11.12.2007 | 00:58
Það er af sem áður var, það má ekki blaka við börnunum, varla að það megi líta á þau.
Óttalegur óhemjugangur er í þessum börnum nú til dags. Ekki var mér fylgt til tannlæknis þó ég væri bara sjö ára gömul. í þá daga voru gömlu borarnir notaðir og maður var ekki deyfður.
Það tók því ekki að deyfa þessa krakkagrislinga var viðhorfið.
Enda svo ég víki nú að öðru, þá man ég enn eftir mér þriggja ára gamalli standandi á gólfinu hjá háls nef og eyrnalækni sem gerði sér allt í einu lítið fyrir og stakk á hljóðhimnunni á vinstra eyranu á mér, þar sem ég stóð þarna glaðvakandi og grunlaus með öllu. En mikill ígerð var í eyranu.
Ég hef aldrei á ævi minni fundið eins til. Og þó, einu sinn, þegar ég var 10 ára, þá sat ég í tannlæknastól og tannsi að bora með hæggenga bornum.
Það var hryllilega sárt, en samt var engin mamma til að halda í höndina á mér. Og það fór ekki vel í það sinnið, því skyndilega varð sársaukinn svo óbærilegur þegar borinn snerti rótina í tönninni, að það steinleið yfir mig.
Ég man ekkert hvað gerðist eftir það, hvort tannsi hélt eins áfram þar sem frá var horfið, þegar ég raknaði úr rotinu eða deyfði mig á eftir og hélt svo áfram.Ég man bara nístandi sársaukann og óminnið sem kom yfir mig þegar ég lognaðist útaf inn í myrkrið.
Þegar ég sagði svo mömmu frá þessu atviki, þótti henni það ekkert tiltökumál, því hún hafði látið draga úr sér allar tennurnar í den, ódeyfð, til þess að spara pening.
Ég var líka slegin utan undir af kennaranum mínum, blásaklaus í 1. bekk, aðeins 7 ára gömul smáhnáta. Kennararnir voru strangir í þá daga og þar sem það voru einhver ólæti í bekknum, gerði kennarinn sér lítið fyrir og rak þeim nemenda sem næstur honum var rokna kinnhest. Og það var ég, ég sem alltaf var svo stillt og prúð.
Samt man ég að einu sinni hafði þessi sami kennari slegið mig með reglustiku á fingurna og þá átti ég það víst skilið. En í þetta sinn var ég algjörlega höfð fyrir rangri sök og mér leið ekki vel. Og ég held að kennarinn hafi tekið eftir því og séð hálfpartinn eftir kinnhestinum. Því undir lok tímans þegar ég stundi því upp með mjóróma röddu. hvort ég mætti fá frí, því mér væri svo illt í munninum þar sem ég væri að taka endajaxla, þá leyfði hann mér umsvifalaust að fara heim.
En endajaxlarnir létu bíða eftir sér þar til ég var orðin tvítug.
Ég er ekki að mæla þessum barsmíðum á börnum bót, allavega ekki ef þau eru saklaus. En getur það kannski verið tilfellið, að agaleysið sem ræður ríkjum hjá börnum og unglingum nú til dags, sé til komið vegna þess, að það má ekki ekki sinni skella létt á bossann á þeim?
Tannlæknir rassskellti sjúkling | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
Guðný mín svakalegar pyntingar eru þetta sem þú hefur mátt þola.
En ég er sammála þér að mörgu leyti. Það má ekkert blaka við börnum nú til dags. En það má líka segja að margir sadistarnir hafa ratað inn í barnastarf og fengið að leika þar lausum hala. Samanber þennan kennara sem þú hafðir og lét barasta næsta barn hafa það þegar hann varð pirraður.
Jóna Á. Gísladóttir, 11.12.2007 kl. 01:54
Já, þessi kennari, sem var eldgömul kerling var hræðileg og svo sannarlega af gamla skólanum.
Svava frá Strandbergi , 11.12.2007 kl. 02:51
Sæl og blessuð Svava mín. Þessar sögur frá reynslu þinni af tannlækni og bekknum þínum eru rosalegar. Ég fór til læknis sem ekki var tannlæknir, hann Ólafur Halldórsson og mamma með mér. Málið var að jaxl var mikið skemmdur og Ólafur bauð mér að setjast og sagðist ætla að máta töngina við tönnina. Það skipti engum togum að hann rembdist þarna mikið við að ná tönninni sem var óvenju föst, en á á enda tannarinnar var krókur sem gerði það að svo erfitt að ná tönninni og að sjálfsögðu ódeyft. - Man líka eftir kennara sem sló bekkjarfélaga sem var stúlka fast utanundir og var það eins og ég sjálfur hefði orði fyrir því. Það eru nærri 57 ár síða og ég hitti þessa "stúlku" um daginn og fór að minnast á þetta atvik sem grópast hafði svona í mig, en hún var búin að gleyma því. - En þar sem þú ert líka að tala um agaleysi Svava, þá þekki ég nokkuð vel þróun á agaleysi sem fer því miður árlega versnandi. Eins og þú veist Svava hefi ég starfað 16 ár í íþróttamiðstöð Ve. sem sundlaugarvörður og baðvörður og á það við einnig á skólatíma. Þannig að ég hefi viðmiðun frá árunum 1978-84 og svo frá 1998- og fram á þennan dag. Mest kemur mér á óvart í dag þegar börnin koma á haustin 6 ára gömul þá í fyrsta sinn í leikfimi og sund, hvað framkoma og agaleysi er mun verra í í dag miðað við árið 1978, þegar ég byrjaði fyrst að starfa við íþróttamiðstöð Ve. Þannig er nú það. Kveðja.
Þorkell Sigurjónsson, 11.12.2007 kl. 14:38
Það er sem ég segi, börn eru mun agalausari í dag heldur en þegar við vorum börn Keli. Ég held að um sé að kenna löngum vinnutíma beggja foreldra og börnin sjá foreldra sína sjaldan. Svo þegar foreldrar hafa tíma fyrir börnin er allt látið eftir þeim vegna misskilinnar sektarkenndar yfir því hve litlum tíma þau eyða með börnum sínum. Og börnin ganga á lagið. Það er líka eitthvað annað að, ekki var talað um misþroska börn, eða ofvirk börn áður fyrrr. Nú þurfa stuðningsfulltrúar stundum að halda ódælustu börnunum í skólanum svo þau brjóti ekki allt og bramli. Hraðinn í þjóðfélaginu, tölvuleikirnir, langur vinnutími beggja foreldra, sama sem ekkert heimilislíf því allir eru hættir að tala saman og glápa bara steinþegjandi á imbakassann.
Svava frá Strandbergi , 11.12.2007 kl. 15:57
Já, ég heyrði um einn ágætan kennara sem var að hefja kennslu í fyrsta sinn. Í fyrsta tímanum barði hann með krepptum hnefa bylmingshögg í kennaraborðið og hvessti augun á krakkana og sagði. Þið vitið á hverju þið eigið von ef þið verðið ekki almennileg? Krakkarnir voru alltaf eins og ljós hjá þessum kennara og
báru ótakmarkaða óttablandna virðingu fyrir honum. En þótti samt vænt um hann. Man einhver eftir kvikmyninni 'To sir with Love' ?
Svava frá Strandbergi , 11.12.2007 kl. 16:57
Börn þurfa aga og þannig líður þeim einfaldlega best, ekki ofbeldi, heldur AGA. Kær kveðja til þín mín kæra.
Ásdís Sigurðardóttir, 11.12.2007 kl. 19:11
Börn þurfa aga það verður að vera í skólanum og heimil.
Kristín Katla Árnadóttir, 12.12.2007 kl. 16:15
Ég man vel eftir þessari kellíngu. En það þurfti að fara með mig í hlekkjum til tannlæknis þegar ég var lítill því ég var svo logandi hræddur við Týru tönn. Svo man ég ekki betur en að ég hafi verið hýddur bæði kvölds og morgna. Á morgnana til þess að koma í veg fyrir að ég fremdi óknytti þann daginn og svo á kvöldin - eftir að ég var búinn að fremja alla óknytti þann daginn.
Sigurður Þór Guðjónsson, 12.12.2007 kl. 19:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.