Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
31.5.2008 | 22:16
Heimkoma
Þá er maður komin heim frá Danmörku úr yndislegri ferð í sól og hita allan tímann, allt upp í 24 gráður.
Ég er gengin upp að hnjám, þrátt fyrir óteljandi lestarferðir, eftir margskonar rannsóknarleiðangra í ýmsum þorpum í nágrenni Kaupmannahafnar, þar sem við skoðuðum bæði Kronborgar kastala og Frederiksborgar kastala. Í Kronborgarkastala paufaðist ég meira að segja upp óendanlegan hringstiga, alla leið upp í topp á turni, þrátt fyrir lungnabólguna. 'Ég get nú það sem ég ætla mér.'
Úr turninum sá út yfir alla Kaupmannahöfn og svo náttúrulega til Svíþjóðar. En frá Helsingör þar sem Kronborg er staðsett og yfir til Helsinborg hinum megin við sundið er styst á milli Danmerkur og Svíþjóðar. Svo stutt að gemsinn minn bauð mig meira að segja velkomna til Sverige.
Ég tók með mér hluta af Kronborgarkastala, af því ég tímdi ekki að kaupa mér minjagripi, stærðarinnar stein sem ég boraði með þó nokkurri fyrirhöfn upp úr steinlagðri gangstétt í kastalanum.
Ég var auðvitað logandi hrædd um að einhver öryggismyndavél væri á verði og ég yrði handtekin fyrir að stela konungbornum steini. En ég slapp sem betur fer - og þó, því það kom víst niður á þeim sem síst skyldi, því Holger den danske sem er grafinn í katakombunum undir kastalanum, sneri sér svo harkalega við í gröf sinni við þennan gjörning minn, að bröltið í honum olli víst jarðskjálfta hér á Íslandi???
Það er nebbnilega þa!! Erfitt að hafa stærðarinnar jarðskjálfta á samviskunni.
Svo kíktum við aðeins heim til Frederiks og Mary, krónprinsins og krónprinsessunnar að Fredensborg, en kjarkinn brast þegar við sáum lífverðina og létum við því nægja að sjá höllina að utan.
En mikið andskoti eru þau öll sæt, á myndunum, sem eru á annarri hverri blaðsíðu, af þessari litlu fjölskyldu í dönskum blöðum. Og Christian litli prins, verðandi ellefti, kóngur, er mega mikið krútt og ennþá minni, prinsessu systirin líka.
'Það er munur að vera konungborinn og vera líka svo heppinn að líta út eins og súpermodel', sagði einn ferðafélagi minn hálf súr í bragði.
Við skoðuðum einnig gamalt munkaklaustur og nýlistasafnið í Humlebæk, sem heitir Louisana safnið. Þar var æðisleg yfirlitssýning á verkum Zesanne og Giogamatte.
Við boðuðum ennfremur á útiveitingastað á bryggjusporðinum í einu þorpinu. Æðislega síld og fiskefrikadeller. Ungur og hungraður mávur fylgdist náið með borðhaldinu með sínum gulu glyrnum, frá einum bryggjustaurnum. Og í fyrsta skipti á ævinni vorkenndi ég mávi, svo ég fleygði til hans síldarbita og endaði með því að gefa honum mestallan matar afganginn hjá mér.
Borðfélagi minn bætti svo um betur og skenkti mávagerinu, sem birst hafði eins og hendi væri veifað, úr lausu lofti, alla kartöfluafgangana okkar.
Okkur fannst þetta auðvitað bráðskemmtilegt, en fannst samt soldið skrýtið að fólkið á borðunum í kring gaf okkur illt auga??
Mér fannst landslagið í Danmörku yndislegt eins og alltaf, stórkostlegir skógar með margvíslegum trjám, sem sum eru eins há og fjöll, blómstrandi sírenur, eldrautt blóðbeyki og gullsóparnir þarna voru ekki runnar eins og hér á landi, heldur hálfgerð tré. En rhodondren runnarnir með hvítum, bleikum og bláum blómum báru af. Svo inná milli skógarlundanna lágu friðsæl vötn umlukin bylgjandi hæðum.
Ekki mátti sleppa því að fara í Tívoli þegar við komum til Kaupmannahafnar og þar brá ég mér, með einum félaga mínum í rosalegan rússibana, (að mér fannst að minnsta kosti) og ég var svo hrædd að ég öskraði og gargaði eins og ungabarn með magakrampa.
Ferðaélaga mínum sem var af hinu sterkara kyni fannst víst ekki eins mikið til þessa rússibana koma eins og mér og dekstraði mig til að koma með sér í 'Killer rússíbanann,' þar sem maður þeytist um í háalofti, á hvolfi í óratíma, en ég sagði blákalt nei við þvi góða boði. Ég var búin að fá nóg adrenalín kikk í bili. Í lokin sprönguðum við um á Strikinu og götunum þar í kring og kíktum í búðir.
Í Köben snæddum við líka síðustu kvöldmátíðina í Danmörku, í 15 stiga hita , á útiveitingastað sem heitir Jensens böfhus
Við borðuðum úti í bókstaflegri merkingu á hverju kvöldi og eyddum svo síðustu stundum hvers kvölds, öll saman í sitthverjum sumarbústaðnum við 'ástir, söng og vín'!. En mikið déskoti bregður manni við að koma heim frá hinni gróðursælu, blómstrandi Danmörku og hingað heim í rigninguna síðastliðna nótt.
Mig langar óskaplega að flytja til Danmerkur í smátíma. Leigja út íbúðina mína uppí íbúð í yndislegu þorpi í nágrenni Kaupmannahafnar. En maður sér nú til, það er aldrei að vita hvað verður???
Ferðalög | Breytt 1.6.2008 kl. 04:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
31.5.2008 | 05:40
Söngvarinn (Ort við lagið' When a woman welcomes love', úr popp, salsa óperunni Carmen
Er ég leit í augu þín
einn dag um skamma hríð,
var sem tíminn hætti að tifa um stund,
með tár á hvarmi.
Ég man þá dul
sem dagur rynni nýr
og sál mín varð eitt með þér
og söng þínum.
Þú horfðir yfir hópinn sem safnast hafði um kring.
Þú horfðir yfir hópinn sem safnast hafð´í hring
og leist í augu min svo lengi, að lifnaði ást til þín.
Ég lifði eilífð þá, eða aðeins augnablik,
sem ennþá býr við innstu hjartarætur mínar.
Og ég veit, þó finnumst aldrei meir
á vegi okkar lífs, þá man ég þig.
Ég veit þó finnumst aldrei, á vegi okkar lífs,
þá man ég ætiíð þig og þetta augnablik.
Þú leist í augu mín svo lengi, að lifnaði - ást til þín.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.5.2008 | 17:29
HUSBAND OF THE YEAR AWARDS !!
Third place goes to Creece
2nd place goes to Serbia
And
the winner of the husband of the year goes - to....
... Ireland !!
Ja gotta love the Irish
'
Ahhh, the Irish are true romantic
Look,
he is even holding her hand!!
Honorable!!
Mentions .....
23.5.2008 | 09:31
Ég er döpur í dag
Eftir að hafa fengið upphringingu frá lækni í gær, sem sagði að það væru blettir í öðru lunganu mínu. Ég vissi svo sem að eitthvað væri að. Ég hef verið svo mæðin og svitnað svo ofboðslega við minnstu áreynslu, að það hefur beinlínis lekið af mér í dropatali. Svo rýkur hitinn upp öðru hvoru, allt upp í 38,5 stig. Matarlystin hefur líka verið óvenju léleg og mér er annaðhvort allt of heitt eða of kalt.
Ég hef fengið 7 sinnum lungnabólgu á undanförnum 5 árum og þær héldu áfram að koma þrátt fyrir að ég hætti að reykja 10.október 2006, þegar ég hætti eftir að hafa verið lögð inn á spítala með súrefnismettun niður í 85 %, svo ég þurfti að fá súrefni á spítalanum.
Nú á ég að fá, enn einn tvöfaldan sýklalyfjakúr og viku eftir að ég lýk honum á að taka röntgen myndir aftur af lungunum. Og ef að blettirnir verða ekki farnir þá, þarf að senda mig í sneiðmyndatöku til þess að athuga hvort þetta geti verið eitthvað annað og verra.
'Ég er hrædd', sagði ég við lækninn minn sem hringdi í mig. 'Ja, ég get ekki tekið það frá þér', sagði hann bara'
Það er nú það, en ég ætla samt til Danmerkur með vinum mínum á aðfaranótt mánudags.Svo verður maður bara að vona það besta
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
22.5.2008 | 23:58
Þú varst
Þú varst stormur
sem geisaði um nótt.
Þú varst hvirfilbyls
hringiðu dans.
Þú varst skýfall
með ástríðuþrótt.
- Þú varst ástin
í líkingu manns.
Hvirfilbylur veldur usla í Colorado | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2008 | 14:24
Hyldýpið
Augu þín
eru djúp myrk vötn
sálarfley þitt sokkið
tvær hendur halda
í von
sem ennþá
- flýtur.
Um 20 fíklar látist frá börnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.5.2008 | 00:45
Bloggað fyrir svefninn
Ég hélt smá grillveislu fyrir son minn, dóttur og tengdason á sunnudaginn. Mér finnst gaman að grilla, þó að ekki eigi ég neitt grill, kaupi alltaf skyndigrill þegar ég grilla. Ég er svo logandi hrædd við að hafa gasgrill á svölunum, er smeyk um að það springi í loft upp og það kvíkni í íbúðinni. Svo logar alltaf, alltof of glatt í stórum kolagrillum, þess vegna nota ég þessi skyndigrill.
Ég var ekki byrjuð að grilla þegar krakkarnir komu, en kveikti í kolunum fljótlega og svo fengum við okkur bjór og skáluðum fyrir myndunum sem Erla Ósk dóttir mín og Rafn sonur minn höfðu gert og komið með, með sér, alveg að springa úr monti, til að sýna mömmu sinni.
Ég var alveg orðlaus þegar ég sá myndirnar. það lá við að ég færi í fýlu, því mér fannst þær svo miklu flottari en mínar myndir, samt hafa þau ekkert lært myndllist nema í grunnskólanum. En ég harkaði af mér og hrósaði þeim í hástert. Mikið andskoti eru þau góð í þessu hugsaði ég þræl öfundsjúk, en svo rann það upp fyrir mér að kannski hefðu þau erft einhver gen frá mér og þá lak fýlan af mér, sem reyndar staldraði bara við eitt augnablik.
Erla Ósk, sem er viðskiptafræðingur eins og kærastinn, ætlaði reyndar að verða gullsmiður eftir að hún úrskrifaðist úr menntaskóla. Hún hafði gert framúrskarandi hluti í málmsmíði í grunnskóla og erlendum kennurum sem heimsóttu skólann voru sýndir gripirnir hennar.
Ég fór með Erlu Ósk til Jens gullsmiðs á sínum tíma, en hann sagði að það væri enginn leið fyrir hana, til að komast nokkurs staðar að í gullsmíðanám.
Svo til þess að læra nú eitthvað fór hún í 'hallæri' í Háskóla Íslands og lærði þar fyrst ferðamálafræði og síðan viðskiptafræði. Svo þegar hún keypti íbúðina með kærastanum vantaði þau matarstell og þá brá hún sér á glernámskeið hjá Glit og bjó sér til matarstell.
Það var flott matarstellið, en aðrir hlutir og skrautdiskar sem hún gerði voru hreint út sagt, 'uniq' , svo yndislega fallegir og allt, allt öðruvísi en allt það sem aðrir glerlistamenn eru að gera. Hún hefur alveg einstakan stíl í verkum sínum. Já, Erla hefur svo sannarlega myndlistarhæfileika, ég man að þegar hún var fimm ára gat hún teiknað eftir fyrirmynd bangsa sem var nákvæmlega eins og fyrirmyndin.
Nú er hún að fara til Þýskalands bráðum með kærastanum til þess að vinna og kannski læra meira og ég spurði hana af hverju hún skellti sér ekki í hönnunarnám þar í landi, þar sem hún væri svona klár.
'Neihei, sagði hún, ég kæri mig ekkert um að fá minna í launaumslagið mitt'
Blessað barnið og ég sem er viss um að hún gæti orðið frægur hönnuður. Ég hugga mig við það að listin kalli á hana seinna í lífinu, annars er þetta hennar líf en ekki mitt.
Rafn sonur minn hefur alltaf verið listrænn og hugmyndaríkur. Þegar ég sá fyrir mér um tíma með því að gera myndir á túristaboli, kom hann alltaf með frábærar hugmyndir og krítiseraði myndirnar óspart og hann hafði alltaf rétt fyrir sér. Hann er eftirsóttur silkiprentari og fyrirtækin hafa slegist um hann og boðið í hann.
Einu sinni fékk hann alveg spes verkefni, en það var að prenta blómamynstur á kjólaefni úr silki, sem úr var saumaður kjóll fyrir tískusýningu sem haldin var í París.
Myndirnar hans eru líka fallegar og það leikur allt í höndunum á honum . Hann hannaði sér t.d. vínrekka úr plexigleri og smíðaði hann og hann er með óteljandi hugmyndir að allskonar húsgögnum sem hann langar að búa til.
Nú er hann líka orðinn forfallinn garðræktandi eins og ég og hefur eytt undanförnum vikum við að endurhanna garðinn við raðhúsið sitt.
Ég var með lambalærissneiðar í matinn og kartöflusalat með olívum og sóþurrkuðum tómötum, salat og grillaða tómata og hvítlaussósu. Ég sem varla get borðað lambakjöt af því ég fer alltaf að hugsa um litlu nýfæddu lömbin sem fæðast á vorin eins og t.d. núna, missti algjörlega lystina þegar ég sá að kjötið var ennþá hrátt. Og ekki bara mitt kjöt, heldur hjá öllum hinum líka. Ég skellti lambalæris sneiðunum á pönnu með olívuolíu í þrjár mínútar og þá voru þær orðnar fínar.
Ég ætlaði reyndar ekki að borða neitt kjöt, út af blessuðum saklausu lömbunum en slysaðist til að stinga upp í mig einum bita. Það var svo braðggott að ekki var aftur snúið og ég klaraði af disknum minum, svo ég stóð á blístri.
Ég hugsaði með mér til að bæta samviskuna, að lambið væri hvort sem er dautt og því væri allt í lagi að éta það, því það hefði enga hugmynd um það, að það hefði verið étið.
Samt datt mér í hug sagan sem ég myndskreytti 'Ævintýri í sveitinni' Í einum kaflanum fer smalinn úr Reykjavíkað leita að lambi sem týnst hafði og fann það, þar sem það hafði fest aðra afturlöppina í gaddavírsgirðingu. Hann losaði lambið og þar sem það var sært og gat ekki gengið bar hann það á herðunum langar leiðir heim í bæ. Nú voru allir á bænum voða góðir við litla særða lambið og það var gert að heimalning.
Svo rann upp gangnadagur og gangnamenn og þar á meðal stráksi fengu sérstaklega góðan mat áður en þeir lögðu upp í göngurnar, ilmandi nýja kjötsúpu. Strákur át með bestu lyst þar til það rann upp fyrir honum að þetta, sem hann var að borða, var ltla lambið vinur hans,sem hann hafði borið heim sært og veikt og hlúð að og gefið pela.
Við fengum okkur ís með heitri súkkulaðisósu í desert og kláruðum rauðvínið og bjórinn okkar, en Erla drakk bara botnfylli af rauðvíni, af því hún þurfti að keyra heim
En næst á dagskrá er að bregða sér til útlanda í smátíma og skvetta almennilega úr klaufunum.
Vinir og fjölskylda | Breytt 22.5.2008 kl. 17:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.5.2008 | 00:51
Bros til þín
'Arrggg! Someone dial 911! I´am being mauled by a troll!!
'I swear a Big Doberman busted in and tore the place up'!!
How to tell when it´s time to make the kids sleep in their own beds
'Ahhhhh, the fresh relaxing aroma of feet
'Harlem Clobetrotters! Here I come!
There´s no explaing love
'Will you be my friends?
'Hellooooooo!!'
'Par-tay, par-tay, par-tay!'
Mad skills
þau vita hver ræður
Og síðast en ekki síst, þau eru fyrst og fremst öll góðir vinir.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 00:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.5.2008 | 23:49
Vafasöm vísa.... eða hvað?
búrarssagat
þar gat rekavið að líta laufléttan
í´ðí voru líka gröðu ástargaukarnir
syngjandi góðglaðir tví, tví, tví, tvístígandi.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2008 | 00:16
Náði kettlingnum undan bústaðnum með gúllasdós
Þegar ég las þessa frétt skaut upp gamalli minningu í huga mér. Þegar ég var 12 ára dvaldi ég með foreldrum mínum og systkinum í sumarbústað við Hreðavatn eitt sumar. Dag einn kom faðir okkar heim í bústað, með kettling sem hann hafði tekið hálfvilltan frá móður sinni í vöruskemmu í Borgarnesi.
Þetta var ósköp sætur kettlingur, svartur og hvítur en frekar mannfælinn og þegar við fórum með hann út til þess að leika við hann, slapp hann frá okkur og stökk beint strik, undir sumarbústaðinn.
Við krakkarnir vorum óhuggandi og margreyndum að lokka hann til okkar, en ekkert gekk allan daginn.
Kisi litli sat sem fastast undir bústaðnum. Við vorum orðin viss um, að næðist hann ekki myndi hann leggjast út í hrauninu í kringum Hreðavatn og verða að villiketti.
En þar sem við vorum þrautgóð á raunastund datt okkur í hug að lokka kattarómyndina til okkar með mat. Kettlingurinn hlyti að vera orðinn svangur eftir að vera búinn að dúsa heilan dag undir húsinu.
Ég fékk dós með lyktsterku gúllasi hjá mömmu og lagðist síðan niður í grasið við opið undir bústaðinn og kallaði á kettlinginn. Ég sá að hann var þarna ennþá því ég sá ég glitta í augun á honum, svo ég skreið aðeins inn undir bústaðinn. Þó hryllti mig við því að skríða þarna í moldinni þar sem örugglega væri allt fullt af pöddum og köngulóm og kannski rottum líka?
En ég lét mig hafa það, því að ég varð að ná kettlingnum. Kisi litli hörfaði eftir því sem ég kom nær, en ég var nú komin inn undir miðjan bústaðinn og þar var aðeins meira rými. Tók ég þá til bragðs að henda gúllasdósinni í átt að kettlingnum sem stóðst ekki mátið og byrjaði að háma í sig matinn.
En þá voru örlög hans líka ráðinn, því einhvern veginn lyfti ég mér upp á hnén og spyrnti við fótum og bókstaflega henti mér í loftinu á kettlinginn, eins og rándýr sem stekkur á bráð. Ég miðaði höndunum á hálsinn á honum og náði góðu taki og negldi hann fastann við jörðina.Höggið var svo mikið, að litli líkaminn lyftist frá jörðu þar sem ég keyrði hausinn á honum niður í moldina.
Ég var heppin að kettlingurinn meiddist ekki neitt enda ætlaði ég mér það aldrei, ætlaði aðeins að ná þessum litla, hálfvillta þrjóskubolta.
Ég bar svo kettlinginn inn í bústaðinn og klappaði honum og strauk í bak og fyrir. Kisi litli virtist gera sér grein fyrir því að leikurinn væri tapaður því hann lá kyrr eins og lítið ljós í höndum mér.
Fjölskyldan, sérstaklega systkini mín voru ósköp fegin að fá kettlinginn óhultan til baka, því ekki hefði verið gæfulegt að missa hann frá sér.
Kettlingurinn lauk við að éta upp úr gúllasdósinni þegar inn var komið. Ég held að það hafi runnið upp fyrir honum, að líklega væri betra fyrir hann að búa hjá þessum ókunnugu mannverum, sem gáfu honum að éta og leyfðu honum að kúra á ullarteppi inni í hlýjunni, heldur en að húka í kuldanum undir híbýlum þeirra.
En eftir þessa óskemmtilegu reynslu var kisi litli ætíð bundinn með snæri við staur, þegar hann fór út að viðra sig, fyrir utan bústaðinn, eins og væri hann hundur.
Meintur innbrotsþjófur reyndist kattaeigandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson