31.3.2007 | 12:26
Kötturinn bjargaði lífi mínu
Ég las um það í Mogganum um daginn að hundur í eigu einhverrar konu í Bandaríkjunum hefði bjargað lífi hennar þegar það stóð í henni eplabiti. Hundurinn felldi konuna í gólfið og hoppaði ofan á bringunni á henni þar til bitinn hrökk upp úr henni.
Þegar ég las þetta minntist ég þess þegar kötturinn minn hann Bambus sálugi bjargaði lífi mínu fyrir 11 árum.
Ég hafði hitað mér hafragraut um morguninn og fengið mér að borða en látið svo pottinn aftur á helluna en gleymt að slökkva á henni.
Ég var ennþá grútsyfjuð og átti frí í vinnunni svo ég lagði mig aftur. Ég rumskaði við það að mér fannst einhver strjúka mér um kinnina. É g hélt að þetta væri sambýlismaður minn sem væri að gæla við mig í svefninum og sofnaði ljúflega aftur.
En mér fannst skrýtið að hann lét ekki þar við sitja að strjúka mér einu sinni um vangann heldur gerði hann það hvað eftir annað.
Ég man að ég hugsaði í svefnrofunum. Voðaleg ást er þetta, það er ekki einu hægt að fá frið þegar maður er dauðþreyttur og sofandi.
Það var ekki fyrr en ástmaðurinn klóraði mig fast í kinnina sem ég rauk upp ösku þreifandi ill og öskraði. Hver andskotinn er þetta eiginlega! Er ekki einu sinni hægt að leyfa manni að sofa í friði?
Ég leit beint í bláu augun hans Bambusar síamskattarins míns sem horfði á mig hálfhræddur en samt eitthvað áhyggjufullur á svip . Ég skildi ekkert í því að ég átti erfitt með andardrátt, en svo tók ég eftir að íbúðin var full af reyk.
Mig rámaði eitthvað í hafragrautinn og staulaðist fram í eldhús í reykjarkófinu og sá þá að það skíðlogaði upp úr helv... pottinum.
Ég man ekkert hvernig ég kom pottinum ofan í vaskinn til þess að slökkva eldinn þó ég brenndi mig á annarri hendinni við verkið.
Potturinn var ónýtur og eldhúsbekkurinn sviðinn og ég sá fram á þetta slys myndi kosta mig einhverja peninga svo ég hringdi í tryggingafélagið mitt.
Þar var mér tjáð að þar sem eldurinn hefði ekki læst sig í eldhúsinnréttinguna heldur aðeins sviðið hana ætti ég ekki rétt á neinum bótum. Nú voru góð ráð dýr. Hvernig átti ég að fá pening fyrir viðgerðunum?
Skyndilega fékk ég hugljómum þegar ég mundi eftir því að borgað var fyrir fréttaskot hjá DV. Þegar blaðamennirnir heyrðu að Bambus hefði bjargað lífi mínu með því að klóra mig í kinnina vildu þeir endilega koma og taka mynd af okkur.
Það fór því þannig að við Bambus trónuðum á forsíðu DV daginn eftir en því miður var þessi frétt ekki talin besta frétt vikunnar en fyrir hana fékk maður best borgað. Einhverja aura fékk ég þó og þá skammtíma frægð sem fylgdi forsíðurfrétt á DV.
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
Þau geta verið skynug dýrin okkar.
Ragnar Bjarnason, 31.3.2007 kl. 13:20
Já þau vita sínu viti sem betur fer.
Svava frá Strandbergi , 31.3.2007 kl. 16:20
Hugljúf minning um Bambus. Af hverju Bambusar nafnið? Dyrin eru alveg yndisleg og launa væntumþykjuna!
www.zordis.com, 31.3.2007 kl. 18:08
Mér fannst hann svo bangsalegur og ætlaði að kalla hann Bangsa en svo breyttist það í Bambus. Bambus var reyndar blandaður síamsköttur, því amma hans var hreinræktaður Pesaköttur. þess vegna var hann svona breiðleitur og bangsalegur.
Svava frá Strandbergi , 31.3.2007 kl. 18:14
það er það er rétt með blessuð dýrin þau finna á sér ef eitthvað er að.
Það er eins með tótu mínu,
þá kom hún ef maður leið eitthvað illa þá var hún fljót að koma og hugga mann.
Kristín Katla Árnadóttir, 1.4.2007 kl. 00:57
Þetta er klárlega lífgjafi þinn, en hvað varð um Bambus?
Sigfús Sigurþórsson., 1.4.2007 kl. 02:34
Hver er Tóta Kristín Katla?
Partners, Bambus dó úr krabbameini í lifur árið 1997 þá 10 ára að aldri. Hann varð skyndilega veikur eitt kvöldið en ég hélt að hann myndi lagast. Morguninn eftir gat hann rétt dregið sig áfram á maganum. Ég fór með hann upp á Dýraspíala og dýralæknirinn sagði að hann væri með krabbamein. Ég varð þá að láta svæfa hann. Það var erfitt en ég var hjá honum þangað til hann var farinn.
Svava frá Strandbergi , 1.4.2007 kl. 03:23
Tóta var tík sem ég átti hún dó rétt fyrir jól ég elskaði hana mjög mikið .
Kristín Katla Árnadóttir, 1.4.2007 kl. 09:00
Bambus var flottasti kötturinn þinn.
Sigurður Þór Guðjónsson, 1.4.2007 kl. 12:23
Já Bambus var yndislegur og mikið krútt.
Svava frá Strandbergi , 4.4.2007 kl. 14:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.