Færsluflokkur: Ferðalög
4.5.2007 | 14:44
Jökulsporður Þrykk, blek og akrýl
Ferðalög | Breytt 7.5.2007 kl. 11:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.3.2007 | 00:55
Uppstilling í landslagi Vatnslitir Hluti af mynd
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 00:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
11.3.2007 | 04:26
Beinasna er þetta að bakka svona uppá tré
Annars hefðu svona lagaðir hlutir hvergi getað gerst nema á Íslandi því hér eru trén jú akkúrat mátuleg á stærð til þess að hægt sé að bakka uppá þau.
Fyrrverandi mágur minn sem býr í Californiu varð tíðrætt um trén á landinu okkar bláa þegar hann heimsótti okkur manninn minn til Íslands.
Við bjuggum þá uppá Skaga og þar er ekki mikið um stór tré alla vega kallaði Bob mágur öll trén sem hann sá þar, runna en ekki tré.
Á þessum tíma var skógræktar þáttur í sjónvarpinu og það fannst Bob í meira lagi einkennilegt sjónvarpsefni.
Hann kallaði þáttinn 'The Tree Show' og fylgdist ætíð andagtur með þegar sýnt var í shjówinu hvernig ætti að planta pínulitlum trjátítlum sem stóðu varla út út hnefa.
Við reyndum að sýna Bob eins mikið af nágrannasveitunum og tími var til. Meðal annars fórum við með hann í sight seeing tour vítt og breitt um Borgarfjörðinn.
Héldum við að eitthvað myndi honum líka betur við trjágróðurinn þar. En sú von fór fyrir lítið því eftir ferðina sagði hann við mig íhugull á svip.
'It must cost a lot, to pay the guy, who trawels around to cut down all the trees in the country'
Þegar Bob var kominn aftur heim til Californiu sendi hann okkur bréf. Í því stóð m.a.
'When I came home there was a fullgrown Icelandic tree on the front lawn.
But when I let the dogs out one of them stepped on it and killed it.
I immediatly sent the dog to bed, without having any dinner at all'
Love.
Bob
![]() |
Bakkað yfir tré á Skólavörðustíg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.2.2007 | 23:22
Ég verð að fara að heimsækja hana Krúttu....
eins og ég kalla hana Katrínu vinkonu mína. Hún er nýorðin mamma í annað sinn og eignaðist lítinn son sem er örugglega jafn mikið krútt og hún mamma sín.
En ég hef bara því miður ekki ennþá séð litla og stóra krúttið síðan þau urðu mæðgin og litu hvort annað augum í fyrsta sinni.
Kristinn er eldri bróðir litla krúttsins og er að verða fjórtán ára sem er svolítið mikill munur á milli bræðra en það er bara fínt. Ég held nefnilega að Kristinn geti orðið fyrirtaks barnapía þegar fram líða stundir. Alla vega er hann mjög ábyrgðarfullur bróðir segir Katrín krútta mamma hans. Hann má líka vera það því það verður að passa litla krúttið mjög vel svo enginn steli honum, því mamma hans segir að hann sé svo fallegur að hún hafi aldrei séð annað eins.
Því trúi ég líka vel því Katrín krútta vinkona mín er ákaflega falleg kona svo litli krútti á ekki langt að sækja fríðleikann.
Mér finnst svo skrýtið að Katrín krútt sé nýbúin að eignast barn því mér finnst eins og það hafi verið í gær sem við endasentumst upp og niður skógivaxnar brekkurnar við Elliðavatn til þess að finna hentugan stað til þess að mála á.
Endasentumst er kannski fullmikið sagt því við vorum með trönur og stóla og málningardót og nesti og myndavélar, já og okkur sjálfar.
Við vorum því orðnar ansi þreyttar þegar við loks römbuðum á dásamlegan stað út á ystu brún á smáhæð sem hallaði snarbratt niður að stóru og stæðilegu grenitré.
Við settum upp trönurnar og svo máluðum við og máluðum og máluðum eins og snarbrjálaðir listamenn. Myndirnar okkar voru samt mjög ólíkar þó þær væru af sama útsýninu, enda erum við Ka
trín mjög ólíkar hvor annarri.
Mér fannst Katrínar mynd miklu betri en mín þegar ég teygði mig út á hlið til þess að skoða hana. Varð mér svo mikið um þessa uppgötvun að ég kollsteyptist af mínum stóli og rúllaði síðan niður alla brekkuna þar til ég loks stöðvaðist á grenitrénu sem áður var minnst á.
Katrínu datt ekki til hugar að hjálpa mér enda var hún ekki vitund hrædd um mig. Það komst engin hræðsla að í hennar fallega haus því hún hló svo mikið að þessarri skyndilegu rússíbana ferð minni fram af hæðarbrúninni.
Ég lét fall mitt mér að kenningu verða og hætti að mála en tók mynd af Katrínu krúttu í staðinn þar sem hún sat við trönurnar og málaði, auðvitað.
Ljósmyndin varð allavega góð, svo góð að ég sættist á það að Katrín væri bara svona miklu klárari með olíulitina heldur en ég.
Það rann upp fyrir mér seinna af hverju myndin af Katrínu krúttu vinkonu minni varð svona góð.
Það var vegna þess eins og hún sagði mér seinna að þá var litla krúttið hennar þegar byrjað að vaxa inni í henni.
Sjáiði bara hvað myndin er flott eins og ég sagði. Svo verð ég bara að fara að drífa mig á næstu dögum að sjá litla krúttið hennar Katrínar vinkonu, krúttu minnar.
Grease Babies
http://members.shaw.ca/anabw/grease.htm
Ferðalög | Breytt 15.2.2007 kl. 15:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2007 | 17:25
Hún hefur bara verið algjörlega 'út úr heiminum'
En á þessu augnabliki með hausinn oní skálinni afrekaði hann að kvænast þar góðri konu, koma sér upp arðbæru verslunar fyrirtæki, eignast fjöldann allan af börnum og deyja svo á endanum í hárri elli á sömu stundu og hann kom með höfuðið úr kafi.
![]() |
Tók vitlausa rútu og tafðist um 25 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
2.2.2007 | 03:00
Tító sneri á Dauðann og mig.
Ég sit hérna og blogga, með Tító í kjöltunni að vanda, Guði sé lof fyrir það, því í dag hélt ég að hann væri að deyja
Hann kastaði svolítið upp í gærkvöldi, svo lítið, að ég tók varla eftir því. En seinnipartinn í dag virtist hann vera orðinn fárveikur og ældi hvað eftir annað út um öll gólf.
Ég var þess fullviss að nú ætti hann skammt eftir ólifað þar sem hann hefur verið nýrnaveikur allt sitt líf, svo ég hringdi í móðursýkiskasti í dýralækninn sem þekkir hann best.
Dýralæknirin sagði að skyldi koma með Tító svo hægt væri að skoða hann og athuga hvað væri að.
Þessi orð hefur hún sagti u.þ.b. tíu þúsund sinnum áður við mig þegar ég hef hringt vegna hans og alltaf hef ég hlýtt henni.
En fyrst hef ég þurft að elta Tító út um alla íbúð, því hann finnur alltaf á sér þegar fara á til dýralæknis, troðið honum svo grenjandi inn í teppið sitt, borið hann síðan þannig niður tröppurnar svo allir í stigaganginum opna dyrnar til að gá hvað gangi á og svo loks út í bíl sem sonur minn keyrir okkur í beint upp á Dýraspítala.
Tító hefur gengið í gegnum ótal blóðprufur sem sýna sí versnandi ástand á blóðinu hans. Æ meira þvag og eiturefni í því, sem veldur ógleði, þorsta og tannskemmdum enda er búið að draga úr honum fimm tennur. Nú má ekki svæfa hann oftar, því síðast þegar hann svæfður hætti hann að anda.
Kannski finnst einhverjum að ég sé eigingjörn að halda Tító á lífi og ég hef meira að segja spurt dýralækninn að því hvort ég sé það, en hún blæs bara á það. Hún segir að Tító sé ekkert sérlega slæmur til heilsunnar af svona hreinræktuðum ketti að vera. Hann sé ekki einu sinni kominn fast á stera ennþá.
En í þetta skipti gat ég ekki fengið af mér að láta Tító ganga einn einu sinni í gegnum óttann við dýralækninn og sprauturnar og öll ógnvekjandi dýrin á spítalanum.
Ég tók hann í fangið, lagðist með hann í sófann og lét höfuð hans hvíla í handarkrika mínum.
Svona sofnaði hann og stundi mikið í svefninum.
Ég horfði á fallega andlitið hans og bjóst við dauða hans á hverri stundu og tárin læddust niður kinnar mína. En ég huggaði mig við það að hann væri ekki hræddur á dauðastundu sinni, því hann væri hjá mér sem elskaði hann út af lífinu.
Öðru hvoru opnaði hann samt augun til að gá hvort ég væri ekki örugglega þarna enn þá og ég strauk honum þá um höfuðið og sagði honum að ég elskaði hann.
Meira að segja Gosi graðnagli skynjaði hátíðleika þessarrar stundar og kom upp í sófa til okkar og malaði í eyrun á mér og Tító til skiptis.
Svo leið og beið og sífellt virtist draga meira af Tító því hann hrærði hvorki legg né lið lengur og ég var orðinn þess fullviss að nú væri búinn að gefa upp öndina.
Loks mundaði ég titrandi vísifingur minn, með tárin í augunum, til þess að signa Tító sálugan, en þegar fingurinn snerti enni hans opnaði hann bláu augun sín og geyspaði síðan ógurlega.
Svo stökk hann léttilega niður úr sófanum en ég fylgdist með honum furðulostin og enn með fingurinn á lofti, þar sem hann stökk upp á eldhúsborðið og fór að leita sér að leikfangi í einum opnum efri skáp.
Síðan hefur hann ekki stoppað það sem eftir var dagsins, fyrr en nú þegar hann lagðist í kjöltu mína við tölvuna.
En ég ætla að reyna að láta mér þetta að kenningu verða og hætta þessarri móðursýk og fara að trúa því sem sagt er, að kettir hafi virkilega níu líf.
Ferðalög | Breytt 6.2.2007 kl. 01:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
31.1.2007 | 00:00
Réttindalaus, beltislaus og númeralaus.....

![]() |
Réttindalaus og beltislaus á númerslausum bíl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.1.2007 | 05:11
Nauðg-um-ferðarbrot
Það lá við að mér væri nauðgað í dag
þegar bíllinn fyrir aftan mig reyndi
að troða sér inn í púströrið hjá mér.
Lifandis skelfing er maður orðin þreyttur á umferðarþunganum í Reykjavík. Ég og vinkona mín vorum fyrir stuttu á leið heim úr vinnunni og það tók heilan klukkutíma að þokast bara eftir Hringbraut og Miklubraut.
Það lá við að bílarnir færu uppá hvern annan á leiðinni, svo hættulega stutt var á milli þeirra í endalausri röðinni, sem náði alla leið frá Háskólasvæðinu og upp í Breiðholt.
Er það kannski tóm steypa hjá mér að það kæmi betur út bæði fjárhagslega - og heilbrigðslega séð, ef járnbrautar eða sporvagnakerfi yrði komið á í Reykjavík, ég bara spyr?
Eitthvað hlýtur það alla vega að kosta okkur að þurfa sífellt að láta endurnýja malbikið á mestu umferðargötunum ár eftir ár því göturnar koma eins og gatasigti á hverju vori undan vetrinum.
Þær þola ekki allan þennan umferðarþunga.
Ég veit það ekki en mér finnst þetta vera eins og að pissa í skóinn sinn, eða þá einna líkast húsverkum sem aldrei taka enda og sem ég þoli alls ekki, að vera sífellt að malbika ofan á malbik.
Svo eru heldur ekki svo litlar framkvæmdirnar sem ráðist er í til þess að allir bílarnir komist nú örugglega leiðar sinnar, í formi allskonar brúa og boga sem bera við himinbláman og er hreinasta sjónmengun að því.
Svo er tíminn líka alltof dýrmætur til þess að eyða honum í glórulausar bílferðir fram og til baka.
Það er svo margt annað skemmtilegt sem hægt væri að nýta tímann í.
Ekki bætir loftmengunin sem bíldruslurnar framleiða heldur úr skák.
Það er enda engin furða að mengunin sé mikil þar sem nánast hver einasti Reykvíkingur yfir 17 ára aldri á sinn eiginn bíl.
Einn franskur vinur minn sagði mér það að það væri ekki hægt að líkja því saman hversu umferðin væri minni í París heldur en í Reykjavík, sem er þó nokkrum milljónum manna fámennari borg.
Þess vegna held ég því fram að það sem okkur vantar mest hér í Reykjavík sé járnbrautarkerfi.
Þá gætu menn setið og slappað af á leiðinni í vinnuna í stað þess að vera með sífelldar áhyggjur af því hvort næsti bíll ætli að abbast eitthvað upp á þinn eiginn bíl með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 05:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.1.2007 | 01:18
Freistingar fyrrverandi stórreykingakonu
Ég skoppaði út í búð í dag á nýju skaflajárnunum mínum, nei annars mannbroddar heitir þetta víst. En ég hef svona síðustu ár of t verið eitthvað einkennilega hrædd við það að detta í snjó og hálku og fjárfesti því nýlega í þessum bráðnauðsynlegu en nauðaljótu mannbroddum.
Annars var svo sem engin hálka í dag en nóg var aftur á móti af sköflunum.
Satt að segja hafði ég ekki farið út úr húsi alla helgina heldur legið yfir því að teikna og lesa. Nú og svo náttúrulega tölvunni minni, sem Tító kötturinn minn hatar, af því hann heldur að ég elski hana heitar en hann.
