láta hann halda að mér stæði á sama og borgaði í sömu mynt og daðraði við vini hans. En oft mættust augu okkar úti á dansgólfinu þegar við vorum í fangi einvers annars eða annarrar.
Það var ekki fyrr en ég hitti minn tilvonandi eiginmann að ég jafnaði mig á þessu, að ég hélt.
Við kærastinn héldum okkur mikið út af fyrir okkur og fórum lítið út í marga mánuði.
En daginn sem við trúlofuðum okkur fórum við á ball um kvöldið.
Meðan kærastinn var að kaupa okkur drykki kom vinurinn minn fyrrverandi. Hann gekk beint strik til mín þar sem ég sat í sófa við barinn og bauð mér upp í dans. Ég var svo hissa að ég var sem lömuð og þegar ég dansaði við hann fann ég sömu töfrana á ný sem enn neistuðu á milli okkar. Hann hvíslaði í eyra mér.
'Hvar hefurðu verið allan þennan tíma'?
En ég gat með engu móti svarað því ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð lengur, svo lauk þessum alltof stutta dansi og hann fylgdi mér til baka til sætis í sófanum, en stóð sjálfur þar sem ekki var pláss fyrir fleiri.
Kærastinn minn var ekki enn kominn til baka með drykkina okkar og strákurinn sem sat við hliðina á mér í sófanum fór að gera sér dælt við mig og lagði handlegginn utan um mig axlir mér.
Þetta þoldi vinurinn minn ekki, hann rauk upp og hrópaði á strákinn.
´Láttu hana vera, hún er mín!'
Þá stóð ég upp og gekk á brott, gekk í burtu með blæðandi hjarta, frá honum sem ég fann að ég elskaði heitt, en ég elskaði líka kærastann minn.
Þetta eina ár sem leið frá þessu kvöldi og þar til vinurinn minn dó, hittumst við oft fyrir tilviljun, ég var þá með kærastanum mínum, en hann með einhverri annarri stúlku og í hvert skipti áttum við erfitt með að slíta augun hvort af öðru. Augu okkar leituðu ætíð uppi augu hvors annars eins og seglar og alltaf var jafn sárt að sjá hann með annarri stúlku og sífellt nagaði efinn mig svo nístandi sár.
Það stendur mér enn ljóslifandi fyrir hugskotssjónum kvöldið sem mér var sagt að vinurinn minn væri dáinn, það var verslunarmannahelgi og hann hefði fundist látinn uppi í brekku í Þórsmörk. Hann varð aðeins átján ára gamall, elsku æskuástin mín.
Ég var svo frosin að ég gat ekki grátið en ég man að ég hugsaði, þetta átti að fara svona, hann var ekki ætlaður mér í þessum heimi.
Í dag er ég löngu skilin við manninn minn því hjónabandið var ekki hamingjusamt en þessi leið var mér ætluð og ég þakka Guði fyrir börnin mín þrjú og barnabörnin fjögur.
Enn ennþá minnist ég æskuástarinnar minnr heitu og ég trúi því að við hittumst aftur hinu megin við gröf og dauða.
Náinn
Brástjörnur blikandi man ég
bros eins og ljómandi perlur
nánd líkt og neistandi elding
nafn er var ómfagur söngur
.
Bloggar | Breytt 23.5.2007 kl. 04:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
13.4.2007 | 22:33
Ættleiðingar og ánamaðkar
Sniðug þessi læða þarna sem ættleiddi músina. Hvað henni gengur til með þessu er ekki gott að segja, en kannski ætlar hún að spara sér sporin og hafa þessa mús´ready´ fyrir kettlingana sína þegar þeir verða komnir á þann aldur að hún þarf að fara að kenna þeim að veiða sér mýs?
Það er heldur ekki verra fyrir hana að nýta sér músina út í ystu æsar eins og hún gerir víst og láta hana hjálpa til við barnauppeldið þangað til hún verður étin, það er að segja ef kettlingarnir fá það af sér þegar þar að kemur, að leggja sér barnfóstruna til munns.
Annars eru óþekkir krakkar og kettlingar til alls vísir, enda ekki öruggt að músin plummi sig eins vel og Mary Poppins í barnfóstru hlutverkinu .
En þangað til skulum við vona það besta músarinnar vegna.
Kettir eru svo sannarlega mestu ólíkindatól og taka upp á hinum furðulegustu tiktúrum, eins og til dæmis að færa fólkinu sínu dauðar mýs í matinn, eða jafnvel draga ánamaðka upp úr jörðinn með ærinni fyrirhöfn og dröslast með þá heim í hús til þess að færa þá í búið.
Svona ánamaðka árátta er nýjasti ósiðurinn sem köttur systur minnar hefur tileinkað sér.
Hann tínir maðkana helst í rigningu eins og alsiða er. Bítur í bláendann á þeim þegar þeir gægjast upp úr moldinni og stendur svo upp á afturlappirnar til þess að geta togað þá betur upp úr jörðinni með vogarafli.
Maðkana leggur hann svo snyrtilega í röð á eldhúsgólfið hjá matmóður sinni.
Ég lagði það til við systur mína í símanum í dag, að reyna nú að græða á þessu uppátæki kattarræsknisins þegar laxveiðtíminn fer að byrja og selja helv.... maðkana.
Segið þið svo að kettir séu einkis nýtir.
Köttur ættleiddi mús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 20.5.2007 kl. 21:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
12.4.2007 | 18:55
það eru bara tvær skýringar á þessum tólf mínútum á klósettinu
Deilt um klósettferð flugumferðarstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 20.5.2007 kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
12.4.2007 | 00:23
Hvers vegna beit hundurinn stúlkuna?
Það er sagt í fréttinni að stúlkan sé vön að umgangast hunda.
Vel má það vera en ætli það séu þá ekki hundar sem þekkja hana.
Það kemur ekkert fram við hvaða aðstæður þetta slys varð. Stúlkan er bara níu ára og þó að hún sé vön að umgangast hunda getur hún óafvitandi hafa gert eitthvað sem æsti hundinn upp.
Það er ekki heldur tekið fram hvort vitni séu að atburðinum. Hundurinn getur ekki varið sig þar sem hann kann ekki að tala.
Var stúlkan látin vera ein með hundi sem hún þekkti ekki, eða voru einhverjir fullorðnir þarna nálægt?
Börn og dýr á aldrei að láta ein því ef eitthvað gerist er það alfarið á ábyrgð þeirra sem skilja barn eftir eitt með dýri.
Kannski þetta hafi verið gamall hundur og þreyttur og stúlkan gert honum verulega gramt i geði. Flest gömul dýr þola ekki börn. Kötturinn minn sem er að verða níu ára finnur á sér þegar von er á barnabörnunum mínum þá hangir hann yfir mér og vælir eins og ungabarn því hann kvíðir komu krakkana.
Þegar þau svo koma lætur hann lítið fyrir sér fara og felur sig frammi í eldhúsi, því ef þau sjá hann láta þau hann ekki í friði heldur elta hann með hrópum og sköllum og toga í skottið á honum eins og barna er háttur.
Ég var sjálf bitin af hundi þegar ég var sex ára og það var ekki hundinum að kenna.
Hundurinn var bundinn við staur niður í fjöru í Lauganesi þar sem ég átti heima. Hópur af krökkum hafði safnast saman við fjörukambinn og hrópuðu á hundinn og stríddu honum. Sum köstuðu grjóti. Ég slóst í hópinn fyrir forvitnis sakir og ég man að mér þótti þetta ljótt af krökkunum svo ég ákvað að labba til hundsins og hugga hann.
Vissi ég þá ekki fyrri til en hundurinn skellti mér í jörðina með því að glefsa í handlegg minn.
Hann beit mig svo laust að það sáust varla för eftir hann.
En ég gleymi því aldrei þegar ég lá þarna í fjörunni beint fyrir neðan gapandi hvoftinn á hvutta
Ég var samt svo kræf að bjarga mér að ég tók til þess bragðs að rúlla mér í burtu eftir ströndinni.
Hundurinn gerði enga tilraun til þess að stöðva mig. Ég sagði pabba og mömmu málavöxtu og þessi hundur var ekki kærður sem betur fer.
Ég er ekki að fullyrða að það sé endilega barninu að kenna í þessu tilviki.
En hversu oft ætli það sé ekki barninu að kenna að vera bitið en ekki hundinum að kenna sem bítur það?
Eða þá þeim fullorðnu sem láta barn og hund, kannski ókunnug eftir ein saman?
Sauma þurfti 8 spor eftir að hundur beit stúlku í handlegginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 20.5.2007 kl. 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson