9.2.2008 | 11:31
Hamfarir á svölunum eina ferðina enn!
Ég hringdi í 112 í gærkvöldi af því ég sá að tvöfaldi glugginn á svölunum var við það að fjúka upp og ég og kettirnir vorum vægast sagt, mjög óróleg. það var með herkjum að ég fengi aðstoð. Löggudóninn sagði með ískaldri, norðangarra röddu, að það væri ekki í verkahring lögreglunnar að gera við bilaða glugga. Helvítis löggan alltaf! Ég varð alveg öskuþreifandi ill og tjáði honum, að ég hefði ekki getað lokað fjárans glugganum almennilega, síðan hann fauk upp í fyrsta sinni. Þá hefði mér verið neitað um hjálp og ég hefði þurft að standa í stórræðum ein og sjálf, kerlingarskarið, við það að þvinga aftur gluggann, með einum kústi og tveim moppum, í grenjandi rigningu og ofsaroki. Og ég hefði fengið lungnabólgu í kjölfarið. Nú væri ég með byrjandi blöðrubólgu og byði ekki í það að þurfa að standa í þessu helvítis veseni enn á ný.
Ég væri bara veik, gargaði ég á lögguandskotann og ég gæti hreinlega drepist ef ég þyrfti að taka mér sturtu aftur í ísköldu og rennandi blautu ofsaveðri.
'Nú ég skal sjá hvað ég get gert, tautaði löggufjandinn hinum megin á línunni og lagði svo á.
Svo leið og beið, en loks birtist einn ungur og rauðgallaður björgunarsveitarmaður. Hann var brosandi og sætur og ekkert nema almennilegheitin. Munur en lögguhelvítið! Björgunarsveitargæinn var ekki lengi að meta ástandið þegar hann sá gluggann svigna til og frá í vindhviðunum. Hann dró upp símann og kallaði í snarheitum á hjálp. Það endaði með því að það þurfti ekki færri en þrjá unga og hörkumyndarlega björgunarsveitarmenn til þess að loka glugganum almennilega og notuðu þeir bæði límband, einn kúst og tvær moppur til verksins. Þeir sögðu mér að glugginn hefði verið það sem kallað er kviklæstur. Það lá við og mig langaði helvíti mikið til þess, að kyssa þá alla í bak og fyrir, fyrir hjálpina, en lét duga að þakka þeim bara kærlega fyrir, í orðum. 'Það var nú lítið mál, til þess erum við', svöruðu þeir glaðlega um leið og þeir fóru út úr dyrunum. Ég skal svo sannarlega styðja björgunarsveitirnar hér eftir.
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Af mbl.is
Erlent
- Skotið á sama skólann þrisvar á árinu
- Undirritar bráðabirgðafjárlög eftir dramatíska viku
- Barnið sem lést var níu ára gamalt
- Tók þrjár mínútur að drepa fimm og særa 200
- Fimm látnir í Magdeburg
- Árásarmaðurinn sagður vera geðlæknir
- Áfram versnar staða Trudeau
- Barn lést í árásinni
- Scholz: Hugur minn er hjá fórnarlömbunum
- Hinn grunaði sagður vera frá Sádi-Arabíu
Fólk
- Við vorum grimmdin
- Geggjaðar og gallaðar í senn
- Amma tramma skítaramma
- Aldrei hefði ég ímyndað mér að þetta myndi enda svona
- Meira kynlíf hjá mér
- Aron Can ófeiminn og fór úr að ofan
- 2025 verður mitt ár!
- Eins og tyggjóklessa á sálinni
- Fyrrverandi eiginkonan enn sár
- Jólakort Katrínar og Vilhjálms
Athugasemdir
Ég lenti í ótrúlegu samtali við lögreglumann í Hafnarfirði um daginn þegar ég lenti í kafsnjó og brjáluðu veðri á beygjuljósi sem var bilað, á Reykjavíkurveginum. Ég birti það samtal einn daginn þegar ég er í stuði. Gott var að svalagluggaævintýri þitt endaði vel.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.2.2008 kl. 12:38
Meira gluggaólánið .... þú varst heppinn að fá sætu strákana í heimsókn. Þú hefðir átt að smella kossi á alla!
