Leita í fréttum mbl.is

Nauðg-um-ferðarbrot

Það lá við að mér væri nauðgað í dag
þegar bíllinn fyrir aftan mig reyndi
að troða sér inn í púströrið hjá mér.

Lifandis skelfing er maður orðin þreyttur á umferðarþunganum í Reykjavík. Ég og vinkona mín vorum fyrir stuttu á leið heim úr vinnunni og það tók heilan klukkutíma að þokast bara eftir Hringbraut og Miklubraut.
Það lá við að bílarnir færu uppá hvern annan á leiðinni, svo hættulega stutt var á milli þeirra í endalausri röðinni, sem náði alla leið frá Háskólasvæðinu og upp í Breiðholt.
Er það kannski tóm steypa hjá mér að það kæmi betur út bæði fjárhagslega - og heilbrigðslega séð, ef járnbrautar eða sporvagnakerfi yrði komið á í Reykjavík, ég bara spyr?
Eitthvað hlýtur það alla vega að kosta okkur að þurfa sífellt að láta endurnýja malbikið á mestu umferðargötunum ár eftir ár því göturnar koma eins og gatasigti á hverju vori undan vetrinum.
Þær þola ekki allan þennan umferðarþunga.
Ég veit það ekki en mér finnst þetta vera eins og að pissa í skóinn sinn, eða þá einna líkast húsverkum sem aldrei taka enda og sem ég þoli alls ekki, að vera sífellt að malbika ofan á malbik.
Svo eru heldur ekki svo litlar framkvæmdirnar sem ráðist er í til þess að allir bílarnir komist nú örugglega leiðar sinnar, í formi allskonar brúa og boga sem bera við himinbláman og er hreinasta sjónmengun að því. 
Svo er tíminn líka alltof dýrmætur til þess að eyða honum í glórulausar bílferðir fram og til baka.
Það er svo margt annað skemmtilegt sem hægt væri að nýta tímann í.
Ekki bætir loftmengunin sem bíldruslurnar framleiða heldur úr skák.
Það er enda engin furða að mengunin sé mikil þar sem nánast hver einasti Reykvíkingur yfir 17 ára aldri á sinn eiginn bíl.
Einn franskur vinur minn sagði mér það að það væri ekki hægt að líkja því saman hversu umferðin væri minni í París heldur en í Reykjavík, sem er þó nokkrum milljónum manna fámennari borg.
Þess vegna held ég því fram að það sem okkur vantar mest hér í Reykjavík sé járnbrautarkerfi.
Þá gætu menn setið og slappað af á leiðinni í vinnuna í stað þess að vera með sífelldar áhyggjur af því hvort næsti bíll ætli að abbast eitthvað upp á þinn eiginn bíl með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

En kæra Guðný hvað með strætóinn okkar gula og glaða?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 20.1.2007 kl. 05:29

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Kæri Heimir hann er bara alltof lengi á leiðinni. Með lest færi maður á augnabliki þá leið sem annars tæki eina klukkustund.

Svava frá Strandbergi , 20.1.2007 kl. 05:31

3 Smámynd: Agný

Það er ekki til neitt sem heitir umferðarmennig ér á landi..því miður..Verum bara alltaf vakandi og setjum okkur í hitt sætið líka ..þá er kanski  séns á þvi að við  breytum rétt...

Agný, 20.1.2007 kl. 06:48

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Já Agný, þetta er víst alveg rétt hjá þér.

Svava frá Strandbergi , 20.1.2007 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband