Leita í fréttum mbl.is

Skemmtilegur eftirmiðdagur

140707 005 (1) 'Hafgúan' Olíu- prentlitaþrykk og olíulitir

 

                  

                   Eftirminnileg heimsókn

 

 

Katrín Karls vinkona mín og fyrrum samkennari hjá Fjölmennt kom hér í dag til að taka ljósmyndir af nokkrum stóru myndunum mínum. 

Katrín er listagóður ljósmyndari fyrir utan það að vera líka myndlistarkona og kennari og leirlistamaður og fl. Hún var með stærðarinnar myndavél á þrífæti með sér og það voru miklar tilfæringar við myndatökuna.

Ég náði í trönurnar inn í vinnustofu og stillti myndunum upp á þær frammi í stofu. Svo lagfærðum við kastarann og drógum loks sófaborðið sem næst myndunum og þar  kom hún vélinni fyrir á fætinum . Svo klifraði hún sjálf upp á borðið og smellti af í gríð og erg.

Ég var alveg á nálum og  dauðhrædd um að hún myndi steypast á hausinn niður af borðinu þa´og þegar.  En  Katrín stóð þarna  föstum fótum enda alvön að  klifra  upp  um fjöll  og  firnindi  til þess að ná  góðum myndum.

Katrín er frábær ljósmyndari og sýnir myndirnar sínar á flickr.com. Það er linkur á síðunni minni á myndirnar hennar þar.

Ég sá eitt sinn ljósmynd eftir hana, sem hún hafði tekið nálægt hraunyfirborði, eða það hélt ég, þar til hún upplýsti mig um það að þetta væri nú bara steikarfeiti á pönnu.

Við spjölluðum heillengi og drukkum te eins og enskar hefðarfrúr á meðan,  eftir að myndatökunni lauk og m.a. bar tilvist Guðs á góma og fleiri háheimspekileg efni.

Hommarnir Tító og Gosi voru voða hrifnir af Katrínu og Tító flaðraði upp um hana eins og hundur, en Gosi var dálítið feiminn eins og venjulega.

Rétt áður en hún fór tók hún myndir af þeim félögunum þar sem þeir kúrðu sitt í hvoru lagi í sófasettinu og myndirnar eru vægast sagt þrumugóðar.

Það er ekki amalegt að eiga svona vini. 140707 0189 small Tító






 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Rosalega eru kisurnar flottar.  Gaman að eiga þessar myndir.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.9.2007 kl. 12:58

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk Guðmundur minn.

já, það er satt Ásdís, þær eru flottar kisurnar mínar. Ég ætla að kaupa ramma utan um myndirnar og hafa þær inni í svefnherbergi.

Svava frá Strandbergi , 20.9.2007 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband