Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
14.4.2008 | 00:21
Frá fíflum til fífla
Fíflar eru engin fífl, þó þeir séu fíflalegir.
Guðný Svava Strandberg.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.4.2008 | 02:00
Kóparnir stundum fláðir lifandi?
Heyrt hef ég að í sumum tilvikum sé æðibunugangurinn á veiðimönnunum svo mikill að þeir gefi sér ekki tíma til þess að rota selkópana almennilega áður en þeir flá þá. Því meiri hraða sem þeir tileinka sér við drápin, því fleiri kópa komast þeir yfir að drepa og því fleiri skinn, því meiri gróða. Rotuðu selkóparnir deyja ekki við fláninguna að minnsta kosti ekki strax. Þeir rakna úr rotinu algerlega skinnlausir og sárkvaldir og dauðastríðið er víst langt og strangt.
En hverjir bera ábyrgð á þessum sadisma? Eru það veiðimennirnir, eða eftirspurnin sem skapar hann? Það er spurningin? Eftirspurn er eftir selskinni, því að hinn almenni borgari kaupir það. Selskinn er í tísku m.a. til þess að nota það í púða á nýju glæsilegu sófasettin okkar. Selskinn er einnig notað í fatnað, töskur og fleira. Það er eftirspurnin, eða við sjálf sem kaupum selskinnið, sem berum ábyrgðina á þessum miskunnarlausu og hrottafengnu drápum.
Þessi þjáning selkópanna er þess vegna ekki tilkomin sökum þess að við séum að drepast úr hungri og kjöt sjaldséð á borðum handa okkur og börnunum okkar. Og við þurfum því að flýta okkur sem mest við slátrun kópanna til þess að ná sem mestu kjöti á sem stystum tíma.
Nei, þessi kvalafullu dauðastríð eru tilkomin vegna eins ómerkilegs fyrirbæris og tískunnar.
Tískan stjórnar einnig fleiri ógeðfelldum hlutum, hún stjórnar heiminum með harðri hendi og allir sem vilja vera menn með mönnum, hlýða kalli hennar.
En sem betur fer hafa margir hugsandi menn og konur skorið upp herör gegn því að ganga í feldum af dýrum. Og það ekki aðeins kópaskinnum heldur öllum dýraskinnum eða loðfeldum, eins og til dæmis, refa og minkaskinnum. Enda er litlu skárri meðferðin á refum og minkum sem ræktaðir eru vegna loðfeldanna. Dýrin eru höfð í svo litlum búrum að þau geta vart snúið sér við í þeim svo þau verða brjáluð af innilokunarkennd og æða stanslaust um í sínu örlitla rými sem þeim er skammtað til þess að lifa í sitt stutta líf. Hvar eru dýraverndunarsamtökin þá? Já, og hvar eru líka katta og hundavinir þá, sem eiga þessi náskyldu dýr sem gæludýr og vita hve mikla ást þau geta gefið?
Hún var eftirminnileg auglýsingin sem ég sá í sjónvarpinu fyrir nokkrum árum af tískusýningu. Sýningarstúlkurnar sprönguðu um pallinn á dýrindis loðfeldum og þegar þær höfðu gengið rampinn á enda stoppuðu þær fyrir framan áhorfendur sem horfðu gapandi af aðdáun upp til þeirra. Stúlkurnar létu þá loðfeldina síga niður af öxlunum og sveifluðu þeim glæsilega á eftir sér svo blóðsletturnar skvettust af feldunum framan í andlitin á agndofa fólkinu í salnum.
Öll þessi dýr, sem við látum drepa vegna hégómleika okkar, hafa sál og tilfinningar. Þau eru eins og Steina bloggvinkona mín sagði, litlu systkinin okkar hér á jörð. Og svona förum við með þessi systkini okkar. Sýnum þeim aðeins ótrúlega grimmd og hrottafengið miskunnarleysi.
Selveiðum að ljúka við Kanada | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
8.4.2008 | 18:14
Einn svolítið grófur, en ég læt hann vaða.
Tveir gamlir kallar eru að labba í Rauða hverfinu í Amsterdam þegar annar þeirra segir við hinn. 'Jæja, hvernig væri nú að skella sér á hóru úr því að við erum komnir hingað?'
