Leita í fréttum mbl.is

Sem gimsteinar í kórónu landsins

DSC00018 Sem demantar í kórónu landsins small

Við dóttir mín brugðum okkur í bæinn á laugardaginn. Kíktum fyrst inn í flottu hönnunarbúðinni baka til í elsta húsi Reykjavíkur við Aðalstræti. Skórnir sem mig langaði svo í og kostuðu einar litlar 35 þúsund krónur voru seldir. Ekki svo að það skipti neinu mál, ég hefði aldrei haft efni á að kaupa þá hvort sem er Svo hefði ég heldur aldrei tímt að ganga í þeim, heldur sett þá upp á hillu sem stofuskraut.

Þar sem við erum þarna að skoða vörurnar, kemur ein afgreiðslustúlkan sem við höfðum talað mest við til okkar og segir. 'Fyrirgefðu, en ég get ekki annað en dáðst að þessari kápu sem þú ert í, má ég spyrja hvar þú fékkst hana'?  Ég áttaði mig í snarheitum á því að stúlkan átti ekki við mig, því ég var bara í gömlu leðurúlpunni minni. Það var dóttir mín sem var þessa heiðurs aðnjótandi að hljóta aðdáun afgreiðslustúlkunnar, enda kom upp úr dúrnum að hún var í kápu eftir einhvern frægan íslenskan fatahönnuð.
Ég hafði ekki hugmynd um að stelpan væri svona fín í tauinu þennan dag, hélt að hún væri bara í venjulegri mosagrænni 'popplín' stuttkápu. En popplín kápur voru mjög eftirsóttar þegar ég var ung og falleg.

Svo skelltum við okkur í Geysis húsið til þess að skoða sýningaraðstöðuna sem ég fæ á vegum Art-Iceland. Mér leist ekkert á þetta, það var dimmt og drungalegt þarna inni, enda er þetta veitingarstaður. Og það var bara einn ljóskastari sem lýstu upp stærstu myndina en hinar voru allar hjúpaðar hálfrökkri. Stóra upplýsta myndin var líka seld, en ekki sá ég fleiri seldar myndir.

 Ég kallaði í framreiðslustúlkuna og spurði hana um eigandann, en hann var ekki við. Ég sagði við stúlkuna að ég væri að fara að sýna þarna á staðnum í mars og mér litist illa á ljósleysið. 

Stúlkan var hin almennilegasta og lét mig hafa miða með gemsanúmeri eigandans og sagði að ég gæti hringt í hann á mánudaginn.  Ég vona bara til guðs að ég fái leyfi til að settar varði upp fleiri kastarar á myndirnar mínar.
Dimman þarna inni hafði svo þau áhrif á mig að ég er búin að liggja í svartsýniskasti í bælinu í allan dag. En ég kláraði þó að mála eina stóra mynd seint í gærkvöldi af snjóflóði.
Ég er svona að pæla í að setja þá mynd á upplýsta staðinn í sýningarplássinu, ef svo illa fer að ég fæ ekki fleiri kastara. En ég krossa bara fingurna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er hreint ROSALEG mynd, eins gott að þeir lýsi allt vel upp á þinni sýningu.   Hafðu það gott Svava mín. Kveðja frá Selfossi

Ásdís Sigurðardóttir, 28.1.2008 kl. 16:04

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Stórkostleg mynd! Ég vona að þú fáir ljóskastara á myndirnar! Það er samt ótrúlega algengt að ekki sé hugsað nógu vel um svoleiðis hluti. Vonandi reddast þetta samt  við verðum að fá að SJ'A myndirnar þegar við; bloggvinir ofl, flykkjumst að skoða

Ragnhildur Jónsdóttir, 28.1.2008 kl. 18:48

3 Smámynd: www.zordis.com

Vona að lýsingin verði ekki vandamál!  Myndin sem þú sýnir með færslunni er æði!  Æðisleg litasamsetning.

Og í burtu með rökkrið svo ljósið komist í hjarta þitt!

www.zordis.com, 28.1.2008 kl. 20:32

4 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Frábærir litir í myndinni þinni.  Þú verður að fá lýsingu á myndirnar, verkin njóta sín ekki nema að hafa ljós.  Gangi þér vel með þetta allt.

Ester Sveinbjarnardóttir, 28.1.2008 kl. 21:24

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég var að reyna að taka mynd af snjóflóðamyndinni minni með nýju myndavílinni minni. En annaðhvort kann ég ekkert á vélina eða þá að hún eða ég er gölluð. Tölvan frýs bara þegar ég tengi myndavélina við hana. Spælandi andsk..!

Svava frá Strandbergi , 28.1.2008 kl. 22:41

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er engin ástæða til að verða niðurdregin yfir þó ekki meira andlegu mótlæti en þessu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.1.2008 kl. 23:18

7 Smámynd: Ragnar Bjarnason

TIl hamingju með lífið

Ragnar Bjarnason, 28.1.2008 kl. 23:46

8 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Satt mælir þú Nimbus, enda er ég orðin upprifin upp úr öllu valdi, eftir samtal mitt við eiganda Geysis í dag. Hún sagði að það væri listamannanna að bera sig eftir því að fá kastara og ég get fengið eins marga og ég vil, svo ég er ekki lengur í kasti.

Svava frá Strandbergi , 28.1.2008 kl. 23:50

9 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk Ragnar og sömuleiðis, til lykke med livet.

Svava frá Strandbergi , 28.1.2008 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband