Leita í fréttum mbl.is

Álfar, tröll (og sumarbúðir fyrir jólasveina.)

_scan0012Mikið fannst mér yndislegt að líta út um gluggann í morgun og sjá logndrífuna og alhvíta jörð.

það lá við að ég kæmist aftur í síðbúið jólaskap. Mér fannst þetta kjörið þrettándaveður ekki seinna að vænna að jólasnjórinn kæmi síðasta dag jóla á þrettándanum.

Ég settist svo við tölvuna og las fréttina um álfana og tröllin sem er nú boðið hæli á Stokkseyri þar sem eins og segir þrengir nú verulega að þeim í íslenskri náttúru vegna stóriðjuframkvæmdanna.

Mér finnst þetta verulega fallega gert að bjóða þessu vættum sem hafa búið með okkur í landinu frá upphafi húsaskjól. En jafnframt fannst mér það svolítið sorglegt að nú væri svo komið að Ísland væri orðið svo náttúrulaust vegna stóriðjunnar að ekki einu tröll eða huldufólk gæti lengur sinnt sinni náttúru í sína rétta umhverfi.

Heldur þyrfti að framleiða einskonar náttúrulíki og hafa til sýnis innandyra og bjóða þessum yfir- náttúrulegu löndum okkar að hafast þar við.

 Það var einnig tekið fram í fréttinni að álfar og huldufólk flyttust búferlum á nýársnótt. En mér vitandi gera þeir það einnig á þrettándanum. Svo það hlýtur að verða mikið fjör hjá þessum vinum okkar í nótt.

Kannski koma þeir við á einhverri þrettándabrennunni á leið sinni til nýrra húsakynna og taka þar þátt í söng og dansi og kveða með okkur ' Glottir tungl og hrín við hrönn og hratt flýr stund.'

 En nú finnst mér bara vanta að einhver góðhjartaður aðili taki sig til og stofni sumarbúðir fyrir jólasveina.

Mér finnst ekki veita af því að þeir fái einhvers staðar aðstöðu til þess að slappa af fyrir jólavertíðina þar sem hún er alltaf að lengjast. Því nú byrjar vinnutími jólasveina í október og þriggja mánaða jólatörn er anskoti mikið,  jafnvel fyrir jólasveina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við getum svo sem allveg hugsað okkur að taka á móti jólasveinunum líka. allavega eru þeir margir jólasveinarnir sem koma til okkar ár hvert.

við erum með álfa-, drauga-, trölla-, norðurljósa-, dýra-. og bæjarstjórasafn því ekki jólasveinana líka? :)

Reynir Már Sigurvinsson (IP-tala skráð) 7.1.2007 kl. 03:01

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Já ég þarf endilega að fara að kíkja til ykkar og sjá þetta með eigin augun.

Mig hefur alltaf langað á þetta draugasafn,  þó þori ég varla að fara

Ég hef verið svo óskaplega hrædd við allt svona síðan beinagrindin í vaxmyndasafndasafninu í Tívolí í Köben kom fljúgandi í loftinu á móti mér

með ógurlegu öskri. 

 En þú segir að  þið séu með bæjarstjórasafn' Hvað hafið þið þar? 

þið eruð ,þó ekki með uppstoppaða fyrrverandi bæjarstjóra á því safni eða hvað?

Svava frá Strandbergi , 7.1.2007 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband