18.3.2007 | 23:06
Garðyrkja og kraftaverk
Jæja þá er appelsínutréð farið að taka vaxtarkipp, líklega verður það orðið svo stórt þar næsta sumar að ég fái bara góða uppskeru. Mangótréð er ég ekki svo viss um ennþá, þar sem það sést ekki enn sem komið er, enda stutt síðan ég gróðursetti fræið. Ég er nú svo sem ekkert rosalega hrifin af mangóávöxtum þar sem þeir eru frekar bragðlausir. Aftur á móti eru þeir víst svo fullir af hollri fitu að það er bráðnauðsynlegt að geta tínt sér þá við og við.
Nóvemberkaktusinn er í fullum blóma og stóru plönturnar sem mamma kallaði alltaf skeiðblað skarta bleikrauðum blómaklösum. þær blómstruðu nú aldrei hjá henni blessaðri en ég er líka með svo extra græna fingur.
Annar fíkusinn er orðinn meira en mannhæðar hár og sá minni er bara orðinn ansi vöxtulegur.
Yukkan sem vaknaði upp frá dauðum á páskadag fyrir ellefu árum teygir sig nú langt upp fyrir hausinn á mér og mér þykir eiginlega vænna um hana en nokkuð annað plöntukyns í minni eigu.
Ég tók við henni úr höndum sonar míns árið 1996 því hann var hægt og sígandi á góðri leið með að drepa hana með ofvökvun. Björgunartilraunir mínar báru engan árangur og hún dó í höndunum á mér. Það var ekki tangur né tetur eftir af henni í pottinum daginn fyrir páskadag fyrir þessum 11 árum.
Svo þegar ég var að þvo gólfið var blómapotturinn eitthvað að flækjast fyrir mér og ég tyllti honum uppá ofn og ætlaði að henda honum daginn eftir.
Morguninn eftir á sjálfan páskadaginn gerðist svo kraftaverkið og ekki bara þetta venjulega með það að Jesú vaknaði upp frá dauðum.
Þegar ég rölti fram úr rúminu til þess að fá mér morgunmat rak ég augun í það að ég hafði gleymt pottinum með dauðu yukkunni uppi á ofninum. Ég ætlaði að taka blómapottinn með fram í eldhús og henda honum í ruslið en þegar ég leit ofan í pottinn sá ég kraftaverkið. Yukkan var lifnuð við.
Ég hoppaði hæð mína í loft upp af undrun og hrifningu og hrópaði á fyrrverandi sambýlismann minn. 'Bjössi! Bjössi! það hefur gerst kraftaverk!' Bjössi sem alltaf trúir öllu sem honum er sagt og sérstaklega ef honum er sagt frá kraftaverkum kom þetta kraftaverk með yukkuna ekkert á óvart. 'Elsku hjartasta Smyrðin mín, þetta er ekkert skrýtið því það er páskadagsmorgun, sagði hann
og fyrst Jesú gat risið upp frá dauðum á þessum degi þá geta blóm það auðvitað líka', bætti hann við.
'Annars er ég viss um að María mey hefur eitthvað komið nálægt þessu kraftaverki', tautaði hann í barm sér. En Bjössi heldur mikið uppá Maríu mey og hafði alltaf litla styttu af henni á náttborðinu hjá sér.
Ég hafði litlu yukkuna uppi á ofninum í smátíma meðan hún var að styrkjast eftir uppvakninguna en flutti hana svo út í litla garðinn minn á sólsvölunum hjá öllum hinum plöntunum, þar sem hún hefur dafnað vel æ síðan.
Á hverjum páskum eftir þetta hef ég búist við einhverju öðru kraftaverki en væntingar mínar hafa ekki ræst hingað til. En það er líklega alveg nóg og meira en flestir fá að upplifa að verða einu sinni vitni að kraftaverki á ævi sinni.
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Bloggar, Vinir og fjölskylda | Breytt 19.3.2007 kl. 00:30 | Facebook
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
Nei elsku vinkona..kraftaverk eiga heima hjá okkur hvern einasta dag...alltaf!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 18.3.2007 kl. 23:18
Elsku Guðmundur minn til hamingju með pálmann og alparósina. Það er nú ertitt að halda henni á lífi en þér tekst það svona flott. Vonandi verður þú eitthvvað hressari bráðum. Ég hef lesið um rauða úlfa og þeir eru ógnvekjandi sjúkdómur. Þú ert algjör hetja og einn af mínum bestu bloggvinum. Ég varð mjög ánægt þegar ég sá að þú hafðir kíkt inn til mín.
Svava frá Strandbergi , 19.3.2007 kl. 17:52
Ég er ekki með mikið pláss fyrir blóm en það sem vex og dafnar eins og því sé borgað fyrir það er Aloe Vera og þær blómstra hjá mér líka frá 1- 3 á ári..Er að fikra mig áfram með það að nota safann úr henni.Þannig ef að þig vantar svoleiðis afleggjara þá á ég nóg af þeim..Svo hef ég verið að gera tilraunir með steina úr ávöxtum..á myndarlegt avocado tré.. að vísu númer 2..hitt dó..eftir 1 ár..er ekki viss hvort ég vökvaði það of mikið en hallast að því.Hef líka plantað niður eingiferrót og uppskorið þessa fínu plöntu..En það þarf að hugsa betur um hana kanski en ég gerði því að hún dó greyið.. En blóm eru ótrúlega lífseig eins og sannast hjá þér með jukkuna þína..Hún hefur sennilega bara verið í dvala..eins og skógarbjörn..Það eru alltaf kraftaverk í rauninni að sjá allt þetta líf vakna, kvikna og dafna eftir að vetur konungur kveður..þó svo að maður viti nú varla í dag ..hvaða árstími er lengur..veðurfarið er orðið svo brenglað.. verst að það ruglar allt þetta lífríki..Takk fyrir skemmtileg skrif
Agný, 24.3.2007 kl. 23:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.