18.10.2007 | 21:50
Ég er líka með nækvæð viðhorf til Mjólkursamsölunnar
síðan ég fór á fund þeirra fyrir nokkrum árum og sýndi þeim teikningar af íslensku jólasveinunum og lagði til að Mjólkursamsalan skyldi myndskreyta mjólkurfernur fyrir jólin með þeim félögum. Ég sat langan fund, þar sem ég meðal annars lagði einnig til að þjóðlegur fróðleikur eða einhverjar jólasveinavísur yrðu líka á fernunum.
Markaðsfræðingurinn sem var einn af þeim sem sat fundinn með mér og sem er reyndar náskyldur föður barnanna minna var voða líklegur við mig meðan á fundinum stóð og tók vel í allt sem ég sagði.
En svo leið og beið, margir mánuðir liðu og svar til mín dróst á langinn, en látið var í veðri vaka að verið væri að hugsa málið. Það næsta sem ég svo vissi um þetta mál var svo frétt í fjölmiðlum um það að Mjólkursamsalan ætlaði að setja íslensku jólasveinana á mjólkurfernur fyrir jólin.
Ég hafði samband við formann Félags íslenskra teiknara og sagði honum mínar farir ekki sléttar. Formaðurinn ráðlagði mér að skrifa Mjólkursamsölunni ábyrgðarbréf þar sem ég færi að minnsta kosti fram á höfundarréttarlaun fyrir hugmynd mína. Sagði formaðurinn að hann hefði brennt sig á svona svipuðum vinnubrögðum og ég varð fyrir og hann léti væntanlega viðskiptavini sína ætíð skrifa undir plagg áður en hann sýndi þeim hugmyndir sínar og teikningar, þar sem þeir hétu því að láta ekki aðra útfæra hans hugmyndir.
Ég sendi ábyrgðarbréfið en fékk í hausinn, til baka bréf frá lögfræðingi Mjólkursamsölunnar þar sem m.a. sagði að öllum væri frjálst að sækja í íslenskan sagnasjóð.
Sagði þar ennfremur þá fyrst eftir allan þennan tíma, að þeir vildu ekki nota mínar myndir á fernurnar.
Þeir höfðu sem sagt dregið mig á asnaeyrunum allan þennan tíma.
Þetta var í annað sinn sem hugmynd frá mér var notuð án míns samþykkis og í það skiptið var dæmið enn grófara. Því þá var tekin fígúra sem ég hafði teiknað og sem birst hafði bæði á bolum og plöttum og henni breytt örlítið og hún síðan notuð sem lukkudýr á ákveðinni barnasíðu í dagblaði einu. Ég kærði það mál, en af því fígúran var svona 30% öðruvísi útfærð var málið talið tapað fyrirfram.
Svona var nú það.
Mjólkursamsalan fagnar úrskurði héraðsdóms | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 195793
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Af mbl.is
Fólk
- Ætlar að gera dagatal eins og slökkviðsliðsmennirnir
- David Walliams þurfti að bæta öðrum viðburði við
- Sagður eiga í ástarsambandi við mun yngri konu
- Sjónvarpsverðlaun afhent í fyrsta sinn
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari
- Fyrrverandi Playboy-kanína fær ekki aðgang að stefnumótaforriti
Athugasemdir
Því miður hefur verið traðkað á hugverkum alltof margra íslenskra hugvitsmanna/kvenna hérlendis. óþolandi ástand
Guðrún Sæmundsdóttir, 18.10.2007 kl. 22:08
Já Guðrún, það er því miður satt.
Svava frá Strandbergi , 18.10.2007 kl. 22:12
Argasti dónaskapur og ekkert annað. (vondurkall)
Ásdís Sigurðardóttir, 18.10.2007 kl. 22:19
Já Ásdís og Ægir, það hefur lengi loðað við að hugmyndir teiknara séu notaðar í leyfisleysi.
Svava frá Strandbergi , 18.10.2007 kl. 22:25
Mér var sagt frá því að bakari sem var fyrstur með hugmyndirna að beyglum fór til Búnaðarbankans með hugmyndirnar. Allt reiknað út, með markaðsrannsóknum, kostnaðaráætlunum og hvaða vél skyldi kaupa, verð o.s.frv. . Stjórn Búnaðarbankans sat á pappírunum um langa hríð en skilaði svo þar sem þeir sögðu þetta ekki henta og ætluðu ekki að lána í verkiefnið. Það næsta sem gerðist nokkrum mánuðum síðar var að Samsölubrauð settu beyglur á markaðinn og hið furðulega var að þeir gerðu allt á sama hátt og hafði verið lagt til í skýrslunum sem Búnaðarbankastjórnin hafði haft um margra vikna skeið "í athugun" . Það bendir allt til að samvinnuapparatið hafi afhent alla pappírana sem bakarinn hafði látið vinna dýrum dómum úr eigin veski, til eins apparatsins enn í sama flokki.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 18.10.2007 kl. 22:39
Þetta er mjög svipað dæmi, Predikari.
Svava frá Strandbergi , 18.10.2007 kl. 22:44
þetta er náttúrulega fáránlegt! hvernig getur fólk verið svona óheiðarlegt? enþað er því miður hellingur um það, þótt manni komi það alltaf jafn mikið á óvart. Þetta er mjög ljótt að heyra.
Ég sendi þér og dýrunum þínum hinsvegar bestu kveðjur, mundu síðan að þakka fyrir að vera svona skapandi og skemmtilegur einstaklingur (og að þurfa ekki að stela frá öðrum til þess )
halkatla, 24.10.2007 kl. 22:17
Æ Marta mín, þakka þér fyrir þessi orð. Tító og Gosi biðja líka að heilsa Kassöndru.
Svava frá Strandbergi , 24.10.2007 kl. 23:55
Fyrirgefðu Anna Karen að ég skyldi segja Marta mín, auðvitað átti ég vð þig.
Svava frá Strandbergi , 25.10.2007 kl. 10:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.