1.5.2008 | 22:59
Sumarið er gengið í garð og þrír mánuðir í þjóðhátíð
Ég hef verið að fylgjast með býflugnadrottningu hér utan við húsið í nokkra daga. Hún er eins stór og kólibrífugl og ég held að hún sé örugglega að leita sér að hentugum stað fyrir búið sitt.
Ég horfði á hana út um opinn gluggann síðdegis þar sem hún sveimaði um garðinn, augljóslega í rannsóknarleiðangri. Hún var svo feit og falleg og mikið mega krútt.
Ég vona bara að hún finni sér hentugan bústað til að verpa í og fjölga býflugnakyninu.
Það hefur líka verið mikið af þröstum undanfarið hér í garðinum, að leita sér að æti og mér sýnist þeir vera búnir að para sig.
Þegar sumar og sól gengur í garð þá tekur lífið og ástin völdin og þá langar mig á Þjóðhátíð.
Á Þjóðhátíð svífur ástin yfir vötnunum eða réttara sagt Daltjörninni, því allir eru svo ofboðslega rómantískir á Þjóðhátíð, að þeir geta vart litið framan í nokkra manneskju án þess að verða yfir sig ástfangnir.
Á Þjóðhátíð upplifa allir íbúar og gestir dalsins, hina dularfullu töfra ástarinnar og vináttunnar sem ræður ríkjum í þessari ljósumprýddu undraveröld í svo örfáa, en þó svo ógleymanlega daga, sem geymast í minningunni eins og helgidómur, innst í hjartastað.
Þjóðhátíð í Eyjum er einstök og þó ég hafi víða farið og margt séð þá hef ég aldrei upplifað neitt sem kemst í hálfkvisti við mína heittelskuðu Þjóðhátíð.
Logandi bál
Ást mín er logandi bál eins og brennan á þjóðhátíð í Eyjum.
Guðný Svava Strandberg.
Ágústnótt
Þú undurhlýja ágústnótt
ég ennþá um það dreymi
er inn í tjald
hann kom um kvöld
og kyssti mig í leyni.
þó liðin séu ár og öld
heil eilífð um það bil
þeim kossi
og hvarmaljósum tveim
gleymt kann ég ei né vil.
Því leiðir skildu á lífsins braut
hans lá um hafsins strauma
en ég sat heima og bað og beið
í bríma fornra drauma.
Guðný Svava Strandberg.
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkar: Bloggar, Matur og drykkur | Breytt 2.5.2008 kl. 18:16 | Facebook
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
-
katrinsnaeholm
-
zordis
-
katlaa
-
jonaa
-
halkatla
-
ormurormur
-
martasmarta
-
steina
-
gudnyanna
-
zoti
-
ragjo
-
diesel
-
estersv
-
alit
-
toshiki
-
kaffi
-
svartfugl
-
jenni-1001
-
laufabraud
-
stormsker
-
svanurg
-
guru
-
ingo
-
lindagisla
-
bjorkv
-
prakkarinn
-
agny
-
bergruniris
-
raggibjarna
-
maple123
-
saethorhelgi
-
vglilja
-
johannbj
-
partners
-
vitinn
-
zeriaph
-
gudrunmagnea
-
birtabeib
-
iador
-
gudrunfanney1
-
ibb
-
kolgrimur
-
skjolid
-
bene
-
coke
-
hux
-
nonniblogg
-
heringi
-
hjolaferd
-
amason
-
joiragnars
-
steinibriem
-
rafdrottinn
-
siggith
-
vefritid
-
ljosmyndarinn
-
poppoli
-
perlaoghvolparnir
-
vitale
-
skordalsbrynja
-
lindalea
-
bidda
-
manisvans
-
scorpio
-
haddih
-
gattin
-
korntop
-
brahim
-
klarak
-
laugatun
-
konur
-
panama
-
sigurfang
-
joklamus
-
valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Dýrin eru yndisleg, feitar bíflugur eða kúrulegir kettir! Á þjóðhátíð væri gaman að fara þó ekki nema bara á sunnudeginum.
Flott ljóðin þín, seinna finnst mér æði! Rós og rómantík .....
www.zordis.com, 2.5.2008 kl. 14:53
við erum eitthvað á sömu bylgjulengd þessa dagana
Ég var einmitt að skipuleggja tjaldkaup til að fara með í útilegu um verslunarmannahelgina að vísu fer ég í Vatnaskóg það er algjört æði, en minningar um þjóhátið í eyjum eru allta ljúfar.
Guðrún Sæmundsdóttir, 2.5.2008 kl. 21:48
Guðrún og Zordís, við erum allar á sömu bylgjulengd inn við beinið.

Svava frá Strandbergi , 2.5.2008 kl. 22:13
Kristín Katla Árnadóttir, 2.5.2008 kl. 22:57
Sömuleiðis Katla mín.
Svava frá Strandbergi , 2.5.2008 kl. 23:21
Þjóðhátið er alltaf yndisleg! Á margar góðar þjóðhátiðarminningar
Hef verið á öllum þjóðhátíðum í mínu lífi nema 1973. Fór meira að segja með son minn 10 daga gamlan í dalinn "90!!! Byrjaði með mínum manni í júlí "77
sambandið innsiglað á þjóðhátið í tjaldinu hjá foreldrum hans og tvær tilvonandi svilkonur liggjandi í götunni fyrir utan að fylgjast með hehehehe
En fallegt ljóð hjá þér...... yndislegur köttur algjör bjúti.....ég á eitt fress...eina tík.. nokkra fiska...nóg af dýrum í bili..
Hjördís Inga Arnarsdóttir, 3.5.2008 kl. 23:31
Ja há, Hjördís, sambandið innsliglað í tjaldinu já. Það minnir mig á það að hún dóttir mín kom undir á þjóðhátíð í ágúst ´77.
Ég á tvo fressa, Tító og Gosa, en ég hef áður átt þrisvar sinnum hund og 9 páfagauka. Fyrst voru það gaukshjón sem fjölguðu sér upp í 7 stykki og svo tvisvar sinnum sitt hvor gaukurinn. Svo hef ég átt gullfiska lika.
Svava frá Strandbergi , 3.5.2008 kl. 23:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.