Ég notaði tækifærið og heimsótti vinkonu mína á leiðinni heim úr Bónus. Hún bauð mér upp á kaffi sem ég þáði með þökkum. En þegar hún dró upp sígarettupakka og kveikti sér í einni var ég fljót að finna afsökun til þess að koma mér út. Ég er ekki svona fanatísk heldur svona tæp. Því þó að ég hafi hætt að reykja 10. október á afmælisdegi systkina minna, tvíburanna blessaðra, þá má ég varla sjá sígarettu án þess að langa til að hrifsa hana til mín og svæla henni svo oní mig. Því hef ég passað vel upp á það að eiga aldrei sígarettur og líka að fara aldrei aftur inn í reykingakompuna í vinnunni.
Annars er ég búin að vera afskaplega dugleg í tóbaksbindinu en því miður hef ég líka verið iðin við það að narta í mat á milli mála. Mér varð það ljóst þegar ég brá mér á útsölu fljótlega eftir áramótin að þessi nýtilkomni ávani minn, hafði haft mjög svo óæskilegar afleiðingar í för með sér. Ég þurfti nebbnilega tveimur númerum stærra í fatnaði en áður.
En ég hugsaði með mér þarna í búðinni þegar það rann upp fyrir mér að ég hafði blásið svona út, að það væri miklu skárra að vera smá feit heldur en bráðfeig og keypti mér svo með góðri samvisku glæsilegan leðurjakka eins og mig hefur alltaf langað svo í. Ég hafði auðvitað efni á að kaupa svona flottan jakka, af því að ég var hætt að reykja. Ég keypti mér meira að segja tvær blússur og eina meiriháttar peysu líka, í sömu búðinni.
Já það segir fljótt til sín að maður/kona hefur meiri peninga milli handanna þegar hætt er að reykja. Þess vegna flýtti ég mér út frá vinkonu minni í dag því ég hef engan áhuga á því
að fara að reykja aftur með tilheyrandi bronkítis og jafnvel lungnabólgu og síðast en ekki síst blankheitum.
En við vinkona mín ætlum saman í bíó á morgun og ég ætla ekki með henni þegar hún fer út til þess að reykja í hléinu.
ps. Ég byrja í líkamsrækt á miðvikudaginn.
Ferðalög | Breytt 17.1.2007 kl. 17:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2007 | 14:30
Samfylkingin hefur ekkert erindi í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum
Nú er óðum að styttast í kosningar aðeins rúmir 100 dagar 'to go' . Samfylkingin hefur látið í veðri vaka að hún hafi áhuga á ríkisstjórnar samstarfi með Sjálfstæðisflokknum. En ég held að það myndi hafa skelfilegar afleiðingar fyrir Samfylkinguna að stíga það spor því með tímanum myndi hún lenda í fyrrum hlutverki Framsóknar í stjórnarsamstarfinu.
Hún yrði í minnihluta í ríkisstjórn og Sjálfstæðisflokkurinn myndi eins og í tíð Framsóknar einfaldlega verða áfram einráðir á valdastóli og valta yfir Samfylkinguna eins og Framsókn fyrrum.
Við ágætu landsmenn eigum það einfaldlega ekki skilið að fá aðra svipaða stjórnarsamsteypu og Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að vera allt of lengi við stjórnvölinn og tími til kominn að vinstrisinnaður flokkur fái tækifæri til þess að mynda ríkisstjórn.
Það væri miklu betri kostur fyrir Samfylkinguna að leita til einhverra þeirra minni flokkanna sem mest fylgi hafa á eftir henni til þess að mynda ríkisstjórn.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 14:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
-
katrinsnaeholm
-
zordis
-
katlaa
-
jonaa
-
halkatla
-
ormurormur
-
martasmarta
-
steina
-
gudnyanna
-
zoti
-
ragjo
-
diesel
-
estersv
-
alit
-
toshiki
-
kaffi
-
svartfugl
-
jenni-1001
-
laufabraud
-
stormsker
-
svanurg
-
guru
-
ingo
-
lindagisla
-
bjorkv
-
prakkarinn
-
agny
-
bergruniris
-
raggibjarna
-
maple123
-
saethorhelgi
-
vglilja
-
johannbj
-
partners
-
vitinn
-
zeriaph
-
gudrunmagnea
-
birtabeib
-
iador
-
gudrunfanney1
-
ibb
-
kolgrimur
-
skjolid
-
bene
-
coke
-
hux
-
nonniblogg
-
heringi
-
hjolaferd
-
amason
-
joiragnars
-
steinibriem
-
rafdrottinn
-
siggith
-
vefritid
-
ljosmyndarinn
-
poppoli
-
perlaoghvolparnir
-
vitale
-
skordalsbrynja
-
lindalea
-
bidda
-
manisvans
-
scorpio
-
haddih
-
gattin
-
korntop
-
brahim
-
klarak
-
laugatun
-
konur
-
panama
-
sigurfang
-
joklamus
-
valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar