10.2.2007 | 04:07
'Þar sem jökulinn ber við loft'
Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þessvegna er gleðin ekki nauðsynleg''Þar ríkir fegurðin ein ofar hverri kröfu'
Þessi orð skáldsins Halldórs Laxness komu upp í huga mér í dag þegar ég var að velta fyrir mér öllum þessum neikvæðu og sorglegu fréttum sem dynja á okkur í fjölmiðlum og ég nota þessa vatnslitamynd mína til þess að tjá hið fyrirheitna land.
Hverstu langur tími ætli líði uns maðurinn þarf ekki lengur að búa við neinar sorgir og þess vegna verði gleðin honum ekki nauðsynleg?
Ætli það verði nokkurn tíma meðan hann býr á þessari jörð? Ætli við þurfum ekki fyrst að ganga á fjallið (jökulinn) og finna þar Guð okkar áður en hin harðneskjulega jörð sem við höfum skapað okkur sjálf með verkum okkar getur líka fengið hlutdeild í himninum með fegurð og friði meðal okkar jarðar barna.
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Bloggar, Ljóð, Trúmál og siðferði, Vinir og fjölskylda | Breytt 13.2.2007 kl. 13:23 | Facebook
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
Ég er hræddur um að við fáum ekki hlutdeild í himninum meðan við búum á þessari jörð ...
Hlynur Þór Magnússon, 10.2.2007 kl. 04:18
Þakka þér fyrir athugasemdina Hlynur. Já þetta er líklega rétt hjá þér. Stundum óskar maður þess ómögulega.
En mig langar að segja þér að ég er mjög hrifin af skrifum þínum.
Svava frá Strandbergi , 10.2.2007 kl. 04:26
Guðríki er innra með yður sagði nú einhver gaurinn. Á jöklinum er bara skítakuldi.
Sigurður Þór Guðjónsson, 10.2.2007 kl. 04:27
Alltaf í veðrinu, Nimbus! Við finnum ekkert fyrir kulda þegar við erum orðin heilög í andanum.
Svava frá Strandbergi , 10.2.2007 kl. 04:30
Víst getum við átt hlutdeild í himnum á jörðinni. Það eru engar fjarlægðir. Það er bara blekking. En myndin er falleg Guðný. Mjög falleg.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 10.2.2007 kl. 09:26
Þakka þér fyrir að segja að myndin mín sé falleg Katrín. Met álit þitt nefnilega mikils.
Svava frá Strandbergi , 10.2.2007 kl. 12:02
Þakka þér fyrir þitt innlegg Guðmundur minn.
Svava frá Strandbergi , 10.2.2007 kl. 14:23
Þakka þér fyrir það Arna mín. En þetta er nú óþarfa svartsýni hjá þér að þú fáir ekki hlutdeild í nokkru öðru.
Svava frá Strandbergi , 10.2.2007 kl. 18:42
Takk, kæra Guðný Svava. Alltaf skal þér takast að skapa góða tilfinningu og góð hugrenningatengsl. Þetta er ein fallegasta setning á íslensku, að mínu mati, eins og margar úr smiðju Laxness og Þórbergs. Þetta er setning se mér kemur í huga þegar eitthvað bjátar á. Svona eins og sumir hugsa, ja, guðséossnæstur, látum oss biðja.... Það hefur aldrei gefi mér neitt, sorry. Mér finnst í raun og veru svo djúp hugsun í þessari setningu og svo djúp tengslin sem hún veldur, að fá orð ná þar um. Eiginlega segir Nimbus allt sem segja þarf: guðsríki er innra með yður og á jöklinum er bara skítakuldi!!!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.2.2007 kl. 22:48
PS: Það er að verða venjubundið stef hjá mér í þessu nýja umhverfi skoðanaskipta, að ég þarf að segja í post scriptum, - að ég meinti þetta og ég meinti hitt, semsé; í fyrri færslu vantaði stafi og svoleiðis...ææææ, hvað er gífurlega eilíflega erfitt að vera perfeksjónísti en skrifa hratt...og kannski hugsa bara takmarkað...nnnnn....?
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.2.2007 kl. 22:51
Fyrirgefðu, gerði mér ekki grein fyrir alvarleika málsins. Enn og aftur, ætlaði mér ekkert annað en hlutdeild annarra í fegurð heimsins. Allrabestu kveðjur frá mér.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.2.2007 kl. 23:34
Þér er fyrirgefið.
Svava frá Strandbergi , 11.2.2007 kl. 06:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.