Leita í fréttum mbl.is

Fæðing gyðjunnar, ort undir áhrifum af myndinni, Venus eftir Bottichelli.

PICT0052 Venus

 
Ég gleymi því aldrei þegar ég stóð fyrir framana þessa heimsfrægu mynd eftir Bottichelli. Ég var blátt áfram uppnumin. Löngu seinna reyndi ég að koma tilfinningunni sem ég varð fyrir á blað og úr varð lítið ljóð sem á fátæklegan máta túlkaði stemninguna sem ég las út úr þessu mikla listaverki, ljóðið, Fæðing gyðjunnar.



     Fæðing gyðjunnar

 

Í safírblárri nóttinni
hljómar söngur vindanna
rósbleik hörpuskel ristir
blíðlega flauelsmjúkt haf

marbárur rísa og hníga
í örum hjartslætti sjávarins

röðulglóð lýsir hauður og haf
er lofnargyðjan stígur fullsköpuð
úr skínandi djúpinu
getin af sævi, borin af perlumóður.

Nývöknuð veröldin nýtur í fyrsta sinni
- ástar gyðjunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Þú Svava mín ert snillingur ekki síður en Bottichelli. Ég er ansans auli, þar sem mér hefur ekki einu sinni tekist að grafa upp hver Úlfur Ragnarsson er í raun. Það var einhver sem gaf mér  kveðskapinn sem ég birti eftir hann á blogginu mínu.  Gaman væri ef einhver gæti upplýst okkur um hann Úlf. 

Þorkell Sigurjónsson, 6.10.2007 kl. 08:56

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Af mínu litla ljóðaviti geti ég ekki betur séð en að það sé eins og myndin hafi verið gerð eftir ljóðinu. Fallegt Guðný Svava.

Jóna Á. Gísladóttir, 6.10.2007 kl. 09:50

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndislegt takk fyrir, já og góðan daginn min kæra, njóttu hans.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.10.2007 kl. 10:24

4 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Ekki lengur auli. Það er hún Kristín Snæhólm Baldursdóttir sem getur upplýst okkur og sagt okkur frá honum Úlfi Ragnarssyni. Gaman væri að hún yrði við þeirri ósk og segði frá þessum ágæta manni.

Þorkell Sigurjónsson, 6.10.2007 kl. 10:28

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk öllsömul. Ég fer nú bara hjá mér Keli minn út af hrósinu þínu. Ég ætla að spyrja Katrínu um Úlf. Eigið góðan dag og góða helgi öll.

Svava frá Strandbergi , 6.10.2007 kl. 10:37

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Yndislegt nafna, yndislegt.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 6.10.2007 kl. 18:53

7 Smámynd: www.zordis.com

Hreint unaðslegt!

Ooooog mikið er dóttir þín yndisleg, rétt eins og þú!

www.zordis.com, 6.10.2007 kl. 22:08

8 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Þakka þér kærlega nafna.

Svava frá Strandbergi , 6.10.2007 kl. 22:08

9 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk, Zordís mín.

Svava frá Strandbergi , 6.10.2007 kl. 22:12

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já maður verður heillaður af myndinni og eins af ljóðinu. Takk fyrir þetta

Kristín Katla Árnadóttir, 7.10.2007 kl. 17:53

11 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk sömuleiðis Krisín mín.

Svava frá Strandbergi , 7.10.2007 kl. 18:30

12 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Úlfur Ragnarsson er geðlæknir og mikill andans maður sem stundaði nálastungur og fleira. Umdeildur öðlingur sem skrifaði oft á tíðum í velvakanda draumana sína og framtíðarsýnir..ritaði nokkur kver eða bækur og nokkur ljóð. Var einn af stofnendum eða talsmönnum Náttúrulagaflokksins . Einn af merkari mönnum sem ég hef hitt...held hann hafi lent í slysi fyrir nokkrum árum og lítið farið fyrir honum síðan og þar sem ég hef ekki verið á íslandi lengi veit ég ekki meir.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.10.2007 kl. 13:53

13 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Þakka þér fyrir upplýsingarnar Katrín mín.

Svava frá Strandbergi , 8.10.2007 kl. 20:29

14 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Leit við og naut lestursins að vanda. Yndislegt ljóð. Takk.

Marta B Helgadóttir, 8.10.2007 kl. 20:48

15 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk Marta mín.

Svava frá Strandbergi , 8.10.2007 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband