Leita í fréttum mbl.is

Gullkorn Vináttan. Í FJARLÆGÐ

Hvort sem við erum einmana, sjúk eða ráðvillt fáum við umborið það allt ef við aðeins vitum að við eigum vini-jafnvel þótt þeir geti ekki hjálpað okkur. Það nægir að vita að þeir eru til. Hvorki fjarlægð né tími, fangavist né stríð, þjáning né þögn megnar að slá fölskva á vináttuna. Við þær aðstæður festir hún einmitt dýpstar rætur. Upp af þeim vex hún og blómgast.

 

                                            Pam Brown  f. 1928. 


Gullkorn Vináttan

Laufin eru að falla hér við landamærin. Þótt nágrannar mínir séu mestu villimenn og þú sért í þúsund mílna fjarlægð, standa tveir bikarar alltaf á borði mínu.

 

                                               TANGTÍMABILIР (618-906)
 


Hugsana(niður)gangur

Ég hugsa of mikið um það
sem ég má ekki hugsa
og hugsa um af hverju
ég hugsa svo mikið um það
ég hugsa að ég verði að
hugsa um að hætta að
hugsa

- eða- ég hugsa- það.


Sumardraumur

Við ljósgullinn hánætur himin
ber hvíta sólvængjaða svani
Í sumarsins nýfædda draumi

Ég vil trúa á skrímslið. En ég hef gert uppgötvun aldarinnar!

image002scan0005  small

Mér finnst allar sögur um skrímsli, tröll, álfa, huldufólk, nykra og fleiri furðuverur svo heillandi. En ég hef ekki mikla trú á tilvist skrímslisins í Loch Ness þó ég trúi hálfpartinn á huldufólk og aðrar víddir, því það er svo margt sem við skynjum almennt ekki.
En skrímslið í Loch Ness tel ég vera þjóðsögu eina líkt og sagan um orminn í Skorradalsvatni. Mig minnir að hann hafi þannig  tilkomið að heimasætan á Grund, einum bænum í dalnum lagði orm á gull sitt og geymdi í smáskríni. Ormurinn óx hins vegar hratt og braust loks út úr skríninu og stefndi beint í vatnið þar sem hann hefur haldið til æ síðan.
Ég eyddi einu sumri við Skorradalsvatn þegar ég var 13 ára og ég man að þá trúði ég hálft í hvoru á tilvist ormsins í vatninu, því vatnið var bæði djúpt og dularfullt. Svo var það líka langt og mjótt eins og ormur.
Það er svipað með Lagarfljót en þar á að búa skrímslið, Lagarfljótsormurinn og það er skrýtið að Lagarfljót er einmitt líka svona langt og mjótt eins og Skorradalsvatn og Loch Ness vatnið.

Svona þjóðsögur og mýtur eru lífseigar af því þær krydda tilveruna og ekki er verra ef hægt er að hafa  einhverjar tekjur af þeim eins og raunin er með Loch Ness skrímslið.

Ég lærði anatomyu í Myndlista og handíðaskólanum og hef gaman af því að teikna mannslíkamann og nú þegar ég horfði á þessa frægu mynd af Nessý rann upp fyrir mér ljós.

Myndin er af mannshandlegg og hendi sem beygð er í  ákveðna stellingu til þess að líkjast sem mest einhvers konar höfði.
Ofanverð öxlin á manninum og  upphandleggurinn mótar búkinn á Nessý en framhandleggurinn hálsinn og höndin myndar höfuðið, að öðru leyti er maðurinn undir vatns yfirborðinu. Þetta er frekar þrekinn handleggur af stæltum karlmanni. Ljósmyndin af handleggnum og hendinni er tekinn þannig að ytri jaðar handarinnar vísar fram í myndina en ef vel er að gáð sést glitta í þumalfingurinn sem snýr inn í myndina frá áhorfandanum.


mbl.is Nessie eða otur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hamingjuóskir í tilefni sjómannadagsins og gagnrýni á kvótakerfið.

Það mælti mín móðir
að mér skyldi kaupa
fagran flota skipa
fremstur gerast sægreifa.

Standa í brú og stjórna
stýra frystinökkva.
Brenna svo að bryggju
og brott með meiri kvóta.


Tímar hafa liðið

Stafar sól á vatnið
og stirndan jökulskalla.
Streyma gamlir tímar
fram í huga mér.

Silungunslonta í læknum.
Lómar syngja að kveldi.
Fuglar kvika í kjarri og
kyndug fluga á vegg.

Leikum við í túni
létt á fæti að vori
við lítinn kátan hvolp.

Tímar hafa liðið,
talin nú hver stundin
er tifar æviveg.

Man ég þó í muna
margan bernsku unað. 
Undurfögur æskan
fer ei úr huga mér.

 


Dimmuborgir eða Hljóðaklettar? Vatnslitir

scan0004 small

Ég veit ekki hvort ég á að kalla þessa mynd Dimmuborgir í aftansól eða Hljóðakletta í kvöldsól. Ég settist niður og málaði og þessi mynd kom á blaðið. Hún minnir mig bæði á Dimmuborgir og Hljóðakletta. Ég hef komið á báða staðina, að vísu með tuga ára millibili, en báðir finnst mér þeir eiga það sameiginlegt að vera bæði dularfullir og seiðandi. Það er stundum svona að það er eins og myndin ákveði sjálf afhverju hún verður þegar ég sest niður til að mála og oft birtist eitthvað allt annað á blaðinu en ég ætlaði mér í fyrstu.

Hvort nafnið finnst ykkur hæfa henni betur, kannski hvorugt? 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband