Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
16.1.2008 | 17:32
Heimþrá (Brot)
Þegar hrossin höfðu velt sér og kroppað um stund, tók Stjarna sig ein út úr og brokkaði niður að ánni. Hún stóð ekki mikið fyrir, þótt straumhörð væri, köld og hrokasund landanna milli. Brattabrekka tafði hana lítið , og hefur þó margur sporþungur klár tafist við hana. svitnað og runnið. Heimþráin bar hana fljótt yfir, strokið beggja skauta byr.
Hún stefndi mun sunnar en leiðin liggur í áttina til hrossafjöldans heima og gleðinnar í afréttarfrelsinu , - og fallega folaldið horfna - . Hátt hnegg kvað við, aðeins eitt - og hún rásaði þegjandi vestur eftir, yfir grjót og ása, mýrarflóa og fen.
Þorgils gjallandi
15.1.2008 | 23:45
Gott að hafa í huga
Ef ekkert regn væri myndi sólin ekki skína
svo skært.
Ef engin nótt væri myndi dagurinn missa
ljóma sinn.
Og til þess er sorgin að við metum gleðina réttilega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.1.2008 | 16:08
Íshellir, 'gangnakofi' jólasveinanna sem þeir hvílast í, á leið sinni til og frá byggð
Hér hvílast þeir peyjarnir prúðu
er fjallabyggð sína flúðu
og ferðuðust mannheima til.
Um jólin þeir stunda þá iðju
að stelast í mannannna smiðju
og staldra þar aðeins við.
13.1.2008 | 14:21
Dráp á körlum, konum og börnum teljast ekki vera morð í stríði
En ef drápin eru framin svona prívat og persónulega teljast þau hinsvegar vera morð.
Mér ofbýður þessi tvíiskinningur að tala um að hermenn verði ákærðir fyrir morð. Er það ekki einmitt það sem ætlast er til að þeir geri?
Hvers vegna er það ekki morð ef blessun stjórvalda viðkomandi ríkis fylgir gjörðinni að drepa?
Hver í andskotanum gefur þjóðhöfðingjum leyfi til að gefa hermönnum sínum 'licence to kill', karla, konur og börn fyrir utan auðvitað sjálfa hermennina. Því sagði ekki fyrrrverani utanríkisráðherra Bandaríkjanna að dráp á börnum væru réttlætanleg í stríði? Það væri málstaðurinn sem skipti höfuðmáli. Fuck ´em!
![]() |
Fyrrum hermenn tengjast morðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.1.2008 | 02:51
Litla ömmustelpan mín, hún Elísa Marie
Mér finnst hún yndisleg. Hún er í 1. bekk og er að læra að lesa og skrifa og sitthvað fleira.
Svo er hún í íþróttum og dansi hjá ÍR og finnst voða gaman.
Hún er með svo fallegt bros og er svo ljúf og góð, en er samt mjög ákveðin ef hún ætlar sér eitthvað. Hún er litla krúttið mitt.
10.1.2008 | 17:52
Þar kom vel á vondan
![]() |
Hitti konuna í vændishúsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.1.2008 | 15:09
Þetta er nú meiri andskotans uppákoman!
![]() |
Djöfulleg kirkjuumræða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.1.2008 | 07:27
Ég trúi þessu ekki !!
![]() |
Clinton vann í New Hampshire |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.1.2008 | 00:26
´Landið endalausa' Þrykk
Nú er búið að breyta því hvar sýningin mín verður haldin. Gallerí Art-Iceland er að hætta með húsnæðið á Skólavörðustíg, en eigandinn hefur sem betur fer líka aðstöðu í Geysis húsinu í Aðalstræti. Og þar verður sýningin mín í mars en ekki í febrúar. Álfheiður bauð mér líka að setja myndirnar mínar á alþjóðlegan vef gallerísins og ég er mjög ánægð með það.
Ég held að Geysis húsið geti jafnvel orðið betri staður en sá sem ég ætlað að sýna í fyrst. Alla vega ekki verri.
Ég er búin að tala við innrammarann sem ég ætla að láta ramma inn myndirnar mínar þegar þar að kemur. Og þá er bara að halda áfram að mála. Annars er ég að vona að ég fái líka meira að gera hjá Námsgagnastofnun því mér barst í gær boðskort á 'uppskeruhátíð' Námsgagnastofnunnar, sem verður haldin á föstudaginn næstkomandi. Þar verða auðvitað starfsmenn og svo höfundar myndskreytinga og námsbóka. Kannski gæfan verði mér hliðholl í því dæmi.
Ég á í mestu vandræðum með að blogga því Tító kemur með reglulegu millibili og stekkur uppí kjöltuna á mér og svo Gosi líka öðru hvoru. Þeir eru hálf fúlir útí mig af því að þeir vita að ég eldaði mér fisk í kvöldmatinn. Ég lokaði þá inni í svefnherbergi á meðan ég sauð fiskinn, borðaði og vaskaði upp. En auðvitað fundu þeir lyktina og eru búnir að vera vælandi utan í mér síðan. þeir skilja ekkert í þessari mannvonsku í mér að sitja ein að þessum þeirra mestu krásum. En meinið er það að Tító má alls ekki fá fisk vegna nýrnanna. Hann má bara borða þurrmat sem er sérstaklega ætlaður fyriri nýrnaveika ketti. Og fyrst að Tító fær engan fisk get ég ekki gert uppá milli og gefið Gosa hann. Gosi má éta matinn hann Títós og það er allt í lagi með það, nema þetta er kannski svolítið fábreytt fæða fyrir þá greyin.
Ég fór í sund í dag og gerði sundæfingarnar mínar af mikilli list og mér líður mjög vel eftir þær. Og í gær fór ég í tuttugu mínútna göngu. Ég er að breyta um lifs stíl, hreyfa mig meira og borða hollari mat og ég lít strax betur út. Jæja best að hætta þessu blaðri og fara að sofa. Góða nótt og sofið rótt.
Jamm, þar kom Tító uppí kjöltu mína enn einu sinni. Hann er mesti þrákálfur sem ég þekki. En nú ætla ég með hann í bólið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
7.1.2008 | 23:27
Hva!! Þetta er svo sem ekkert nýtt, að dýr detti í það
Hann Bambus, síamskötturinn minn sálugi og ég fengum okkur oft bjór saman í den.
Yfirleitt borðuðum við pizzu með bjórnum. Ég sat í sófanum með bjórinn minn og hann settist alltaf á hornborðið. Og þar skenkti ég honum smálögg af bjór á undirskál og eina pizzusneið með.
Hann kláraði alltaf bæði pizzuna og bjórinn sinn löngu á undan mér. Stundum vildi hann meiri bjór, þegar hann hafði lapið undirskálina sína skraufþurra, en ég lét það aldrei eftir honum, því ég vildi ekki að hann yrði alltof fullur.
Þetta átti auðvitað bara að vera svona smá kósý stund hjá okkur fyrir framan sjónvarpið. Yfirleitt virti hann ákvörðun mína þó hann væri alls ekki sáttur og lúskraðist í bælið sitt með skottið á milli fótanna, þar sem hann lognaðist fljótlega útaf.
Dýr detta líka stundum í dópið ef þau hafa tækifæri til þess. Til dæmis þegar ég bjó á Akranesi var þar kattagengi sem stundaði það að rústa görðum fólks með því að éta risavalmúa til þess að komast í vímu. Það var feitur fressköttur sem leiddi hópinn og cirkaði hann út vænlegustu valmúagarðana. Gengið lét yfirleitt til sín taka þegar fór að skyggja og ef maður vogaði sér út fyrir hússins dyr til að stugga við bófunum voru þeir ekki frýnilegir á að sjá. Þeir slöguðu þarna á milli risavalmúanna algjörlega út úr heiminum og rifu valmúafræin í sig eins og örgustu arfabrjálæðingar.
Mig minnir að gripið hafi verið til þess þrautaráðs að skjóta hópinn á færi, þar sem útilokað var að senda þessa kattadópista í meðferð.
Svona fór um sjóferð þá á Skaganum. Og enginn þeirra kom aftur.
![]() |
Dingo datt í það |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
-
katrinsnaeholm
-
zordis
-
katlaa
-
jonaa
-
halkatla
-
ormurormur
-
martasmarta
-
steina
-
gudnyanna
-
zoti
-
ragjo
-
diesel
-
estersv
-
alit
-
toshiki
-
kaffi
-
svartfugl
-
jenni-1001
-
laufabraud
-
stormsker
-
svanurg
-
guru
-
ingo
-
lindagisla
-
bjorkv
-
prakkarinn
-
agny
-
bergruniris
-
raggibjarna
-
maple123
-
saethorhelgi
-
vglilja
-
johannbj
-
partners
-
vitinn
-
zeriaph
-
gudrunmagnea
-
birtabeib
-
iador
-
gudrunfanney1
-
ibb
-
kolgrimur
-
skjolid
-
bene
-
coke
-
hux
-
nonniblogg
-
heringi
-
hjolaferd
-
amason
-
joiragnars
-
steinibriem
-
rafdrottinn
-
siggith
-
vefritid
-
ljosmyndarinn
-
poppoli
-
perlaoghvolparnir
-
vitale
-
skordalsbrynja
-
lindalea
-
bidda
-
manisvans
-
scorpio
-
haddih
-
gattin
-
korntop
-
brahim
-
klarak
-
laugatun
-
konur
-
panama
-
sigurfang
-
joklamus
-
valdimarjohannesson