Ha - já, segir hinn - það er dálitið sniðug hugmynd og mig hefur alltaf langað til að prófa.
Þeir labba inn á næsta stað þar sem verið er að auglýsa konur til sölu og mæta þá eldri konu, sennilega hórumömmunni og spyr hún þá hvað þeir vilji.
'Já, - okkur langar að prófa að vera með hóru'
'Jæja, og hvað eruð þið gamlir?' 'Við erum áttræðir'. 'Jæja, allt í lagi, komið þið þá'.
Þeim gömlu er vísað til sætis og konan kallar á eina unga og fallega stúlku og hvíslar að henni.
'Láttu þá bara fá uppblásnu dúkkurnar, þeir eru svo gamlir að þeir taka ekki eftir neinu'.
Svo fóru þeir gömlu upp og í sitthvort herbergið.
Stuttu síðar hittast þeir fyrir utan og segja fátt, þangað til annar þeirra segir. 'Jæja, - hvernig fannst þér þetta?' ' Ja, - sko, ég held að mín hafi verið dáin'. 'Hún hreyfði sig ekkert og bara lá þarna, en hvernig fannst þér?'
'Ég held að mín hafi verið norn, því í hita leiksins beit ég í aðra geirvörtuna á henni og þá rak hún svona ferlega við og flaug svo út um gluggann'.
Ég ætlaði á fundinn í Ráðhúsinu í dag, sem var um fordóma gegn geðsjúkum, aðallega til þess að hlusta á Sigga bróður, sem stóð fyrir þessum fundi, en fjárans gigtin lét mig ekki í friði í nótt svo ég varð andvaka. Þess vegna skreiddist ég fram úr rúminu um fjögur leytið í morgun og tók fleiri verkjapillur. Vaknaði svo ekki fyrr en um tvö leytið, eftir hádegi, akkúrat þegar fundurinn var að byrja.
Ég var hundfúl yfir að komast ekki á fundinn, en svo hringdi Siggi bróðir klukkan fjögur um eftirmiðdaginn og sagði að allt hefði gengið vel. Ég vissi það nú að hann myndi standa sig hann bróðir minn, enda finnst mér alltaf eins og hann sé höfuð ættarinnar, þó hann sé yngstur af okkur sex
Ég tók svo til við að leggja síðustu hönd á myndirnar mínar, því nú fer að líða að sýningunni minni. Álfheiður sagði við mig í símanum um daginn að við fengjum húsið þann 17. apríl og að við yrðum að hengja allt upp á tveimur tímum, eða frá klukkan níu um morguninn til kl.11 fyrir hádegi.
Ég er búin að biðja Rafn son minn og hjálparhellu að mæta og koma upp fleiri kösturum fyrir mig í salnum. Mér finnst það bara ekki hægt að hafa bara einn kastara. Myndirnar verða flestar í hálfrökkri ef ég fæ ekki meiri birtu. Svo ég ætla að ganga hart eftir því að fá þessa kastara.
Svo kom Rafn í heimsókn í dag og var með möppu með sér með myndum sem hann hefur verið að mála undanfarið.
Ég var alveg bit þegar ég sá verkin hans. Þetta voru þrusugóðar myndir hjá honum. Við spjölluðum saman um það að hann þyrfti að halda sýningu á myndunum sínum þegar hann væri kominn með fleiri verk.
Rafn var með vídeókameru með sér og tók okkur Tító, Gosa og mig upp á vídeó. Ég stillti mér upp og söng kattadúettinn með kattarómyndunum með elegans. Nei ég lýg því, ég söng ljóð sem ég orti og kalla Kisuvögguvísa, við lagið 'Hefurðu séð Grýlu.'
Kisuvögguvísa
Sofðu litla ljónið mitt
lokaðu augunum blá
dreymi þig um áa þína,
Afríku,
dreymi þig um áa þína
Afríku frá.
Er fyrir óralöngu
um nætur fóru á stjá
veiddu mús í matinn
og möluðu,
veiddu mús í matinn
og möluðu.
- Mjá!.
Rafn kom með DVD disk með sér með óperunni, La traviata sem er tekin upp í Royal Albert Hall i London. Þessi upptaka er ekki með Placido Domingo sem ég elska út af lífinu. Ó mæ God! Hann er svo sætur í kvikmynd Franco Zefferellis um þessa óperu og syngur líka alveg guðdómlega.
Ég er reyndar búinn að eiga spóluna með þessari mynd Zefferllis, í tuttugu ár , því Rafn keypti spóluna handa mér þegar hann var í ferðalagi á Ítalíu. Ég er örugglega búin að gráta úr mér allt vit yfir henni í gegnum árin. Þess vegna er ég svona skrýtin.
En á morgun ætlar Rafn að koma með rétta DVD diskinn með Placido elskunni minni Guð hvað ég hlakka til að horfa á óperuna á óslitnum nýjum diski, því spólan er öll rispuð.
Ég ætla að bjóða systur minni í mat eitt kvöldið og svo horfum við saman á óperuna og grátum í kór.
Ég var svo heltekin af Placido á sínum tíma, að ég var að pæla í því, í alvöru að fara bara heim til hans og hringja dyrabjöllunni og segja honum þegar hann opnaði dyrnar, að nú væri ég komin til hans. Dagdraumar mínir um hann voru allir á þá leið að auðvitað myndi hann skilja við konuna sína, því skiljanlega myndi hann kolfalla fyrir mér á nóinu og giftast mér svo með pompi og pragt.
Svona svipað gerði nú fyrrverandi kona Sylvester Stallone á sínum tíma. Hún er dönsk og var víst fyrirsæta. Hún var skotin í Stallone og dreif í því að láta draum sinn rætast. Hún gerði sér litið fyrir og keypti sér miða til Hollywood og bankaði upp á hjá goðinu. Og þau voru harðgift skömmu seinna.
Annars sveik Placido mig, því hann skildi við konuna sína löngu eftir að ég var að pala í því að giftast honum og nældi sér í kornunga stúlku. Fussum svei.
Fyrir rúmum tuttugu árum, var La traviata sýnd í Íslensku óperunni með þeim Garðar Cortes og Ólöfu Kolbrúnu. Ég fór tvisvar í óperuna til að sjá La traviata þá. Síðan fór ég tíu sinnum í bíó til að sjá óperuna þar. Svo fékk ég spóluna og get ekki talið hve oft ég hef horft á hana.
Reyndar sá ég La traviata í Íslensku óperunni um daginn, en var ekki mjög hrifin af þessari uppfærslu. En söngkonan sem fór með hlutverk Violettu bjargaði sýningunni.
Ég er loksins búin að lagfæra myndina 'Fæðing Surtseyjar' og læt hana fljóta hér með, þó hún njóti sín ekki til fullst því birtan var ekki nógu góð. Ég vona að hægt verði að ramma hana inn, þó olíulitirnir séu ekki ennþá orðnir þurrir.
Ég er bara svona, yfirleitt á síðustu stundu með alla skapaða hluti.
En það reddast, eins og sagt er.
Menning og listir | Breytt 8.4.2008 kl. 18:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
4.4.2008 | 01:24
Aumingja Hannes
Það var ekki hátt risið á Dr. Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, í Kastljósi í kvöld. Ég sem alltaf hef látið Hannes fara í mínar fínustu, vegna þess, að mér finnst hrokafullrar framkomu hans hingað til, dauðvorkenndi karlinum.
Hann er skuldugur upp fyrir haus og á von á því að þurfa kannski að punga út með meira fé.
En ekki verður deilt við dómarann sem dæmir höfundarréttinn svona sterkan. Og ég segi sem betur fer. Vona bara að Hannes fari ekki alveg á hausinn peningalega og læri af reynslunni. Batnandi mönnum er víst best að lifa.
Átelur vinnubrögð Hannesar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
1.4.2008 | 01:30
Tító örmagnaðist og datt í gólfið og bakið og mjöðmin að drepa mig.
Ég sef ekki vel þessar næturnar, þar sem ég stend mikið við að mála og er af þeim sökum, frá af kvölum á næturnar. Í fyrra leiddi verkurinn út frá bakinu niður í vinstri fót. En ég er með kölkun í hryggnum og þar hefur vaxið beinhnúður sem þrýstir á mænuna.
Ég þurfti að nota hækju fyrst á morgnana meðan verkjalyfin voru að virka. Þetta ands... tauga verkjakast stóð yfir í 4 mánuði. Læknirinn var tvisvar, búinn að ákveða að skera mig, en ég tregðaðist við, því ég vissi að ég gæti verið ár að ná mér, þar til loks sem betur fer að verkirnir gengu til baka.
En nú er ég komin með taugaverk út frá mænuþrengslunum niður í hinn fótinn. Helv.. verkurinn leiðir frá mjóbakinu niður í mjöðm og þaðan niður utanverðan fótlegginn og líka framanverðan, þaðan frá, niður í ökkla að framan og hæl að aftan. Það virkar ekki einu sinni á verkina að taka tvær parkódín forte og liggja á hitapúða og ég er síkveinandi upp úr svefninum. Þess vegna liggja Tító og Gosi þétt upp við mig til þess að hlýja mér, kannski sjálfum sér líka? En alla vega vekja þeir mig stundum þegar þeim finnst vanlíðan mín orðin einum of skuggaleg.
Samt dugir ekki að vorkenna sjálfri sér, því ég er ekki ein um að vera með gigt á þessu heimili. Og ég hef meiri áhyggjur af þeim aðila, þar sem hann getur ekki tjáð sig um sína verki og hvernig honum líður. Þetta er hann Tító minn sem liggur alltaf á ofninum og dýralæknirinn segir að það sé af því að hann sé þjáður af gigt.
Mér fannst það þó taka út yfir allan þjófabálk þegar Tító var búinn að dvelja svo til samfleytt á ofninum í fimm daga. Var meira að segja algjörlega hættur að elta mig um allt. Svo var hann að horast svo mikið.
Dýralæknirinn sagði mér, þegar ég hringdi í hann, að gefa Tító hálfa steratöflu í fjóra daga og svo hálfa töflu eftir það annan hvern dag.
Það var eins og við manninn mælt að Tító reis upp af sjúkrabeði sínum, því í morgun vaknaði ég við ofboðslegan hávaða í þeim Gosa, þar sem þeir voru í æsilegum eltingaleik út um alla íbúð.
Ég lagðist aftur á koddann og var þakklát fyrir það að Tító liði betur og sagði þess vegna takk fyrir, við þann Hæsta. En ég var ekki fyrr búin að mæla þau orð, en ofboðsleg hræðsluvein bárust frá hinum sporlétta Tító.
Ég kallaði í hann og sagði, 'Hvað er að kallinn minn?' 'Komdu hérna ljúfurinn', og fleira í þeim dúr, en Tító herti því meir á gólinu, svo ég skakklappaðist fram úr rúminu til að sjá hvað væri eiginlega að litla kútnum mínum.
þegar ég kom fram á gang sá ég mér til skelfingar, að Tító lá marflatur á gólfinu og gat sig hvergi hrært, svo ég tók hann upp og bar hann upp í rúm. Hann horfði á mig stórum augum og það var ótti í augnaráði hans.
Ég var nýbúin að tala við dýralækninn og segja henni frá leikgleði Títós á gamals aldri, en hringdi nú aftur í hana og sagði henni farir Títós ekki sléttar. 'Grey kallinn', sagði dýralæknirinn. 'Sterarnir gera það að verkum að honum líður betur og hann heldur að hann geti allt sem hann langar til, en hann hefur bara ekki meira þrek, en þetta.' Þú verður að passa vel upp á að hann fari sér ekki að voða með svona eltingaleikjum við Gosa, bætti hún svo við.
Það er ósköp aumt að horfa upp á elskað lítið dýr sem stendur hjarta manns nærri, tærast upp og þjást svo af verkjum að það liggi dag eftir dag á heitum miðstöðvarofninum. Og verða svo vitni að hræðslu þessa litla dýrs þegar það uppgötvar í miðri gleði sinni í skemmtilegum eltingaleik, að allt í einu getur það ekki leikið sér svona lengur.
Ég er þakklát fyrir sterana sem gefa Tító betri líðan, þeir draga úr bólgum í liðunum og þar af leiðandi líka verkjunum. En sterarnir hafa sínar dökku hliðar. Tító kemur til með að fitna alltof mikið af þeim og á, á hættu að fá sykursýki.
Ég vona að Guð leiðbeini mér með það, hvenær lífið hans Títós er orðinn honum meiri byrði, heldur en ánægja
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson