17.10.2007 | 00:53
Fjölgunar von í fjölskyldunni
Ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta. Tengdadóttir mín á von á fjórða barninu, er komin fimm vikur á leið. Þau eiga þrjú ung börn fyrir, Elísu Marie, sex ára Daníel sem er að verða fimm ára í þessum mánuði og svo Jónatan Davíð sem verður þriggja ára í febrúar og er hann með Downs heilkenni. Og það hefur verið erfitt fyrir þau að annast Jónatan Davíð, með þessa fötlun hans. Svo eru þau að pæla í að flytja hérna úr næsta nágrenni við mig og til Keflavíkur. Og ég sem er ekki á bíl og get þá ekki heimsótt þau þegar ég vil. Arg!
Auðvitað er það samt alltaf gleðiefni þegar lítið barn fæðist, en ég hef bara áhyggjur af að þetta verði of erfitt hjá þeim.
Þetta verður þá fimmta barnabarnið mitt, því miðsonur minn á einn sextán ára strák. Svo er dóttir mín sem er yngst barna minna, enn barnlaus. En ég get kannski reiknað með svona 7 til 8 alls og kannski fleiri, barnabörnum þegar hún og mannsefnið ákveða að eignast börn.
En þau sem eru bæði viðskiptafræðingar eiga þann draum og ætla að láta hann rætast, að flytja til Þýskalands í einhvern tíma og læra meira, svo það er ekki fjölgunar von hjá þeim á næstunni.
Ég er komin í samband við konu á netinu sem heldur að Tító minn sé köttur frá henni, því hún ræktar svona ketti, en mér var gefin Tító svo ég veit ekki með vissu hvaðan hann kom. Ég get þá leitað til hennar þegar Tító er farinn frá mér til þess að fá arftaka hans, þó reyndar geti aldrei, að mér finnst núna, neinn köttur komið í staðinn fyrir hann Tító minn.
Nú er ég farin að þvo kisurnar einu sinni í viku og mér líður strax betur af ofnæminu. Kisulórurnar eru ekki beint hrifnar af sjálfu baðinu, ég dýfi þeim bara oní volgt vatn í baðkarinu, en þeir elska að láta þurrka sér og bursta sig hátt og lágt á eftir. Auðvitað tala ég voða blíðlega við þá á meðan á tilstandinu stendur og mér finnst stundum eins og ég sé komin aftur í tímann og sé að baða börnin mín alsæl.
Ég er búin að vera hölt öðru hvoru á hægra hné, í tvö ár. Sjúkraþjálfarinn segir að liðþófinn í hnénu sé skaddaður og lítið hægt að gera nema gefa mér laser geisla í hnéð. Ég spurði hvort hún gæti ekki farið með laserinn yfir andlitið og lagað það til líka og yngt mig um svona 15 ár. En því miður sagði hún að það væru öðru vísi laser geislar og svoleiðis fínerísdútl kostaði líklega yfir hundrað þúsund krónur hjá lækni.
Ég splæsi þá bara í það þegar ég er orðin rík eftir ár og öld. Svo setti þjálfarinn mig í strekkjara til þess að ná mér uppí mína fyrri hæð sem er vel yfir 170 cm. Nei annars bakið var strekkt og togað af því ég er ekki bara orðin kölkuð í hausnum heldur hryggnum líka, beinhnúðarnir ýta á einhverja taug niður í vinstri fót. Hún var búin að strekkja á mér hálsinn áður með góðum árangri, því þar var sama dæmið sem leiddi út í vinstri handlegg, (ég hef sagt ykkur það áður að ég sé mjög vinstri sinnuð). Það virkaði svo vel að nú er ég orðin fín í handleggnum og fær í flestan sjó.
Annars er ég orðin svo rosalegur næturhrafn, er að mála langt frá á nótt og ætla svo aldrei að geta vaknað á morgnana. En ég kemst alltaf í svo æðislegt stuð eftir klukkan tíu á kvöldin að það er engu lagi líkt. Í gærkvöldi var ég meira að segja í alvöru að pæla í því að skella mér líka í það, að heilsparsla einn vegginn á baðherberginu áður en ég skriði uppí rúm, en sem betur fer rann af mér æðið og ég lúskraðist í rúmið um klukkan hálf þrjú eftir miðnætti.
Jæja, klukkan er að verða eitt eftir miðnætti, best að fara að sofa. Góða nótt öllsömul.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
Takk Guðmundur minn. Já þannig, I see!
Svava frá Strandbergi , 17.10.2007 kl. 01:50
Já Guðný mín ég óska þér líka til hamingju en ég veit líka að þetta verður erfitt með svona mörg börn og verst að getir ekki heimsótt þau en vonandi getur einhver hjálpað þér ég óska þér góðan bata.
Kristín Katla Árnadóttir, 17.10.2007 kl. 11:10
Til hamingju, þetta reddast örugglega allt hjá þeim :):) Þú verður nú aðeins að passa heilsuna, en ég viðurkenni reyndar að næturtíminn hentar mér lik a vel. Viltu vera væn og setja á þín síðu helkk á mína og uppl. um þessar undirskriftir sem ég er að safna. Takk og knús á hreinar kisur.
Ásdís Sigurðardóttir, 17.10.2007 kl. 15:07
Takk allar saman , já þetta verður örugglega allt í lagi.
Svava frá Strandbergi , 17.10.2007 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.