19.1.2007 | 01:38
Bóndinn getur orðið súr í bragði...
.. ef ei býðst honum súrmeti í munn.
Það er bóndadagurinn í dag eins og allir vita og Þorrinn byrjaður samkvæmt okkar gamla mánaðatali.
Það er því um að gera að nýta Þorra gamla til þess að raða í sig bráðhollum súrmatnum, það er að segja ef maður hefur efni á þess konar lúxus eða þá lyst til.
Því okkar gamli þjóðlegi matur sem 'hélt þjóðinni gangandi í aldir' eins og segir í Morgunblaðinu er merkilegt nokk orðinn munaðarvara í dag.
Ber þar harðfiskinn hæst, eins og vera ber, á um fimm þúsund krónur kílóið, en hákarlinn fylgir fast á eftir, á krónur fjögur þúsund og sexhundruð kílóið, í bitum það er að segja.
Hvað ætli einn meðalstór hákarl leggi sig þá á í krónum talið í heilu lagi? Mér er spurn?
Það er ekki þar með sagt að mér þyki hákarl góður á bragðið þó hann sé dýr enda verður maður víst að venjast bragðinu, segja menn.
En þar sem alsiða er að drekka íslenskt brennivín með hákarli venst hann víst bara furðuvel að sögn fróðra manna og skyldi engan undra er til virkni brennivínsins þekkir.
En það ku að sögn geta valdið hinum furðulegustu skyn - og bragðvillum og meira að segja hinum neyðarlegustu hegðunarvillum líka.
Get ég þar trútt um talað og um vitnað, því eitt sinn er ég var á þjóðhátíð í Eyjum, er ég var mjög ung stúlka og undir allmiklum áhrifum af okkar fyrrnefnda brennivíni, át ég í óðagoti annað eyrað af sviðakjamma nokkrum.
Hafði ég þó aldrei látið slíkt ljúfmeti inn fyrir mínar varir fyrr en þarna. Sökum þess að mér hafði ætíð orðið hugsað til eyrnamergs (sem mér hugnast ekki til átu) þegar sviðakjammar með eyrum og öllu öðru sem hausum tilheyra, lentu óvart á disknum mínum.
Varð mér ekki um sel er við söguna bættist daginn eftir, að þegar ég hafði lokið við að gæða mér á áðurnefndu eyra með bestu lyst, hefði ég hent öllum afgangnum af svo til óétnum sviðakjammanum inn um næsta opna og upplýsta glugga sem á vegi mínum varð.
Síðan þetta gerðist hef ég ekki getað horft framan í nokkurn ærlegan sviðahaus án þess að skammast mín alveg niður í tær.
Þorramatinn hef ég líka látið algerlega í friði eftir þetta og sömuleiðis passað mig á brennivíninu.
En verði ykkur hinum að góðu.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bloggar, Bækur, Dægurmál, Kvikmyndir, Ljóð, Menning og listir, Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði, Vefurinn, Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði | Breytt 20.1.2007 kl. 05:27 | Facebook
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
-
katrinsnaeholm
-
zordis
-
katlaa
-
jonaa
-
halkatla
-
ormurormur
-
martasmarta
-
steina
-
gudnyanna
-
zoti
-
ragjo
-
diesel
-
estersv
-
alit
-
toshiki
-
kaffi
-
svartfugl
-
jenni-1001
-
laufabraud
-
stormsker
-
svanurg
-
guru
-
ingo
-
lindagisla
-
bjorkv
-
prakkarinn
-
agny
-
bergruniris
-
raggibjarna
-
maple123
-
saethorhelgi
-
vglilja
-
johannbj
-
partners
-
vitinn
-
zeriaph
-
gudrunmagnea
-
birtabeib
-
iador
-
gudrunfanney1
-
ibb
-
kolgrimur
-
skjolid
-
bene
-
coke
-
hux
-
nonniblogg
-
heringi
-
hjolaferd
-
amason
-
joiragnars
-
steinibriem
-
rafdrottinn
-
siggith
-
vefritid
-
ljosmyndarinn
-
poppoli
-
perlaoghvolparnir
-
vitale
-
skordalsbrynja
-
lindalea
-
bidda
-
manisvans
-
scorpio
-
haddih
-
gattin
-
korntop
-
brahim
-
klarak
-
laugatun
-
konur
-
panama
-
sigurfang
-
joklamus
-
valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.5.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk. Nema Brennirinn.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.1.2007 kl. 06:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.