Laugardagsknús!
www.zordis.com, 9.2.2008 kl. 13:54
Já, Guðný Anna, mér finnst löggan oft svo ótrúlega ruddaleg við almenna borgara, sem þeir eru þó í þjónustu hjá. Og það erum við sem borgum launin þeirra. Það mætti halda að margir lögreglumenn séu með valda og mikilmennsku brjálæði.
Zordís mín, ég er nú hrædd um að þeim hefði nú brugðið strákunum ef ég hefði rokið á þá og kysst þá alla. Annað mál ef ég væri ung stúlka. þeir hefðu jafnvel getað tekið kossunum sem kynferðislegu áreiti.
Svava frá Strandbergi , 9.2.2008 kl. 14:43
Já, Tryggvi, það er nýjasta bragðið hjá einmana konum.
Svava frá Strandbergi , 9.2.2008 kl. 14:45
Gaman að fá svona glaðlynda unglinga í heimsókn. Vona að ekkert fjúki í kvöld.
Ásdís Sigurðardóttir, 9.2.2008 kl. 20:51
Ég þurfti að kalla á hjálp í síðasta ofviðri, en þar aftur var löggan mjög almennileg, kannski af því að þakkanturinn var að fjúka og hefði getað valdið öðrum ómældu tjóni. En ég segi það sama að björgunarsveitina ætla ég að styrkja, hef reyndar alltaf gert það í gegnum árið.
Ester Sveinbjarnardóttir, 9.2.2008 kl. 22:17
ótrúlegt veður !
gott að þú fékkst hjálp !
Bless á laugardagskvöldi
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.2.2008 kl. 22:53
það er nú gott að þetta endaði vel. Ekki amalegt að fá fullt af ungum myndarlegum mönnum í heimsókn.
Jóna Á. Gísladóttir, 10.2.2008 kl. 00:40
Hjálparsveitirnar eru alveg magnað fyrirbæri. Þessar rauðklæddu hvunndagshetjur fara út á hvaða tíma sem er, í hvaða veðri sem er til þess að aðstoða samborgara sína. Það er eiginlega hneyksli að það þurfi að fjármagna svona samtök með flugeldasölu og betli. Mér finnst að ríkið eigi að fjármagna þetta frá a-ö. Hvort ætli sé nú mikilvægara að eiga öflugar hjálparsveitir eða glæsilegt sendiráð í Berlín?
Sammála þér með lögguna. Þeirra hlutverk á fyrst og fremst að vera að þjónusta borgara.
Bjarni Magnússon, 10.2.2008 kl. 00:47
Gaman að fá svona unglinga í heimsókn. Kveðja til þín Guðný mín
Kristín Katla Árnadóttir, 10.2.2008 kl. 09:42
Já,Bjarni, sendiráðið í Berlín var nú eitt hneykslið sem almannafé þurfti að borga.
Svava frá Strandbergi , 10.2.2008 kl. 11:42
dóninn! gott að þú lést ekki bjóða þér þetta með hrædda ketti og alles, það þarf að hugsa um þá. Takk fyrir að deila bjargvættasögunni með okkur, húnvar "aðlaðandi" hehe
halkatla, 10.2.2008 kl. 11:46
Þú finnur sannarlega til í stormum lífsins, eins og sagt er. Það er munur en lognmollan í mínu lífi alltaf hreint, í hæsta lagi Mali að mala.
Sigurður Þór Guðjónsson, 11.2.2008 kl. 01:44
Það er nú stundum stormasamt á bloggsíðunni þinni Nimbus. Eru ekki komin langt yfir hundrað komment á síðustu færslu um bloggstrækið? Ég þarf endilega að tékka á því hvort þú hefur bloggað nokkuð í dag.
Svava frá Strandbergi , 11.2.2008 kl. 18:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.