Leita í fréttum mbl.is

Sindrandi neistar frá Guđanna sól

Mér er gleđi í huga ţví litla ljósiđ hann Jónatan Davíđ sonarsonur minn varđ tveggja ára í dag.
Fjölskylda og vinir voru samankomnir í afmćlinu til ţess ađ fagna ţessum merkis áfanga og allir sungu afmćlissönginn tvisvar áđur en Jónatan Davíđ blés á kertin međ hjálp pabba síns.
Elísa Marie systir hans 5 ára, fékk líka gjöf ţó hún ćtti ekki afmćli og Daníel bróđir hennar 4 ára sömuleiđis.
Elísa Marie var í bleikum kjól og dansađi um allt gólfiđ í stofunni eins og balletdansmćr. Hún ćfir íţróttir og er orđin svo liđug ađ hún kemst bćđi í splitt og spíkat.
Langt er orđiđ síđan ég gat sýnt svona snilldartakta.
Ég hef náttúrulega mikinn metnađ fyrir Elísu Maries hönd og ég sé hana í anda dansa á sviđi í Ţjóđleikhúsinu ţegar hún hefur aldur til sem primaballerina. Svo söng hún líka afmćlissönginn eins og engill. Hún gćti ţessvegna allt eins orđiđ óperu díva.
Daníel settist í sófann hjá mér og sýndi mér stoltur machintos bílaflotann sinn, alls 5 bíla sem hann keyrđi fram og til baka og upp og niđur sófabakiđ í allskonar beygjum og krókaleiđum á hvínandi hrađa.
Hann verđur örugglega heimsfrćg kappaksturshetja og vinnur stóra sigra. Kannski hann verđi nćsti heimsmeistari í kappakstri.
Jónatan Davíđ afmćlisbarniđ vildi koma til ömmu og sannađi ađ hann er klókur í ţví ađ rađa misstórum plasthringjum í nćstum ţví réttri röđ upp á staut. Svo klappađi hann saman lófunum af hreykni yfir dugnađi sínum.
Mamma hans sagđi mér ađ hann hefđi meira ađ segja nefnt Elísu Marie systur sína međ nafni um daginn.
Ég er klár á ţví ađ Jónatan Davíđ er snillingur ţó hann sé fćddur međ Downs heilkenni. Og svo er hann lítill engill líka.
Jónatan Davíđ verđur ef til vill ekki kappaksturshetja eđa ballettdansari en ég trúi ţví ađ  hann verđi samt sem áđur ţarfur ţjóđfélagsţegn á einhverju sviđi.
Og eitt er pottţétt og mikilvćgast. Ég veit ađ hann verđur alltaf hamingjusamari en flestir ađrir. 
Samt olli fćđing hans, sem átti ađ verđa okkur öllum í fjölskyldunni gleđiefni, sorg á sínum tíma.
Var eiginlega hálfgert reiđarslag. Sérstaklega ţó fyrir móđur hans og föđur en ţau eiga samt, Guđi sé lof, tvö heilbrigđ börn fyrir.
En viđ trúum ţví ađ hver einstaklingur sem fćđist hér á jörđ hafi fyrirfram ákveđiđ hlutverk og ţjóni sérstökum tilgangi. 
Sorgin yfir fćđingu Jónatans Davíđs snerist ţví upp í gleđi og sátt í hjörtum okkar.  
Sátt viđ lífiđ sem birtist okkur í svo margvíslegan myndum líkt og sindrandi neistar frá Guđanna sól og lýsa okkur leiđina heim.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agný

Ég held ađ ţađ sé alltaf einhver tilgangur međ okkur hverjum einstakling, hvort sem viđ komum í ţennan heim heilbrigđ eđa ekki. Ţessir "sérstöku" einstaklingar eru oft ţeir sem kenna manni mest. Allavega finnst mér minn elsti sonur sem er međ asperger syndrome kenna mér oft meira en ég honum.. Til hamingju međ afmćlisbarniđAgný.

Agný, 12.2.2007 kl. 01:02

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

ţakka ykkur fyrir Agný og Guđmundur.

Svava frá Strandbergi , 12.2.2007 kl. 11:31

3 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ţakka ţér fyrir Arna.

Svava frá Strandbergi , 12.2.2007 kl. 17:20

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband