Leita í fréttum mbl.is

Mali litli og fleira merkilegt

Ég fór að heimsækja Sigga bróður í gær til þess að skoða nýjasta fjölskyldumeðliminn, hann Mala litla.
Siggi var svo upprifinn yfir unganum að það komst ekkert annað að,  en nýjustu uppátæki barnsins, eins og hann kallaði Malakútinn. 

Hann hafði farið með hann í sprautu og ormahreinsun hjá dýralækni þennan dag og þeir voru nýkomnir heim feðgarnir, þegar ég bankaði uppá.

Mali litli þefaði mikið af fótunum á mér, hefur vafalaust fundið þar lyktina af frændum sínum, þeim Tító og Gosa. En hann undi ekki lengi við það, því leikgleðin var alveg að fara með hann og hann þyrlaðist eins og svarthvítur stormsveipur um alla íbúðina. Svo loks var hann orðinn svo þreyttur af öllum látunum að hann lagði sig til svefns og auðvitað í uppáhaldsstað húsbónda síns, stofusófann.

Við Siggi spjölluðum saman yfir kaffi og skoðuðum gamlar myndir eftir Matz Vibe Lund af Vestmannaeyjum. Þær voru teknar fyrir stríð og þær sýndu vel hve Eyjarnar voru miklu fallegri áður en nýja hraunið rann. Á myndunum voru Eyjarnar einna líkastar því sem væru þær smaragðar í safírsænum allt um  kring. Og í baksýn uppi á fastalandinu,  trónaði hvítur skalli Eyjafjallajökuls, Hekla og fleiri myndarleg fjöll.

Þegar ég kom heim neyddist ég til þess að drepa geitung, því Gosi ætlaði að veiða hann og ég var hrædd um að geitungurinn myndi stinga Gosa. Ég hefði líklega sett krukku yfir geitungsbjánann, ef hann hefði verið á svalaglugganum, rennt svo pappír undir og hent honum svo út, eins og ég geri við allar hunangsflugurnar sem villast inn í blómadýrðina á svölunum. En því miður var þetta ekki hægt þar sem geitungurinn sat á dyrakarminum svo ég lamdi hann í klessu með dagblaði. Mér fannst verst að hann drapst ekki við fyrsta högg, heldur þurfti ég nánast að murka lífið úr kvikindinu með hverju högginu á fætur öðru.

Svo þegar hann var loksins dauður, lá við að ég tárfelldi þegar ég horfði á litla líkamann sundurkraminn.  En svo bað ég Guð í hljóði að taka við sál þessa litla skordýrs og henti því svo í ruslafötuna og hugsaði með mér að hann hefði hvort sem er drepist úti í náttúrunni, þar sem það er komið haust. 

Svo þegar ég fór á netið uppgötvaði ég mér til mikillar ánægju að það var búið að senda mer 'æðisleg' lag við ljóðið 'Náinn' sem ég birti hér á blogginu mínu. Svo ég sat eftir það í leiðslu við tölvuna og hlustaði á lagið og endurlifði gamla tíma með æskuástinni minni sálugu, meðan tárin trítluðu niður kinnarnar. Þetta lag er besta gjöf sem ég hef fengið á ævinni Það er alveg yndislegt.

En svo dreymdi mig í nótt að risageitungur væri búinn að festa sig í annan augnkrókinn á mér og svo stakk hann mig. Þetta var örugglega geitungurinn sem ég drap, afturgenginn til þess að hefna harma sinna. Ómægod ! Hvað ég var fegin þegar ég vaknaði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta hefur verið skemmtileg stund hjá ykkur syskinum og Malli litli hefur skemmt sér vel, já það er svona maður verður að gera eitthvað ekki er hægt að hafa geitung inni hjá sér en þú kjörkuð að þora að drepa hann ekki mundi ég þora ég hef í mesta lagi að þorað að spreyja hárlakki  og flýtt mér í burtu. Já ljóðið Náinn er mjög fallegt Guðný mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 19.9.2007 kl. 14:16

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég ætlaði að segja MALI.

Kristín Katla Árnadóttir, 19.9.2007 kl. 14:26

3 Smámynd: halkatla

það er alltaf indælt þegar fólk á jafn erfitt með að drepa skortdýr og ég þegar ég bjó í reykjavík var ég oft mjög hrædd um að Kassandra mín yrði stungin, þeir komu æstir inní íbúðina og þá var mitt ráð að gefa þeim eftir eldhúsið eða baðið, og læsa okkur litlu familíuna inní öðruhvoru svefnherberginu. mjög hentugt, en ég var dáldið hrædd við þá - samt ekki til að byrja með því ég þekkti bara svona sætar býflugur héðan að austan, vinir mínir fyrir sunnan náðu síðan að baktala geitungana svo mikið að ég varð hrædd við þá líka

halkatla, 19.9.2007 kl. 14:32

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mali er fallegt nafn. Þú minnir mig á að ég þarfa að fara með fröken Bóthildi í sprautur áður en ég fer til doksa.  Eigðu góða geitungalausa daga. Knús til hommanna.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.9.2007 kl. 14:53

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Já, þetta var skemmtileg stund Kristín Katla. Anna Karen, ég drep köngulær miskunnarlaust ef þær villast alla leið uppí íbúðina mína. Ég get ekki að því gert, er með svo mikla köngulóafælni að ég fæ hroll, bara af því að hugsa um þær. Samt gera þessi kvikindi mikið gagn með því að halda skordýrum í skefjum. Ein dönsk vinkona mín er ekki par hrædd við þær. það bjó ein könguló lengi vel inni á baðherbergi hjá henni. Svo þegar vinkonan þvoði baðgólfið hljóp köngulóin alltaf settlega upp á einn vegginn á meðan. Það er víst bara vitleysa að geitungar séu svona rosalega árásargjarnir. Dóttir mín dvaldi um tíma í Hamborg í fyrra og í sumar í Munchen og þar kippir fólk sér ekkert upp við það þó að andlitið á þeim sé alþakið í geitungum.

Gangi þér vel með fröken Bóthildi í sprautunum Ásdís. Knús frá hommunum til Bóthildar. 

Svava frá Strandbergi , 19.9.2007 kl. 16:20

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Guðmundur, ég vona að þessi geitungur gerist ekki ættardraugur.

Svava frá Strandbergi , 19.9.2007 kl. 16:23

7 Smámynd: www.zordis.com

Mali er mikið sætt nafn ... eins gott að það varð ekki Malo sem þýðir Slæmur eða Vondur!  hehehehhe

Leitt með fluguna sem þú smassaðir með dagblaðinu .... hér setjast þær á fingur mér og sussa sögur sínar eftir hunangsleit í lótus og hawayrósarenginu mínu.  Var að kaupa fleiri blóm í dag á útimarkaði. 

Kona getur alltaf á sig blómum bætt!

Faðmlag til þín ... á eftir að prenta úr bréfið frá þér til Gerðar til mín

www.zordis.com, 19.9.2007 kl. 19:08

8 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Mali er voða góður enda heitir hann ekki Malo, en þó er hann ekki mjög hlýðinn held ég frekar en aðrar kisur. Setjast hunangsflugurnar og geitungarnir virkilega á fingurnar á þér? Það er þá ekki svo vitlaus hugmyndin mín um að ef hunangsflugur væru aðeins stærri myndi ég vilja eiga eina sem gæludýr. Fara svo með hana út að fljúga í bandi náttúrulega. Faðmlag á móti til þín. Verst aðð teikningin sem ég fékk var ekki mjög góð, en hún skilst vonandi.

Svava frá Strandbergi , 19.9.2007 kl. 20:25

9 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk Arna mín.

Svava frá Strandbergi , 19.9.2007 kl. 20:51

10 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Myndirnar hans Mats voru teknar 1966 en ein önnur mynd var frá 1943. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 19.9.2007 kl. 23:10

11 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Núúúú! Var það  þessi grænasta sem var tekin 1943, eða hvað ?

Svava frá Strandbergi , 19.9.2007 kl. 23:13

12 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þessi stóra í rammanum. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 20.9.2007 kl. 10:20

13 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Já, hún er rosalega falleg, en ég man það núna að þetta var lituð, svarthvít ljósmynd.

Svava frá Strandbergi , 20.9.2007 kl. 15:40

14 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Það fer um hlýja og tregi þegar ég les orðaskipti ykkar systkinanna um gömlu myndirnar frá Eyjum. Kveðja  Keli.

Þorkell Sigurjónsson, 20.9.2007 kl. 21:25

15 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Kær kveðja til baka Keli minn.

Svava frá Strandbergi , 21.9.2007 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband