Leita í fréttum mbl.is

'Á enda veraldar' Ljóð dagsins 6.desember á Ljóð.is

Þótt ég villtist
út á enda veraldar
og yrði að dúsa þar
til dauðadags,
þá skiptir það ekki máli,
þrátt fyrir allt,
því ég hef fengið,
að elska þig.

 Ég var að fletta í gegnum Ljóð.is og rakst þá alveg óvænt á það, að þetta ljóð mitt hafði verið kosið ljóð dagsins 6.des. sl.
En ég læt líka fljóta hér með, eitt annað ljóð eftir mig, það er jólaljóð sem ég held mikið uppá og sem var á sínum tíma líka kosið ljóð dagsins á Ljóð.is

          Jól

Ert þú -í raun og veru - sonur Guðs?
Spyr fréttamaðurinn í sjónvarpinu
Jesúm Krist.
Það eru þín orð, svarar Frelsarinn,
með bros á vör.
Jólatréð er sofnað,
það hallast ískyggilega á aðra hliðina
og mér flýgur í hug
- hvort það hafi líka stolist í sherryið
sem var falið í þvottavélinni
á jólanótt.

Rauð könguló
er snyrtilega bundin um topp þess
en gulir götuvitar lýsa dauflega
á slútandi greinum.

Úti sitja hrafnar á ljósastaurunum
krunkandi eftir feita hangikjötinu
sem við hentum í ruslið á aðfangadagskvöld.

Á svörtum himni skín einmana
- óljós - stjarna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndislegt hjá þér, kær kveðja á þig og kisur, vona að Titó líði þokkalega.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.12.2007 kl. 17:33

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Sömuleiðis Ásdís mín kveðja til þín og frk. Bóthildar eða var það Bódísar?

Svava frá Strandbergi , 26.12.2007 kl. 17:55

3 Smámynd: www.zordis.com

Til hamingju, hreint frábært! 

hvernig ertu í lungunum .... ertu orðin betri?

www.zordis.com, 26.12.2007 kl. 23:29

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk Zordís mín, ég er aðeins skárri, en ennþá með þetta tak. Knús

Svava frá Strandbergi , 26.12.2007 kl. 23:36

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

"Á enda veraldar" er mjög fallegt ljóð.  

"Jól" er mjög myndrænt, en fegurð þess  þess er allt annars eðlis.
Það virkar mjög vel á mann.  Sakar ekki að lesa það oftar en tvisvar 

Ágúst H Bjarnason, 27.12.2007 kl. 00:38

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Þakka þér fyrir Ágúst.

Svava frá Strandbergi , 27.12.2007 kl. 09:12

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Dásamlegt og fallegt það er gott að heyra að þú ert aðins betri Guðný mín

Kristín Katla Árnadóttir, 27.12.2007 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband