29.5.2007 | 00:24
Ég ætla að selja
Ég ætla að selja íbúðina mína á þriðju hæðinni í blokkinni og kaupa íbúð á jarðhæð með garði og helst sérinngangi, já og allra helst í tvíbýlishúsi .
Ég er búin að sjá það að það þýðir ekkert að vera að streðast við að labba þessa löngu stiga dag eftir dag svona slæm í bakinu. Svo langar mig í minn eiginn garð aftur til að dunda í, í friði og sjá hann vakna til lífsins á hverju vori.
Það er verst ef blessaðir innikettirnir mínir sleppa út og lenda undir bíl. En það er alltaf áhætta sem fylgir öllu. Svo er ég ekki svo viss um að þeir þori út eftir að hafa lifað inni í íbúð, annar í tæp níu ár og hinn fimm ár.
Það er líka alveg nóg fyrir mig að búa í þriggja herbergja íbúð, fjögur herbergi er fullmikið fyrir mig eina og tvo ketti. En ég verð að kaupa þriggja held ég til þess að hafa eitt vinnuherbergi til að mála og teikna í.
Ég hef skánað í bakinu og fætinum sem betur fer af því börnin mín hafa farið út í búð fyrir mig og ég ekki þurft að labba stigana með þunga poka. Kannski þarf ekkert að skera mig eftir allt saman. Ég er líka orðin leið á að labba stigana því það tekur mig óratíma að ganga upp oo niður bara eina tröppu í einu.
Nú er ég búin að fá úthlutað ferðaþjónustu og get farið að endasendast út um allar jarðir í heimsóknir og fleira og svo náttúrulega sjúkraþjálfunina. Þarf ekki lengur að taka rándýra leigubíla. Verst að ég get ekki keypt mér bíl því ég hef aldrei þorað að keyra í henni Reykjavík.
Ég ætla að hrngja í taugaskurðlækninn á morgun og sjá hvað hann segir, hvort hann ætli að skera mig eður ei.
Góða nótt öllsömul.
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Af mbl.is
Innlent
- Erfið akstursskilyrði á norðurhelmingi landsins
- Milljónir um allan heim hafa breytt lífi þolenda
- Allar landgöngubrýr teknar úr notkun
- Óvissustigi á Vestfjörðum aflýst
- Oddvitaviðtöl í Norðausturkjördæmi
- Upptökur með leynd færast í vöxt
- Á fjórða þúsund höfðu kosið í gær
- Grjót og leðja á Kjalarnesvegi
- Óvissustig á mörgum vegum
- 110 milljónir í stöðu prófessors
Fólk
- Longoria flutt frá þessu dystópíska landi
- Ég er ekki samþykkur svo óábyrgum lestri bókarinnar
- Kveikti í netinu með eldheitum myndum
- Bauð þáverandi kærustu sinni á landareign Obama-hjónanna
- Dánarorsök Quincy Jones opinberuð
- Skellti sér á skeljarnar á fallegri strönd á Bora Bora
- Full House-stjarna greinist með krabbamein
- Sögð hafa vitað um meint framhjáhald Jackman og Foster
- Ungstirni í Netflix-mynd Baltasars
- Ég vil frekar deyja
Viðskipti
- Kaupfélag Skagfirðinga vill kaupa B.Jensen
- Spá 4,5% verðbólgu í nóvember
- Ný útgáfa af orkuskipti.is kynnt í Hörpu
- Rekstrarniðurstaðan lituð af of mikilli yfirbyggingu"
- Um 170 ný störf gætu skapast
- Almenningur ber Íslandsálagið
- Stýrivextir þurfi að lækka töluvert
- Fjölguðu stöðugildum til að minnka yfirvinnu
- Verð á bitcoin tvöfaldast
- Innherji: Niðurskurður nauðsynlegur
Athugasemdir
Ef kisurnar fara á jarðhæð er líka alveg hugsanlegt að þær lendi undir valtara.
Sigurður Þór Guðjónsson, 29.5.2007 kl. 00:32
Já og ef þú ferð í þakíbúð gætu þær dottið fram af svölunum (segi sonna). Gott hjá þér að skipta um umhverfi. Óska þér góðs bata.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.5.2007 kl. 02:01
Það held ég að sé stórsniðug hugmynd :)
gerður rósa gunnarsdóttir, 29.5.2007 kl. 08:39
Ég er á jarðhæð með litin garð það er mjög gott vonandi færð þú slíka íbúð þetta er mikil bunur, gangi þér vel Guðný mín bata kveðjur frá mér.,
Kristín Katla Árnadóttir, 29.5.2007 kl. 10:00
Ég óska þér og kisunum velfarnaðar
ég á líka innikisu, það er mikið öryggi að vita af henni inni. En hún hefur tvisvar hoppað útum glugga og lent í smá falli. Þau eru svo snarbiluð þessi skinn þegar þau er lítil.
halkatla, 29.5.2007 kl. 12:24
Gangi þér vel með þessar breytingar. Ég átti nú mjög erfitt með að labba upp til þín og skil ekki hvernig þú getur þetta. En harkan í manni kemur manni langt. Baráttukveðjur.
Ásdís Sigurðardóttir, 29.5.2007 kl. 12:40
Takk fyrir góðar kveðjur. Kisurnar undir valtara Siggi? Er ekki nær að halda að það verði ég? 'Ég þekkti eitt sinn fatla fól sem keyrði um allt í hjólastól með bros á vör en berjandi samt lóminn. Hann varð eitt sinn undir valtara og varð að klessu Ojbara!......
Svava frá Strandbergi , 29.5.2007 kl. 14:48
Hann Nimbus slaer á létta strengi eda zannig! Fádu zér íbúd í grónu hverfi svo zad sé öruggt ad enginn valtari né hrekkjubródir sé í grennd! Láttu zér batna
www.zordis.com, 29.5.2007 kl. 22:50
það er yndislegt að búa á jarðhæð með smá garðskika út af fyrir sig. Og ef hann er vel girtur þá gætu jafnvel kisurnar þínar setið með þér þar úti og notið sólarinnar (þegar hún er).
Til hamingju með að vera komin með shauffer. Ég ætla að fá mér einn slíkan einhvern daginn.
Jóna Á. Gísladóttir, 30.5.2007 kl. 10:45
Takk Jóna, þetta er rosa munur að vera með shauffer. Ég er búin að bregða már af bæ bæði í dag og í gær. Ég er bara eins og hefðardama og borga bara sem svarar helmings fargjaldi í strætó fyrir hverja ferð.
Annars las ég shauffer fyrst sem sheffer og datt eitt augnablik í hug hvort ég hefði virkilega keypt mér einn german shepard hund í síðasta alzheimer kasti og væri náttúrulega búin að segja öllum í bloggheimum frá því.
Svava frá Strandbergi , 31.5.2007 kl. 17:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.