8.6.2008 | 02:11
Tveir viðburðaríkir dagar í röð
Í gær sló ég blettinn við blokkina og tók það um fimm klukkutíma. Grasið var orðið svo loðið meðan ég var í Danmörku að sláttuvélin var alltaf að drepa á sér. Þurfti ég að sæta færis þegar karlkyns mannvera átti leið framhjá og biðja um hjálp til að starta vélinni aftur og aftur og aftur... Svo þurfti ég að slá kantana á beðunum með sláttuorfi og líka grasið meðfram allri girðingunni.
En mikið assgoti var bletturinn fallegur þegar ég var búin að slá hann
Trén sem ég keypti eru orðin ansi stór, sérstaklega aspirnar. Það hafði brotnað ein grein á reynitrénu og rétt lafði hún við tréð á nokkrum tægjum.
Ég hjúkraði trénu, setti vatnsheldan plástur utan um greinina og margvafði svo grisju utan um allt saman svo greinin héldist uppi.
Ég hafði gert svipað áður þegar birkikvisturinn brotnaði á einum stað og það brot greri vel.
Birkikvisturinn skartaði meira að segja fallegum hvítum blómum það sumarið. Fjölæru blómin prýða garðinn einnig mikið, túlípanar, hjartablóm, Himalajablágresi. burnirót, silfursóley, fjólur, valmúar og fl. og fl. Ég get verið reglulega stolt af garðinum sem ég hannaði og keypti allt í, ein, nema hengigullregnið, sem húsfélagið keypti. Það var meira að segja sagt á síðasta húsfundi að garðurinn væri okkar sómi.
Svo tók ég til í allri íbúðinn, öllum skápum meira að segja líka og gaf öndunum brauð, Já, gaf öndunum brauð, sagði ég. Það eru andahjón sem halda sig hérna við blokkina og ég traktera þau á heilu brauðsneiðunum trekk i trekk.
Þegar ég var búin að gefa þeim þrjár brauðsneiðar sem þau úðuðu í sig fór ég inn í stofu og hélt áfram að taka til. En eftir smástund heyrði ég ákaft, bra, bra, fyrir utan gluggann. Stóðu þá ekki andahjónin staðföstu rétt við blettinn og störðu upp í svalagluggann til mín í von um meira góðgæti. En þegar ég var tilbúin með meiri birgðir og ætlaði að kasta til þeirra hófu þau sig til flugs og hurfu fyrir hornið á næstu blokk, skammirnar þær arna.
Seinna um daginn þegar ég leit út um gluggann sá ég að svört og hvít læða sem ég kannast aðeins við, af því hún er skotin í Gosa, var að gæða sér á brauðinu á blettinum, að því er virtist með bestu lyst. Í miðjum klíðum var hún ónáðum með háu gargi í starra sem þóttist hafa allan rétt til þessa lostætis og skammaði hann kisu með mikilli frekju, sitjandi bísperrtur á einum af girðingarstaurunum.
Kisa lúskraðist í burtu og faldi sig inni i runnaþykkni, greinilega í veiðihug. Svo þegar starrinn settist hjá brauðmolunum rauk hún undan runnanum og ætlaði sér auljóslega eftir allt saman starrann sjálfan í matinn en ekki brauðdraslið, en starragreyið slapp með skrekkinn, sem betur fer.
Þá hafði kisa þóst hafa áhuga á brauðinu til þess að espa upp fuglana með þessari óvenjulegu hegðun sinni og ætlað sér allan tímann að sæta færis í runnunum til þess að veiða þá.
Kettir eru sko klókir finnst mér og það finnst örugglega fleirum held ég líka.
Þegar ég kom inn frá því að slá blettinn um kl. hálf tíu um kvöldið hringdi sonur minn í mig og óskaði mér til hamingju með að hafa eignast enn eitt barnabarnið , sem fæddist klukkan hálftíu um morguninn. 14 marka strák og allan kafloðinn!! Sagði hann?? Ég vona bara að hann hafi aðeins átt við höfuðhárið á barninu!
Þetta er fimmta barnabarnið mitt og svo er dóttir mín og tengdasonur eftir þegar þau eru búin að prufa það að búa í útlöndum, eða svo segja þau.
Í mögun vaknaði ég hálf átta og kláraði að taka til og brá mér svo í búðir og keypti mér æðisleg náttföt, eldrauð og flott. Ég skrapp líka aðeins í vínbúð og keypti smábjór. þar hitti ég fyrrverandi nemanda minn, sem er snillingur í myndlist og skutlaði hann mér heim í grenjandi rigningunni. Á leiðinni fræddi hann mig um leyndardóma ásatrúarnnar, en hann er eldheitur heiðingi og bætti Þórs nafninu við nafnið sitt, þegar hann gekk í ásatrúarsöfnuðinn. Svo er hann lika algjört séní í kollinum að öllu öðru leyti eins og allrir sannir snillingar auðvitað eru
Ég montaði mig af garðinum við hann og hann kom út úr jeppanum sínum þegar heim til mín var komið til þess að skoða dýrðina. Ég smellti kossi á kinnina á honum með þakklæti fyrir bíltúrinn og hann klappaði mér vinalega á bakið í staðinn og ók svo á brott með bjórbirgðir sínar, heim til sín, til þess að horfa á einhvern andskotans fótboltaleik!!
Í kvöld fór ég svo á kaffihús með vini mínum frá Danmerkurferðinni. Við fórum fyrst á Kaffi Viktor, en þar sem þar var varla nokkur sála færðum við okkur yfir á Café Paris.
Við fengum okkur Sviss Mocca, algjört nammi, namm og síðan sinn hvorn bjórinn og skáluðum fyrir velheppnaðri Danmerkurferð og kjöftuðum um stærðfræði, (en hann er algjör stærðfræðigúru), heimspeki og ljóðlist. Svo ætluðum við að færa okkur yfir á annan bar þar sem vinahópur hans heldur vanalega til, en ákváðum á síðustu stundu að fara að dúlla okkur heim.
Við ákváðum áður en við kvöddumst að fara svo fljótlega í bíó og sjá Beðmál í borginni.
Tító liggur íi fanginu á mér núna á meðan ég blogga og við erum orðin grútsyfjuð. Gosi er löngu sofnaður frammi í stofu, en Tító fer náttúrulega ekki uppí rúm fyrr en ég, hún mamma hans, drattast með barnið i bólið. Góða nótt öll og sofið rótt.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Af mbl.is
Erlent
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
- Skutu langdrægri eldflaug í átt að Úkraínu
- Flækingshundar auka áhuga á pýramídum
- Tveir Danir á meðal ferðamanna sem létust
- John Prescott er látinn
- Boða byltingu í flugi til Grænlands
- Lars Løkke: Danir fylgjast náið með
- Vinaþjóðir Úkraínu kyndi undir sálfræðihernað Rússa
- Yfirvöld láta ekkert uppi: Sænsk herskip kölluð út
- Danir og Svíar útiloka ekki skemmdarverk
- Þúsundir þrömmuðu um götur Aþenu
- Ergelsi hjá Google
Athugasemdir
Ú la la allt að gerast.....
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 8.6.2008 kl. 02:35
Þetta er fjölskrúðugt hjá þér .....! Að slá í 5 tíma; þú ert hreystimenni. Ég væri dauð eftir svona 2.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 8.6.2008 kl. 10:19
Af lýsingunni að dæma þá ertu búin að galdra fram eitt stk. skrúðgarð!
Til hamingju með litla "loðna" drenginn, yndislegt að fá svona nýbökuð krútt í heiminn. Frænka mín er í heimsókn með væna kúlu sem gaman er að strjúka.
Kettir eru sniðugir
www.zordis.com, 8.6.2008 kl. 10:33
Dugleg ertu stelpa. Heilmikið sem þú afrekað. Vona að heilsan sé góð í dag eftir allt þetta. Innilega til hamingju með loðna barnið, fáum við myndir fljótlega?? Hafðu það gott mín kæra og kveðja á kisurnar
Ásdís Sigurðardóttir, 8.6.2008 kl. 11:47
til þín
Kristín Katla Árnadóttir, 8.6.2008 kl. 15:04
Skemmtileg færsla.
Til hamingju með barnabarnið!
Og blómin.....og framtakssemina.
Góður dagur hjá þér.
Linda Samsonar Gísladóttir, 8.6.2008 kl. 16:07
Takk allar fyrir hamingjuóskirnar með barnabarnið. Ég fór að sjá hann í dag og hann er auðvitað fallegasta barn sem ég hef séð hingað til.
Ég skildi strax þegar ég sá hann hvað pabbi hans átti við með því að barnið væri kafloðið, því hann er með svo mikið svart hár, meira að segja með barta og mjög þykkar dökkkar augnabrýr.
Hann er þó, Guði sé lof, ekki með skegg ennþá blessað barnið, en það kemur kannski seinna.
Pabbi hans var strax kominn með nafn á drenginn og kallaði hann Viktor Darra.
Svava frá Strandbergi , 8.6.2008 kl. 18:58
Sæl og blessuð kæra frænka og til hamingju með barnabarnið og auðvitað er ég montinn af nýjum frænda mínum. Sama má segja um mig Svava mín, að dagar vikunnar hafi verið mér viðburðarríkir og erfiðir. 2. júní dó konan mín hún Elísabet og 4. júní eignaðist tengdadóttir mín og sonur litla dóttir. Í gær fór svo fram jarðarför konu minnar frá Landakirkju. Þannig að við eigum það sameiginlegt, að margt hafi í vikunni gerst. En svona er lífið Svava mín, dauði og nýtt líf. Sendi þér mínar innilegustu kveðjur.
Þorkell Sigurjónsson, 8.6.2008 kl. 19:26
Elsku Keli frændi. Þakka þér fyrir hamingjuóskirnar.
Ég samhryggist þér innilega vegna andláts Elísabetar. Ég vissi að hún væri veik, en ekki að það væri svona alvarlegt. Á sama hátt samgleðst ég þér með fæðingu sonardótturinnar. Er hún dóttir Sigurjóns og konu hans?
Hvernig líður Karli, er hann eitthvað að jafna sig eftir missi konu sinnar? Já, það er satt að eitt sinn verða allir menn að deyja, en við munum vonandi lifa áfram í börnum okkar og barnabörnum.
Ef litli sonarsonur minn verður látinn heita Viktor, eins og pabbi hans var að tala um, verður hann nafni Vitta frænda, bróður þíns.
Kærar kveðjur til þín.
Svava frá Strandbergi , 8.6.2008 kl. 21:08
Þakka þér innilega Svava mín. Jú rétt er það Sigurjónsdóttir er hún. Karl er allur að koma til finnst mér, sem betur fer. Það er ekkert venjulegt hvað hann hefur gengið í gegn um. Var búinn að dreyma fyrir þessum tveimur dauðsföllum. Greini þér frá því seinna meir. Viktor er frábært nafn og sé alltaf eftir að hafa ekki látið yngri son minn, Ólaf Helga heita Viktors nafninu. Það er svo fjarskalega fagurt í mínum huga. Þess vegna yrði það fræbært að fá frænda sem bæri Viktors nafnið. Dóttir mín er hérna hjá mér Sigríður Þóranna og báðar dætur hennar, Azíta og Anna Guðrún. Er helst á því, að ég fari með þeim til Svíþjóðar, þegar þær fara og þá reyni ég örugglega að koma við hjá þér Svava mín. Kveðja.
Þorkell Sigurjónsson, 8.6.2008 kl. 21:35
Gleymdi að segja þér, að það eru myndir af nýja afa barninu á bloggsíðunni minni. Kveðja.
Þorkell Sigurjónsson, 8.6.2008 kl. 21:39
Ég ætla að kíkja á afaprinsessuna á síðunni þinni. Hlakka til að sjá þig, áður en þú ferð út.
Svava frá Strandbergi , 8.6.2008 kl. 21:44
þetta er alveg yndisleg færsla hjá þér. takk fyrir að leifa mér að koma inn í ferðalagið þitt svo lifandi og yndislegt !
blessi þig í kvöldið, fagur fiskur í sjó !
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.6.2008 kl. 19:33
Takk, Steina. Blessi þig líka inn í kvöldið.
...með rauða kúlu á maganum
brettist upp á halanum...
Guðný Svava
Svava frá Strandbergi , 9.6.2008 kl. 20:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.