Færsluflokkur: Bloggar
Ég hafði ekki hugmynd um að Pollock væri til en datt það sama í hug og honum að setja efnið á gólfið og hella litunum yfir. Myndlistarkennarinn í skólanum var hrifinn af myndinni og hún fór á skólasýninguna um vorið. Flestir krakkanna gerðu grín að myndinni og kölluðu hana klessuverk og ég fór grenjandi heim. Svona er að vera vitlaus persóna á vitlausum stað á vitlausum tíma. En það er kannski ekki of seint að segja eins og Jóhanna Sigurðardóttir. ' Minn tími mun koma'!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
29.5.2007 | 00:24
Ég ætla að selja
Ég ætla að selja íbúðina mína á þriðju hæðinni í blokkinni og kaupa íbúð á jarðhæð með garði og helst sérinngangi, já og allra helst í tvíbýlishúsi .
Ég er búin að sjá það að það þýðir ekkert að vera að streðast við að labba þessa löngu stiga dag eftir dag svona slæm í bakinu. Svo langar mig í minn eiginn garð aftur til að dunda í, í friði og sjá hann vakna til lífsins á hverju vori.
Það er verst ef blessaðir innikettirnir mínir sleppa út og lenda undir bíl. En það er alltaf áhætta sem fylgir öllu. Svo er ég ekki svo viss um að þeir þori út eftir að hafa lifað inni í íbúð, annar í tæp níu ár og hinn fimm ár.
Það er líka alveg nóg fyrir mig að búa í þriggja herbergja íbúð, fjögur herbergi er fullmikið fyrir mig eina og tvo ketti. En ég verð að kaupa þriggja held ég til þess að hafa eitt vinnuherbergi til að mála og teikna í.
Ég hef skánað í bakinu og fætinum sem betur fer af því börnin mín hafa farið út í búð fyrir mig og ég ekki þurft að labba stigana með þunga poka. Kannski þarf ekkert að skera mig eftir allt saman. Ég er líka orðin leið á að labba stigana því það tekur mig óratíma að ganga upp oo niður bara eina tröppu í einu.
Nú er ég búin að fá úthlutað ferðaþjónustu og get farið að endasendast út um allar jarðir í heimsóknir og fleira og svo náttúrulega sjúkraþjálfunina. Þarf ekki lengur að taka rándýra leigubíla. Verst að ég get ekki keypt mér bíl því ég hef aldrei þorað að keyra í henni Reykjavík.
Ég ætla að hrngja í taugaskurðlækninn á morgun og sjá hvað hann segir, hvort hann ætli að skera mig eður ei.
Góða nótt öllsömul.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
22.5.2007 | 08:57
Ekki fór vel fyrir mér, mig langar til þess að garga!!
Ég komst ekki til Kanarí í nótt. Ég ofgerði mér á því að taka aðeins til í íbúðinni til þess að koma að henni hreinni þegar ég kæmi heim og svo var allt stússið við að pakka niður. Ég með mína kölkun í hryggnum og þrýsting á mænuna þoldi ekki ekki þessa smátiltekt, enda er venjulega allt í drasli hjá mér.
Ég fór að leggja mig klukkan hálf eitt og átti að vakna hálf fimm til að fara upp á völl. Ekki get ég sagt að ég hafi sofnað. Bakið á mér logaði og taugaverkurinn niður í vinstri fót var svo sár að ég bar varla af mér. Ég tók hverja parkódín forte töfluna á eftir annarri en hafði ekkert upp úr því annað en liggja í svitabaði í rúminu.
Ég hef aldrei lent í öðru eins og kom ekki dúr á auga fyrir kvölum. Ég sá svo fram á það að svona af sér gengið hró eins og ég myndi aldrei í ofanálag þola fimm til sex klukkutíma flug.
Mig langar að garga! Ég var náttúrulega búin að kaupa gjaldeyri, borga ferðina, búin að pakka öllu niður, íbúðin hrein og fín og hlakkaði til að fara. En svona fór um flugferð þá.
Nú er það eina von mín að fá læknisvottorð svo ég fái endurgreidda ferðina. Ég sé ekki fram á að komast til útlanda framar nema að ég verði skorin upp eins og til stóð. Eða þá að biðja einhverja aðra að koma íbúðina í sæmilegt lag til að skilja við hana í smátíma og pakka svo niður fyrir mig.
En Tító er glaður, hann vældi svo mikið í gærkvöldi því hann fann á sér að ég var að fara. Nú liggur hann og sefur eins og engill.
En það er annað sem mig langar til að víkja að. Ég hef ein séð um að hugsa um garðinn hérna við stigaganginn og meira en það því allt sem í honum er af gróðri hef ég kostað og plantað niður með leyfi hinna eigendanna.
Svo slæ ég grasið vikulega á hverju sumri og fæ vinsamlegast borgað fyrir það, klippi kantana á beðunum og reyti arfa.
En nú er garðurinn allt í einu orðinn að parkeringsplássi fyrir einn tjaldvagn sem er haganlega ýtt langt inn á miðja grasflötina.
Ég tók mig til um daginn og ýtti helvítis vagninum í bílastæðið mitt þar sem ég á engan bíl en daginn eftir var tjaldvagninn kominn inn í miðjan garð aftur.
Hver andskotinn er eiginlega að þessu fólki veit það ekki að þetta er ólöglegt? Það þarf samþykki meiri hluta íbúa stigagangsins til þess að eitthvað ákveðið svæði sé notað til annars en því er ætlað.
Ég ætti að vita það því ég er meðlimur í Húseigendafélaginu. Hvað get ég gert? Ég veit ekkert hver á þennan fjandan tjaldvagn, á ég að labba á milli íbúða í húsinu og spyrja fólk hvort það eigi þennan andskota og biðja það vinsamlegast að færa hann?
Hvað ef fólkið bregst hið versta við á ég þá að tala við Húseigendafélagið? Svo er bílastæðið mitt alltaf upptekið, þó svo að ég noti það ekki þá væri nú hægt að biðja um leyfi og svo geta gestir sem til mín koma ekki lagt bílunum sínum.
Ég er rosalega útúr pirruð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
20.5.2007 | 15:55
Elsta barnið, sönn dæmisaga handa trúlofuðum stúlkum
Yngsta barnið var átta mánaða stelpa svo átti ég tvíbura, sták og stelpu sem voru rúmlega einsoghálfs árs og svo var elsta barnið, þrjátíuogeins árs gamall strákur.
Það var engin smávinna að koma matnum oní alla þessa krakka.
Ég var líka farin að hafa áhyggjur af því að þrjátíuogeins árs barnið hlyti að vera eitthvað misþroska, því ég vissi til þess að börn á fertugsaldri voru almennt farin að borða sjálf.
Það hlaut því að vera eitthvað meira en lítið bogið við þennan elsta strák minn. Satt að segja var ég líka orðin dauðþreytt á því að mata allan þennan krakkaskara. Ég hafði varla tíma til þess að borða nokkuð sjálf og þess utan voru krakkaskammirnar svo matgráðug að það var aldrei agnarögn eftir handa mér, þegar þau voru loksins búin að ljúka sér af.
Ég ákvað því að gera tilraun með að hætta að mata elsta strákinn og tékka á því hvort hann gæti ekki bjargað sér smávegis sjálfur. Mér fannst þetta reyndar dálítið grimmdarlegt af mér en eitthvað varð ég að taka til bragðs til þess að ýta undir þroska ósjálfbjarga ungans míns. Ekki myndi hann eiga sér viðreisnar von í lífinu ef það þyrfti alltaf að mata hann.
En litli púkinn var ekki eins ósjálfbjarga og hann vildi vera láta. Hann laumaðist til þess að stela af matarpeningunum og læðupokaðist svo út í sjoppu og keypti sér pulsu og kók.
Ég varð eiginlega ekkert ill út í hann í fyrstu því gleðin yfir því hve úrræðagóður hann virtist vera þegar á reyndi yfirgnæfði reiði mína. Þó var ég svolítð óánægð með það að hann skyldi ekki bjóða systkinum sínum með sér, fyrst hann stóð í essu á annað borð. Nóg tók hann allavega af peningum, því peningakrukkan var alltaf hálftóm eftir hann.
En illu heilli komst það upp í vana hjá blessuðum drengnum að fara einn út að borða. Hann hélt áfram að stela af matarpeningunum svo ég átti nánast aldrei eftir neina aura fyrir mat handa aumingja yngri börnunum.
Ég varð sífellt óánægðari með hann. Þó ég verði nú að játa það, að innst inni var ég svolítið stolt af stráknum yfir því að hafa mannast svo mikið að hafa nú loksins orðð vit á þvi að næra sig sjálfur, þó svo að óneitanlega kæmi það niður á yngri systkinum hans.
Einn góðan veðurdag tilkynnti hann mér svo að hann ætlaði að flytja út. Nú vissi hann hvernig ætti að fara að því að borða hjálparlaust og hann gæti því örugglega komið sér áfram í lífinu án minnar aðstoðar.
Svo nú þarf ég aðeins að mata þrjú börn á matmálstímum og það er ekki hægt að neita því að borðhaldið er mér miklu auðveldara en áður því það munar alveg órtúlega mikið um þann elsta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.5.2007 | 23:05
Gullkorn
Ef ekkert regn væri myndi sólin ekki skína svo skært, ef engin nótt væri myndi dagurinn missa ljóma sinn og til þess er sorgin að við metum gleðina réttilega.
Höf. óþekktur.
Bloggar | Breytt 20.5.2007 kl. 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.5.2007 | 23:16
Heimsókn
Ég fór að heimsækja son minn og tengdadóttur í dag með systur minni. Ég var með síðbúna afmælisgjöf með mér til Elísu Marie sem varð sex ára síðastliðinn laugardag en ég komst ekki í afmælið hennar. Ég gaf henni skólatösku í afmælisgjöf, bleika að sjálfsögðu. Hún fer í sex ára bekk í Landakotsskóla næsta vetur. Hún var bara ánægð með töskuna og sýndi mér líka stolt pennaveski sem hún hafði fengi í afmælisgjöf frá frænda sínum.
Bróðir hennar hann Daníel var dálítið afbrýðisamur yfir afmælisgjöfinni en hann er fimm ára og fer líka í sama skóla og systir hans næsta vetur. Í Landakotsskóla byrja börnin fimm ára í skóla. Þau munu koma til með að læra ensku og frönsku í fyrstu bekkjunum í skólanum. Það er aldeilis munur þá verða þau talandi á fjórum tungumálum íslensku, filippísku, ensku sem þau kunna fyrir og svo frönsku. Það ætti aldeilis að verða eitthvað úr þeim blessuðum börnunum.
Við fengum kaffi og horfðum svo á þátt í sjónvarpinu um börn með Downs heilkenni en yngsti bróðir þeirra Jónatan Davíð tveggja og hálfs árs fæddist með það heilkenni. Hann talar ekki mikið en er því betri í táknmáli og sagði meðal annars amma á táknmáli. Ég ætla að ná í bók um táknmál á bókasafninu og læra þetta aðal mál hans Jónatans litla sonarsonar míns.
Nú get ég heimsótt barnabörnin oftar því þau eru flutt hérna í nágrennið og ef ég get ekki labbað til þeirra út af hnénu og bakinu þá tek ég bara leigubíl
Hérna er mynd af Elísu Marie þegar hún var þriggja ára.
Bloggar | Breytt 20.5.2007 kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
15.5.2007 | 22:23
Nornin
Óla hrökk upp með andfælum, hún hafði sofnað út frá sjónvarpinu að venju. Hún var alein í stofunni. Jónsi löngu kominn upp í rúm án þess að hafa fyrir því að vekja hana. Hún var sársvöng í enn einum megrunarkúrnum og nú æpti magi hennar á eitthvað sætt, helst súkkulaði, hún var sjúk í súkkulaði. Hún varð að fá súkkulaði núna strax! Skítt með þennan vonlausa megrunarkúr hugsaði hún ergileg.
Hún nennti ekki út í sjoppu svo henni datt í hug að vekja Jónsa eins og svo oft áður. Hann var ekki óvanur því að endasendast fyrir hana þegar sætindalöngunin náði tökum á henni, en svo áttaði hún sig á því að komið var fram yfir miðnætti og löngu búið að loka helvítis sjoppuholunni á horninu.
Hún gæti náttúrulega pantað leigubíl og sent bílstjórann í einhverja næturbúllu eftir súkkulaði. Hún hafði gert það nokkrum sinnum en nú veigraði hún sér við því þar sem stúlkan á stöðinni hafði verið svo dónaleg síðast þegar hún hringdi. Hún hafði spurt hana í hæðnistón hvort leigubílstjórinn ætti virkilega bara að kaupa eitt súkkulaði stykki.
Óla hafði fokreiðst. Hvern fjandann var þessi stúlkukind að skipta sér af því hvað leigubílstjórarnir keyptu fyrir kúnnana. Það kom henni ekki nokkurn skapaðan hlut við. Hún hafði hellt sér yfir þessa óforskömmuðu glyðru og skellt svo á hana og nú þorði hún ekki fyrir sitt litla líf að hringja oftar.
Óla ranglaði fram í eldhús og leitaði í öllum skápum að súkkulaðibita en þar var ekkert að finna. Það var ekki einu sinni til Nesquick eða smá súkkulaðbúðingur hvað þá meira. Hún var orðin ösku þreifandi ill út í Jónsa. Hún hafði vonað innst inni að hann hefði keypt súkkulaði. Hann gerði það stundum án þess að hún bæði hann um það, sérstaklega þegar hún var í megrun, svo fékk hann alltaf óbótaskammir þegar hún var búin að gleypa í sig góðgætið.
Þú vilt bara að ég sé feit sagði hún ætíð við hann eftirá ásamt ýmsu öðru ljótu og fór svo að hágráta.
Jónsi vissi ekki lengur hvað sneri upp eða niður þegar kona hans átti í hlut og reyndi því að hegða sér eins og í spilamennsku og sagði oftast pass.
Óla heyrði eittvað þrusk fyrir aftan sig og sperrti eyrun. Þetta var auðvitað Jónsi að koma fram til þess að fá sér nætursnarl. það voru fastir liðir eins og venjulega.
"Nei ertu vakandi elskan"? Sagði Jónsi þvoglumæltur þegar andlit hans birtist fyrir hornið á ísskápnum. Ólu fannst þetta svo heimskulega spurt að henni datt ekki til hugar að ansa honum.
"Ég er svo svangur", tautaði Jónsi. "Það eru nú fleiri", hreytti Óla illyrmislega út úr sér.
Jónsi hélt áfram. "Það er svo undarlegt hvað ég verð alltaf matlystugur af þessum svefnpillum".
" Ég vakna undantekningarlaust eftir svona klukkutíma svo glorhungraður að ég verð bara að fá mér eitthvað að éta" , tafsaði hann. Óla horfði á bónda sinn. Hann var ekki beint fyrir augað núna. Bara á nærbuxunum einum fata sem héngu einhvern veginn utan um hann rétt fyrir neðan ístruna. Bakið bogið eftir tugi ára erfiðisvinnu og æðahnútar á fótleggjunum og til að kóróna allt saman var hann vita tannlaus sem gerði það að verkum að nefið virtist enn stærra en venjulega.
Jónsi opnaði ísskápinn og beygði sig niður til að ná í mjólk og Ólu langaði allt í einu til þess að sparka í afturendann á honum Eitt þrumuskot í rassgatið og hlaupa svo eins og Andskotinn í burtu, en hún sat á sér og hálfskammaðist sín. Var hún virkilega svona vond manneskja? Hugsaði hún skelfd.
"Ég er líka að drepast úr hungri", muldraði hún lágum rómi. Ha! Sagði Jónsi með hausinn á kafi inni í ísskápnum. "Mig dreplangar svo í súkkulaði", æpti Óla. "Hvað er þetta manneskja". "Það er óþarfi að öskra svona". "Þú vekur alla í húsinu með þessum látum", svaraði Jónsi snöggur upp á lagið.
"Af hverju keyptirðu ekkert súkkulaði handa mér"? Vældi Óla ásakandi um leið og Jónsi teygði sig eftir matarkexinu. "Hu! Mér datt það ekki í hug", ansaði Jónsi. "Þú spikfitnar af því", bætti hann við. "Þú átt bara að fá þér mjólk og kex eins og ég", sagði hann rogginn um leið og hann snerist á hæli til að labba með bitann upp í rúm.
Ólu langaði mest til að myrða hann með köldu blóði. Að hann skyldi segja þetta, sem sjálfur var alltof feitur. Honum væri mátulegt að renna á rassgatið með mjólkina hugsaði hún í heift sinni.
Í sama bili glopraði Jónsi glasinu út úr höndum sér svo það skall í gólfið og innihaldið myndaði stóran poll fyrir framan ísskápinn.
Jónsa varð svo mikið um að honum skrikaði fótur í bleytunni. Hann æpti upp yfir sig um leið og hann missti jafnvægið og kexið og lenti á óæðri endanum í miðjum mjólkurpollinum.
Óla starði á Jónsa í forundran þar sem hann sat á gólfinu rennblautur eins og hundur af sundi dreginn með matarkexið á floti við hliðina á sér. Svo fór hún að hlægja. Hún hló tryllingslega. Benti á eiginmann sinn og hló. "Þetta var gott á þig", gat hún loks stunið upp á milli hláturrokanna.
Svo hélt hún áfram að hlægja einkennilega holum hlátri. Andlitsdrættir hennar máðust út og umbreyttust síðan í ófrýnilega grettu svo að rétt grillti í illúðlegar gular glyrnurnar.
Bloggar | Breytt 23.5.2007 kl. 03:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
10.5.2007 | 00:14
Heilræði
hátt, en hafðu báða fæturna á jörðinni.
Bloggar | Breytt 20.5.2007 kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2007 | 14:44
Jökulsporður Þrykk, blek og akrýl
Bloggar | Breytt 7.5.2007 kl. 11:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
-
katrinsnaeholm
-
zordis
-
katlaa
-
jonaa
-
halkatla
-
ormurormur
-
martasmarta
-
steina
-
gudnyanna
-
zoti
-
ragjo
-
diesel
-
estersv
-
alit
-
toshiki
-
kaffi
-
svartfugl
-
jenni-1001
-
laufabraud
-
stormsker
-
svanurg
-
guru
-
ingo
-
lindagisla
-
bjorkv
-
prakkarinn
-
agny
-
bergruniris
-
raggibjarna
-
maple123
-
saethorhelgi
-
vglilja
-
johannbj
-
partners
-
vitinn
-
zeriaph
-
gudrunmagnea
-
birtabeib
-
iador
-
gudrunfanney1
-
ibb
-
kolgrimur
-
skjolid
-
bene
-
coke
-
hux
-
nonniblogg
-
heringi
-
hjolaferd
-
amason
-
joiragnars
-
steinibriem
-
rafdrottinn
-
siggith
-
vefritid
-
ljosmyndarinn
-
poppoli
-
perlaoghvolparnir
-
vitale
-
skordalsbrynja
-
lindalea
-
bidda
-
manisvans
-
scorpio
-
haddih
-
gattin
-
korntop
-
brahim
-
klarak
-
laugatun
-
konur
-
panama
-
sigurfang
-
joklamus
-
valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.5.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar