Færsluflokkur: Menning og listir
25.8.2007 | 02:02
Draumur stóðhestsins Blek
Fallegur verður folinn minn,
fold og himinn smíða hann,
jörðin gefur gróður sinn,
geislar litum prýða hann.
Jón Þorsteinsson, Arnarvatni
20.8.2007 | 18:23
Lag gert við ljóðið mitt 'Huggun', sem er um hann Tító minn
Ég fékk skemmtilega upphringingu frá ungum manni, Halldóri nokkrum, náði ekki eftirnafninu. Hann sagðist hafa gert lag við ljóðið 'Huggun' , sem ég gerði um hann Tító minn og birti hér á blogginu mínu. Hann sagði að hann hefði gert lagið í febrúar því ég hefði birt ljóðið fyrst þá á blogginu.
Ég var náttúrulega búin að steingleyma því að ég hefði birt ljóðið hérna áður. Við töluðum heillengi saman, mest um dýrin okkar, en hann á bæði kött og hund. Ég sagði honum að það hefði verið gert lag við ljóð eftir mig áður, en það ljóð heitir 'Ský' og sá sem gerði lagið hefði sungið það með textanum mínum, opinberlega. Það var einhver tónlistarkennari sem gerði það lag og hann hringdi í mig á sínum tíma til þess að segja mér frá þessu. Hann ætlaði að senda mér lagið með söng sínum, en það varð nú aldrei neitt af því. Ef þessi tónlistarkennari les þetta blogg, sendir hann mér kannski upptöku af sönglaginu 'Ský' eftir allt saman.
Halldór lofaði að senda mér lagið sitt við 'Huggun' og ætlar kannski líka að gera lag um Skýið. Hann spurði hvar hann gæti nálgast það og ég benti honum á það.
Svo gáfum við hvort öðru netföngin okkar og nú bíð ég spennt eftir laginu hans Halldórs, um Títólinginn minn.
Tító minn verður þá kannski ódauðlegur eftir allt saman, ef lagið verður þekkt. Jibbý, jibbý, jei!
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
14.8.2007 | 01:08
Skinfaxi heitir, er inn skíra dregur
10.8.2007 | 01:05
Blues
Aftur á móti hef ég verið dugleg hérna heima við, svo sem að taka til og endurbæta ýmislegt í íbúðinni minni. En það er ekki nóg. Svo í dag birti til því vinkona mín, mamma hennar og ég fórum saman á Magma, hönnunarsýninguna á Kjarvalsstöðum og kíktum líka inn á litla Kjarvalssýningu á staðnum.
Mér fannst margt skemmtilegt að sjá á hönnunarsýningunni, en það sem lyfti mér í hæstu hæðir var lítil mynd eftir meistara Kjarval. Þessi mynd var eins og opinberun, svo allt öðruvísi en allar aðrar myndir sem ég hef séð eftir meistarann og eru allar myndir hans þó fullkomnar.
Það stóð við myndina að hún væri ókláruð, en mér fannst hún vera fullkomin. Mér finnst svo skrýtið að þegar ég sér mikil listaverk að þá bókstaflega drekk ég þau í mig með augunum. Ég finn greinilega tilfinninguna í augunum þegar augað nemur myndina og eins og sýgur hana í sig og alveg upp í heila og þaðan dreifist upplifunin út um allan líkamann.
Þessu fylgir ólýsanleg unaðstilfinning og mér finnst eins og ég gangi inn í myndina og komist í einhvers konar ' rúss' eða sæluvímu. Nú þegar ég sit hér við tölvuna hugsa ég um þessa mynd og hversu mikla gleði og birtu hún veitti mér með látlausri fegurð sinni og ég ég fer að sofa fullviss um það, að það muni birta fljótlega til í lífi mínu líka.
8.8.2007 | 22:20
The Beach Life is Hot in Iceland
Það væri munur ef strandlífið væri svona fjörugt hér á Íslandi eins og það er hjá þessum hvítabjörnum. Líklegt er að með vaxandi hita á jörðunni getum við mannfólkið hér á landi skemmt okkur við sjóböð í hlýjum sjó í framtíðinni.
Aftur á móti má búast við því, þegar þar að kemur, að hvítabirnir verði útdauðir vegna bráðnunar á Grænlandsísnum. Og ekki bara þeir, heldur fjöldi annarra dýrategunda, ef svo heldur fram sem horfir, en vonandi tekst að snúa þessari óheillaþróun við svo bæði menn og skepnur geti notið lífsins á plánetunni okkar, Jörð.
31.7.2007 | 20:06
Haust Ljóð og mynd, þrykk.
klufu loftið
í oddaflugi yfir fölbleikt engið

og gullin lauf trjánna
svifu mjúklega til
jarðar
eins og dúnn
undan ljósum
væng.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
25.7.2007 | 03:09
Ævintýri í skóginum Þrykk og blek
18.7.2007 | 01:46
Sólarhringarnir mínir Acryllitir
Sólarhringarnir mínir líða einn af öðrum og fyrr en varir er komið haust og vetur. Það eru heitir og sólríkir dagar og ljúfar og bjartar nætur.
Í byrjun ágúst verður nóttin orðin aldimm og það birtir ekki fyrr en klukkan fjögur að morgni. Í ágústbyrjun hefst fjörið á þjóðhátíð í Eyjum þar sem sólarhringarnir renna saman í eitt samfellt ævintýri. Bálið brennur á Fjósakletti og ástarblossarnir loga í ástföngnum hjörtum.
Ég hef farið á ótal þjóðhátíðar og hver og ein þeirra var líkt og einstök saga út af fyrir sig.
Oftast kom ástin, við sögu í þessum sögum, stundum heilög í ungum brjóstum, en einnig í meinum og sú er ástin heitust sem er bundin meinum. 'Er því best að unna ekki neinum', segir vísan.
En ég er ekki á sama máli, því það er betra að hafa elskað og misst, en að hafa aldrei elskað.
Enn trúi ég á ástina og að hún eigi eftir að verða á vegi mínum enn á ný. Kannski ekki endilega á þjóðhátíð úti í Eyjum, heldur allt eins bara úti í bakaríi eða í líkamsræktinni. Ég veit að ''hann er þarna úti einhvers staðar og bíður eins og ég.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 01:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
17.6.2007 | 21:55
Stafar sól á vatnið Vatnslitir
15.6.2007 | 09:24
Gullkorn Vináttan. Í FJARLÆGÐ
Hvort sem við erum einmana, sjúk eða ráðvillt fáum við umborið það allt ef við aðeins vitum að við eigum vini-jafnvel þótt þeir geti ekki hjálpað okkur. Það nægir að vita að þeir eru til. Hvorki fjarlægð né tími, fangavist né stríð, þjáning né þögn megnar að slá fölskva á vináttuna. Við þær aðstæður festir hún einmitt dýpstar rætur. Upp af þeim vex hún og blómgast.
Pam Brown f. 1928.
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
-
katrinsnaeholm
-
zordis
-
katlaa
-
jonaa
-
halkatla
-
ormurormur
-
martasmarta
-
steina
-
gudnyanna
-
zoti
-
ragjo
-
diesel
-
estersv
-
alit
-
toshiki
-
kaffi
-
svartfugl
-
jenni-1001
-
laufabraud
-
stormsker
-
svanurg
-
guru
-
ingo
-
lindagisla
-
bjorkv
-
prakkarinn
-
agny
-
bergruniris
-
raggibjarna
-
maple123
-
saethorhelgi
-
vglilja
-
johannbj
-
partners
-
vitinn
-
zeriaph
-
gudrunmagnea
-
birtabeib
-
iador
-
gudrunfanney1
-
ibb
-
kolgrimur
-
skjolid
-
bene
-
coke
-
hux
-
nonniblogg
-
heringi
-
hjolaferd
-
amason
-
joiragnars
-
steinibriem
-
rafdrottinn
-
siggith
-
vefritid
-
ljosmyndarinn
-
poppoli
-
perlaoghvolparnir
-
vitale
-
skordalsbrynja
-
lindalea
-
bidda
-
manisvans
-
scorpio
-
haddih
-
gattin
-
korntop
-
brahim
-
klarak
-
laugatun
-
konur
-
panama
-
sigurfang
-
joklamus
-
valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar